Tíminn - 06.02.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. febrúar Í981 5 Bjami Einarsson: Margir munu saína i stað bess að slá — verði peningainir íullverðtryggðir á meðan safnað er fyrir hlutnum HEI — ,,Við getum ekki leyft okkur aö halda áfram að taka lán eriendis fyrir öllu sem við gerum og verðum þessvegna að mynda fjármagn I landinu sjálfu, til að kosta þau gifurlegu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum”, sagði Bjarni Einarsson frá Fra mkvæmd astofnun um meginmarkmið verðtryggingar á sparifé, þ.e. að fá peninga f kassann. Verkefnin framundan sagði Bjarni fyrst og fremst þau, að skapa atvinnu fyrir þann fjölda sem bætist við á vinnumarkað- inn á næstu árum og jafnframt fyrir þá sem verða að fara úr núverandi störfum vegna fram- leiðniaukningar. Auk þess sagði hann nauðsyn- legt að afla fjár til þess'að hjálpa til viö að koma verðbólg- unni niður. ..Við erum i verðbólguvita- hring, sem þarf að brjóta niður. En við brjótum hann ekki án þess að hafa úr peningum að spila til þess að liðka til fyrir hinum og þessum”, sagði Bjarni. Atti hann þar bæði við einstaklinga sem væru að kikna undir núverandi greiðslukjörum og einnig fyrirtæki sem nú þyrftuað greiða óheyrilegt hlut- fallaf tekjum sinum vegna fjár- magnskostnaðar. Þvi þurfi að afla fjár til þess aö hægt sé að skuldbreyta — þ.e. lengja lánin — bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Og til þess að fá fé inn i bankana þurfi verðtrygg- ingu sparifjár. Meö þvi að halda rétt á þess- um málum nú, segir Bjarni viss um að stórauka megi sparnað i þjóðfélaginu. Gæfist fólki t.d. kostur á verðtryggðum spari- lánum sagðist hann hafa þá trú, að margir veldu frekar þann kost að safna fyrir hlutunum i stað þess að slá fyrir þeim eins og tiðkast hefur. Hann sagðist einnig hafa spurt tugi manna hvort þá langi ekki tíl að eiga sér varasjóð upp á að hlaupa og allir hafi svarað þvi játandi. Verðtrygging gefur fólki færi á þvi, sagöi Bjarni, og gæti raunar skapað algera bylt- ingu hjá almenningi varðandi öll fjármál. Gamla slagorðiö „græddur er geymdur eyrir” ætti þá að öðlast fullt gildi á ný. Hlakka tíl að takast á við verkefnin KL — ,,Ég hlakka mikið til að takast á við verkefnið hérna,” segir Ann Sandelin, nýskipaður forstjöri Norræna hússins, ,,og ekki er það verra, að fyrsti við- burðurinn i húsinu eftir að ég tek við er Runebergsvakan, þar sem finnski visnasöngvarinn Hakan Streng kemur fram, en við þekkj- umst frá gamalli tið, vorum sam- tiða f skóla i Abo.” Ann Sandelin er finnsk, fædd 1945 og fil. mag. frá háskólanum i Abo í listasögu, norrænni þjóð- menningarfræði og sænsku. Hún vinnur ral að fil. lic. ritgerð i lista- — segir nýskipaöur sögu. Ann starfaði sem menn- ingarfulltrúi i Karis og siðar við sænsk- finnsku menningarmið- stöðina á Hanaholmen viö Helsingfors og hefur undanfarið gegnt stöðu forstjóra þar. Hún er gift Borgari Garðarssyni, leik- ara. Ann Sandelin hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands og dvaldist hér sumarlangt 1977, enda skilur hún islensku vel, þó að hUn tali hana ekki. Hún hefur lika haft samskipti við Islendinga i starfi sinu á Hanaholmen, en Mannabreyt- ingar í Nor- ræna Ýmsar breytingar verða á starfsliði Norræna hússins um þessar mundir. Þórdis Þorvalds- dóttir, sem hefur verið yfirbóka- vörður i Norræna húsinu frá þvi 1973, og jafnframt gegnt stað- gengilsstarfi forstjóra hússins, er nú i leyfi frá störfum i húsinu i eitt ár. Þann tima gegnir hún bóka- varðarstarfi við Norrænu lýð- fræðslustofnunina i Kungalv, en þar er rektor Maj Britt Imnand- er, sem Islendingum er aö góðu kunn siðan hún gegndi forstöðu- mannsstarfi við Norræna húsið hér. Guðrún Magnúsdóttir bóka- vörður gegnir starfi yfirbóka- húsínu varðar i fjarveru Þórdisar, en Ingibjörg Björnsdóttir verður staðgengill forstjóra. A kaffistofu hússins verður sú breyting, að Kristin Eggertsdóttir, sem hefur verið forstöðumaður hennar frá opnum, 1968, lætur nú af störfum og hefur verið ráðin til Menning- ar- og fræðslusambands alþýöu sem fulltrúi i fræðsludeild. Við starfi hennar tekur Margrét Kristin Lárusdóttir, sem hefur unnið á kaffistofunni frá 1975. Athygli vekur, að af 11 starfs- mönnum Norræna hússins eru 10 konur! MS sýnir Gum og Goo KL — Einþáttungurinn Gum og Goo eftir Howard Brenton er annað verkefni Taliu, leiklistar- sviðs Menntaskólans við Sund, á þessu ári, og er frumsýning þess á Þorravöku skólans I kvöld, föstudaginn 6. feb. Howard Brenton, sem er breskur, er fæddur 1942. Fyrstu leikrithans, þ.á m. Gum og Goo, litu dagsins Ijós 1969. Þau eru skrifuð fyrir „fátæka leikhús- ið”, þ.e.a.s. það er reiknað með fáum leikurum, litlum sem eng- um sviðsbúnaði og einfaldri lýs- ingu. Enda lýsir höfundur tilurö Gum og Goo þannig: „Kennararáðstefna bað um sýningu. Það voru átta dagar til stefnu. Við veltum fyrir okkur i tvo daga hugmyndum úr atriði sem ég haföi skrifað um litla stúlku oni holu. Ég skrifaði handritið á næstu tveim dögum. Siðustu fjórir dagarnir fóru i æfingar. Leikritið var skapaö meö tilliti til þess fyrir hverja þaö var gert (kennarana), hvar (á gólfi skólastofu með tvö stór ljós og möguleika á myrkvun) og hverjir gátu gert það (tveir strákar og ein stelpa). Sem sagt, leikritið var „tailor made”. Svar við beiðni um sýn- ingu, með tiUiti til þess hvað var fyrir hendi, þrir leikarar, þrjá- tiu shillinga sjóður fyrir bolta og þrjár hjólaluktir.” Leikendur i Gum og Goo eru örbrún Guðmundsdóttir, Sig- riður Anna Asgeirsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir. Leikstjóri og þýðandi er Rúnar Guð- brandsson. Fyrstu sýningar á Gum og Goo eru fóstudaginn 6. feb. kl. 21.00, sunnudaginn 8. feb. kl. 20.30, þriðjudaginn 10. feb. kl. 20.30, sunnudaginn 15. feb. kl. 20.30, mánudaginn 16. feb. kl. 20.30 og þriöjudaginn 17. feb. kl. 20.30. Leikið er i Skálholti, sam- komusal Skólafélags Mennta- skólans við Sund og er gengið inn um kjallaradyr frá Ferju- vogi. Miðar eru seldir i skólan- um á virkum dögum kl. 12-2 og við innganginn. forstjóri Norræna hússins,Ann Sandelin þangað koma að jafnaði um 200 íslenskir gestir á ári, fyrirlesar- ar, listamenn, rithöfundar o.s.frv. Dagskrá næstu mánaða I Nor- ræna htísinu liggur þegar fyrir i stórum dráttum, enda þarf nýr forstjóri nokkurn tima til að átta sig á aðstæöum. Þær hugmyndir helstar, sem Ann liggja á hjarta, eru að styrkja samband Norræna hússins við norrænar stofnanir á Noröurlöndum og koma islensk- um málefnum meira á framfæri þar. Einnig hefur hún hug á að auka upplýsingastreymi milli Is- lands og Norðurlandanna, og gildir það á báða vegu. I þvi skyni hyggst hún treysta sambandið við fjölmiðla, hafa liggjandi frammi upplýsingabæklinga i Norræna húsinu fyrir þá, sem hugleiða ferðir tíl Norðurlandanna, o.s.frv. Að lokum gat Ann þess i sam- bandi við aukið upplýsinga- streymi milli Norðurlandanna, að finnska auglýsingasjónvarpið (i Finnlandi eru 2 sjónvarpsstöðvar, önnur rikisrekin, hin i einkaeign, en undir rikiseftirliti) hyggist koma á fót fréttaritarakerfi um öll Norðurlönd, þ.á m. hér, og verða teknir upp fastir fréttatim- ar, einu sinni i viku, meö þessu fréttaefni frá og meö næsta hausti. Ann Sandelin (t.v.) er tekin viö störfum sem forstjóri Norræna hússins. Henni á vinstri hönd situr Þór- dis Þorvaldsdottir yfirbókavöröur hússim, en hún er nú I ársleyfi. T.h. er Ingibjörg Björnsdóttir, stað- gengill forstjóra á meðan. (Timamynd GE) Hvað er nýtt í lífeyrismálum? • Lifeyrissjóður verslunarmanna vill vekja eftirtekt á nýjum lögum um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lifeyrisréttinda frá 9. júni 1980. Þar segir m.a.: öllum launamönnum og þeirn, sem stunda at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi,er rétt og skylt að eiga aðild að lifeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps. • Af þessu tilefni vill sjóðurinn biðja þá aðila sem vinna verslunar- eða skrifstofustörf eða skyld störf á sviði viðskipta og þjónustu og eru utan við lifeyrissjóði að athuga stöðu sina i lifeyrisréttindamálum. • Mun sjóðurinn veita allar nánari upplýsingar um þessi mál. Vinsamlegast hafið samband við Stefán H. Stefánsson i sima 84033. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Grensásvegi 13, simi 84033.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.