Tíminn - 20.03.1981, Qupperneq 16
— 1 f éS ^Tabriel <0
^ Simi: 33700 f* . Tl HÖGGDEYFAR
A NOTTU og degi er vaka a vegi I W GSvarahiutir s/Tilesio f
Nútíma búskapur þarfnast
BflUER
haugsugu
Guðbjörn Guöjónsson
heildverslun, Kornagarði
Simi 85677
Föstudagur 20. mars 1981
Borgarstjórn skorar á rlkisstjórn og Alþingi
að taka ákvörðun strax um næstu stórvirkjun
Vill næst virkj •
un Sultartanga
Kás — Borgarstjórn samþykkt
á fundi sinum i gærkveldi meö
niu samhljóða atkvæðum að
skora á rikisstjórn og Alþingi
að taka sem fyrst ákvörðun um
næstu stórvirkjun. „Jafnframt
lýsir borgarstjórn Reykjavikur
yfirþvi, að hún telur að Sultar-
tangavirkjun eigi að verða
næsta verkefni i orkumálum.
svo hægt verði að forða vand-
ræðaástandi i orkumálum i ná-
inni framtið, segir i samþykkt
borgarstjórnar.
Tillagan sem borin var upp af
Sjöfn Sigurbjömsdóttir var sem
fyrr segir samþykkt með niu
samhljóöaatkvæðum, þ.e. sjálf-
stæðismanna og alþýðuflokks-
manna, en fulltrúar Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins sátuhjá.
Nokkurs konar eldhúsdags-
umræða um orkumál fór fram i
borgarstjórn i gærkveldi þegar
rætt var um tillöguna. Sýndist
þar sitt hverjum. Sjálfstæðis-
menn töldu nauðsynlegt að
vekja orkumálaráðherra upp af
þeim Þyrnirósarsvefni sem
hann svæfi nú i orkumálum.
Alþýðubandalagsmenn töldu
hins vegar að borgarstjórn
gerði sig að athlægi með þvi að
mæla meö virkjun Sultartanga.
Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, sagði við umræðuna,
að hann teldi hana ákaflega
innihaldslausa og einkennast af
yfirborðsmennsku, sem best
kæmi fram i þekkingarleysi
ræðumanna á þeim málum sem
þeir ræddu þ.e. orkumálunum.
Sagði Kristján að efeitthvert
mark ætti að taka á tillögu eins
og þeirri sem lægi fyrir fund-
inum, þá væri það forsenda að
eitthvert vit væri i henni. Taldi
hann öll tormerki á að svo væri,
og sagði að með samþykkt til-
lögunnar væri borgarstjórn að
fylgja i kjölfar bændakórsins
sem komið hefði suður heiðar i
Framhald á bls. 19.
1 Reykjavfkurhöfn er nú staddur sovéski isbrjóturinn Otto Schmidt, nýkominn af norðurslóðum. Skvld-
um við islendingar ekki getað notað einn slikan á hafisárum? (Timamynd GE)
Námsgagnastofnun vantar 2.480.000 kr. viðbótarfé:
Fjárlögin áætla 200
kr. á hvem nemanda
Nýjasta
stöðutáknið?
— Eins hreyfils flugvélum fjölgaöi
um þriöjung árið 1980
HEI — Eru litlar flugvclar að
verða nýjasta stöðutáknið, eða
tómstundaleiktæki velferðar-
borgaranna? Sú spurning
vaknaði við lestur loftfarskrár
um flugvélaflota landsmanna,
þar sem fram kemur að eins
hreyfils flugvélum hér á landi
fjölgaði um þriðjung á s.l. ári.
Skráin nær aftur til ársins
1950. Þá — fyrir 30 árum — voru
23 eins hreyfils flugvélar skráð-
ar. Næstu 20 árin hefur þeim
fjölgaðum 1-2 á ári, voru 52 árið
1970. Arið 1975 voru þessar vélar
58, árið 1977 voru þær 68 og árið
1979 voru þær orðnar 87. Arið
1980 hoppar talan hins vegar
upp i 116 slikar flugvélar, þ.e.
fjölgaði um 29 á einu ári.
1 þessum 116 flugvélum eru
samtals 373 farþegasæti sem
var fjölgun um 109 sæti frá ár-
inu áöur eða um 41% fjölgun á
einu ári.
HEI — Við munum ekki koma út
þeim námsbókum sem á þarf að
halda fyrir næsta skólaár, ef
Námsgagnastofnuninni verður
Forsetinn
i opinbera
heimsókn
til Noregs
Forseti islands Vigdís Finn-
bogadóttir fer i opinbera heim-
sókn til Noregs dagana 21.-23.
október 1981 i boöi Noregskon-
ungs. Að afstaðinni hinni opin-
beru heimsókn mun forseti dvelj-
ast i einkaerindum i Noregi dag-
ana 24. og 25. október.
ekki séð fyrir viðbótarfjármagni,
sögðu forsvarsmenn Náms-
gagnastofnunar á fundi með
fréttamönnum i gær.
Tekið var fram, að þetta væri
hreint ekki nýtt vandamál hjá
stofnuninni, t.d. hafi það komið
upp á s.l. ári, að kennarar höfðu
ekki nauðsynleg námsgögn til
kennslu þegar á þurfti að halda. í
slikum tilvikum sé gripið til að
útbúa námsgögn til að bjargast
við. ,,En fjölritunarútgáfa i skól-
um er dýr útgáfa”, sagði Asgeir
Guðmundsson, framkvæmda-
Framhald á bls. 19.
Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands:
Vara við auk-
inni ásælni
hins opinbera
FRI — „Kaupmannasamtök is-
lands vara við aukinni ásælni
hins opinbera, með sifellt meiri
skattheimtu og álögum á versl-
unarfyrirtæki, sem fyrr eða sið-
ar leiðir af sér stöðnun og at-
vinnuleysi.”
Þetta kemur ma. fram i á-
lyktun aðalfundar Kaupmanna-
samtaka tslands sem haldinn
var á Hótel Sögu i gær.
Ennfremur lýsir fundurinn
fullum stuðningi við samþykkt
Verðlagsráðs frá 3. des. s.l. um
heimildtil handa verslunum að
selja vörubirgðir sinar á raun-
virði og skora á rikisstjórnina
að heimila framkvæmd sam-
þykktarinnar nú þegar.
Kaupmannasamtökin:
krefjast þess að verzlanir fái
greiddan þann kostnaö sem þarf
að leggja út vegna innheimtu
söluskattsfyrir hið opinbera, og
að verzlunum verði ekki gert
skilt að skila söluskatti fyrr en
greiösla hefur borist, sé um af-
borgunar- og reikningsviðskipti
að ræöa,
fara fram á það við yfirvöld
bankamála landsins að Verzl-
unarbanka tslands h/f, verði nú
þegar veitt réttindi til sölu á er-
lendum gjaldeyri, þvi telja
verður óeðlilegt að viðskipta-
menn bankans, sem,flestir eru
kaupmenn, og margir stunda
innflutning, þurfi að fara i aðra
banka til þess að fá þessa þjón-
ustu,
vekja athygli á slæmri stöðu
landsbyggðarverzlunarinnar og
gera þá kröfu til stjórnvalda,
sem hafa þá stefnu að byggð
dragist ekki frekar saman en
orðið er, að þau búi svo um
hnútana að fært sé að halda uppi
nauðsynlegri verzlunarþjónustu
i hinum dreifðu byggðum lands-
ins.
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
Þessir komu með Rikisskip til Reykjavikur i gær. Bilarnir voru fluttir á dekki og hafði nokkuð þyngst i
þeim pundið á leiðinni. (TimamyndGE)
mest selda úrið