Tíminn - 09.04.1981, Page 2
2
Fimmtudagur 9. aprll 1981
Kostnaðarútreikningar vegna skipulags Austursvæða:
Magnað sundurlyndi
Borgarskipulags og borgarverkfræðings
Kás — Miklir samstarfsöröug-
leikar eru þessa dagana milli
Borgarskipulags Reykjavikur
og embættis borgarverkfræö-
ings. Nú er unnið aö útreikning-
um kostnaöar vegna skipulags á
svonefndum Austursvæöum. Er
þaö reikningslegur samanburö-
ur á valkostunum Rauöavatns-
svæöi og Keldnasvæöi. Ber þar
á milli mörgum milljöröum
gamalla krúna, eftir þvi viö
hvaöa forsendur er stuöst.
Ber Borgarskipulag Reykja-
vikur embætti borgarverkfræð-
ings á brýn að það búi sér til
forsendur sem ekki komi heim
og saman við samþykktar
skipulagsforsendur, og gefi þess
vegna ekki hlutlausan saman-
burð á valkostunum. Virðist
Borgarskipulaginu allt vera
gert til að gera Rauðavatnsval-
kostinn óhagstæðari.
Nýlega hafa verið lagðir
fram kostnaðarreikningar fyrir
gatna- og holræsagerð innan
hverfanna, þ.e. Rauðavatnsval-
kostarog hins vegar Keldnaval-
kostar. Samkvæmt þeim er sá
þáttúr um 70 millj. kr. dýrari á
Rauðavatnssvæði en á Keldna-
svæði. Er það vegna þess að
embætti borgarverkfræðings
reiknar sérstakt kostnaðarálag
á Rauöavatnssvæðið sem nem-
ur samtals um 33% vegna jarð-
vegs, landslags, og veöurfars,
sem það telur óhagstæðara þar.
Engar viðhlitandi
sk.ýringar
„Þessi kostnaðarútreikningar
koma mjög seint fram og ganga
i allt aðra átt en þeir kostnaðar-
reikningar sem þessir sömu
menn létu frá sér fara i haust,
og þar á ég einkum við kostnað
vegna gatna- og holræsagerðar
innan hverfanna. Það hafa eng-
ar viðhlitandi skýringar verið
gefnar á þessu mikla álagi sem
lagt er á Rauðavatnssvæðið,
enda fer Ólafur Guðmundsson,
deildarstjóri gatna- og holræsa-
deildar, ekki dult með það að
þetta séu mjög grófir reiknar,
eöa eins og hann sagði sjálfur
þegar hann skýrði þá: „Sumt er
til á blöðum, annað er hugar-
reikningur” ” sagði Gylfi Guð
jónsson, fulltrúi i Skipulags
nefnd i samtali við Timann.
Þegar teknar eru saman áætl-
anir um heildarkostnaö viö upp-
byggingu annars vegar Rauða-
vatnssvæðisins en hins vegar
Keldnasvæðisins, og hefur,
kemur i ljós verulegur munur
á. Hefur þá verið tekið tillit til
hugsanlegra landakaupa vegna
beggja valkostanna, og eins
þeirra sérálita sem embætti
borgarverkfræðings og Borgar-
skipulag Reykjavikur hafa gert
við útreikningana.
Munar 180 milljónum
Ef tekinn er ódýrasti kostur-
inn i uppbyggingu Keldnasvæð-
isins en sá dýrasti i uppbygg-
ingu Rauðavatnssvæðisins,
munar hvorki meira né minna
en 180 millj. kr„ eða um 18 mill-
jörðum gamalla króna, hvað sá
siðari er dýrari. Ef hins vegar
er tekinn ódýrasti kosturinn við
uppbyggingu Rauðavatnssvæð-
isins en sá dýrasti við uppbygg-
ingu Keldnasvæðisins, koma
svæðin út á nær sléttu.
Það munar þvi allt frá engu,
upp i 180 millj. kr„ á þessum
valkostum, eftir þvi við hvaða
forsendur er stuðst.
Hins vegar rétt að geta þess
að i mörgum verulegum atrið-
um er Rauðavatnssvæðið hag-
stæðara, en Keldnasvæðið, eins
og t.d. varða.idi kostnað við
gerð stofn og tengibrauta og
eru Borgarskipulag og borgar-
verkfræðingar sammála um
það atriði.
„Skipulag er meira en götur
og holræsi” sagði Gylfi Guð-
jónsson, i samtali við Timann,
og benti á ýmis atriði sem
mun hagstæðari væru Rauða-
vatnsvalkostinum væru ekki inn
i þessari heildarkostnaðaráætl-
un, auk þess væri vægast sagt
ekki séð að útreikningar em-
bættis borgarverkfræðings
væru nógu vel igrundaðir.
„Það má benda á að ekki hef-
ur verið tekinn inn i þetta
kostnaður vegna félagslegrar
þjónustu, sem er mun hagstæð-
ari fyrir Rauðavatnssvæðið,
sérstaklega i fyrstu áföngunum.
Sama gildir um kostnað vegna
strætisvagnaþjónustu. Að auki
má benda á að botnplötukostn-
aður væntanlegra húsbyggj-
enda verður að öllum likindum
mun minni við Rauðavatn.
Einnig hefur aksturkostnaður
væntanlegra ibúa til og frá
vinnu enn ekki verið metinn”.
í ófærð á Breiðadalsheiði:
Bílaröðin beið efdr
mokstrinum við Kinn
Breiöadaisheiöi er æöi oft I frétt-
um frá Vegageröinni þegar sagt
er frá færö á fjallvegum. Yfir
vetrartimann hljúöar fréttin oft-
ast aö Breiöadalsheiði sé úfær.
Mikill s íjúr hefur safnast á veg-
inn um Breiöadalsheið. nú seinni
hluta vetrar svo menn muna vart
annað eins. Einna versti og
hættuiegasti hluti leiöarinnar er
um svokallaða Kinn, sem er
sneiðingurinn efst I heiöinni. Þar
eru nú geysihá göng sem grafin
eru inn I Kinnina og mynda stál
beggja meginsem er tugir metra
á hæö.
Þarna er einna fyrst að teppast,
og einnig falla þarna mörg snjó-
flóð á hverjum vetri og þvi hættu-
legt að ferðast þarna um. En nú
eru ekki bara göng i Kinninni
heldur eru fjögurra til fimm
mannhæða há göng allt niður i
Breiðadal, sem er óvanalegt.
Undirr. var á ferð úr Dýrafirði
til Isafjarðar i fyrri viku, og tók
þessar myndir sem hér fylgja á
leið sinni. Þegar kom ofarlega i
Breiðadal var þar fyrir bilaröð,
snjúblásarinn var ekki kominn i
gegnog menn biðu ibilum sinum.
Þá hafði heiðin verið lokuð i fjóra
daga nú i endaðan mars.
Loksins þokaðist röðin af stað,
en það varð ekki komist nema
upp i Kinn, þá varð allt stóra
stopp, það hafði fallið snjóflóð óg
mokstursvél var að störfum. Tiu
til fimmtán bilar þurftu allir að
bakka út úr Kinninni, til að
moksturstækið kæmist i gegn, og
það er ekki sérlega auðvelt að aka
aftur á bak i örmjóum göngum,
þar sem aðeins er rúm fyrir einn
bil og varla það. En að lokum
varð leiðin greið og strollan
komst leiðar sinnar, og menn
gátusinnterindumá Isafirði hver
eftir sinni nauðsyn. En það er
ekki bara að segja þaö að komast
milli byggða á Vestfjörðum, og
starfsmenn Vegagerðarinnar láta
ekki sitt eftir liggja, og sýnist mér
það ómaklegt þegar þeir hljóta
köpuryrði i blöðum og annars
staðar, þeir eiga sannarlega skil-
ið þakklæti fyrir góða framgöngu
oft við hin verstu skilyrði.
Myndir og texti:
Finnbogi
Hermannsson
Loksins lýkur biöinni, þeir eru komnir I gegn, Sveinbjörn verkstjúri ekur á undan á Pikköppnum meö
oiiutank l eftirdragi. Og þaö er Auöunn Karlsson úr Súöavik, sem étur sig I gegnum snjúbreiöuna á
„Peilatornum” eins og hann er gjarna kallaöur af strákum. Auöunn hefur lengi unniö aö blæsti;i á tæki
sinu og kann á Heiöina eins og puttana á sér.
Mcnn eru ekkert aö hika, þegar
ekiö er gegnum snjúgöngin i
Kinninni, hvaö þá heldur aö fara
út til aö taka myndir.
Ekki er sopiö káliö þútt i ausúna sé komið, þaö má nú segja, allt
stúra stopp þegar komiö var upp i Kinn. Þaö haföi falliö snjúflúö, en
moksturstæki var þú að hreinsa veginn. Menn notuöu tlmann til aö
spyrja almæltra tiöenda úr Dýrafiröi og önundarfirði.
Voriö
komiö í
vegar-
kantana
AM'— Vorástand er nú á veg-
um, eins og jafnan þegar klaki
fer úr jörð og hefur Vegagerð
rikisins þvi auglýst takmark-
anir á öxulþunga vlða um
land, en breytilegt er frá degi
til dags hvar ástandið er verst,
— er i raun og veru hvergi
mjög slæmt að sögn Hjörleifs
Ölafssonar, vegaeftirlits-
manns i gær.
Víðast er miðað við 7 tonna
öxulþunga, þ.e. vanalegur
vörubill má vera 11 tonn að
heildarþyngd i stað svo sem 16
og stór vörubill 15 tonn i stað
svo sem 22 tonn. I fyrradag
var erfiðast ástand á Norð-
austulandi, en i fyrrinótt gerði
þar frost og öllu óhætt að nýju.
Vegir eru viðast hvar vel færir
á landinu.
Síma-
samband
rofnaði viö
ísafjörð
AM —Miklar truflanir hafa
verið á simasambandinu við
ísafjörð frá þvi á sunnudags-
kvöld. Þessu olli það að jarð-
strengurinn milli ísafjaröar
og Patreksfjarðar var slitinn
sunnan við Bildudal og komst
hann loksins i lag kl. 13.30 i
gær.
Kristján Reinhardtsson,
simvirki hjá Pósti og sima,
sagöi okkur i gær að eina sam-
bandið vestur heföi þvi verið
um Bæi á Snæfjallaströnd, en
þar er vararás, sem þó hefur
ekki nema 12 linur.
Sendiherra
íslands í
Tyrklandi
Einar Agústsson, sendi-
herra, afhenti á föstudag 3.
april General Kenan Evren,
forseta Tyrklands, trúnaðar-
bréf sem sendiherra tslands
með aðsetri i Kaupmanna-
höfn.
Nefnd skipuð
um olíuviðskipti
Tómas Arnason viðskipta-
ráðherra hefur skipað ráðgef-
andi nefnd um oliuviðskipti.
I nefndina hafa verið skip-
aöir forstjórar oliufélaganna
þeir Indriði Pálsson, Vil-
hjálmur Jónsson og önundur
Asgeirsson, svo og Jón Július-
son, deildarstjóri i viðskipta-
ráðuneytinu, og er hann for-
maður nefndarinnar.
Aöeins miöevrópska
glerstæröin
hentar ekki
1 fyrirsögn i viðtali við Hans
Gústafsson, gróðurhúsabónda
i Hveragerði, i blaðinu i gær,
var sagt að glerstærðin, sem
notuð væri i gróðurhúsum hér,
hentaði ekki islenskri veðr-
áttu. Þessi fyrirsögn var ekki
allskostar rétt, eins og fram
kemur við lestur viðtalsins,
þar sem Hans tekur skýrt
fram, að það sé aðeins gler-
stærðin i gróðurhúsum, sem
verið sé að flytja inn frá Mið--
Evrópu, sem ekki henti is-
lenskri veðráttu. Meirihluti is-
lenskra gróðurhúsa eru með
aðra og hentugri glerstærð.