Tíminn - 05.02.1981, Side 4
12
± ■
Fimmtudagur 5. febrúar 1981
Bjarni Magnússon, forstöðumaður á Sólborg:
Verðum að skapa hverjum
þaa* aðstæður sem benta
HV — Um nokkurra ára skeið
hefur vistheimilið Sólborg á Ak-
ureyri rekið sambýli, utan
stofnunarinnar sjálfrar, fyrir
þroskahefta, með það fyrir aug-
um að einstaklingar þessir lifi
eins sjálfstæðu llfi og þeim er
mögulegt. Byggða-Timinn hafði
samband við Bjarna Kristjáns-
son, forstöðumann á Sólborg, og
bað hann segja ofurlitið frá
sambýlisformi þessu, tilgangi
þess og árangri af þvi.
Að eyða óæskilegum
einkennum
„Við byrjuöum á þessu sam-
býli driö 1975”, sagöi Bjarni,
,,og höfum rekið þetta siðan.
Forsaga þessa var eiginlega sú
að ástandið hér inni á stofnun-
inni hér var á þessum tima
þannig, aö við vorum með
geysilegan fjölda einstaklinga
hér i plássi sem ekki var nærri
nægilegt. Þetta voru einstakl-
ingar á misjöfnum aldri og
mjög misjöfnu getustigi og okk-
ur fannst vera farið aö bera á
ýmiss konar einkennum i fari
þessara einstaklinga, sem rekja
mátti beinli'nis til þess aö að-
búnaöurinn var neikvæöur. Það
lýsti sér i persónuleikabreyt-
ingum og ýmiss konar geðræn-
um kvillum.
Þá vöknuðu þessar hugmynd-
ir, að taka út Ur hópnum þá ein-
staklinga sem voru sæmilega
sjálfbjarga og búa þeim aðstæö-
ur i ibúðahverfi úti i bæ, sem
liktust þeim sem venjulegir
menn gera kröfur um sér til
handa. Niðurstaöan varð sú að
keypt var húsnæði á Akureyri,
sem siðan var breytt og endur-
bætt, með þaö i huga aö flytja
þarna inn þetta fólk.
Vinna - heimili
A þessum fyrsta stað bjuggu
lengst af sjö til átta einstakling-
ar. Með þeim bjó þar fólk, sem
var þeim til aöstoðar og þjón-
ustu. Þessir einstaklingar sóttu
siðan þjónustu hingað á Sólborg,
frá þessu sambýli.Þeirvoru hér
I skóla eða vinnuþjálfun að deg-
inum til, en fóru svo til baka til
sins heimilis og dvöldu þar aö
öðru leyti.
Fyrir um þrem árum siöan
seldum við svo þetta hús og
keyptum þrjár ibúðir I fjölbýlis-
húsi, þar sem þetta sambýli er
rekið nUna. 1 þvi eru nú niu ein-
staklingar. Þetta er rekiö þann-
ig að eftir vinnu hér á Sólborg
fara einstaklingarnir heim og
þar er ein kona sem aðstoðar þá
við heimilishald fram til ellefu
aö kvöldinu, en þá kemur til
næturvakt. Það er manneskja
sem sefur þarna og er til staðar
á nokkurs konar bakvakt. Við
höfum ekkitaliö okkur fært ann-
aö en aö hafa það.
Mjög góð reynsla
Við viljum halda þvi fram,
mjög ákveðið, að þeir einstakl-
ingar erfóru út I þetta sambýli
á sinum tima, hafi þroskast
mikið. Þau einkenni, neikvæð
einkenni, sem við urðum vör viö
hjá þeim og sem við gátum rak-
iö til aðstæöna inni á stofnun-
inni, hafa horfið. Það er augljóst
aö hægt er aö veita þessu fólki
mun eðlilegri Ufsskilyrði meö
þessu móti heldur en iiini á
stórri stofnun. Við vitum lika aö
þeir einstaklingar sem eru van-
gefnir eru mun viökvæmari
fyrir öllum neikvæðari áhrifum
en þeir sem heilbrigðir teljast
og sérstaklega á þetta við um
áhrif sem einstaklingar veröa
fyrir I hóp inni á stórri stofnun,
þar sem llfsskilyrðin eru allt
öðruvisi en I eðlilegu umhverfi.
Við höldum þvi fram ákveðiö
að þessi einkenni hafi horfið.
Svo bætist hitt við, að þetta
gefur einstaklingunum mun
meiri tækifæri til að taka þátt i
þvi lífi sem lifaö er utan stofn-
unarinnar. Þau eiga auðveldara
með það á ýmsan hátt að ganga
inn I margt af þvi sem samfé-
lagið býður upp á og þau finna
sig á allan hátt mikið frjálsari.
Það er enginn vafi á þvi aö þess-
ir einstaklingar, sem hafa átt
kost á að búa i þessu sambýli,
tel ja sig vera á allt öðru plani en
þeir sem hér eru.
Þau eru til dæmis frjálsari að
þvi að fara I heimsóknir til ætt-
menna og kunningja, sækja
kvikmyndahús og dansleiki og
svo framvegis, þótt þau hafi
raunar litið gert af þvi að sækja
slikt. Vissulega eru þeir ein-
staklingar sem eru á sjálfri
stofnuninni einnig frjálsir að
þessu öllu, en sambýlisfólkið er
óháðara.
Vilja mikið á sig leggja
Reynslan hefur lika verið sú,
að þessir einstaklingar vilja
mikið á sig leggja til þess að
halda áfram sambýlinu. Þeir
vita að þeir þurfa aö uppfylla
ákveðin skilyrði i sambandi við
umgengni og getu og það vilja
þeir gera. Það hefur komið i ljós
aö þeir hafa meiri getu en ætlað
var, meðan þeir dvöldu i þessu
umhverfi hér, sem miðar fyrst
og fremst að þvi aö þjóna þeim,
án þess aö þaö reyni mikið á þá
sjálfa. Þegar þeir fluttust út i
aðrar aöstæður og þurftu að
fara að reyna á sig, þá reyndust
margir færir um aö gera meira
en ætlað var.
Ég er ekki i nokkrum vafa um
að þetta sambýlisform er æski-
legt fyrir mjög stóran hluta
þeirra sem vangefnir eru og
hafa verið vistaðirá stofnunum
alveg fram á þennan dag.
Margir þeirra hefðu aldrei lent
inn á stofnanirnar sjálfar, ef
þetta fyrirkomulag hefði verið
til og væru mun meiri þátttak-
endur i daglegu lifi þjóöfélags-
ins I dag ef svo hefði verið.
Margir þeirra, sem i dag hafa
verið jafnvel mörg ár inni á
stofnunum, eru ekki orðnir færir
um að taka þátt I svona sam-
býli.
Stofnanir nauðsynlegar
Við komumst hins vegar
aldrei fram hjá þeirri stað-
reynd, að stofnanir eru jafn-
framt nauðsynlegar fyrir aðra
einstaklinga. Þess vegna meg-
um viö aldrei stilla stofnunum
upp sem einhverju slæmu, á
móti einhverju ööru, svo sem
sambýlinu. Það veröa aö vera
ákveðnir valkostir fyrir hendi.
Stofnunin er nauðsynleg og góð
fyrir þá einstaklingar, sem eru
Bjarni Magnússon
vond fyrir þá sem geta lifað
nokkuð sjálfstæðu lifi.
A sama hátt er sambýlið
vondur hlutur fyrir þá einstakl-
inga, sem eru ósjálfbjarga, og
gæti aldrei staðist fyrir þá.
Bætt við húsnæði
Við höfum uppi áætlanir um
að vikka út þessa starfsemi. Við
gerum okkur vonir um að geta
keypt húsnæði nú á þessu ári og
erum raunar binir að gera tilboð
i ákveðið hús. Þangað myndum
við flytja sex eða átta einstakl-
inga I viðbót, af þeim sem nú
eru enn innan stofnunarinnar
sjálfrar.
Þá væru fimmtán eða seytján
einstaklingar komniri sambýli,
af sextiu og einum, sem hér eru
vistaðir i fulla vist. Ég gæti
trúað að svo sem tuttugu af
okkar vismönnum, þessum
sextíuogeinum (þeir sem þegar
eru i sambýli eru taldir með i
þeim fjölda) gætu búið i sam-
býli. Þar af er nokkuö af gömlu
fólki, til dæmis, sem ef til vill er
vafasamt að gæti tekiö þátt i
sambýlinu, eða öllu heldur sem
ekki myndi sækja svo i sam-
býlisformið, ef hægt væri að
skapa þvi góða þjónustu hér inni
á stofnuninni sjálfri. Um leið og
rýmkar hér, við það að fleiri
fara I sambýlið, aukast auðvitað
möguleikarnir til að þjóna þvl
fólki sem eftir er á betri hátt en
verið hefur.
Svo verður auðvitað einnig að
meta þaö hver áhrif viðkomandi
einstaklingar hefði á sambýlið.
Þetta verður að vera á þann veg
að sambýlisfólkið geti.. liðið
hvert annað. Þaö er alveg eins
hjá þessu fólki og bara annars
staðar, að einstaklingur sem er
félagslega vanþroska og af-
brigðileguri hátterni verður illa
liðinn og skaðar sambýlið sjálft.
Slikir einstaklingar eru alls
staðar illa liðnir. Þannig að
þarna verður aö fara ákveðna
millileið. Við getum ekki leyft
okkur að setja inn i sambýli ein-
stakling, sem kannske eyði-
leggur þar allt sem áunnist
hefur i' gegn um einhver ár.
Við höfum þegar þurft að taka
til baka einstaklinga, vegna
þessa, en hinsvegar kynnu þeir
einstaklingar aö geta gengið út i
sambýli núna, þótt þeir gætu
það ekki á sinum tlma.
Að flýja inn i geðveik-
ina
Þegar við ræðum svona mál,
verðum við að gera okkur grein
fyrir þvi að þessir einstaklingar
eru miklu viðkvæmari fyrir nei-
kvæðum áhrifum og neikvæðum
aðstæðum I umhverfinu, heldur
en þeir einstaklingar, sem eru
heilbrigðir. Þess vegna er
mikilvægt að skapa þeim þær
aðstæður sem hæfa þeim.
I þessu sambandi er talað um
primer skaöa og sekunder
skaða. Einstaklingar sem er
vangefinn frá fæðingu hefur það
sem primer sköðun, eða fötlun,
en siðan getur hann orðið fyrir
ýmiss konar sekunder sköðum.
Vegna þess að þeir geta ekki
varið sig. Vangefinn einstakl-
ingur, sem lendirinn i neikvæðu
umhverfi, á ef til vill ekki aðra
vörn en þá að verða geðveikur.
Hann kann ekki að bregðast við
þvi neikkvæða i sinu umhverfi,
kljást við það að aðlagast þvi á
svipaöan hátt og svokallaðir
heilbrigðir einstaklingar geta.
Niðurstaðan verður sú að hann
verður geðrænt miður sin, það
er flýr inn i geðveikina.
Sérstaklega á þetta við um
einstaklinga sem hafa dvalist
lengi á stofnunum, sem ekki
hafa getað komið til móts við
þeirra þarfir.
Ég held viö verðum að gera
okkur grein fyrir staðreyndum i
þessu sambandi og beina
kröftum okkar að þvi að þeir
einstakiingar, sem nú eru að
alast upp, lendi ekki inni I
þessum vitahring. Við verðum
að reyna að búa þeim viöunandi
skilyrði. Þeir einstaklingar,
sem þegar hafa dvalist á
þessum stofnunum, eru ef til vill
ekki meir en svo færir um aö
vera úti lengur og þvi held ég að
við verðum að fórna þeim fyrir
hina. Það hljómar ef til vill
kuldalega, en ég tel að við
eigum að minnsta kosti kosti
ekki að ýta þeim út i sambýli og
taka inn I staðinn einstaklinga,
sem koma utan að en eru ef til
vill færir um aö vera áfram úti.
Hins vegar eru margir á
stofnunum, bæði hér og annars
staöar, sem væru færir um að
flytjast I sambýli strax á
morgun.
Virfna úti
Nú, tveir af þeim sem vistaðir
eru hjá okkur hafa starfað utan
stofnunarinnar, almenna
verkamannavinnu. Nú er það
aöeins einn að visu það er einn
af þeim sem búa i sambýlinu.
Þama eru fleiri einstaklingar,
sem geta unniö úti, þótt mis-
jafnlega gangi að finna vinnu
handa þeim. Þeir hafa fengið
full laun, hafa klætt sig sjálfir
og getað keypt ofurlitiö af hús-
gögnum I ibúðir sinar og haft
einhverja vasapeninga.
Þegar mest var sóttu fimm
einstaklingar vinnu út fyrir
stofnunina.
Hagkvæmur rekstur
Fjarhagur sambýlanna fer
allur I gegn um stofnunina og til
fróðleiks má nefna hér nokkrar
kostnaðartölur, sem eru ákaf-
lega sláandi. Kostnaður við
sambýlið, utan fæðiskostnaðar
og þjónustukostnaðar sem
kemur i dæmið að deginum til
hér á stofnuninni sjálfri, var i
fyrra fimmtán milljónir rúmar
en daggjaldatekjur fyrir þennan
hóp voru sjötiu og fimm
milljónir. Þetta er þvi mjög
hagkvæmt rekstrarform.
Ef við göngum lengra i
þessum samaburði, má benda á
að örorkullfeyrir og tekju-
trygging fyrir þennan hóp hefði
oröið i fyrra tuttugu og fimm
milljónir. Ef þau heföu greitt
um áttatiu prósent af sinum líf
eyri til reksturs sambýlisins,
hefðu þau samt átt eftir þægi-
lega vasapeninga. Það bendir
náttúrlega til þess fyrir þjóð-
félagið, að þetta sé hagkvæmt
rekstrarform.
Þá verðuraö visu að gera ráö
fyrir þvi að þau sækja ákveöna
þjónustu hingað, sem ekki er
inni I þessum kostnaöi.
Að losna frá
Þegar að þvi kemur i vor, að
viö tökum við vernduðum
vinnustað fyrir þetta fólk, þá
opnast möguleikar til þess að
útskrifa alfarið héöan af stofn-
uninni þá einstaklinga sem geta
veriö i sambýli.
Þegar þar að kemur munu
þeir njóta þjónustu frá þessum
verndaða vinnustað. Þeir sækja
þangaö sina vinnu og búa i sam-
býli úti i' bæ og þar með eru þeir
lausir frá stofnuninni.
Hugmyndin er sú aö þeir sem
flytja i' sambyiið útskrifist ein
mitt héðan þegar þeir flytja. A
þann veg veröur kominn mögu-
leiki á ákveðnu gegnumstreymi
i stofnuninni, sem er ákaflega
nauösynlegt, en hefur ekki
verið. Þannig getur einstakl-
ingur sem kemur hingaö inn
hlotið ákveðna þjálfun, hugsan-
lega náð þroska til að geta búiö i
svona sambyii, flutt sig þá
þangaö og sótt þaðan sina
vinnu, hvort heldur er á
vernduöum vinnustað eða úti á
almennum vinnumarkaði.
Það myndi breyta dæminu
mikið fyrir þetta fólk, þvi það
veröur að hafa eitthvaö fyrir
stafni. Við leysum ekki þessi
vandamál fólksins öðru vlsi en
það fái aö gllma við einhver
verkefni. Allt annað eru gerfi-
lausnir. Við getum ráðið sæg af
sálfræðingum og geðlæknum og
látið meðhöndla fólkið, en það
breytir engu ef fólkið fær ekki
að fálst viö eitthvað sem það
hefur jafnvel áhuga á og sér ein-
hvern tilgang með. Það er ef til
vill gallinn viö okkar kerfi, að
okkur hættir til að einblina á
sérfræðinginn og það sem hann
hefur fram að færa, en
gleymum þvi sem okkur er næst
i umhverfinu, að hann fái að
glima við eðlileg verkefni.”
Vistheimillö Sólborg á Akureyri.