Tíminn - 25.03.1981, Side 3

Tíminn - 25.03.1981, Side 3
Miðvikudagur 25. mars 1981 3 Vegna slæmrar tíöar og óveöurs kemur grænmetí seinna á markaöinn í vor, en venjulega „Tryggingafélög vil]a ekki tryggja gröðurhús” segir Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garöyrkjumanna AB — Ekki árar vel fyrir gróöurhúsabændur nú. Fyrst lentu þeir i geysiiegu tjóni nú um miðjan febrúarmánuð, i óveðrinu, þegar þeir voru ný- búnir að sá grænmetisfræjun- um, og siðan hafa verið stöðugir kuldar og óáran. Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna sagði biaða- manni Timans i gær að útiitið væri ekki gott. Sagði hann að fyrir það fyrsta þá hefði orðið mikið tjón á gróðurhúsunum, sém i sumum tiifelium hefðu eyðilagst algjörlega. Það hefði gerst bæði i Borgarfirði og aust- ur í Tungum og Hreppum. Þetta tjón sagði Þorvaldur að yrðj til þess að tefja framleiðsl- una og eins að draga úr hénni. Þá sagði hann að tiðin að undan- förnu hefði ekki hjálpað til. Kuldar og miklir vindar hefðu orðið til þess að torvelda garð- yrkjubændum enn frekar endurbyggingar og viðgerðir. Sagði Þorvaldur að framhald- iðværinúmikiðkomið undir þvi hvernig tiðarfarið yrði á næstu vikum. Ef veðrið yrði skaplegt, þá gæti þetta jafnað sig á tiltölu- lega skömmum tima. Þorvaldur var að þvi spurður hvort þessir garðyrkjubændur fengju tjón sin bætt af trygg- ingafélögunum. „Þeir fá engar bætur frá tryggingunum, trygg- ingafélögin hafa ekki viijað tryggja gróðurhúsin.” Þorvaldur var að þvi spurður hvaða áhrif það kæmi til með að hafa á verð grænmetis að það kæmi seint á markað og fram- boð yrði litið: „Þetta verður að öllum likindum til þess að verð- lagið helst öllu lengur hærra, en það hefur gert hingaö til. Græn- metisverð hefur að jafnaði verið i hærra lagi þegar byrjað er að selja.en fallið siðan niður þegar framboð hefur aukist. Það dregst sjálfsagt eitthvað i sum- ar, vegna litils framboðs, að verðið lækki.” Búastmá viö aö neytendur veröi aö greiða meira fyrir þessar vörur i sumar vegna minna framboðs af þeim. Tfmamynd Róbert Hægt að tryggja gróðurhús Segja fuiltrúar tryggingafélaganna AB — Vegna þeirra orða Þorvalds Þor- steinssonar i gær, að gróðurhúsaeigendur gætu ekki tryggt hús sin hafði blaðamaður Timans samband við nokkur trygginga- félög og spurði hvern- »g stæði á þessu. Svör- in voru á einn veg: Gróðurhúsaeigendur geta tryggt hús sín, svo framarlega sem þau standast lág- markskröfur. Að sögn fuiltrúa trygginga- félaganna, hafa þau þurft að fara nokkuð varlega i sam- bandi við vátryggingar á gróðurhúsum, þvi gróöurhús landsmanna eru afskaplega misvel gerð. Að sögn þeirra er engin fyrirstaöa hjá trygg- ingafélögunum að tryggja vönduð og vel byggö gróður- hús,en slikt væri metið hverju sinni, og ekki væri til neinn ákveðinn staðall fyrir það hvernig gróðurhúsin væru. En til þeirra værugerðar ákveön- ar lágmarkskröfur varðandi frágang og uppsetningu. Ekki eru raunir Landsvirkjunar á enda Oliustöðvarnar á fulla ferð að nýju AM— Raunir Landsvirkjunar á hálendinu ætla varla enda að taka áyfirstandandifimbulvetri og s.i. föstudag var enn tekið að keyra oh'uaflstöðvar af krafti og eru nú framleidd með oliu 36 MW i stað þeirra 4MW, sem lengi var látið duga að framleiða á Keflavikur- flugvelli. Ingólfur Agústsson, rekstrar- stjóri Landsvirkjunar, sagði okk- ur í gær að orsakir þessa væru ekki síst meiri orkunotkun vegna kuldanna, en einnig þær að dregið hefur úr getu virkjana norðan og vestanlands til orkuframleiðslu. Þannig hefur ekki verið fært að tengja nýju holuna við Kröflu við verið vegna veðra og framleiðir Krafla nú aðeins 6 MW I stað 11 fyrir bragðið. Nú er frjálst rennsli úr Þóris- vatni, eða 60 kúbikmetrar á sek. og er yfirborð vatnsins orðið 1.3 metrar undir þvi marki, sem vera ætti á þessum árstima. Hefur vatnið enda aldrei komist jafn langt niður og nú, en í gær var vatnsstaðan 563 metrar yfir sjavarmáli. Engin leið er þvi að segja hve- nær létta má orkuskömmtum til stóriðju og sagði Ingólfur að menn mændu nú til lægðarinnar, sem um þessar mundir er sunnan við landið, en ef hún kemur hér yfir mun vatnið koma skjótt, því fannalögin efra verða þá fljót að bráðna. „Góð reynsla orðin af samráðinu” — sagöi Gunnar Thoroddsen á Alþingi JSG —Forsætisráðherra lét svo um mælt á Alþingi i gær að þó enn hefði ekki verið komið á föstu formi á samráð rikis- stjórnar við samtök launafólks sjómanna, bænda, og atvinnu- rekenda, samkvæmt lögum um stjórn efnahagsmála, þá hefði reynslan af samráðinu verið góð og fyrirhugað væri að efla það. Samráð væri nauðsynlegt i lýð- ræðisþjóðfélagi, yki á skilning og stuðlaði að þjóðfélagslegri samstöðu. Þessi ummæli forsætisráð- herra voru hluti af svari hans við fyrirspurn Halldórs Blöndal um framkvæmd samráðsins. Halldór lét að þvi liggja i fram- sögu sinni I gær að litið samráð hefði átt sér stað á s.l. hausti þegar rikisstjórnin boðaði efna- hagsaðgerðir, og alls ekkert samráð við A.S.Í. fyrir setningu bráöabirgðalaganna. Gunnar Thoroddsen sagði að fyrsti sam- ráösfundurinn samkvæmt lög- unum frá 1979 hefði verið hald- inn 30. október i haust og á hann boðaðir fulltrúar niu samtaka. I framhaldi af þessum fundi heföu farið fram margvislegar óformlegar viöræður. Aður en efnahagsaðgerðir á gamlársdag voru birtar, hefðu siðan fulltrú- ar samráðsaðila verið boðaðir til funda. Fyrirhugað er, sagði Gunnar, aö halda næstu samráösfundi fyrir lok þessa mánaðar. Hæstíréttur míldar dóm — í máli Matthíasar Hauks Guðmundssonar FRI —I gær kvað Hæstiréttur upp dóm i máli ákæruvaldsins á hendur þeim Matthiasi Hauki Guðmundssyni og Viðari As- mundssyniOlsen en þeir voru á- kærðir fyrir að hafa staðið ó- löglega að handtöku Guðbjarts Pálssonar leigubilstjóra i des- ember 1976. Hæstiréttur mildaði dóm hér- aðsdóms i máli Hauks Guð- mundssonar um 2 mánaða fanglesi, úr 9 mánuðum i 7 mánuði, en hann var ákærður fyrir að hafa undirbúið og látið framkvæma handtökuna. Dómur héraðsdóms yfir Við- ari Asmundssyni Olsen sem var fógetafulltrúi i Keflavik á þess- um tima var 3 mánaða fangelsi og Hæstiréttur dæmdi svo að hann skyldi vera óraskaður. Skortur á varaafli i Húnavatnssýslu: Gleymdist að kenna gangsetninguna! JSG— Hjörleifur Guttormsson svaraði I gær fyrirspurn frá Ing- ólfi Guðnasyni um tengingu tveggja dieselrafstööva i Hiína- vatnssyslu. Báðar höföu vélarn- ar, sem eru á Hvammstanga og á Reykjaskóla i Hrútafirði, verið til staðar siðan snemma á siðasta ári, en einhverjar duiarfullar taf- ir orðið á að þær væru tengdar. Hjörleifur sagöi að samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitu- stjóra hefðu tafirnar stafað af miklu annrfki hjá starfsmönnum RafmagnsveiOnannaNú væri hins vegar búið að ráða bót á þessum málum, þar sem dieselvélin I Reykjaskóla hefði verið tengd þ. 4. mars, en vélin á Hvammstanga þ. 12. mars. Þvi þyrftu ibúar á þessum stööum ekki að eiga á hættu búsifjar vegna rafmagns- skorts, eins og þeir uröu oftar en einu sinni fyrir I vetur. Ingólfur Guönason, sem vakti athygli á þessu máli með fyrir- spurn sinni i febrúar, kvaöst gleðjast yfir þvi ef máliö væri aö komast i' höfn. Þaö virtist þó ekki vera svo að fuliu enn, og væri tengingin á Hvammstanga t.d. ekki fullgerð. Þá sagði Ingólfur frá þvi að i rafmagnsleysinu, sem varð eftir að dieselvélin á Reykjaskóla var tengd, hefði ekki verið hægt að nota rafmagn frá vélinni, vegna þess að gleymst hefðiaökennafólkiá staðnum að setja hana i gang!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.