Tíminn - 29.04.1981, Page 6

Tíminn - 29.04.1981, Page 6
6 Miðvikudagur 29. aprll 1981 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhanns- dóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Glias Snæland Jónsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn) Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragn- ar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Ginarsson, Guðjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Gygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöidsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Áskriftar- gjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Maður gegn ófreskju Sú svivirðilega afstaða stjómarvalda Ráð- stjórnarrikjanna að meina fjölskyldu Viktors Kortsnoj, skákmeistara, að hverfa þaðan úr landi og sameinast er skýrt dæmi um þá ólýsanlegu, — og að mörgu leyti illskiljanlegu —, kúgun og niður- lægingu sem tiðkast i rikjum kommúnismans. Þessi svivirðing mun mega heita allt að þvi dag- legt brauð i lifi þegnanna austur þar, en er senni- lega óskiljanleg i augum flestra Vesturlanda- manna. Og af þeim sökum er eins og fólk hafi jafn- vel ekki fyllilega áttað sig á þvi hvað um er verið að tala þegar þetta mál ber á góma. Við erum vönust þvi að rikisvaldið viðurkenni að fjölskyldan er undirstaða samfélagsins, að hún er bæði eldri stofnun og miklu mikilvægari en rikis- valdið, að hún hefur helgun af hæðum sem rikinu ber að virða, og enda þótt rikið sé stöðugt að teygja arma sina á einn eða annan hátt inn i einkalif okk- ar og heimilishagi, er það þó enn viðurkennt að rikið á að lúta fjölskyldunum en ekki öfugt. Stjórnarhættir Ráðstjórnarmanna hvila á allt öðrum og villimannlegum forsendum. í baráttu skákmeistarans Kortsnojs höfum við skýrt merki þess hversu langt er frá þvi að allir jarðarbúar lifi við einföldustu grundvallarréttindi manna nú á dögum. Án friðhelgi heimilisins er auðvitað ekki um nein mannréttindi að ræða yfirleitt, ekkert skjól sem menn geta leitað i, engin grið eða vé i samfélaginu yfirleitt. Og ef rikið virðir ekki fjöl- skyldubönd, er öllum mannlegum tengslum, öllu siðuðu samfélagi, rutt úr vegi. Þetta er ekki aðeins svivirða, — það er ógeðslegt. Ofan á þetta bætist að fréttir herma, að alræðis- jötnarnir austur þar séu að niðast á eiginkonu og syni skákmeistarans. Vitanlega er það rétt sem Friðrik ólafsson, for- seti Alþjóðaskáksambandsins, hefur sagt að meðan þessu fer fram verður ekki unnt að halda heimsmeistaraeinvigi með skaplegu móti, þar sem fyrir liggur að annar keppandinn er i öngum sinum vegna fjölskyldu sinnar, og jafnvel má ætla að hinn keppandinn sé miður sin fyrir að vera tal- inn fulltrúi viðbjóðsins holdi klæddur. Og allir munu skilja það sem Friðrik Ólafsson hefur sagt i nafni Alþjóðaskáksambandsins að ,,það getur valdið óbætanlegum skaða fyrir FIDE ef þetta mál verður ekki leyst. Ella get ég ekki ábyrgst að heimsmeistaraeinvigið gangi áfalla- laust fyrir sig”. Nú vekur þetta tiltekna mál athygli vegna þess að dáður skáksnillingur á i hlut. En það er þó ekki beinlinis skákmaðurinn sem á i þessu striði. Það er maðurinn, mannveran, Viktor Kortsnoj, sem á i þessari baráttu og hann á óteljandi þjáningar- bræður og þjáningarsystur bæði fyrr og siðar i þessari mannréttindabaráttu. Þar eru margir og margar sem engin nöfn hafa hlotið i heimsfréttum, en eiga þó nákvæmlega sama rétt og þola ná- kvæmlega sömu þjáningar. Viktor Kortsnoj er ekki siður að berjast fyrir allt þetta ónefnda fólk. Hann gerir strið þess lika að sinu. Og þess vegna einnig ber öllum sem virða sið og menningu, mannréttindi og mannhelgi, að taka einum rómi undir kröfur hans. Þðrarinn Þórarinsson: Erlent yflrlit Fór Suslov erindis- leysu til Varsjár? Mikilvægur fundur hefst i Varsjá i dag i DAG kemur miðstjórn Kommúnistaflokks Póllands saman til fundar og verður þar rætt um breytingar á reglum flokksins við kjör fulltrúa á flokksþing, en ráðgert er að halda flokksþing i júlimánuði i sumar. Heyrzt hefur, að i undirbún- ingi séu mjög róttækar breyt- ingar á reglum flokksins. M.a. hafi komið til orða, að kjör full- trúanna verði leynilegt og að öllum flokksmönnum verði heimilt að vera i framboði. Veröi slikar breytingar gerö- ar yrði það eins konar bylting i skipulagi kommúnistaflokk- anna aústantjalds, en i raun eru flokksþingsfulltrúar nú valdir af flokksstjórninni, þótt kosningar fari fram til málamynda i flokksdeildunum. Það hefur verið talið, að valdamenn I Moskvu litu fram- annefndar breytingar óhýru auga, þar sem þess kynni m.a. að verða krafizt, að þær yrðu teknar upp viðar austantjalds, ef Pólverjar riðu á vaðið. Vegna þessa orðróms vakti það aukna athygli,þegar sú frétt barst frá Varsjá siðastliðinn fimmtudag, að Michail Suslov, hinn 78 ára gamli hugmynda- fræöingur Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, hefði komið þangað um morguninn og hafið strax viðræður við Kania, leið- toga pólska Kommúnistaflokks- ins, og fleiri forustumenn hans. Það vakti einnig sérstaka at- hygli, að ásamt Kania tóku á móti Suslov á flugvellinum Olszowski og Grabshi, en þeir eru taldir mestir harðlinumenn imiðstjórn pólska kommúnista- flokksins og Rússum þvi helzt að skapi. YFIRLGITT er talið, að við- ræöur Suslovs og pólsku komm- únistaleiðtoganna hafi snúizt um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi og starfsháttum pólska kommúnistaflokksins. Af hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu, sem birt var eftir viðræð- urnar, verður litið ráðið. Þar segir, að m .a. hafi verið rætt um undirbúning flokksþingsins og samkomulag hafi verið um, að nauðsynlegt væri að sameina öll þjóðleg öfl um að tryggja sósial- ismann og vinna gegn öllum þeim öflum, sem reyna að grafa grunninn undan hinu sósialiska riki. Þá segir, að Kania og Suslov hafi báðir fordæmt tilraunir heimsvaldasinna, sem vinni að þvi aö auka spennuna i Póllandi, m.a. með stuðningi við óvini sóslalismans i landinu. Margir fréttaskýrendur Michail Suslov draga þá ályktun af þessari sameiginlegu yfirlýsingu, að einhugur hafi ekki verið eins mikill og látið er i veðri vaka og erindi Suslovs til Varsjár hafi ekki borið þann árangur, sem valdhafarniri Kreml hafi ætlazt til. Suslov hélt heim strax daginn eftir, þ.e. á föstudaginn. Næsta dag eða á laugardaginn birti Tass, fréttastofa Sovétrikjanna, grein um endurskoðunarsinna, sem starfi innan Kommúnista- flokks Póllands og reyni að spilla milli flokksstjórnarinnar og flokksfélaganna. Mjög itar- lega er varað við starfsemi þeirra. Af þessari grein Tass er m.a. dregin sú ályktun, að Suslov, hafi ekki haft erindi sem erfiði. Það þykir einnig benda til þess, að á laugardaginn hófust viðræður milli pólsku rikis- stjórnarinnar og fulltrúa óháðu verkalýðssamtakanna, og náð- ist samkomulag um þau ákvæði sem rætt var um. Sumir fréttaskýrendur telja þetta merki þess, að Suslov hafi veitt samþykki sitt til hinna fyrirhuguðu breytinga á skipu- lagi Kommúnistaflokks Pól- lands og Rússar sætti sig þannig við, að nýjar leiðir verði reynd- ar i Póllandi. MGÐAN Suslov dvaldi i Var- sjá, gerðist sá atburður i Wash- ington, að Reagan forseti lét til- kynna, að hann hefði aflétt banninu á kornsölu til Rúss- lands, en Carter fyrirskipaði það, þegar Rússar réðust með her inn i Afganistan. Reagan lofaði þvi i kosninga- baráttunni að fella þetta bann niður, þvi að það væri mest til ó- hags bandariskum bændum. Hann dró þó að framfylgja þessu loforði eftir valdatöku sina og var það talið stafa af þvi, að hann vildi ekki afnema það meðan rússnesk innrás voföi yfir Póllandi. Ýmsir fréttaskýrendur draga þá ályktun af afnámi bannsins nú, að Bandarikjastjórn telji innrásarhættuna minni en áður. Fyrir Rússa kann einnig að vera örðugra að gripa til innrásar, þegar Vesturveldin sýna, að þau geti verið fús til slökunar, ef Sovétmenn sýna hið sama. Kania að taka á móti Suslov ó fimmtudaginn JS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.