Tíminn - 20.03.1981, Side 4
4
Föstudagur 20. mars 1981.
•••] spegli tímans#<
Parton-systurnar:
Systur
sem
segja sex
Auðvitaö taka allir fyrst eftir hinni Ijóshæröu (Ijós-
hárkolluðu) Dolly Parton (t.h.) þegar þeir líta
á þessa mynd, en látiö ekki hjá líða að gefa þeim
gaum stúlkunum, sem eru með henni á myndinní,
en þær eru báðar systur Dolly Parton. Hún sjálf er
35 ára, en systur hennar á myndinni eru Stella (t.v.)
sem er 31 og Freida í miðjunni er 23. Dolly Parton er
frægust af þeim og t.d. átti hún nýlega tvö lög á
„Topp-10" listanum í Bandaríkjunum. Stella hefur
verið atvinnusöngkona frá þvi hún var 17-18 ára og
Freida er nú að vinna að fyrstu stóru plötunni sinni,
og er myndin tekin af þeim systrunum, þegar Dolly
og Stella eru að hlusta á upptökuna.
Parton-systkinin voru 12 og fjölskyldan átti
heima í f jallabyggð í Great Smoky Mountains. Þar
í sveit mátti sjá sums staðar umhverf i líkt og í leik-
ritinu „Tobacco Road" að því að sagt er enda hafa
þær systur farið að heiman til að vinna fyrir sér
eiginlega strax á barnsaldri. T.d. fór Freida að
heiman 13 ára, en hún fór reyndar beint til Dolly
systur sinnar, sem þá var orðin söngstjarna í Nash-
ville og söng aðallega „country-music", eða sveita-
söngva. Freida hefur mjög tekið stóru systur sér til
fyrirmyndar, meirað segja í klæðaburði. Þær eru
báðar gefnar fyrir skrautleg og munstruð efni eins
og sjá má á myndinni. Freida hefur þó ekki enn tek-
ið upp hárkollunotkun eins og Dolly.
krossgáta£
i M Bl
■!“
3537.
Lárétt
1) Kimonn. 5) Fraus. 7) Siglutré. 9) Hest-
ur. 11) Fæða. 13) Hraða. 14) Fisks. 16)
Keyr. 17) Ryki. 19) Haft gætur á.
Lóðrétt
1) Flúði. 2) Jökull. 3) Nam. 4) Laklega. 6)
Illa með farið. 8) Hulduveru. 10) Kæra.
12) lláta. 15) Enn fremur. 18) Stafrófsröð.
Ráðning á gátu No. 3536.
Lárétt
1) ölduna. 5) Ána. 7) Ný. 9) Aska. 11) 111.
13) Als. 14) Naum. 16) Ak. 17) Langa. 19)
Slotar.
Lóðrétt
1) Fuglinn. 2) Rot. 3) Una. 4) Naska. .'
6) Laskar. 8) Ýla. 10) Klaga. 12)
bridge
Hún Laura Ingalls skrifaði af
kappi fram á niræðisaldur
Laura Ingalls Wilder höf-
undur „Hússins á sléttunni”.
Laura Ingalls fæddist 1867 og
voru foreldrar hennar land-
nemar eins og segir frá i
hinum vinsælu sjónvarps-
þáttum um „Húsið á slétt-
unni.”
Það var ekki fyrr en
Laura var orðin 65 ára gömul
að hún gaf út bók. Þá skrifaði
hún fyrir börn og unglinga
um bernskuminningar
sinar. Alls skrifaöi hún 9
bindi af minningum og frá-
sögnum frá æskudögum
slnum og þær eru uppistaöan
1 sjónvarpsþáttunum, sem
sýndir eru viða um heim við
miklar vinsældir. T.d. var
hinn nýkjörni forseti Banda-
rikjanna spurður að þvi
nýlega hver væri uppáhalds-
þáttur hans i sjónvarpinu. og
hann svaraöi að bragði:
„Little House on the
Prairie” (Húsið á sléttunni).
Laura Ingalls Wilder
skrifaði margar aðrar bækur
fyrir börn og hún hélt
starfskröftum sinum fram
eftir öllum aldri. Sjálf sagð-
ist hún ekki hafa almenni-
lega komist i gang með rit-
störfin fyrr en hún varð orðin
70 ára, þá fyrst hefði hún
farið aö leyfa sér aö sitja viö
skriftirnar eins og henni
sýndist og hugsa ekki um
neitt annaö á meöan. Laura
varö niræö, hún dó árið 1957.
Liklega myndi ekki nokkur spilari
standa spilið hér aö neðan við borðið. En
samt er rétta spilaleiöin nokkuö sjálfsögð,
a.m.k. i sveitakeppni.
Norður.
S. 9
H. 76
T. KD84
L. KD8743
Vestur.
S. 87542
H.KD932
T. 93
L.A
Austur.
S. 6
H. AG1054
T. G1062
L.1095
— Þetta vopn bindur endi á allar styrj-
aldir — hvorugur aðilinn mun dirfast
að ráðast á hinn.
Suður.
S. AKDG103
H. 8
T. A75
L.G62
Við bæöi borð i sveitakeppni spilaði suð-
ur 4 spaða og vestur kom út með kóng og
drottningu i hjarta. Og spilamennskan
gekk eins fyrir sig við bæði borð: suður
trompaði og tók tvo efstu i trompi. Þegar
austur henti hjarta var orðið of seint að
fara i laufið svo sagnhafi tók trompin og
spilaði tigli i þeirri von að hann lægi 3-3.
Enþvivar ekkiaðheilsaog samningurinn
endaði einn niöur.
Það má auðvitað vinna spiliö þó sagn-
hafi verði kannski að fórna yfirslagnum.
Leiðin til þess er auðvitað að fara strax i
laufið meðan spaðanian er enn i blindum.
Einsog spilið er er það eina leiðin til að
vinna það þvi suður getur trompað þriöja
hjartað með niunni. Og þó spaðinn liggi
vel og vörnin fái óþarfa laufstungu getur
sagnhafi alltént huggað sig við það aö
hann spilaöi þó spiliö rétt.
/Í<XJE-
— Og taktu þessa fáránlegu hluti af
þér.
— Ef þií snýtir þér aftur á slörinu
iúber ég þig.