Tíminn - 23.05.1981, Blaðsíða 4
4
W • 4
Sunnudagur 24. mai 1981
■Vinstri menngera litið
úrhægri mönnum/ segja
þá ekkert geta i bök-
menntum og listum.
Hægri menn svara fyrir
sig/ segja að vinstri
menn einoki menning-
una. Þetta er gömul
saga sem hefur tekið á
sig kynlegustu myndir.
Almenna bókafélagið
var stofnað til höfuðs
forlagi vinstri manna/
Máli og menningu.
Stéttafélög rithöfunda
eru tvö: Rithöfunda-
samband vinstri manna
og Rithöfundaf élag
hægri manna. Skeytin
ganga á vixl milli fylk-
inganna/ einkum i Þjóð-
viljanum og M orgun-
blaðinu. Þegar úthluta á
listamannalaunum gild-
ir einhvers konar
helmingaskiptaregla/
sem hefur komist á eftir
áratuga biark. Eitt
dæmi þess þegar upp úr
sauð var þegar Krist-
mann Guðmundsson rit-
höfundur höfðaði meiö-
yrðamál á hendur Thor
Vilhjálmssyni. Þó er
nokkur einföldun að
segja að hér hafi ein-
ungis verið um reiptog
milli andstæðra póli-
tiskra fylkinga að ræða/
það var einnig slegist
um grundvallar mann-
réttindi: þau að fá að
segja sannfæringu sína
óskipta þó svo að hún
sé afdrattarlaus og geti
komið þeim illa sem
sitja værukærir við mis-
jafna iðju. Það hlýtur
alltaf að vera örþrifa-
ráð að flýja á vit úr-
eltrar meiðyrðalöggjaf-
ar, einkum má það telj-
ast varasamt fyrir rit-
höfunda sem heldur
ættu að ber jast með sinu
skarpa stítvopni. Dæmi
um misbeitingu lög-
gjafarinnar eru mý-
mörg: T.d. voru Snæ-
birni Jónssyni bóksala
eitt sinn dæmdar skaða-
bætur frá dagblaðinu
Visi vegna þess að téð
dagblað hafði fleygað
nafn hans með fornafn-
inu //nokkur" — (/Snæ-
björn nokkur Jónsson".
VL-málin eru flestum i
fersku minni, þar sem
heill her blaðamanna og
rithöfunda var ákærður
fyrir niðrandi ummæli
um aðstandendur undir-
skriftasöfnunarinnar
r/Varið Land". Að viti
blaðamanns jaðraði sú
málsókn við móðursýki/
niðrandi ummæli segja
alltaf meira um þann
sem lætur þau frá sér en
um þann sem þau eru
viðhöfð um. VL-ingar
hljótaað hafa verið þess
fullvissir að þeir væru
að slást fyrir hinn eina
rétta málstað. Því gátu
þeir með rósemd hugans
visað öllum áburði heim
til kommúnískra föður-
húsa rógberanna. Það
að höfða meiðyrðamál
sýnir nefnilega einatt
sneggri blett á sækjend-
unum en þeim saksóttu,
oft virðist manni sem
þeir hafi eitthvað að
fela, að samviskan sé
ekki i alls kostar góðu
lagi. Vikjum sögunni að
Thor og Kristmanni.
Ummæli Thors
■ Það var í maí-hefti Birtings
1963 að Thor lét frá sér fara svo-
felld ummæli um Kristmann
Guðmundsson og störf hans i
þágu rikisins:
„Það er óafmáanleg svivirðing
frá hendi stjórnmálamanna i
garð islenskrar menningar að
láta mann eins og Kristmann
Guðmundsson hafa hæstu lista-
mannalaun. Það jafngildir þvi að
hrækja i andlitið á hverjum ein-
asta raunverulegum listamanni
þessa lands og spræna yfir alla
þjóðina. Svo bætist við að hann
nýtur einn allra rithöfundalauna
sem svara þvi sem stritandi
menntaskólakennurum er borgað
fyrir starf sitt. Fyrir utan lista-
mannalaunin. Margir litilsigldir
menn hafa dafnað i skjóli Bjarna
Benediktssonar, og hætt við að
enn fleiri dusilmenni eigi það
eftir, þessa litla volduga manns
sem kann að tefla marga leiki
fram fyrir sig. Eitt frægðarverk
hans sem menntamálaráðherra
var að gera nefndan Kristmann
að trdnaðarmanni rikisins i bók-
menntafræðslu og gera hann að
rógsendli si’num milliskóla lands-
ins.
Þessi embættismaður rikisins
sem hefur verið talinn svo heppi-
legur til að umgangast unglinga
landsins hefur reyndar orðið fyrir
þeirri ofsókn að ýmsir þekktir
skólastjórar hafa færst undan þvi
að hann kæmi i þeirra skóla og
sumir jafnvel svo hatrammir að
þeirhafa blátt áfram bannað það,
en það skyldi þó aldrei koma á
daginn einhvern tima að hin ill-
viga póstþjónusta stæði lika á bak
við það.
Um aldamótin var hugsað til
þess aö láta raunveruleg skáld og
listamenn njóta viðurkenningar
og launa af hálfu rikisvaldsins. 1
dag... já svari nú hver fyrir sig.”
Eins og kemur fram i gagnrýni
Thors var Kristmann i þá daga
bókmenntafulltrúi rikisins, i
verkahring hans var m.a. að fara
i skóla viða um landið og kynna
bókmenntir. Einnig hafði hann
ekki löngu áður lokið við að skrifa
Heimsbókmenntasögu sina i
tveimur bindum á vegum
Menntamálaráös — óneitanlega
býsna umdeilt rit.
Kristmann höfðar mál
Kristmanni grömdust skiljan-
lega ummæli Thors og stefndi
honum sökum þeirra i nóvember
1963 skv. 1. málsgr., 241. gr. al-
mennra hegningarlaga. Krafa
hans var að ummælin yrðu dæmd
ómerk, Thor yrði gert að greiða
kostnað við birtingu dómsniður-
stöðu og forsendu i tveimur dag-
blöðum. Jafnframt yrði hann
dæmdur i þyngstu refsingu og
yrði gert skylt að greiða fébætur
fyrir „miska, óþægindi og at-
vinnutjón”, samtals kr.
200.000.00.
1 greinargerð Ólafs Þorgrims-
sonar, lögmanns stefnanda, seg-
ir: „... grein þessi er ein sú
rætnasta, sem skrifuð hefur verið
umbjóðanda minn. Virðist sá til-
gangur augljós með grein þessari
að reyna aö valda spjöllum á at-
vinnuafstööu umbjóðanda mins
auk venjulegra ærumeiðinga.”
Thor krefst þess aftur á móti að
hann verði sýknaður að öllu leyti
og sér dæmdur málskostnaður.
Hann krefst þess og að lögmaður
stefnda verði sektaður fyrir til-
efnislaus ummæli i greinargerð
sinni.
Röksemdafærsla Thors
Thor telur að málshöfö-
unarréttur sé fyrndur vegna þess
að heimild til að höfða einkamál
til refsinga falli niður sex mánuö-
um eftir að tjónþoli fái vitneskju
um sekt hins seka, Kristmann
hljóti aö hafa kynnt sér malhefti
Birtings, ella hafi hann í raun
gert sig sekan um vanrækslu i
starfi sfnu sem bókmenntafull-
tnli. Birtingur var þá eina um-
talsverða menningartimarit á
landinu.
Hann spyr hvaða einkamál
hann hafi ljóstrað upp um (máls-
höföunin var m.a. byggð á 229. gr.
almennra hegningarlaga sem
fjallar um uppljóstrun einka-
mála), hvaða atvinnutjón Krist-
mann hafi hlotiö af hans völdum,
og hvaða fjárhagslegt tjón hann
hafi holtið af greininni. Fyrir slik
tilefnislaus ummæli krefst Thor
að lögmaður stefnanda verði
sektaður.
Um það leyti er grein Thors
birtist I Birtingi þáði Kristmann
Guðmundsson hæstu listamanna-
laun ásamt m.a. jöfrum
islenskra nútima bókmennta,
Halldóri Laxness og Gunnari
Gunnarssyni. Sama ár bar það
svo við að breytingar voru gerðar
á útreiðslu listamannalauna, og
Kristmann m.a. lakar metinn.
Thorspyr hvort það sé grein hans
I Birtingi að kenna eða þakka að
breytingar hafi verið gerðar á út-
hlutun listamannalauna i rétt-
lætisátt.
Ekki baráttuaðferð við
hæfi skálda
í greinargerð sinni lýsir Thor
vanþóknun sinni á baráttu aðferð
Kristmanns, að leita skjóls undir
hripleku þaki meiðyrðalöggjafar-
innar i stað þess að berjast til
þrautar með stilvopninu eins og
rithöfundi sæmi. En til að berjast
við Kristmann á sama plani
gagnstefnir Thor stefnanda fyrir
ærumeiðingar og atvinnuróg og
krefst þess að ser verði greiddar
200.000.00 kr. eins og krafa Krist-
manns hljóöaði uppá. Féð vill
Thor fá til skuldajöfnunar og
greiðslu kostnaðar — hann tekur
fram að hann vilji alls ekki hafa
stefnanda að féþúfu.
Kröfu sina byggir Thor á um-
mælum Kristmanns um sig I rit-
dómi þess siðarnefnda um bók-
menntasögu Stefáns Einars-
sonar. Thor rekur siðan ummæli
Kristmanns i svipuðum dúr um
„viðkvæman vorgróður” bók-
menntanna i ritdómum Krist-
manns i Morgunblaðinu. Krist-
mann hafði m.a. talað um að
frumraun Geirs Kristjánssonar á
sviði skáldskapar einkenndist af
„lortens mystik”, dulrænu ó-
þrifnaðarins, að skáldsaga eftir
Agnar Þórðarson „kitlaði lægsta
smekk lesenda” og svo má lengi
telja.
Leiksoppur og fórnarlamb
kommúnista?
Thor telur það grundvallarat-
riði að réttinum verði Ijóst með
hverjum hætti álit hans á
stefnanda hafi mótast. Hann vill
sýna að ummæli sin, sem hann þó
telur að sé fremur beint til ráða-
manna en Kristmanns, séu ekki
tilhæfulaus. Greinargerðarkaflar
Thors um þetta efni eru löng og
ekki alltaf fögur rulla. Hann spyr
hvort stefnandi telji sig undan-
þeginn meiðyrðalöggjöfinni i
skrifum sinum um bókmenntir og
visar þá i áðurnefnda ritdóma i
Morgunblaðinu.
Einnig visar hann i bókmennta-
gagnrýni ýmissa vel metinna rit-
dómara þvi til stuðnings að Krist-
mann hafi sist verið vanmetinn
sem rithöfundur, þvert á móti
hafi hann verið ofmetinn og
hampað fram úr hófi. Ritdómar-
arnirspanna litróf stjórnmálanna
þvertog endilangt: þar má nefna
helsta: Bjarna Benediktsson frá
Hofteigi, Magnús Torfa ólafsson,
Þorstein Thorarensen, Hannes
Pétursson og ólaf Jónsson.
Eins og mörgum hægri sinnuð-
um rithöfundum er gjarnt hafði
Kristmann löngum taliö sig
fórnarlamb samsæris
kommúnista til aö ná yfirráðum
yfir menningunni (þetta samsæri
er enn i gangi ef Svarthöfða skal
trúað). Ritdómur eftir ólaf Jóns-
son, sem getur vart nema rækju-
bleikur i pólitikinni, gerir eftir-
minnilega úttekt á þessari mein-
loku sem vissulega á sér, fleiri
formælendur en Kristmann. „Hér
skal ekki rætt um menningar-
stefnu kommúnista né baráttuað-
ferðir, en varla eru klókindi
þeirra ýkja háskaleg ef þeir telja
Kristmann Guömundsson sér
slikan höfuðóvin sem hann vill
vera láta... Sjálfskilnipgur Krist-
manns Guðmundssonar viröist
nefnilega af ævisögunni aö dæma
vera einhver hin sérkennilegasti
misskilningur höfundar á sjálfum
sér og verki sinu sem um
getur...” Ritdómur Ólafs var
skrifaður um sjálfsævisögu Krist-
manns, ísold hina gullnu.
Thor slær þó þann'varnagla um
tilgreinda ritdóma að listrænt
matsé einstaklingsbundið og frá-
leittað fella nokkurn lögfræðileg-
an dóm þar um.
■ STEFNDl