Tíminn - 20.03.1981, Síða 3

Tíminn - 20.03.1981, Síða 3
Föstudagur 20. mars 1981. 3 Frekari umræðum um „leyui- samninginn” var hafnað — Finnbogi Hermannsson telur Alþýðubandalagið geta stöðvað varnarliðsframkvæmdirnar JSG — Sighvatur Björgvinsson kvaddisérhljóðs um þingsköp á fundi i neðri deild Alþingis f gær, og kvartaði undan þeirri á- kvörðun forseta að leyfa ekki á- framhaldandi umræður um starfsregiur eða „leyni- samning” rikisstjórnarinnar, sem mjög var til umræðu f þing- inu á þriðjudag. Sagði Sighvatur að ástæða væri til að spyrja ráð- herra frekar út úr vegna viðtals við Dagblaðið átti við Finnboga Hermannssonar varaþingmann Framsóknarflokksins á mið- vikudag. Sighvatur las upp á fundinum ummæli sem hann hafði eftir Finnboga úr síma, og voru eftir- farandi: „Frétt Dagblaðsins um sam- komulag stjórnarflokkanna hefur verið lesin fyrir mig. Ég staðfesti, að allt, sem þar ér eftir mér haft er rétt eftir haft. Astæðan fyrir þvi, að ég skýrði frá samkomulaginu, sem gert var milli oddvita hinna þriggja aðila rikisstjórnarsam- starfsins er sii, að ég tel fyrir- hugaðar framkvæmdir á Kefla- vikurflugvelli vera brot á þvi samkomulagi i þeim anda, að enginn einn aðili geti tekið á- kvörðun um slikt stórmál, sem rikisstjórnin þarf öll um að fjalla. Ég tel ótvirætt, að Alþýðu- bandalagið geti stöðvað þessar framkvæmdir með tilvisan til samkomulagsins um, að engar meiri háttar ákvarðanir verði teknar i rikisstjórninni nema með samþykki allra aðila stjórnarsamstarfsins með sama hætti og ég tel að aðrir aðilar samstarfsins geti með sama hætti stöðvað ákvarðanir, sem þeir eru á móti og telja vera meiri háttar, með visan til þessa samkomulags.” Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar kvað þaö hafa verið sameiginlegt álit sitt og Steingrims Hermannssonar, sjávarútvegsráðherra, að þetta mál hefði þegar hlotið ítarlega umfjöllun i þinginu og ekki væri ástæða til að hefja um þaö utan dagskrár umræður að nýju Rafiðnaðarmenn hjá Rarik sömdu i gær: Kjarabætur þær sömu og hjá öðrum raí- iðnaðarmönnum AB — Snemma i gærmorgun náðist hjá sáttasemjara sam- komulag i deilu rafvirkja og linumanna annars vegar og Rafmagnsveitna rikisins hins- vegar, en eins og kunnugt er höfðu rafiðnaðarmenn þessir boðað til verkfalls frá og með miðnætti sl. miðvikudag, sem þeir frestuðu siðan tii sunnudgs- kvölds nk. Timinn náði tali af Magnúsi Geirssyni, formanni Rafvirkja- félags íslands og spurði hann hvað þetta samkomulag fæli i sér. ,,Ég tel ekki rétt að skýra frá innihaldi samningsins i smá- atriðum, þvi eftir er að halda fundi með félagsmönnum viðs- vegar um landið, nú um helgina, en þá verður þeim kynntur samningurinn og siðan gengið Framhald á bls. 19. Skipulagsnefnd Reykjavíkur samþykkir i tillögur um ný byggingarsvæði: 1 lei Isi tu I u- ii ig ai rsvæð i ti 1 „Málmlog gjósa al hverri stó...” Hestamenn halda vöku sinni þessa dagana sem jafnan. Eitt- hvað viröist „Suðrið sæla” láta biða eftir sér og Kári konungur sendir þóttaiegar gusur af norðri yfir Esjuna. Þá gildir náttúrlega að hafa hesthúsin klár, þótt ekki sé það til annars en að geta teygt flugvakra gæðingana á svella- lögðum vötnunum. Þessa kempu- legu tvfmenninga hittum við upp i Víðidal, hesthúsahverfi Reykvik- inga, um daginn, þar sem þeir voru að ganga frá hesthúsinnrétt- ingum. Til vinstri beitir Karl Ingi Rósenkjær, tæknifræðingur hjá Blikk og Stál, rafsuöuvirnum af hinni mestu kúnst meðan Valdi- mar Karl Guðlaugsson, mennta- skólanemi, sker með logsuðu niður járnrörin i mátulegar lengdir. Gneistaflugið sjendur af þeim félögum, hvort sem þaö er nú eins mikilfenglegt og við Tíni forðum daga. G.T.K. G/obusi LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Svæðiö noröan og austan Rauðavatns sem er uppistaðan I hinum nýju byggingarsvæðum Reykjavikur fram til næstu aldamóta, samkvæmt hinni nýju skipulagstillögu. TImmynd:G.E. v/í/j/. V///^. V/M7. V/vi V/v/ Vw?. V///^r. BRUVIK LOFTRÆSTIKERFI fyrirliggjandi i ýmsar stæröir gripahúsa. Getum einnig útvegað loftræstikerfi I kartöflugeymslur og iðnaðarhúsnæði. Margs konar aukabúnaður fáaniegur t.d. sjálfstilltur inntaksventill, sjálfvirkur raf- knúinn snúningshraðastillir og handstýrð- ur 6 þrepa hraðastillir. Kás — Skipulagsnefnd Reykja- vfkur samþykkti á siðasta fundi sinum tillögur Borgarskipulags Reykjavikur um breytingu á þeim þætti aðalskipulags Reykja- vikur frá árinu 1977 sem fjallar um ný byggingarsvæði. Sam- kvæmt tillögunum verða helstu byggingarsvæði Reykjavfkur fram til næstu aldamóta á svo- kölluðu Rauða vatnssvæði, en ekki á Keldnasvæðinu eins og upphaf- legt aðalskipulag gerði ráð fyrir. Þau svæði sem hér um ræðir eru Ártúnsholt og Selás, sem þeg- ar hefur verið samþykkt að hefja deiliskipulagsvinnu á, Norðlinga- holt, og svæðin norðan og austan Rauðavatns. Rauðavatnssvæðið er i rökréttu framhaldi af þeirri byggð sem risið hefur hin siðari ár i Árbæ, Selási og Breiðholti. Samgöngu- lega séð liggur það vel við, og ljóst er að útþensla SVR-leiða og veitukerfa verða i algjöru lág- marki. Að auki er Rauðavatns- svæðið eina svæðið i nágrenni Reykjavikur sem býður bæði upp á hæga og hraða uppbyggingu, eftir þvi sem efni og ástæður gefa tilefni til. Eitt veigamesta atriði er þó það, að Reykjavikurborg á sjálf mestan hluta þess lands sem skipulagstillagan kveður á um, gjörólikt þvi sem á við um Keldnasvæðiö, en um afhendingu þess hafa farið fram árangurs- lausar viðræður i um tiu ár. Þegar tillaga að aðalskipulagi var gerð á sinum tima, þar sem Keldnasvæðinu var stillt upp sem fyrsta áfanga nýrrá byggingar- svæða, var Rauðaýatnssvæðið aldrei fyllilega tekið til greina, sem hugsanlegur valkostur, þar sem þvi var slegiði föstu fyrir- fram, að vatnsvefndunarmörk settu skipulagi á þvi |væði stólinn fyrir dyrnar. Nú hefur hins ve|;ar sérfræð- inganefnd með Þórodd Th. Sig- urðsson, vatnsveitustjóra i Reykjavik, i broddi fylkingar, skilað áíiti sinu, eitis og greint hefur verið frá i Timanum, þar sem segir að „ekki þurfi að taka tillit til verndunarsvæðisins við Framháld á bls.. 19. aldamóta víð Rauðavatn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.