Tíminn - 25.03.1981, Page 1

Tíminn - 25.03.1981, Page 1
Miðvikudagur25. mars 1981 69. tölublað — 65. árgangur Eflum Tímann Síðumúla 15 Pósthólf 370 ■ Reykjavík Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsimar 86387 & 86392 Lamast Háskólinn í næstu viku? Stundakennarar við H.I. boða verkfall 1. apríl Þessir kennarar sjá um meira en helming kennslunnar sem fram fer í Háskólanum AB — Stundakennarar við Há- skóla islands ákváðu á fundi sinum i fyrrakvöld að boða til verkfalls 1. april nk. Segir I á- lyktun fundarins: „Þar sem stjórnvöld hafa hafnað öllum kröfum Samtaka stundakenn- ara við Háskóla islands um bætt kjör og aukin réttindi felur fundurinn stjórn samtakanna að boða til verkfalls stundakenn- ara frá og meö 1. april nk.” Kröfur stundakennara hafa aðallega byggst á þvi að þeir fara fram á bættar aðstæður og aukna álagsprósentu, og segjast þeir þvi ekki vera með beinar launakröfur, heldur með kröfur um leiðréttingu á kjörum sin- um. Engin sérstök vinnuaðstaða er i H.l. fyrir stundakennara sem þó kenna yfir helming af kennslunni sem fer fram við H.í. Til þess að mæta þessu vilja stundakennarar fá álagspró- sentu sina hækkaða. Þá hafa stundakennarar eng- in laun yfir jól og páska eins og fastir kennarar hafa. 1 flestum tilvikum er hér um stunda- kennara að ræða sem kenna á báðum misserum, og fara þeir fram á að fá laun i leyfunum i réttu hlutfalli við kennslumagn sitt. Laun stundakennara eru mið- uð við laun lektora að vissu marki. Lektorar eiga þess þó kost að hækka lengur i launum en stundakennarar. Þegar lekt- or hefur gegnt starfi sinu i 5 ár, verður hann sjálfkrafa dósent, ogeftir þaðgetur stundakennari ekki fylgt honum i launum. Stundakennarar krefjast þess að þeir geti fylgt dósentum upp úr i launum. Segja stundakennarar að þeir séu almennt vanræktir af H.l. og.sé leitt til þess að vita, þar sem úr þeirra röðum komi þeir menn sem siðar gegni föstum stöðum innan H.l, Þeim er ekki boðið upp á neinar aðstæður til endurmenntunar eða rann- sóknastarfa, og þetta verði til þess að hætta á stöðnun mynd- ist. Segjast stundakennarar til- búnir til þess að fylgja föstum kennurum i launum, svo fram- arlega sem um hliðstæður sé að ræða. Þegar hinsvegar komi til sérstöðu þeirra vilja þeir semja sjálfir, en ekki eftirláta öðrum þiað að semja fyrir sig. Komi til verkfallsins, þá lam- ast kennsla i H.l. að miklu leyti þvi stundakennararnir sjá um svo mikið af kennslunni, eða yfir helming. Fundur Samtaka stundakenn- ara hefur verið boðaður 31. mars 1981 og vænta félagsmenn þess að svör ráðuneytanna hafi borist fyrir þann tima. Setningu nýrrar Biblíuútgáfu er nú lokið — 200 gamlar milljónir fara til þessa verks AM — Nú er lokið setningu nýrrar hibliuútgáfu hjá Prentstofu Guð- mundar Benediktssonar. Er von- ast til að hin nýja útgáfa verði komin i verslanir júlí nk., en bók- in verður prentuð I Stuttgart i Þýskalandi. Setjari verksins var Pálina E. Jónsdóttir, en umbrotsmaður er Þorkell J. Sigurðsson. Hafa þau unnið verk sitt af mikilli prýði að sögn Hermanns Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Bibliufélags- ins en auk þeirra hafa margir aðrir lagt hönd á plóginn, þ.á.m. fjöldi færustu prófarkalesara. Guðspjöllin og Postulasagan birtast nú i nýrri þýðingu, sem þeir hafa unnið að prófessoramir séra Jóhann heitinn Hannesson og séra Björn Magnússon, herra Sigurbjörn Einarsson biskup, og Jón Sveinbjörnsson, prófessor. Dr. prófessor Þórir Kr. Þórðar- son, hefur hins vegar yfirfarið Gamla testamentið á hebresku, en þar cr ekki um endurskoðun að ræða, heldur mun dr. Þórir likja verki sinu við starf listaverkavið- gerðamanns, enhin gamla þýðing Haraldar Nielssonar ofl. frá 1912 er með afburðum góð. Byrjað var að setja verkið i júli 1979, en þýöingarnefnd hafði þá starfað frá 1963 undir forsæti herra Sigurbjamar Einarssonar. í þessari útgáfu verður nútima stafsetning og greinarmerkja- setning, tilvitnanakerfi meðlykil- orðum, sem ernýmæli og viðauki i sex köflum, þar sem getið er ritningarstaða, kynning á öllum 66bókum Bibliunnar og orðasafn, Framhald á bls. 19. Þorkell J. Sigurðsson litur yfir titilsiðu nýju bibliuútgáfunn- ar. en það var siðasta siðan sem sett var. Við hlið hans er franska bil)lian nýja. opin á þeim stað þar sem skýringarkort eru prentuð, en þau verður einnig að finna i islensku útgáf- un ni. Kona skipuð hrepp- stjóri í Djúpárhreppi Guðrún Eliasdóttir Hábæ, Þykkvabæ tók við embættinu i gær AB — 1 gær á hádegi gerðist sá tnerki og jafnframt sjaldgæfi atburður að kona var skipuö i embætti hreppstjóra. Þetta var i Rangárvallasýslu, og sýslu- maðurinn Böðvar Bragason skipaði þá Guðrúnu Eliasdóttur aö Hábæ, I Þykkvabæ sem hreppstjóra I Djúpárhreppi. Blaðamaður Timans sló á þráð- inn til Guðrúnar I gær og spurði hana um aödraganda þessa. „Maðurinn minn, Olafur Sig- urðsson hefur verið hreppstjóri hérna i 45 ár, en lætur nú af þvi starfi. Þaö talaðist svona til, að ég tæki kannski við af honum, og sýslumaður skipaði mig i þetta embætti nú i dag, fram að Framhald á bls. 19. FIA-menn óánægðir AM — Nú hefur verið ákveöið að veita þær fimm flugstjórastööur sem auglýstar voru fyrir skömmu á Boeing þotur flug- mönnum Ur FtA en aftur á móti munu Loftleiðaflugmenn hreppa þær 9 flugstjórastööur á Fokker sem auglýstar voru til umsóknar um leið. Kristján Egilsson formaður FIA sagði i viðtali við blaðið i gær að félagsmenn þar væru mjög óánægðir með þessar niðurstöður þar sem hér væri gengið þvert á gildandi starfs- , aldurslista FIA. i Nú á svo að heita að unnið sé ' eftir sameiginlegum lista sem þó ekki er til og sagði Kristján að þótt hann væri til samræmd- ist veitingin honum ekki. Vegna hugsanlegs samdrátt- ar á Atlantshafsleiðinni i haust og óvissu um Lýbiu og Air India flug Flugleiða en i siðarnefnda fluginu er þriggja mánaöa upp- sagnarfrestur i gildi hjá báðum aðilum, sagði Kristján að menn horfðu með kviða til framtiðar- innar og þvi alvarlegri augum litu FIA menn starfsaðferðirnar við þessa stöðuveitingar sem þyrftu að endurskoða hið fyrsta. Nýtt aðal- skipulag Austursvæða Kás — ,,Að minu áliti er þetta skynsamleg tillaga sem felur i sér ákveðna viðleitni til þess að halda byggðinni saman. Auk þess gerir hún ráð fyrir hag- kvæmari uppbyggingu ibúða- hverfa i beinu framhaldi af nú- verandi byggð”, sagði Gylfi Guðjónsson, sem sæti á i skipu- lagsnefnd Reykjavikur, i sam- tali við Timann, um tillögu Skipulagsnefndar um breytingu á þeim þætti aðalskipulags Reykjavikur frá árinu 1977 sem nær til nýrra byggingarsvæða. Gerir tillagan ráð fyrir þvi að nýbyggingarsvæði Reykjavikur fram til næstu áramóta verði viö Rauðavatn. Sjá bókun og tillögu Skipu- lagsnefndar á bls. 5 I blaðinu I dag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.