Tíminn - 23.05.1981, Blaðsíða 26

Tíminn - 23.05.1981, Blaðsíða 26
26 Knpangskaqislaíur GJ cWj Frá skólaskrifstofu Kópavogs Fjölbrautanám í Kópavogi Skólaárið 1981 til 82 verða starfræktar eftirtaldar náms- brautir i Vighólaskóla og Þinghólsskóla: 1. Fornám 2. Fjölmiðlabraut 3. Grunnnám á iðnsviði 4. Heilsugæslubraut 5. íþróttabraut 6. Uppeldisbraut Sérstök athygli skal vakin á nýjum brautum það er fjöl- miðlabraut, iþróttabraut og grunnnám á iðnsviði. Umsóknir þurfa að berast ofangreindum skólum eða Skólaskrifstofu Kópavogs Digranesvegi 12 i síðasta lagi 5. JUNl N.K. Umsóknareyðublöð og-nánari upplýsingar um námið fást i skólunum eða á skólaskrifstofunni. Afriteða ljósrit af siðasta prófskirteini þarf að fylgja með umsókninni. Skólafulltrúinn i Kópavogi. c Utboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i samsetningu og reisingu stálturna á hluta af 220 kv háspennulinu milli Hrauneyjafoss og Brennimels (Hraun- eyjafosslinu 1), i samræmi við útboðsgögn 427. Sá hluti linunnar sem hér um ræðir nær frá Hvitá að Sköflungi, samtals um 31 km. Á þessum hluta verða 88 stagaðir turnar og 3 hornturnar. Verklok eru 15. september 1981. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavik, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 300.- Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 11:00 föstudaginn 12. júni 1981, en þá verða tilboðin opnuð i viðurvist bjóðenda. Hjúkrunarfræðingar Reykjavíkurdeild félagsfundur verður haldinn mánudaginn 25. mai 1981 kl. 20.00 stundvislega að Hótel Sögu Átthagasal. Fundarefni: Kjaramál. Mætum öll. Stjórnin. + Rauðakrossdeild Garðabæjar og Bessastaðahrepps heldur aðalfund laugardaginn 30. þ.m. kl. 10.00 f.h. i lesstofu Flataskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Fólk er hvatt til að mæta. Stjórnin Sunnudagur 17.maf 1981 Jafntefli — í leik Þórs og UBK „Ég er mjög óánægður með að ná ekki báðum stigunum, við átt- um betri tækifæri en klúðruðum þeim illa, en annars er ég ánægð- ur með leikinn” sagði Arni Stefánsson fyrirliði nýliða Þórs eftir að leik þeirra við Breiðablik i 1, deildinni i knattspyrnu lauk með jafntefli 1-1 á Þórsvellinum á Akureyri í gærkvöldi. Er 15 min. voru liðnar af fyrri hálfleik þá heyrðist einn stuðningsmaður Þórs kalla, „á- fram Þór, KA er með tvö stig” og það var eins og við manninn mælt Þórsarar fóru i gang og voru þeir betri aðilinn það sem eftir var af fyrri hálfleik. Litlu munaði að þeim tækist að skora mark, en Tómas Tómasson bjargaði á marklinu. Er 10 min. voru liðnar af siðari hálfleik áttu Þórsarar að fá vita- spyrnu, Guðmundur Ásgeirsson markvörður Breiðabliks var með boltann og Jón Lárusson „dekkaði” hann. Guðmundur kallaði til nafna sins Haraldssonar linuvarðar og vildi fá dæmt á Jón, en er það bar ekki árangur rak hann boltann i Jón með þeim afleiðingum að hann datt. Guðmundur Sigurbjörnsson dómari var i slæmri aðstöðu til þess að sjá þetta en nafni hans Haraldsson sagði eftir leikinn, „það eina sem linuverðir dæma á innan vitateigsins er hendi”. Stuttu siðar kom mark Þórs, Jón Lárusson lék upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið þar sem Guðmundur Skarphéðinsson var og skoraði hann með föstu skoti. Er 15 min. voru till leiksloka jöfnuðu Blikarnir og var Sigurjón Kristjánsson þar að verki. GK-Akureyri/röp-. Claas heyhleðsluvagnar — Sterkbyggðir og liprir — Flothjólbarðar — — Stillanlegt dráttarbeizli — 7 hnífar fylgja Verð kr 42.2oo.- Tilbúnir til afgreiðslu strax. 12.200 kr. útborgun og eftirst. á 12 mánuðum. Kaupfélögin og Z>/u£££a/itéé£a/t A/ SUDURLANDSBRAUT 3? • REYKJAVIK • SIMI 86500 • Auglýsing um notkun aukins afgreiðslutíma (valtíma) verzlana í Reykjavík Almennur agreiðslutimi (grunntimi) er: Mánudaga til föstudaga frá kl. 8 — 18 Laugar daga f rá kl. 9 —12 Þá er óheimilt að hafa verslanir opnar á laugardögum frá 1. júni til 1. september. Valtimi: Auk grunntima er verslunum heimilt að hafa opið i allt að 8 stundir á viku frá kl. 18.00 til kl. 22.00 mánudaga til föstudaga, þó aldrei fleiri en 2 daga i viku. Verslanir, sem nýta sér framangreinda heimild, skulu tilkynna borgaryfirvöld- um, hvernig heimildin muni notuð og aug- lýsa það á áberandi stað i versluninni. Með eins mánaðar fyrirvara skal á sama hátt tilkynna um breytingar, sem gerðar eru á notkun heimildarinnar. Brot á reglum um notkun valtimans varða niðurfellingu á heimild til notkunar val- tima i 3-12 mánuði. Eyðublöð fyrir tilkynningar um notkun aukins afgreiðslutima liggja frammi á borgarskrifstofunum, Austurstræti 16, og hjá Kaupmannasamtökunum, Marargötu 2. Samstarfsnefnd um afgreiðslutima verzlana i Reykjavik. Til sölu Gaskútar og súrkútar Upplýsingar i sima 81711 frá kl: 9-5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.