Tíminn - 09.04.1981, Page 1

Tíminn - 09.04.1981, Page 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Heitt í kolunum í efri deild Alþingis vegna flugstöðvarmálsins: Lánsheimild til flugstöðvar- innar féll á jöfnum atkvæðum Utanríkisráðherra greiddi atkvæði með tillögunni, en aðrir stjórnarsinnar á móti JSG — Breytingatillaga viö frumvarp til lánsfjárlaga, um að heimild verði veitt til er- lendrar lántöku á þessu ári tii byggingar flugstöövar á Kefla- vikurflugvelli, oili töluverðu umróti á Aiþingi i gær. Tillagan var felld við atkvæðagreiðslu i efri deild, en á jöfnum atkvæð- um, þar sem ólafur Jóhannes- son, utanrikisráðherra, fylgdi tillögunni. Þeir Ólafur, og Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, deildu hart um þetta mál Flugmannadeilan: Leysir ný sáttatil- laga máJið? AM — Blaðið hefur fregnað að i deiglunni sé ný sáttatillaga Guð- laugs Þorvaldssonar i flug- mannadeilunni, sem byggist á þvi að skipuð verði ný sáttanefnd, sem skuli fá i hendur úrskurðar vald um þau atriði, sem ekki nást sættir um. Er talið að hún eigi hljómgrunn hjá báðum aðilum, FlA-mönnum og Flugleiðum. Þykir mönnum sem slik nefnd hafi kosti fram yfir sáttanefnd og siðan gerðadóm, þar sem miður þætti að kynna þeim mönnum málin frá grunni, sem eiga að dæma i þvi. Hóta að skrúfa fyrir fjármagn Kás — Alþýðubandalagið og fjár- málaráðherra virðast vera farin að skipta sér að viðræðum um myndun meirihluta i stjórn Stú- dentaráðs, samkvæmt áreiðan- legum heimildum Timans. Nú standa yfir viðræður milli Um- bótasinnaðra stúdenta og Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, eftir að slitnað hafði upp úr við- ræöum milli Umbótasinna og vinstri manna. Til að eyðileggja fyrir þeim við- ræðum sem nú standa yfir hafa útsendarar Alþýðubandalagsins m.a. stjórnarformaður Félags- málastofnunar, komið að máli viö forsvarsmenn Umbótasinna og hótað þvi að náist samkomulag á milli Vöku og þeirra um myndun meirihluta i Stúdentaráði, þá muni það hafa þær afleiðingar að framkvæmdir við stúdentagarða og barnaheimili frestist um eitt ár, þar sem menn á réttum stöð- um muni skrúfa fyrir f jármagn til þeirra. Umbótasinnar eru mjög óá- nægðir með þessi viöbörgð, og gætu þau allt eins virkað i þveröf- uga átt, þ.e. stuðlað aö samkomu- lagi milli Vöku og Umbótasinna. við umræðuna i efri deild, og kvaðst Ragnar lita svo á að stuöningur ráðherra við þessa tillögu táknaði brot á stjómar- sáttmála rikisstjórnarinnar. Ólafur Jóhannesson gerði hins vegar grein fyrir stuðningi sin- um við tillöguna og sagði að þótt hún yröi samþykkt gilti eftir sem áður ákvæöi stjórnarsátt- málans þannig að framkvæmdir við flugstöðina gætu ekki hafist nema fyrir lægi samþykki allra ráðherra. Hér væri aðeins um heimildartillögu að ræða. ,,Ég tel þvi að samþykki þessarar tillögu brjóti ekki i bága viö stjórnarsáttmálann,” sagöi Ólafur. Utanrikisraðherra sagði frá þvi að þegar lánsfjáráætlun var til meöferðar i rikisstjórn, hefði hann áskilið sér rétt til að fylgja tillögu um lántökuheimild til flugstöðvarbyggingar, ef hún kæmi fram á Alþingi. Ragnar Arnalds kvaðst i framhaldi af þessari bókun hafa lýst þvi yfir að gengju einstakir ráðherrar I lið með stjórnarand- stöðunni til að knýja fram mill- jarða útgjöld sem rikisstjórnin heföi ekki öll samþykkt, þá heföu þeir brotið stjórnarsátt- málann. Aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins I efri deild greiddu I gær atkvæði gegn flugstöövar- tillögunni, — en hún var flutt af Lárusi Jónssyni og Karli Stein- ari Guðnasyni og hljóðar fyrst upp á 20 milljóna lántökuheim- ild en siðar upp á 5 milljóna heimild, — með þvi að visa til samþykktar miöstjórnar flokksins um að flugstööin skuli byggö. „Hins vegar hefur komiö fram”, sagði I yfirlýsingu sem Guðmundur Bjarnason las upp, „að undirbúningur að bygging- unni sé ekki svo langt kominn, að framkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þvi er ekki ástæða til að auka nú heimildir til lántöku i þessu skyni.” Þingmenn fylgjast spenntir með atvkæöagreiöslunni um breytingartil- I mannsson, Páll Pétursson, Helgi Seljan, forseti deildarinnar, Davfð lögu stjórnarandstöðuþingmanna um flugstöðvarbygginguna á Kefla- I Aðalsteinsson, Gunnar Thoroddsen, Alexander Stefánsson, ólafur Jó- vikurflugvelli í efri deild Alþingis I gærkvöldi. F.v. Steingrímur Her- I hannesson og Ragnar Arnalds. Timamynd: Róbert. Mikill kostnaðarmunur á uppbyggingu við Rauðavatn eða á Keldnasvæðinu: 4. Munurinn allt að 180 mílljónir króna MikiII munurer á kostnaði við uppbyggingu annars vegar Rauðavatnssvæðisins og hins vegar Keldnasvæðisins sam- kvæmt þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið. Ef tekinn er ódýrasti kostur- inn i uppbyggingu Keldna- svæðisins, en sá dýrasti i upp- byggingu Rauðavatnssvæðisins, munar t.d. um 180 milljónum króna (18 miHjöröum gkr.) hvað sá siðarnefndi er dýrari. Sé dæminu hins vegar snúið við og tekinn ódýrasti kostur viö uppbyggingu Rauðavatns- svæðisins, en sá dýrasti viö upp- byggingu Keldnasvæðisins, er niðurstaðan nokkurn veginn jafn kostnaður. Annars ber útreikningum Borgarskipulags, annars vegar og embættis borgarverkfræð- ings hins vegar, ekki saman og er samstarfið þar á milli mjög stirt um þessar mundir, eins og nánar er skýrt frá I frétt á bls. 2.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.