Tíminn - 27.05.1981, Page 1

Tíminn - 27.05.1981, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR FYLGJA BLAÐINU í DAG í NÝJUM BUNINGI Miövikudagur 27. maí 1981 117. tölublað— 65. árgangur. Hcstar og menn i Nauthólsvikinni I gær. SKORflÐ A LÆKNA AÐ HEFJfl STÖRF STRAX gegn því að athugun fari fram á ýmsum þáttum starfskjara lækna Rikisstjórnin hefur beint þeim alvarlegu tilmælum til lækna, að þeir láti ekki óánægju með starfskjör tefla i tvisýnu heilsu sjúklinga, en hefji störf að nýju nú þegar. Lýsir rikis- stjórnin sig reiðubúna til að láta fara fram athugun á ýmsum þáttum starfskjara lækna með hliðsjón af kjörum annarra launþega með þvi skilyrði að þeir láti af aðgerðum sinum. Samtök læknanna, Lækna- þjónustan, sendi frá sér bréf i gærmorgun þar sem segir, að hún muni hætta söluþjónustu til sjúkradeilda árdegis f dag verði ekki farið að undirrita verk- beiðnir án fyrirvara. Yfirlækn- ar á Borgarspitalanum og Landakotsspitala munu hafa verið hættir að undirrita verk- beiðnir með fyrirvara, i gær, en i kjölfar þess lýsti rikisstjórnin þvi yfir, að það breyti engu hvort verkbeiðnir einstakra yf- irlækna eða annarra stjórnenda sjúkrahúsanna væru eða yrðu undirritaðir með fyrirvara eða ekki. Tlmamynd: Róbert llla farid Holmes - bts. 22 — bls. 24 Landbún- aðarspjall - bls. 9 Tongabúi á Islandi íbúðaleigu- markaðurinn: J Slæmt ástand - bls. 5 Verðhækkunin í USA hefur úrslitaáhrif um ákvörðun fiskverðs: MINNKAR ÞRfSTING A G E NGISBREYTING U I ,,Þessi verðhækkun á fryst- uni fiökum á Bandarikjamark- aði i dag iéttir auðvitað dæmið við ákvörðun fiskverðs og minnkar þrýsting á gengis- breytingu samfara henni”, sagði Steingrimur Hermanns- son, sjávarútvegsráðhe^ra, i samtali við Timann i gær. Láta mun nærri að fiskverðs- hækkunin i Bandarikjunum leysi þann vanda sem freðfisk- deild Verðjöfnunarsjóðs sjávar- útvegsins var komin i, en tölu- vert meira var búið að greiða úr henni en fyrir var I henni. Hins . vegar bæta hækkanirnar ekki afkomu frystingarinnar nema til komi hækkun á viðmiðunar- verði Veröjöfnunarsjóðs. Fyrir freðfiskhækkunina taldi Þjóðhagsstofnun að frystingin værirekin með 2.5% halla. Eftir hækkun telur stofnunin hins vegar að hallinn á frystingunni sé um 1.9% miðað við að ekkert sér greitl úr Verðjöfnunarsjóði. Skreiðar- og saltfiskverkunin standa mun betur, og er hagn- aður af þeirri framleiðslu. I heildina er þvi fiskiðnaðurinn rekinn með hagnaði. Samkvæmt þessu er svigrúm til einhverrar fiskverðshækkun- ar, þegar á heildina er litið, hjá fiskvinnslufyrirtækjunum. Ekki er þó vist að það svigrúm hald- istlengi, þar sem öll laun i land- inu hækka um 8% um næstu mánaðamót, og þar með allur tilkostnaður fiskvinnslunnar. Sjómenn munu krefjast 8% fisk- verðshækkunar i samræmi við þá hækkun sem landverkafólk fær um næstu mánaðamót. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins fundaði i gær- dag um nýtt fiskverð. Engin niðurstaða varð af þeim fundi, en Ólafur Daviösson, forstöðu- maður bjóöhagsstofnunar, oddamaður nefndarinnar, sagð- ist vona að nýtt fiskverö liti dagsins ljós, öðru hvoru megin við mánaðamótin. Kás Kvikmynda- þátturinn:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.