Tíminn - 20.03.1981, Qupperneq 2
2
Föstudagur 20. mars 1981.
Yfir 70% reyk-
viskra karla
viiuia amk. 50
klst. í viku
AM — t gær voru blaðamönnum
kynntar nokkrar niðurstöður úr
hóprannsókn Hjartaverndar á
skólagöngu, atvinnu, húsnæði,
heilsutari og fleiru, en hér er um
að ræða niðurstöður, sem með
timanum ættu að geta visað á á-
hættuþætti varðandi hjarta- og
æðasjúkdóma á islandi.
Eru nú komnar út tvær viða-
miklarskýrslur, sem byggðar eru
á fyrsta rannsóknaþætti af þrem,
sem þegar eru að baki um þetta
efni en þessum þætti var lokið á
árunum 1967-68. Var þá valið úr-
tak fólks úr þjóðskrá á aldrinum
34-61 árs, alis 17000 einstaklingar.
Þriðja áfanga lauk 1978 og sá
fjórði stendur nú yíir og koma út
gögn um þessa siðari þætti
seinna.
Hóprannsókn Hjartaverndar er
viðtæk faraldsfræöileg könnun,
fyrst og fremst á hjarta- og æða-
sjúkdómum og áhættuþáttum
þeirra Niðurstöður fjölmargra
rannsókna benda eindregið til
þess að lifnaöarhættir fólks ráði
miklu um orsakir og gang þess-
ara sjúkdóma og annarra svo-
nendra velmegunarsjúkdóma.
1 þeim skýrslum sem þegar
liggja fyrir, er eingöngu fjallað
um karla, en hagkvæmt þykir aö
rannsaka hvort kyn fyrir sig og
eru karlar teknir til meðferðar á
undan konum, þar sem þessir
sjúkdómar eru stórfelldara
vandamál þeirra á meðal. Hann-
sóknin náði yfir Reykjavik og
nærliggjandi sveitarfélög og var
þriðjungur af sextán árgöngum
karla á aldrinum 34-61 árs boðað-
ur til könnunarinnar, eða 2955
karlar. Þátttaka var 75.1%.
Framhald á bls. 19.
Lausar stöður
heilsugæslulæknis
og tryggingalæknis
Lausar eru til umsóknar tvær læknis-
stöður:
1) Staða læknis við heilsugæslustöð i
Borgarspitalanum, Reykjavik. Æskilegt
er að umsækjendur hafi sérfræðiviður-
kenningu eða reynslu i heimilislækning-
um.
Um laun fer skv. launakerfi rikisstarfs-
manna.
2) Staða tryggingalæknis við Trygg-
ingastofnun rikisins. Æskilegt er að
umsækjendur hafi sérfræðiviðurkenningu
eða langa starfsreynslu.
Um laun fer skv. samningi Læknafélags
Reykjavikur fyrir sérfræðinga.
Stöðurnar veitast frá og með i. júni n.k.
Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf sendist ráðuneyt-
inu fyrir 20. april n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
19. mars 1981.
Veðurathugunar-
menn á Hveravöllum
Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo
einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til
veðurathugana á HveravöIIum á Kili.
Starfsmennirnir verða ráðnir til árs-
dvalar, sem væntanlega hefst i lok júli-
mánaðar 1981. Umsækjendur þurfa að
vera heilsuhraustir og reglusamir, og
nauðsynlegt er, að a.m.k, annar þeirra
kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið
skal fram, að starfið krefst góðrar at-
hyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og
meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa
borist Veðurstofunni fyrir 15. april n.k.
Allar nánari upplýsingar gefur deildar-
stjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar,
Bústaðavegi 9, Reykjavik.
Ingvar Gíslason, menntamálaráöherra:
Skynsamleg hagræð-
ingaraðgerð
— sem nauðsynlegt var að gera
HEI — ,,Ég vil vara við þvi að
láta það líta svo út, sem að
þarna sé um einhverjar ógn-
vekjandi aðgerðir aö ræða. Það
er miklu fremur að um sé að
! ræða skynsamlegar hagræðing-
araðgerðir, sem ég held að allir
gætnir menn hljóti að viður-
kenna, að nauðsynlegt var að
gera”, svaraði Ingvar Gislason,
menntamálaráðherra er
Timinn ræddi við hann um
skerðingu sjónvarpsdagskrár-
innar.
Hann sagði fjárhag
Rikisútvarpsins hafa verið
mjög slæman undanfarin ár —
hallinn á árunum 1979 og 1980 er
i kringum 15 millj. kr. (1.5
milljarðar g.kr.) — og nú sé
I meiningin að bæta úr þvi.
Ætlunin sé að reyna að reka
Útvarpið hallalaust á yfirstand-
andi ári og stefna siðan að þvi á
næstu árum, að greiða upp þann
halla sem myndast hefur.
Ingvar benti á,að sú hefð hafi
komist á hjá útvarpinu, undan-
* farin ár, að nota jafnvel svo-
kallað afskriftarfé, sem raun-
verulega er framkvæmda-
fjármagn — ætlað til uppbygg-
ingar og endurnýjunar taátja-
kosts — til dagskrárgerðar. Nú
eigi að breyta til i þessu efni,
enda nauðsynlegt fyrir stofnun-
ina að þetta fjármagn fari til
þeirra hluta sem það er ætlað
til. Vissulega komi það niður á
ráðstöfunarfé til dagskrárgerð-
ar.
Vegna þeirrar gagnrýni sem
komið hefur fram, að ekki hafi
verið leyfð eölileg hækkun af-
notagjalda, sagðist Ingvar álita
að ríkisstjórnin hafi eftir atvik-
um viðurkennt hækkanir af-
notagjalda, þó svo það hafi
nægt til að greiða upp mikinn
hallarekstur fyrri ára. Afnota-
gjöldin hafi nú nýlega verið
hækkuð um 22% fyrir fyrri
helming yfirstandandi árs og
siðar komi til athugunar hvað
nauðsynlegt verði að hækka þau
fyrir siðari hluta ársins.
Dýrasta sjónvarpsefnið er það
nærri.
sem islenskir listamenn koma
Sparnaður af styttingu sjónvarpsdagskrár:
Yfirvinna sjónvarps-
i manna á að minnka
— Útsending erlends efnis kostar 130 kr. á minútu
HEI — „Dagleg stytting sjón-
varpsdagskrár bitnar eiginlega
ekki á neinu efni öðru fremur.
Ilins vegar það, að fara úr
vetrardagskrá yfir i sumardag-
skrá mánuðifyrr en vanter, það
I þýðir að ýmsir fastir þættir
detta niður fyrr en ella. Þar má
t.d. nefna þætti eins og Frétta-
spegil. Vöku og Stundina okk-
ar", sagði Pétur Guðfinnsson,
frmkv.stj. Sjónvarpsins, i sam-
(ali i gær, vegna þeirrar dag-
. skrárstyttingar sem nú hefur
verið ákveðin.
Auk þessa hættir útsending
efnis milli kl. 18-19 á miðviku-
dögum.
Pétur sagði fækkun starfs-
fólks ekki ráðgerða, a.m.k.
Ifyrsta kastið. Hins vegar er
reiknað með að yfirvinna — sem
verið hefur töluverð — minnki.
Einnig er reiknað með að leng-
ing sumardagskrár um mánuð
— en sá tirni er venjulega not-
aður til að viða að efni i vetrar-
dagskrá — auðveldi vinnu að
innlendri dagskrárgerð án yfir-
keyrslu og pressu á mann-
skapnum.
Spurður um hvert sé dýrasta
sjónvarpsefnið, sagði Pétur
þætti með innlendum lista-
mönnum — hvortsem þarer um
að ræða leikara eða hljómlistar-
menn — gjaman verða nokkuð
kostnaðarsama. Varðandi
annað innlent efni sé þetta
nokkuð breytilegt, þar sem
sumt efni kostaði t.d. mikið i
vinnulaunum og hráefni en litið
i dagskrárgreiðslum, eins og
t.d. heimildamyndir ýmiss
konar, sem gerðar eru út um
landið.
Varðandi erlent efni er
reiknað með að það kosti um 130
kr. á hverja minútu. Þar af er
bein leiga til erlendra seljenda
tæpur helmingur, eða um 60 kr.
Næst dýrasti þátturinn i þvi er
þýðingin og annar kostnaður er
fragt til landsins, tryggingar og
ýmis vinna við útsendingu.
Pétur sagðist ekki viija
samþykkja, að nýlegur
samningur við leikara fæli i sér
auknaleikritagerð — en það er
dýrasta efni sjónvarpsins —
heldur eiginlega aukna hvatn-
ingu i þá átt. Aður hafi verið
stefnt að þvi að gera 8 frumflutt
leikrit á ári, en nú sé talað um
að frumsýna eða endursýna
leikrit mánaðarlega. Auk þess
hafi endursýningar á vissan
hátt verið auðveldaðar, þar sem
nú megi endursýna verk ótak-
markað á hálfugjaldi. Aður hafi
verið miðað við 3 ár, en fullt
gjald fyrir endursýningu að
þeim tíma liðnum.
Afnotagjöldum haldið niðri að áliti starfsmanna Sjónvarpsins:
1 Haf a hækkað um
86% á rúmu ári
— segir ríkisstjórnin og því verulega umfram hækkun
launa og verðlags á sama timabili
HEI — Aðalfundur Starfs-
mannafélags Sjónvarps hefur
enn á ný samþykkt áskorun á
stjórnvöld að sjá ti! þess að
tekjumöguleikar Rfkisútvarps-
’ ins verði ekki skertir og stofn-
uninni verði heimilað að hækka
afnotagjöld f samræmi við verð-
bólgu, að þvi er segir i frétt frá
félaginu.
Fundarmönnum þykir
hart, að afleiðingar vanstjórnar
í cfnahagsmálum skuli bitna á
veigamestu menningarstofnun
landsins. En fjársvelti þetta
bitni illa á dagskrárgerð auk
þess að koma í veg fyrir eðlilega
endurnýjun tækja.
í fréttatilkynningu frá rikis-
stjórninni kemur fram aldeilis
annað sjónarmið. Þar segir, að
frá þvi'núverandi rikisstjórn tók
til starfs, 8. febr. 1980, hafi
verið heimilaðar 86% hækkanir
á afnotagjöldum. Rikisútvarpið
hafi þannig fengið verulega
hækkun á afnotagjöldum um-
fram hækkun launa og verðlags
á sama ti'mabili.