Alþýðublaðið - 06.09.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Borgarnes kjötið ágæta fengum vér með Suðurlandi í gærkvöldi. Okkar verð er lægra en annarstaðar. Kjötið er það bezta sem fáanlegt er. Kaupið ekki annasrtaðar fyr en þér hafið skoðað þetta ágæta kjöt og fengið vita hvað það kostar. Kaupfélag Reykvíkinga. Kjötbúðin á Hja.ug-a.veg- 49. Sími 'V !3 8 . Nýkomið: Piekles W orcJhiester- sósa Capers Htfergi jafnódýrt, Kaupfélagið. K ensl a. Guðrús Björnadóítir írá Grafar holti, kennir hér börnum og uag Iingum í vetur komandí Tii við tík sjálf í dag og á morgun ki. 2—4 og 7—8 hjá Þórunni )jós móður, Bókhlöðustig II. — Upp Iýsingar síðar hjá Steindóri Björns syiíi ieikfinjiskeunara, Grettisg. io. Sími 687 Kanpendar „VerkamaanBÍns*' hér í bæ eru vinsamlegast beðnii &5 greiða hið fyrsta ársgjaldið, 5 kr., á afgr. Alþýðublaðsias. Rúgmjöl ágætt I siátur fæit í Kaupfélaginu, Útbreiðið Alþýðublaðið, hvar sem þið eruð og hvert sem þið farið! Ritstjód og ábyrgðarmaðnr: Olafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. . Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftnr. inn, sem var gamall og fúinn, þoldi ekki slikan þunga og brast í sundur, svo bil varð nú nokkuð milli Arab- anna og þeirra Tarzans. „Komiðl* æpti stúlkan. .Þeir ná okkur frá næstu í- búð. Engum tima má eyða*. Rétt þegar þau komu inn 1 herbergið heyrði Abdul og þýddi fyrir Tarzan, að einhver hefði hrópað í garð- inum, að hópur skyldi fara út á götuna, svo þeir slippu ekki þá leið. .Nú er úti um okkur", sagði stúlkan blátt áfram. .Okkur?“ spurði Tarzan. „Já, herra“, mælti hún, „þeir drepa mig líka. Hefi eg ekki hjálpað þér?“ Þetta breytti afstöðunni. Tarzan hafði skemt sér frem- ur vel við það sem komið var. Honum hafði aldrei dottið 1 hug, að Abdul eða stúlkan gætu liðið nokkuð vegna þess, og haqn hafði ekki flýtt sér meira en það, að hann rétt slippi við dauða. Honum hafði ekki dottið í hug að flýja, fyr en hann sá að vonlaust var um sigur. Hefði hann verið einn, gat hann stokkið eins og ljón inn í miðjan hópinn og gert Arabana svo hissa, að hann gat auðveldlega sloppið. Nú varð hann að eins að hugsa um þessa tvo bandamenn sína. Hann gékk að glugganum, sem snéri að götunni. Innan einnar mlnútu mundu óvinirnir komnir þangað. Hann heyrði að þeir voru að fara upp stigann í næsta herbergi — á næsta augnabliki kæmust þeir að dyrun- um á herberginu. Hann sté upp 1 gluggann og leit út, en hann horfði ekki niður fyrir sig. Rétt fyrir ofan hann var flatt þak hússins. Hann kallaði á stúlkuna. Hún kom og stanzaði hjá honum. Hann hóf hana á loft, og lagöi hana á herðar sér. „Bíddu hérna, unz eg rétti þér hjálparhönd", mælti hann við Abdul. „En settu á meðan alt lauslegt í her- berginu fyrir dyrnar — það tefur fyrir þeim". Hann sté alveg upp í gluggann, með stúlkuna á herðunum. „Haitu þér fast", sagði hann við hana. Augnabliki síð- ar var hann kominn upp á þakið, og fór engu ófim- legar að því, en api. Hann lét stúlkuna niður, hallaði sér fram af þakbrúninni og kallaði lágt til Abdnls. Abdul hljóp að glugganum. „Réttu mér hendurnar", hvíslaði Tarzan. Arabarnir börðu í ákafa á dyrnar. Hurðin lét undan og féll með braki miklu inn í herbergið, ura leið var Abdul hafinn á.loft og kipt upp á þakið. Seinna mátti það ekki vera, því jafnskjótt og mennirnir brutust inn 1 herbergið, kom hópur hlaupandi fyrir götuhornið og stanzaði undir glugga stúlkunnar. VIII. KAFLI. Bardaginn á eyðimörkinni. Meðan þrímenningarnir lágu á þakinu, upp yfir her- bergi ambáttarinnar, heyrðu þeir reiðióp Arabanna fyrir neðan sig. Abdul lagði Arabískuna við og við út fyrir Tarzan. „Þeir eru nú að skamma þá, sem niðri á götunni eru“, sagði Abdul, „fyrir að láta okkur sleppa svo auð- veldlega. Þeir á götunni segja, að við höfum ekki komið þá leið — að við séum enn í húsinu, og hinir séu of blauðir til þess að ráðast á okkur, en vilji svo halda ’ þvi fram, að við höfum sloppið út um gluggann. Innan skamms munu þeir berjast inabyrðis; ef þeir halda svona áfram*. Alt í einu hættu þeir, sem inni voru, að leita og héldu aftur til kaffihússins. Fáeinir biðu um stund á götunni reykjandi og masandi. Tarzan þakkaði stúlkunni fyrir þá hjálp, sem hún hafði veitt honum, alókunnugum. „Mér líst vel á þig", mælti hún blátt áfram. „Þú varst ólíkur öllum öðrum sem komu á kaffihúsið. Þú talaðir ekki ruddalega til mín — þú móðgaðir mig ekki um leið og þú gafst mér peninga". „Hvað tekurðu til bragðs eftir kvöldið í kvöld?" spurði ha'nn. „Þú getur ekki farið aftur til kaffihússins. Geturðu jafnvel verið örugg í Sidi Aissa?" „Þetta verður gleymt á morgun", svaraði hún. „En glöð yrði eg, ef eg þyrfti aldrei að fara til þessa eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.