Tíminn - 07.03.1981, Síða 8

Tíminn - 07.03.1981, Síða 8
8 tAií'iiKi* Laugardagur 7. mars, 1981 Laugardagur 7. mars, 1981 SKOLI HANDA MALALIÐUM Einstæð kennslustofnun gamals ævintýramanns leikara og i Los Angeles á ég vin, sem gæti komið mér þar á framfæri. Þá bið ég eftir erlend- um tilboðum”. Robert G. Reeder er maður á fimmtugsaldri, sem ferðast um ýmsa óróasama staði jarðar- innar sem sölumaöur. Hann sagði að á þeim slóðum veitti ekki af að vera kunnur öllum kúnstum sjálfsvarnarlista. Þá var þarna hraustlegur ná- ungi, sem kvaðst aðeins vera „áhorfandi”. Hann hafði verið i her S-Afriku i Ródesiu og hafði tekið laun sin út i demöntum. „Þar var ég vitlaus, — ég hefði átt að taka gull”. Þarna er mikið rætt um það hvernig menn hafi mest upp úr ýmissi ævintýramennsku. Kynþáttahatur logar glatt innan veggja Wer-Bell skólans, þegar menn eru sestir að stór- um viskiglösum við dagslok i skotsalnum. „Idi Amin var mik- ill maður. Hann drap aðeins aðra negra”, er sagt. Þá kemur það fram meðal kennara og nemenda að þeir hugsa sér til hreyfings að vinna á negrum i framtiðinni. Ekki kveðast þeir munu vinna sér léttara verk. Þeir skiptast á skoðunum um hve mörgum kúlum eða sprengjuvörpuhleðslum þurfi að skjóta að þessu fólki og þinga um hver fjarlægð sé heppileg- ust. Wer-Bell afklæðist samfest- ingi fallhlifarmannsins og i ljós kemur að hann er klæddur ermalausri skyrtu, sem á er letrað: „Friður fæst fyrir stál og blý”. 1 12 stundir á dag halda nem- endurnir úr einni kennslustund i aðra. Þeir eru leiddir frá skot- vellinum fram fyrir skólatöflu til þess að læra um hópvinu, húsleitir, elektróniskan hjálpar búnað og skipulagningu örygg- isvarna. Þeir læra um orrustu- tækni i skólastofunni og þá kunna þeir að vera látnir hefja skotæfingar á ný, — að þessu sinni i náttmyrkri. Bill Rampley, sem stundaði fjölbragðaglimu, áður en hann var lögreglumaður, kennir mönnum að átta sig á götulifinu. „Hjá sora þjóðíélagsins er mestan fróðleik aö fá”, segir hann. „Þjófar, eiturlyfjaneyt- endur og glæpalýöur, — allir geta þeir átt alit sitt undir þér, Stilltu þeim upp við vegg og þeir segja þér hvað sem vera skal”. „Þú skalt reyna að koma þér upp félaga i lögreglunni, en gættu þin samt. í lögreglunni er nóg um ævintýramenn, menn sem aðeins hafa gerst lögreglu- þjónar, til þess að aka hrað- skreiðum bilum og til þess að mega skjóta af byssu. Sumir þeirra eru sálsjúklingar. Láttu þvi ekki marga komast að of miklu um þig, þvi þeir munu þá leggja þig að velli”. Hugmyndina að skólastofnun- inni fékk Wer-Bell 1977, þegar CIA birti skýrslu um að vænta mætti þess að hryðjuverkamenn létu til sin taka i Bandarikjun- um, eins og i Evrópu og viðar um heiminn. Stóriðjuhöldar og verslunar- héðnar af stærra tagi urðu á- hyggjufullir. Aberandi fólki þótti ekki annað þorandi en að koma sér upp lifvörðum. Þá tóku hin hægrisinnuðu öfl aö svipast um eftir leiðum, til þess að veita minni andkommúnisk- um rikisstjórnum stuöning. hanshafi verið ævi sérkennilegs ofbeldismanns. 1 annarri heimsstyrjöldinni þjónaði hann i þeirri deild hersins, sem siðar átti eftir að verða CIA. Hann stökk i fallhlif niður á bak við viglinu Japana i Kina og Burma isérstökum erindagjörðum. Eft ir striðið reyndi hann fyrir sér i auglýsingaiðnaðinum, en leidd- ist þófið. Honum skaut upp i Dominikanska lýðveldinu, þar sem hann lést vera banana- bóndi, en var rikjandi valdhöf- um til halds og trausts við að bregðast við uppreisnartilraun- um. Eftir 1960 fékkst hann viö vopnasölu og lagði sérstaka á- herslu á hljóðdeyfðar byssur. Hann stofnaði fyrirtæki, sem nefndist Sionics, sem hafði slik- an og ámóta útbúnað á boðstól- um Hlutdeild hans i starfsemi CIA i Vietnam er skjalíest i nokkrum bókum og heíur yfir- maður „Vietnam Rangers-fé- lagsins” sagt um hann: „Hann útvegaði CIA ýmsan búnað, sem ætlaður var til að fást við menn Viet Cong i S-Vietnam. Mitch Wer-Bell er nær óttalaus, þegar i bardaga kemur. Hann er einn sá hugdjarfasti foringi sem ég hef kynnst, heldur sér sifellt rólegum og blæs móði i aðra kring um sig”. Auk tillags sins til atburða i Vietnam hefur Wer-Bell komið við sögu stjórnarbyltinga i Guatemala og Nigaragua. Lést hann þá vera auglýsingaagent eða útvarpsfréttamaöur. Hann lagði til vopn i misheppnaðri stjórnarbyltingartilraun i Gran- ada á Bresku V-Indium skömmu eftir 1970. Hann er á- kaflega upp með sér af þessum hlutum. Hann var einn þeirra Ame- rikana, sem stóðu að enda- slepptri tilraun i þá átt að taka eyjuna Abaco á Kariba-eyjum og gera hana aö kóngsriki, þar sem menn skyldu lifa án skatt- byrða og stjórnarafskipta. Ætl- unin var að hefjast handa um leið og Bahama-eyjar lýstu yfir sjálfstæði sinu. Atti þá að gera hið sama á Abaco. Afturhaldssamir verslunar- jöfrar á Florida, svo sem 90 mil- ur frá Abaco, voru að baki hug- myndinni um þessa skattlausu paradis. Wer-Bell þjálfaði vænt- anlegan her og lögreglu eyjar- innar og hafði einnig i hyggju að koma þarna upp alþjóðlegri vopnasölumiðstöð. Þessi ágæta hugmynd strand- aði á illdeilum milli Wer-Bell og þeirra sem fjármagna áttu fyrirtækið og sjálfstæðis- hreyfingarnar á eyjunni. Varð það til þess aö stjórn Bahama- eyja gat komið sér þarna fyrir og stjórnardeild sinni. Nú er degi hallar spókar þessi lukkuriddari sig þvi i þeim ljóma athygli, sem skólastofn- unhans lérhonum.Er honum nú ekkert ljúfara en sitja fyrir á ljósmyndum i skotapilsi sinu með mynstrinu glengarry, sem tilheyrir Argyll herdeildinni. Hann skrýðist þá einnig þriggja stjörnu hershöföingjabúningn- um með axlaborðum Vietnam Rangers. Ekki er þó útlit fyrir, að honum ætli að auðnast annar dauðdagi en sá, að falla á beði sinum, svo sem hent hefur margan mikinn hermanninn. Mitchell Livingstone Wer-Bell þjáist nú af krabbameini i blöðruhálskirtli. Þetta er likast vanalegu heimili ameriskrar millistéttarfjölskyldu, sem mókir að baki trjá- gerðis. Akvegurinn heim að húsinu bugðast meðfram fallegri fiskitjörn þar sem smábátur liggur úti á fyrir festum. Á flötinni blaktir fáni Suðurrikjanna ásamt „Stars and stripes”, sem er ekki sjaldgæft að sjá i Georgiu, þar sem menn viðurkenndu aldrei að þrælastriðið hefði tapast. Námskeiöin kosta miklar fúigur en útskrifaðir nemendur ættu ekki að vera I vandræðum meö að koma náunganum fyrir kattarnef, bæöi fljótt og rækilega. Riðvaxinn maður, rauður i framan, kominn á sjötugsaldur, bíður i útidyrunum, klæddur skærköflóttu skotapilsi i frá- hnepptum hermarinajakka og með rauða alpahúfu á höfði. Annarri hendi heldur hann uppi við uppásnúið yfirskegg, en hin höndin er kreppt utan um end- ann á liðsforingjapriki, sem hann heíur stungið undir hand- legginn. Þegar Mitchell Living- stone Wer-Bell, hefur hastað á grimma hunda sina, Doberman og Elsass hunda, segir hann: „Komið inn. Velkomnir i Alþjóölega herskólann i Cobray”. Orð hans eru undirstrikuð af smellum frá rifflum 200 metrum fjær. Þetta er skóli fyrir mann- drápara, menn sem hafa tekjur af þvi að gerast lifverðir frægra og rikra manna, en hafa þó mest upp úr málaliðaþjónustu i Karibahafi, i Suður-Ameriku og i Afriku. Wer-Bell þjálfar ekki aðeins menn þessa. Hann er einnig ó- opinber milligöngumaður fyrir þá sem leita eltir hermönnum á leigu. Sumir nemenda hans hafa þegar hlotið nokkra reynslu, en eru enn fúsir til aö greiða 1200pundfyrir 10 daga þjálfun, i von um að verða sér úti um nýj- an ráöningarsamning. Aöeins sex eru þjálfaðir i senn. Kenn- ararnireru þrirá móti hverjum einum nemanda. Þyrlur og smáflugvélar fljúga reglulega yfir 66 ekra búgaröi Wer-Bell i Powder Springs, sem nágrann- ar kalla i gamni „Gunpowder Springs”, sem ekki er svo kyn- legt. Flugvélarnar eru að fylgj- ast með hvað fram fer við skól- ann og heimamenn kalla þetta opinbert eftirlit. Wer-Bell segir hins vegar, að þetta sé „vin- samleg opinber vernd”, gegn árásum „óvina vorra”. Nemendur sem sækja um skólavist verða að svara spurn- ingum á borð við: „Ert þú á flótta undan réttvisinni?” og „Hefur þú nokkru sinni afsalað þér bandariskum rikisborgara- rétti?” Starfslið Wer-Bell rann- sakar svörin og ber þau saman við skýrslu FBI og lögreglunn- ar. „Já, þaö hefur komið fyrir að menn koma hér á fölskum forsendum, en viö áttum okkur skjótt á þeim”, segir Wer-Bell. Menn sem sendir eru i skól- ann af þvi opinbera fá 20% af- slátt og að sjálfsögðu mega menn greiöa með kritarkortum. Flestir eru nemendur á eigin vegum, en fyrir kemur að lög- reglumenn eða lögreglustjórar viða að úr landinu komi á nám- skeið. 28 ára gömul húsmóðir, nokkrir læknar frá Atlanta og stöku gestir frá Bretlandi, hafa notið þessarar tilsagnar. Wer-Bell opnaði skóla sinn með leynd fyrir tiu árum, en nú er aðgangur orðinn tiltölulega frjáls og hann segist hafa þjálf- að meira en 100 manns. „Við kennum þeim að drepa menn og særa”, segir Wer Bell. „Helstu viðskiptavinirnir eru öryggisdeildir stofnana i verslun og iðnaði, lifveröir frá stjórnmálaflokkunum, þing- manna og filmstjarna. Þá er um að ræða menn úr lögregluliði, eða menn, sem komast vilja i lögregluliö. Hingað kom íaðir einn með tvo syni sina, sem ætl- aði að stofnsetja öryggisþjón- ustu fyrir filmstjörnur. Allir þessir nemendur gætu myndað nokkurs konar einkaherdeild mina”. Hernaðarsniðiö einkennir skólahaldið frá þvi íyrsta, en við komuna verða menn að fá sér dulmálaðan hermannabúning og frumskógastigvél frá „Bri- gade Quartermasters Lfd.”, en það er verslun meö hernaðar- varning, sem synir Wer-Bell reka. Flestir nemendur gefa sér góðan tima i þessari verslun og kapa sér pakka með matarforða i samþjöppuðu formi, til nota i neyðartilvikum, kúnstuga skildi fyrir armbandsúrin og rauðar alpahúfur fallhlifamanna. Fyrstu dagana felst nám- skeiðið i þvi að aka bil á flótta undan bráðri hættu. Þeir læra aðkomastyfir eða framhjá veg- tálmum, snúa bil á punktinum, eða þvi sem næst, um 180 gráð- ur, læra að stöðva án hemla þeim er kennd „list eftirfarar- innar”. Kennararnir huga nú að einkunnagjöfinni og erfiðari á- fangi biður. Nú fær Bert Waldron þá i hendur. Hann er helsti skotfimi- kennarinn og lærði hann til verka i Vietnam, þar sem stað- fest er, að hann skaut niöur 113 manns með riffli sinum og hefur hann hlotið i tvigang krossinn fyrir frábæra herþjónustu. Nemendur æfa sig i 12 stundir alls að skjóta i mark með „45” byssu og fylgist Waldron með þeim, en þetta er aukavinna hans. Aðalstarf hans er starf rannsóknarlögreglumanns hjá Skólastjórinn hefur víða látið til sin taka, þar sem skuggalegar ráðagerðir hafa verið á prjónunum. Nú er eftirlæti hans að sitja fyrir i fullum skrúða. Georgiu lögreglunni. Hann hefur verið kallaður „skotturn” i mannsliki, þvi hann getur skotið úr fimm magasinum á byssu með þrem mismunandi skotmörkum á ótrúlega skömmum tima. Það er hins vegar höfuðsmaö- urinn Drexell B. Cochrabe, sem kennir skuggalegri aðferðirnar við manndrápin. Hann kennir mönnum til að mynda að drepa með skrúfjárnum, hnifum eða öxi. Nemendum i Cobray er heitið nafnleynd. Eigi að siður virtist það kitla hégómagirnd þeirra, er þeir heyrðu að til stæði að skrifa um þá. Ekki voru þeir margir, sem vildu láta halda nafnisinuleyndu. Tveir kváðust ætla að gerast lifverðir meðan þeir biðu tilboða erlendis frá. „Virðuleg vernd”, er kjörorðið, er kemur að þeirri þjónustu sem útlærðir lifveröir i skóla Wer-Belleiga að geta veitt. Þeir eiga að geta komiö auga á mögulega illvirkja um leið og minnstu vandræði gera vart við sig, en reynslan hefur sýnt, að lifverðirnir eru ætið fyrsta skot- markið. Richard Rodgers er 33 ára og hefur snúið baki við fyrra lifi sem byggingaverkamaður og kúreki i Texas. Hann tók lán i banka sinum, til þess að geta veitt sér þetta. „Bankastjórinn sagði að ég væri kolvitlaus og að þeir lánuðu ekki fé til annars eins,en mér tókst að tala um fyrir honum. Ég hef i hyggju að gerast lifvörður kvikmynda- Kennslustundirnar standa yfir i 12 stundir og ýmist i kennslustofum eöa viö skotæfingar. Margir ætla aö gerast lifveröir, en safna siðar auöi sem málaliðar. Eitt siðasta verkefni Wer-Bell og félaga utanlands var það er erindrekar Coca Cola i Argen- tinu óttuðust að sér yrði rænt. Wer-Bell og nokkrir nótar hans fóru þvi suður eftir, vöktu at- hygli á komu sinni þangað og þeim ásetningi sinum að drepa hvern þann og fjölskyldu hans, sem snerti við Coca Cola mönn- um. Svo flugu þeir heimleiðis. „Þetta hreif”, segir Wer-Bell. Wer-Bell er aðlaðandi og gestrisinn karl og hefur kimni- gáfuna i lagi. Hann er ekki svo litið forvitnilegur. Hann hefur aldrei komist til neinna metorða i Bandarikjaher. Þriggja .stjörnu generálsbúningurinn sem hann klæðist, er honum fenginn vegna vegtyllna, sem konungurinn Hassan af Afgahn- istan veitti honum, en hann býr nú i útlegð i New York. I skot- skálanum, sem er innsti helgi- dómur Wer-Bell hanga inn- römmuð skiliri, sem votta að Hassan kóngur hefur útnefnt hann hershöfðingja i konung- lega afganska hernum og þar á ofan greifa og sérstakan ráð- gjafa um öryggis- og leyniþjón- ustumálefni. Wer-Bell bendir með ánægju á eitt vopn, sem honum er hug- stætt öðrum fremur I vopna- safni sinu, þar sem saman eru komnir 110 rifflar og byssur aðrar, en það er þrihleyptur veiðiriffill, sem Hermann Gör- ing gaf honum. Þá sýnir hann gestum 150 bitvopn og 81 skammbyssu, auk 25 vélbyssa. „Ýmist skýt ég menn með þeim eða þá að ég leik mér að þeim”, segir hann hróðugur. „Ég er alltaf mjög hikandi að bera á mér skotvopn, þvi mér hættir til aðhugsamig lítt um, áðuren ég grip til þess”. Mikið af þvi sem hann segir, er gorgeir 62 ára manns, sem þráir viðurkenningu fyrir lit- skrúöuga fortið sina, sem mikil leyndarhula hvilir yfir. Það er ekki út i loftið, að segja, að ævi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.