Tíminn - 09.04.1981, Page 6

Tíminn - 09.04.1981, Page 6
6 Fimmtudagur 9. april 1981 MiSP: Ctgcfandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhanns- dóttir. Afgreiösiustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atii Magnússon, Bjarghiidur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-TIminn) Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrfmsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragn- ar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 4.00. Áskriftar- gjaldá mánuði: kr.70.00. — Prentun: Biaðaprent hf. Leiðrétt kosningaskipan Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarmanna um sl. helgi var sérstaklega fjallað um kjördæmamál og kosningakerfi, en sem kunnugt er er i ráði að stjórnarskrárnefnd skili störfum á þessu kjörtima- bili og jafnvel að stjórnarskrárbreyting verði lögð fyrir þjóðina til staðfestingar i næstu almennum kosningum. Hingað til hafa aðrir flokkar jafnan staðið að breytingum án þess að taka tillit til skoðana eða óska Framsóknarmanna, og það skiptir þess vegna miklumáli að Framsóknarflokkurinn hefur nú þeg- ar mótað sér almenna stefnu i þessu mikilvæga máli. Ályktun miðstjórnar um þetta mál ber með sér að hún byggist á málamiðlun, þar sem reynt er að koma til móts við þær mismunandi skoðanir sem gætthefir innan flokksins. Reyndar eru mjög skiptar skoðanir um þetta innan allra stjórnmála- flokkanna, og i sjálfu sér er það aðeins eðlilegt. Með ályktun miðstjórnarinnar hefur Framsóknar- flokkurinn mótað sér almenna meginstefnu og gefið forystuliði flokksins þar með vegarnesti til þeirra viðræðna sem fram undan eru. Varðandi kjördæmaskiptingu og vægi atkvæða i einstökum landshlutum ályktaði miðstjórnin þetta: „1. Miðstjórnin telur fjölgun kjördæma koma til greina, þó verði i aðalatriðum haldið sömu kjör- dæmaskipan og verið hefur siðan 1959. 2. Vægi atkvæða verði leiðrétt meðhliðsjónaf þvi hlutlíalli sem var þegar núverandi kjördæmaskipan var ákveðin. Þetta verði gert með fjölgun kjör- dæmakjörinna þingmanna og breyttum reglum um úthlutun uppbótarþingsæta. Fjölgun þingmanna verði þó takmörkuð eins og frekast er unnt. 3. Kjördæmakjörnum þingmönnum verði ekki fækkað i neinu kjördæmi miðað við núverandi kjör- dæmaskipan”. 1 þessari niðurstöðu felst, að núverandi kjördæmi verði lögð til grundvallar, en ekki stefnt að gjör- byltingu kjördæmaskiptingarinnar. 1 öðru lagi er við það miðað að þingsætum á Al- þingi verði ekki fjölgað nema óhjákvæmilegt reyn- ist til samkomulags og þá sem minnst. Á hinn bóg- inn verði frekar við það miðað að fækka uppbótar- þingmönnum eitthvað til móts við þá fjölgun kjör- dæmakjörinna þingmanna sem felst i þvi að vægi atkvæða á Suðvesturlandi verði leiðrétt á við aðra landshluta samkvæmt þvi sem var 1959. í slikri breytingu gæti falist að þingmönnum Reykjaneskjördæmis yrði fjölgað um þrjá og þing- mönnum Reykvikinga um tvo. Samhliða verði þær breytingar gerðar á úthlutun uppbótarþingsæta að þau skiptist fyrst og fremst á fjölmennustu kjör- dæmin. , í þriðja lagi er lögð áhersla á þá grundvallarreglu að landsbyggðin að öðru leyti haldi þingstyrk sin- um. Þá er i ályktun miðstjórnarinnar gert ráð fyrir |)yi að kosningaréttur miðist við 18 ár, Alþingi starfi i einni málstofu, sjálfstæði sveitarfélaga verði auk- ið og, siðast en ekki sist, að kosningar verði gerðar persónutundnari en nú er. í þvi mikilvæga atriði felst að valkostir kjósenda um einstaka frambjóðendur á listunum verði aukn- ir. Kjartan Jónasson: Erleht yfirlít Er Helmut Schmidt að missa tökin? — Vinsældir hans fara minnkandi, efnahagur ríkisins versnandi og utanríkisstefnan „einangruö” innan Nató 1 fyrsta skipti siöan Helmut Schmidt tók viö kanslaraem- bætti i Þýskalandi af Willy Brandt, áriö 1974, sýna skoö- anakannanir aö vinsældir hans fara nú minnkandi. Svo ramt kveöur aö þessu aö hann er ekki lengur vinsælasti stjórnmála- maður V-Þýskalands, sam- kvæmt einni könnuninni, heldur utanrikisráðherrann, Hans-Di- etrich Genscher. Aörar kannan- ir sýna, að fylgi hans meðal kjósenda eru nú ekki nema 43% istaö 55% aö meöaltali á siðasta ári en þá voru kosningar og haft að oröi aö Schmidt væri alltaf jafnsigurstranglegur, en hiö sama yröi kannski ekki sagt um flokk hans, Sósialdemókrata- flokkinn. Þá fer ekki á milli mála að andinn i V-þýsku þjóðinni er , verri nú en oft áöur og margir likja honum viö ástandiö eins og það var áriö 1974, áður en Willy Brandt fór frá. Stuöningsmenn Schmidts fullyrða þó, aö þaö sé ekki persóna hans sem valdi ó- ánægju almennings heldur ýmis ótviræð merki um að vestur- þýskur efnahagur og áhrif V- Þýskalands i heiminum sé hvort tveggja mjög á undanhaldi. Raunar má segja að fótunum hafi verið kippt undan V-Þýska- landi að þessu leyti á mjög skömmum tima og ekki lengra siðan en siöastliöið ár aö V- Þjóöverjar voru öfundaðir af traustum efnahag og minni kreppu en viöast annars staöar i hinum vestræna heimi. Það var lika þá sem Schmidt lét sér i fyrsta skipti um munn fara þau ummæli, aö V-Þýskaland gegndi mikilvægu hlutverki i varðveislu friöarins og i þvi aö halda niöri spennunni milli Sovétrikjanna og Bandarikj- anna. Engin slik ummæli heyr- ast nú úr munni vestur þýska kanslarans enda virðist hann sjálfur fremur óákveöinn hvort hann eigi fremur aö fylgja for- dæmi vinar sins, forsetans i Paris.og treysta vináttuna við Bandarikin ellegar halda áfram á svipaðri braut og hingað til og reyna aö halda vissri fjarlægö gagnvart risaveldunum báöum en reyna jafnframt aö miöla málum milli þeirra. Bæöi Helmut Schmidt og Giscard d’Estaing Frakklands- ■ forseti gagnrýndu Jimmy Cart- er fyrrverandi Bandarikjafor- seta oft óvægilega og þá einkum fyrir tvennt. Annars vegar sök- uðu þeir hann um stefnuleysi og hins vegar um skilningsleysi á abstööu Evrópurikja gagnvart Giscard d’Estaing Frakklands- forseti hefur færst nær Banda- rlkjunum I afstöðu sinni til Sovétrlkjanna. Sovétrikjunum og þá um leið aö hann heföi farið of óvægilega i sakirnar viö Sovétrikin án þess að gefa þeim tækifæri til aö koma til móts við Bandarikin. Siðan Reagan settist á for- setastól i Bandrikjunum hefur hvoru tveggja þessara ágalla Carters gætt, en þó veröur ekki annaö séð en Evrópuriki séu á- nægöari með stjórnvöld i Bandarikjunum nú en þau voru fyrir ári síðan. Helsta undan- tekningin er þó V-Þýskaland, þar sem stjórnvöld virbast ekki hafa gert upp við sig hvaða stefnu beri að taka i málinu, helst að þau fylgi sömu stefnu og áöur, aöeins af minni sann- færingarkrafti. Aö vissu leyti má segja að leiöir þeirra fóstbræöra, Schmidts og d’Estaings, hafi skiliö. Þannig má segja aö orðið „détente” hafi vikið úr munni franska forsetans fyrir orðinu „stablisation”. Hann fellst og á margt i stefnu Reagans, svo sem uppbyggingu hernaöar- styrks og að frekari útþensluað- gerðum Sovétrikjanna verbi ekki látiö ósvaraö. Einn talsmaður stjórnarinnar i Frakklandi sagði nýlega: „Ólikt Þýskalandi erum við ekkert smeykir við aö treysta hernaðarmátt okkar og ólikt Bretlandi höfum viö raun- verulegan her viö höndina til að verja hagsmuni okkar og standa i skilum viöa um heim.” Hann visar hér til herja Frakka I Afriku og flota þeirra á Persa- flóa sem þar hefur raunar nána samvinnu við bandariska flot- ann. Þetta hernaðartal Frakka minnir raunar á söguna af de Gaulle þegar hann haföi hlustað á tal stórveldanna nokkra stund, um hversu oft þeir gætu eytt heiminum með kjarnorkuvopnum sinum, og stundi svo við: „Já, þvi miður getum viö Frakkar ekki eytt heiminum nema einu sinni”. Aðra sögu er aö segja af V- Þýskalandi. Þar hafa stjórnvöld tilkynnt niðurskurö á framlög- um til hermála og munu ekki fremur en siðastliðin ár geta mætt þriggja prósenta reglu Natórikjanna. Þó herma óstaö- festar fréttir aö Giscard d’Estaing Frakklandsforseti hafi talið Schmidt á aö endur- skoða þessa ákvörðun siöast þegar þeir félagar hittust. Þá eru ekki nema nokkrir dagar siöan Hans-Dietrich Genscher, utanrikisráðherra V- Þýskalands, var i Moskvu, fyrsti háttsetti vestræni stjórn- málamaðurinn sem þangað kemur siöan Reagan settist i forsetastól. Raunar hvatti hann Sovétmenn til að fara sér hægt i Afghanistan og Póllandi og hafnaði alfarið tilmælum Sovét- manna um aö ganga á bak skuldbindingum V-Þjóöverja viö Bandarikin um að leyfa að þar verði komið fyrir nýjum meöaldrægum kjarnorkueld- flaugum. Hins vegar sagbi hann i viðræðum við Gromyko, utan- rikisráðherra Sovétrikjanna, að stefna V-Þjóðverja væri i föst- um skorðum en ekki óstöðug eins og „verðbréfamarkaður- inn” og stæðu V-Þjóðverjar enn frammi fyrir þeim ákvörðunum sem teknar voru 1970, mundu þau velja sömu stefnuna aftur þrátt fyrir atburðina i Afghan- istan og órólgikann yfir Pól- landi. Skorinorðari yfirlýsingu um að fylgja beri slökunar- stefnunni áfraip er vart að vænta frá nokkrum stjórnmála- manni eins og málin standa nú. Það er þvi svo að sjá að stjórnvöld i V-Þýskalandi og þá Helmut Schmidt hyggist — auk vandans heima fyrir — troða þann vandrataða veg aö ein- angrast fremur meöal vest- rænna rikja en að leggja vog sitt á vogarskál „styrkleika- prófunarinnar”. Hitt er svo annaö mál, að þykist önnur Evrópuriki komast að raun um að stefna Reagans sé ekki að- eins að sýna Sovétmönnum aö Vesturlönd láti ekki bjóða sér hvað sem er heldur aö hann hyggist i raun setja hjól vig- búnaðarkapphlaupsins og kalda striösins á fullan gang á nýjan leik,er ekki að vita nema V- Þýskaland eignist bandamenn fleiri. Helmut Schmidt ásamt utanrikisráðherranum, Hans-Dietrich Genscher. JS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.