Tíminn - 20.03.1981, Side 7

Tíminn - 20.03.1981, Side 7
Föstudagur 20. mars 1981. 7 Aðalfundur Samvinnubankans: Innlánsaukning á sl ári 68,5% Tel íjuafgai igur til ráðsto funar 41 35 mi Ilj. kr. Kristleifur Jónsson, bankastjóri, flytur skýrslu sina á abalfundinum. útibú Aöalfundur Samvinnubankans var haldinn aö Hótel Sögu laugar- daginn 14. marz s.l. Fundarstjóri var kjörinn Ey- steinn Jónsson, fyrrv. ráöherra en fundarritari Margeir Daniels- son, hagfræöingur. Formaöur bankaráös, Erlend- ur Einarsson, forstjóri, flutti itar- lega skýrslu um starfsemi bank- ans á s.l. ári. Rakti hann fyrst i stuttu máli þróun efnahags- og peningamála á árinu 1980. Eins og svo oft áöur einkenndist efnahagsþróunin af umróti og ó- vissu á flestum sviöum atvinnu- lifsins, auk þess sem ytri aöstæö- ur voru þjóöarbúinu óhagstæöar. Þrátt fyrir þessar aöstæöur er taliö, aö þjóöarframleiöslan hafi vaxið nokkuð að raungildi á árinu og má þaö fyrst og fremst rekja til mikillar framleiösluaukningar i sjávarútvegi. Formaður taldi aö þróun pen- ingamála hjá innlánsstofnunum hefði á heildina litiö, veriö nokkuö hagstæö. Innlánsaukning hefði hlutfallslega aldrei verið hærri og rekstrarafkoman aldrei betri. Hins vegar jukust útlán meira, en að var stefnt, sem afleiðing af hinum öru verðlagshækkunum á árinu. Niöurstaðan varö samt sú, að lausafjárstaöa innlánsstofn- ana gagnvart Seðlabanka batnaöi um 15.4 milljarða kr. frá upphafi til loka árs. Þá geröi formaður að umtals- efni framkvæmd lánskjarastefn- unnar á liðnu ári og kvað oröiö brýnt aö koma á samræmdum vaxtakjörum i stað þess þrefalda kerfis visitölubindingar, vaxta- aukakjara og heföbundinna kjara, sem nú væri við lýöi. Einn- ig yrðu yfirvöld aö gera sér ljóst, aö atvinnuvegirnir væru aö slig- ast undir sifellt þyngri vaxta- byröi. Erlendur geröi svo grein fyrir öðrum ráöstöfunum, sem Seöla- bankinn beitti til að draga úr pen- ingaþenslu á árinu. Þessu næst vék Erlendur aö starfsemi Samvinnubankans. Ár- ið 1980, sem var 18. starfsár bank- ans einkenndist af mikilli grósku i öllum viðskiptum. Innlánsaukn- ingin var góö og rekstrarafkoman hefur aldrei verið hagstæöari. Heildarveltan óx um 66.4% og fjárfestingar og framkvæmdir á vegum bankans voru allnokkrar. Framkvæmdir A árinu var lokið framkvæmd- um viö viðbótarbyggingu fyrir útibúiö á Patreksfiröi. Þá var innréttaö nýtt og stærra húsnæöi fyrir útibúið aö Suöurlandsbraut 18, sem er i húsi Oliufélagsins h.f. Verðtryggð Sparivelta Eins og kunnugt er hefur bank- inn undanfarin tvö ár boöið upp á nýtt jafngreiöslulánakerfi, svo- kallaöa Spariveltu. Til að koma til móts við þarfir viöskiptavina bankans hefur veriö ákveöið aö auka fjölbreytnina i vali sparnaö- ar og lántökuleiöa innan Spari- veltunnar. Gafst fólki frá og meö 13. mars s.l. kostur á aö gerast þátttakandi i verötryggðri Spari- veltu. Þetta þýöir aö mánaöar- legur sparnaður verðtryggist og aö bankinn skuldbindur sig til aö lána sömu upphæð og spöruð hef- ur veriö að viöbættum vöxtum og veröbótum. Lánskjör verða á sama hátt i verðtryggingarformi. Samvinnubankinn starfrækti 13 útibú og 1 umboðsskrifstofu utan Reykjavikur auk tveggja útibúa i höfuðborginni. Á árinu var siðasta útibú bank- ans fjartengt Reiknistofu bank- anna. Bankinn hefur nýlega fengiö leyfi yfirvalda til starfrækslu úti- bús á Selfossi, sem væntanlega mun byrja starfsemi sina fyrir árslok. Skýrsla bankastjóra Kristleifur Jónsson ræddi um rekstursafkomu bankanna á liönu ári og siöustu aðgeröir stjórn- valda i vaxtamálum. Hafa yröi i huga hvers konar stofnanir bank- arnir væru. Þeim væri trúað fyrir miklum fjármunum almennings og afkoma þeirra þyrfti þvi að vera góö og eiginfjárstaöan sterk, svo alls öryggis væri gætt. Bankastjóri gerði þá grein fyrir þeim hugmyndum sem uppi væru um tölvuvæðingu innan banka- kerfisins. Kristleifur lagði siðan fram endurskoöaöa reikninga bankans og skýrði einstaka þætti þeirra. Innlán Heildarinnlán i bankanum voru i árslok 1980 oröin 28.763 millj. kr. Höföu þau aukist um 11.688 millj. kr. eöa 68.5% frá þvi i ársbyrjun, samanborið við 70.5% á árinu 1979. Þar sem innlánsaukning bank- ans var yfir meöaltalsaukningu viöskiptabankanna i heild hækk- aöi hlutdeild hans i heildarinn- stæöum þeirra úr 9.1% i 9.3%. Innlán i árslok 1980 skiptust þannig, aö spariinnlán námu 23.562 millj.kr. eöa 81.9% af heild- arinnlánum. Hækkuöu þau um 71.4%. Veltiinnlán eöa innstæður á tékkareikningum reyndust 5.201 millj.kr. og nam aukning þeirra 56.4%. Útlán Heildarútlán bankans i árslok 1980 voru 20.680 millj.kr., sem er ársaukning aö upphæð 7.785 millj.kr. eða 60.4%. Skiptung útlána eftir útlána formum var sem hér segir i árs- lok 1980: Vixillán 8.8%, yfirdrátt- arlán 11.3%, alm. veröbréfalán 7.7%, vaxtaaukalán 40.5%, visi- tölubundin lán 13.3% og afurðalán 18.4%. Stofnlánadeild Starfsemi deildarinnar var með svipuöum hætti og undanfarin ár. Othlutað var 21 láni aö upphæö 1.728 millj. kr.,samanboriö við 14 lánveitingar aö upphæö 1.002 millj. kr. 1979. Tekjuafgangur varö 68 millj.kr. og eigiö fé þar meö orðiö 122 millj.kr. Staöan gagnvart Seðla- banka 1 árslok 1980 var innstæða bankans á viðskiptareikningi viö Seölabankann 2.077 millj.kr. Lausafjárstaöan batnaöi þvi um 735 millj.kr. á árinu. Inneign á bundnum reikningi nam hins vegar i árslok 6.985 millj.kr. Inneign Samvinnubankans hjá Seölabanka umfram endurseld lán var þvi 6.469 millj.kr. i árslok 1980. Rekstur bankans Afkoma bankans á árinu 1980 var hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Tekjuafgangur til ráðstöf- unar nam 397 millj.kr. en að meö- töldum hagnaði Stofnlánadeildar samvinnufélaga var heildarhagn- aður til ráöstöfunar 465 millj.kr., samanboriö viö 260 millj.kr. árið áöur. Hlutafé bankans var i árslok 600 millj.kr., en varasjóöur og aðrir eiginfjárreikningar 1.757 millj.kr. Samtals nam eigið fé bankans 2.357 millj.kr. i árslok 1980. Aöalfundur samþykkti aö greiöa 10% arö á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutabréf. útgáfa jöfnunahlutabréfa Samþykkt var tillaga frá bankaráöi þess efnis aö gefin verði út jöfnunarhlutabréf að upphæð 187.5 millj.kr., sem er 25% aukning hlutafjáreignar hluthafa. En þess ber að geta að i ársbyrjun 1981 voru gefin út jöfn- unarhlutabréf aö upphæö 150 millj.kr. Stjornarkjör Endurkjörnir voru i bankaráö þeir Erlendur Einarsson forstjóri Hjörtur Hjartar, framkv.stj. og Vilhjálmur Jónsson, framkv.stj. Til vara voru kjörnir Hallgrimur Sigurösson, framkv.stj., Hjalti Pálsson, framkv.stj. og Ingólfur Ólafsson, kfstj. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Óskar Jónatans- son, aöalbókari og Magnús Krist- jánsson, fyrrv. kfstj., en Asgeir G. Jóhannesson er skipaöur af ráöherra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.