Tíminn - 06.02.1981, Blaðsíða 8
8
Fös'ttidagur 6. febrúar 1981
Slökkviliðsmenn safna undirskríftum víðs vegar um iandið:
Mótmæla hugmyndum um
niðurlagningu Brunamála-
stofnunar
„ötjorn Landssambands
slökkviliðsmanna hefur alltaf
verið þeirrar skoðunar að ekki
eigi að leggja niður starfsemi
Brunamálastofnunar rikisins
(hér eftir skammstafað BMSR)
eða færa hana undir Vinnueftir-
lit rikisins. heldur beri að efla
þá stofnun sem sjálfstæða stofn-
un. Þessi undirskriftarsöfnun er
til að itreka hugmyndir okkar i
þessu efni”, sagði Jónas Mart-
einsson, ritari stjórnar Lands-
sambands slökkviliðsmanna, i
samtali við Timann.
Undirskriftirnar verða af-
hentar næstu daga, annað hvort
Svavari Gestssyni félagsmála-
ráðherra, eða Guðmundi Magn-
ússyni, verkfræðingi, sem er
formaður nefndar sem félags-
málaráðherra skipaði sl. sumar
til að endurskoða gildandi lög og
reglugerðir um brunavarnir og
brunamál, gera úttekt á stöðu
og starfsemi Brunamálastofn-
unar rikisins, og jafnframt til-
lögur um æskilegar breytingar
á starfssviði og starfsemi stofn-
unarinnar i framtiðinni.
Magnús H. vildi leggja
niöur BMSR
Magnús H. Magnússon, fýrr-
verandi félagsmálaráðherra,
hafði ákveðnar hugmyndir um
starfsemi BMSR og vildi að þvi
er næst verður komist leggja
niöur stofnunina sem slika og
dreifa verkefnum hennar yfir á
aðrar stofnanir, m.a. svokall-
aða brunamáladeild i væntan-
legu Vinnueftirliti rikisins, sem
reyndar tók til starfa um siðustu
áramót, þegar nýju lögin um
aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustööum tóku gildi.
Frumvarpið að lögunum um
aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum, sem sam-
þykkt var á Alþingi i maimán-
uði á sl. ári, var samiö i embætt-
istið Magnúsar H. Magnússonar
af nefnd sem starfaði undir for
sæti Hallgrims Dalbergs, ráðu-
neytisstjóra. Onnur nefnd starf-
aði undir forsæti sama manns
eftir að lögin voru samþykkt og
gerði hún athugun á lögunum.
Báðar þessar nefndir komust
að svipaðri niðurstöðu að þvi er
varðar BMSR. Hvorug þeirra
nefnir að stefna beri að þvi að
leggja niður BMSR, en hins veg-
ar er lagt til að þýðingamiklir
póstar i starfsemi stofnunarinn-
ar verði færðir yfir til Vinnueft-
irlits rikisins.
Telur nefndin aö eldvarnir á
hvers kyns vinnustöðum séu
mjög veigamikill hluti af örygg-
ismálum þeirra sem þar vinna
og falli þar af leiðandi undir lög-
in um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum. Leggur
nefndin til að stofnuð verði sér-
stök brunavarnarmáladeild
innan Vinnueftirlits rikisins,
sem fjalli á sérfræðigrundvelli
um eldvarnareftirlit á vinnu-
stöðum.
Slökkviliðsmenn sparka
formanninum
Allt frá þvi að fyrstu hug-
myndirnar komu uppp á yfir-
borðið um breytta tilhögun á
rekstri BMSR eða jafnvel niöur-
lagningu stofnunarinnar lýsti
Landssamband slökkviliðs-
manna sig andvigt þeim hug-
myndum. Taldi það ekki koma
til greina að leggja stofnunina'
niður, og á 6. þingi Landssam-
bands slökkviliðsmanna var
samþykkt skelegg ályktun þar
að lútandi.
A 8. þingi Landssambands
slökkviliðsmanna sem haldið
var i októbermánuði á sl. ári var
enn rættum starfsemi BMSR og
kom þá i ljós að formaður sam-
takanna var einn af þeim sem
vildu leggja BMSR niður, þrátt
fyrir að hann hefði lýst þvi yfir
fyrr i ræðu sinni að samstarf
BMSR og Landsamband
slökkviliðsmanna hefði aukist
og verið mjög gott á sl. ári.
Þingfulltrúar kunnu þvi að
vonum illa að formaður þeirra
ynni gegn yfirlýstri stefnu sam-
takanna og höfðu það i huga við
stjórnarkjörið. Var listi for-
mannsins felldur við stjórnar-
kjörið og nýir menn kjörnir i
hans stað.
„Fyrrverandi formaður er
einn af þeim sem vilja breyting-
ar á starfsemi BMSR og þvi
varð hann að vikja”, sagði nú-
verandi ritari stjórnar Land-
sambands slökkviliðsmanna,
Jónas Marteinsson.
Slökkviliðsmenn telja sig vera
aö taka faglega afstöðu til starf-
semi og framtiðar BMSR og eru
mótfallnir þvi að aðilum vinnu-
markaðarins sé afhent þeirra
hagsmuna og lifsspursmál sem
eru eldvarnir, hvort sem er i at-
vinnufyrirtækjum eða heimil-
unum.
Hins vegar hafa slökkviliðs-
menn velt fyrir sér hvað ráði af-
stöðu fyrrverandi formanns
samtaka slökkviliðsmanna i
þessu máli, en hann er nú
Hér er starfsemi BMSR til húsa
starfsmaður hjá BMSR, og telja
einna helst að hann hafi búist
við þvi að hagnast persónulega
á þeim breytingum sem hug-
myndireru uppi um, með þvi að
vera gerður að deildarstjóra i
væntanlegri brunamáladeiid
Vinnueftirlits rikisins, en hann
mun tilheyra sama stjórnmála-
Stjórnarformaöur Vinnueftirlit ríkisins:
JUdrei hvarflað að okk-
urað gleypa BMSR”
Tímamynd G.E.
flokki og fyrrverandi félags-
málaráðherra.
Svavar skipar nýja nefnd
Eins og greint var frá hér i
upphafi skipaði Svavar Gests-
son, félagsmálaráðherra, sér-
staka nefnd 27. mars á sl. ári
sem gera á úttekt á stöðu og
starfsemi BMSR, eins og háttar
i dag — og gera tillögur um
æskilegar breytingar á starfs-
sviði og starfsemi stofnunarinn-
ar i framtiðinni, m.a. með hlið-
sjón af gildistöku nýju laganna
um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum.
Formaður þeirrar nefndar er
Guðmundur Magnússon, verk-
fræðingur, en auk hans sitja i
nefndinni: Edgar Guðmunds-
son, verkfræðingur, Gisli Lór-
ensson, varaslökkviliðsstjóri á
Akureyri, Héðinn Emilsson,
deildarstjóri i Samvinnutrygg-
ingum og Magnús Skúlason, for-
maður Bygginganefndar
Reykjavikur.
Guðmundur Magnússon for-
maður nefndarinnar sagði i við-
tali við blaðamann Timans að
hann vildi ekki tjá sig um þær
hugmyndir sem uppi eru i
nefndinni, fyrr en félagsmála-
ráðherra hefði verið gerð grein
fyrir þeim, en sagði jafnframt
að mjög stutt yrði i það að
nefndin lyki störfum.
Gisli Lórensson, einn nefnd-
armanna, sagði hins vegar i við-
tali við Timann, að nefndin væri
sammála um það að ekki kæmi
til greina að leggja niður starf-
semi BMSR, og hefði ráðherra
verið gerð grein fyrir þeirri af-
stöðu nefndarinnar. Nú ynni
nefndin hins vegar að þvi að
færa rök fyrir þeirri skoðun
sinni.
Nefndin hefur aflað sér upp-
lýsinga frá hinum Norðurlönd-
unum um starfsemi vinnu- og
brunaeftirlita þar á bæjum og
m.a. hefur formaður nefndar-
innar kannað framkvæmd þess-
ara mála sérstaklega i Sviþjóð
og rætt við forsvarsmenn vinnu-
eftirlits og brunamála. Niður-
staðan af öllum þessum athug-
unum mun falla i sama farveg-
inn um að ekki fari saman
vinnueftirlit og brunaeftirlit.
„Það þekkist hvergi á hinum
Norðurlöndunum að vinnueftir-
litið sjái jafnframt um bruna-
eftirlit, nema að mjög takmörk-
uðu leyti”, sagði Gisli Lórens-
son.
Sem fyrr segir þá er mjög
stuttur timi þar til nefnd Guð-
mundar Magnússonar verk-
fræðings mun skila tillögum sin-
um til félagsmálaráðherra. Sið-
an er það ráðherra að taka af-
stöðu til þeirra tillagna, en ætli
hann sér að gera einhverjar
verulegar breytingar á starf-
semi BMSR þá þurfa þar til að
koma afskipti Alþingis, þvi i
lögum um brunavarnir og
brunamál frá árinu 1969, er ná-
kvæmlega sagt fyrir um starf-
semi og verksvið stofnunarinn-
ar, og verða verkefni þvi ekki
tekin frá henni nema með laga-
breytingu.
I
I
Kas — ,/Þaö er ákveöinn
meiningamunur um ein-
staka verkþætti, þ.e.
hvort Vinnueftirlit rikis-
ins eöa Brunamálastofn-
un ríkisins eigi að fjalla
um þá. Hins vegar hefur
það aldrei hvarflað að
okkur að gleypa BMSR",
sagði Þorvarður Bryn-
jólfsson, stjórnarfor-
maður Vinnueftirlits rík-
isins, i samtali við Tím-
ann, „og ég á þvi ekki von
á því að við leggjum til að
BMSR verði gerð að einni
deild innan Vinnueftirlits
rikisins."
Stjórn Vinnueftirlits rikisins
vinnur nú að tillögugerö til
félagsmálaráðherra um skipt-
ingu Vinnueftirlits rikisins niður i
deildir, og samkvæmt þeim drög-
um sem nú liggja fyrir er gert ráð
fyrir ákveðinni brunamáladeild
sem m.a. mun hafa með höndum
eldvarnareftirlit á vinnustöðum.
Taldi Þorvarður Brynjólfsson
eðlilegt að Vinnueftirlit rikisins
tæki það verkefni að sér, enda
heföi það á að skipa menntuðum
mönnum i eftirliti á vinnustöðum,
og þvi ekkert annað en
tviverknaður aö vera með tvö eft-
irlitskerfi i gangi á sömu stöðum.
99
LEGGJUM EKKI TIL AÐ
BMSR VERÐI LÖGÐ NIÐUR”
- segir Hallgrímur Dalberg, ráöuneytisstjóri
Kás —- „Við erum ekki á
nokkurn hátt að leggja til
að Brunamá lastof nun
rikisins (BMSR) verði
lögð niður", sagði Hall-
grímur Dalberg, ráðu-
neytisstjóri, i samtali við
Timann, en hann var for-
maður nefndar sem fé-
lagsmálaráðherra fól að
gera athugun á lögunum
um aðbúnað, hollustu-
hætti gg öryggi á vinnu-
stöðum.
„Hins vegar leggjum við til,
eins og tekið er fram i skýrslu
okkar, að ákveðnir þættir i
starfsemi BMSR verði færðir
undan henni til Vinnueftirlits
rikisins, og jafnframt teljum viö
eölilegt aö innan Vinnueftirlits-
ins starfisérstök deild sem fjalli
um brunavarnamál á sérfræði-
grundvelli.
„Það er alls ekki meining
okkar tillagna að Vinnueftirlitið
yfirtaki alla þá starfsemi sem
nú er innt af höndum hjá BMSR,
heidur aöeins eldvarnareftirlit á
vinnustööum”, sagði Hallgrim-
ur Dalberg.