Tíminn - 29.04.1981, Síða 1

Tíminn - 29.04.1981, Síða 1
.Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Sérstök samþykkt þingflokks Framsóknarflokksins um efnahagsmál: Lögð áhersla á viðbótar- aðgerðir síðar á þessu ári JSG — „Ég gerði rikisstjórn- inni i morgun grein fyrir um- ræðum i þingflokki Fram- sóknarflokksins siðustu daga um efnahagsmál, og niður- stöðum sem samþykktar voru á þingflokksfundi”, sagði Stein- grimur Hermannsson i samtali við Timann i gær. Steingrimur var spurður hver hefðu verið meginatriðin i sam- þykkt þingflokksins. „Þingflokkur samþykkti stuðning við þær efnahagsað- gerðir, sem rikisstjórnin hefur undirbúið og lagt fram i frum- varpi. 1 þvi sambandi taldi þingflokkurinn að nota ætti þá fjármuni sem sparast með niðurskurði rikisútgjalda til aukinna niðurgreiðslna land- búnaðarvara. Jafnframt fjall- aði þingflokkurinn i samþykkt sinni um viðbótaraðgerðir i efnahagsmálum, sem ætlað væri að tryggja að við mark- miðið um 40% verðbólgu á árinu verði staðið. Við gerum ráð fyrir þvi að vextir verði lækk- aðir 1. júni, enda fer lánskjara- visitala nú lækkandi. Við bind- um einnig töluverðar vonir við nýmæli i verðlagsmálum, þ.á.m. verðkannanir og nýjar álagningarreglur, sem ættu að leiða til lækkunar vöruverðs”. Steingrimur sagði að þing- flokkurinnhefðiennfremur talið að nauðsynlegt væri að hefja strax viðræður við forustumenn bænda um leiðir til að draga úr áhrifum mikillar hækkunar áburðarverðs á búvöruverði. — En hvað með aðgerðir á siðari hluta þessa árs og þvi næsta? „Við erum þegar farnir að ræða nokkuð um framhaldsað- gerðir, og aðgerðir á árinu 1982. Þá á niðurtalningin skilyrðis- laustað halda áfram og þarf að hefja undirbúning að þeim þegar”. — Hvernig var samþykkt þingflokksins tekið i rikisstjórn- inni? „Um hana var ekki ágrein- ingur enda er alger samstaða um markmið og leiðir i efna- hagsmálum i rikisstjórninni. Það má lita á þessa samþykkt þingflokksins sem stuðning við þessi markmið og þessar leiðir”, sagði Steingrimur Her- mannsson að lokum. Glórulaus snjókoma um allt Norðurland AM-,1 gærmorgun brá til glóru- lausrar snjókomu um allt Norður land sem 1 gærkvöldi náði suður undir Borgarfjörð að vestan, en til Hornafjarðar suðaustanlands. Þessu olli mjög litil lægð sem dýpkaði skyndilega og olli hita- skilum, sem liggja yfir landinu, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, i gærkvöldi. Páll sagði að tilkynnt hefði ver- ið i gær um 5 stiga frost, 7 vindstig af NV og ákafa snjókomu á mið- um úti af Húnaflóa og i Æðey, svo og á Skaga og viðar, en allar veðurstöðvar norðanlands til- kynntu um nokkra snjókomu. Þegar við ræddum við menn á ísafirði og Sauðárkróki var jörð orðin alhvit og á Isafirði töldu menn Breiðdalsheiði orðna ófæra. Umbótasinn- ar höfnuðu Kjartani Leiguvél Arnarflugs: Boeing 737 í Reykjavík FRI — í gærkvöldi lenti á Reykjavikurflugvelli flugvél af gerðinni Boe- ing 737 en Arnarflug hf. hefur tekið þessa vél á leigu. Vélin er af sömu gerð og Arnar- flug hf. hefur pantað og væntan- leg er til félagsins 1982. Vélin mun verða hérna i nokkra daga og flugmenn Arnarflugs munu fara æfingaflug á henni hér en siöan fer hún út til Bretlands þar sem áhafnir frá Arnarflugi munu fljúga henni fyrir breskt flugfé- lag. -----------«K Boeing 737 vélin á Reykjavíkur- flugvelli. Timamynd Róbert Kás — 1 samræmi við fyrri yfir- lýsingar slnar hafa fulltrúar stú- denta i stjórn Félagsstofnunar stúdenta nú sagt af sér, en þeir eru þrir að tölu og allir frá Félagi vinstri manna, eftir að nýr meiri- hluti tók við völdum I Stúdenta- ráði. 1 gær kaus Stúdentaráð nýja fulltrúa I stjórn Félagsstofnunar. Þeir eru Pétur J. Eiriksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar, og Sverrir Ólafsson, verkfræöinemi, frá Vöku, og Ólafur Ólafsson, viðskiptafræði- nemi frá Umbótasinnum. Tveir siöarnefndu eru fulltrúar stúdenta sem enn eru i námi, en Pétur J. Eiríksson er fulltrúi stúdenta sem lokið hafa námi, og verður hann jafnframt formaöur stjórnar Félagsstofnunar stú- denta. Samkvæmt málefnasamningi meirihlutaflokkanna i Stúdenta- ráöi kemur staða formanns stjórnar Félagsstofnunar i hlut Vöku. Höfðu þeir áhuga á að Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins tæki þá stöðu aö sér, en Umbótasinnar munu hafa komið i veg fyrir það, og hótað allt að þvi samstarfsrofi, yrði af þvi. Góð rekstrarafkoma hjá Mjólkurbúi Flóamanna i fyrra: Bændur fá fullt grund- vallarverð fyrir 1980 Fjórar nýjar G-vörur væntanlegar á markaðinn i ár HEI — „Rekstrarlega kom Mjólkurbú Flóamanna ákaflega vel út á síðasta ári. Bændur á framleiðslusvæði búsins fá þvi greitt fullt grundvallarverö fyrir mjólkurinnlegg s.I. árs, sem ekki var reiknað með, vegna minnkaörar framleiðslu á árinu”, sagöi Agnar Guðnason i gær, þá staddur á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna að flúð- um. Búið tók á móti um 39 milljón- um litra af mjólk, sem var 6.34% minna en árið áður. Þar af voru 23 millj. litra seldir sem nýmjólk, en 16 millj. fóru til vinnslu. Mjólkurframleiöendur á svæði MBF eru 773 og fækkaði um 11 á árinu. Kúm fækkaði um 319 og eru nú 12.571. Meöalinn- legg hvers framleiðanda var 50.475 litrar og minnkaöi um 2.663 litra. Meðalfjöidi kúa á framleiöanda var rúmlega 16 og meöalnyt 3.104 litrar eftir hverja kú. Kúabúin eru þó misjafnlega stór, sem m.a. sést á þvi að meðaltekjur (brúttó) á fram- leiðanda fyrir innlagða mjólk voru 17.1 millj. i Arnessýsiu, 15.7 millj. i Rangárvallasýslu, 9.9 millj. i V-Skaftafellssýlsu og 8,4 millj. gkr. austan sands. Agnar sagði þær nýjungar helstar hafa komiö fram, að fjórar nýjar G-vörur eigi að koma frá búinu á árinu. Sú nýj- ung sem flestir eiga senmlega eftir að fagna, er G-þeytirjómi, sem væntanlegur er á maricaö á næstunni. Tilraun var gerð i fyrra og komiö hefur i ljós að rjóminn er jafn góður eftir 5 mánaða geymslu. Þá hefur verið ákveöið I sambandi við ostaframleiöslu, aö MBF eigi að sérhæfa sig I framleiðslu á- bætisosta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.