Tíminn - 27.05.1981, Qupperneq 2

Tíminn - 27.05.1981, Qupperneq 2
Miðvikudagur 27. mai, 1981 OLL ÞARFNAST ÞAU UMHYGGJU OG JlSTAR ■ í dýragörðum verða oft hálfgerð vandræði með ungviði það sem sér dagsins ljós i búrum og stium dýragarðsins. Þar sem dýrin lifa i svo óeðli- legu umhverfi, þá kemur fyrir að þau vilja litið sem ekkert skipta sér af af- kvæmum sinum. Það var t.d. reynslan með litla giraffann sem Andrea Bignell, dýragæslukona i Marwelldýragarðinum á Englandi, er að gefa að drekka úr flösku. Mamma hans vildi ekki sjá hann, en þar sem Andrea hefur að mestu leyti hugsað um hann frá fæðingu, þá iitur giraffinn á hana sem móður sína og er einhver ósköp hændur að Andreu. Svo sjáum við nokkrar myndir af hvernig ung- viðinu I öðrum enskum dýragarði reiðir af. Þar hafa orðið erfiðieikar með uppeldið hjá flestum nema hinni stoltu móður sjimpansanum frú Prim- rose. Hún var strax frá fæðingu sonar sins hin ástúðlegasta og um- hyggjusamasta móðir, og honum fer vel fram og dafnar vel. Litli sjimp- ansinn hefur fengið nafn- ið Panco. Umsjónarmað- ur apanna segir að móðurástin sé þarna óþægilega áköf, þvi að erfitt er að fá að þrifa i kringum þau mæginin, eða skoða og mæla ung- ann hennar Primrose. Hún sleppir ekki af hon- um hendinni nótt né dag. —BSt H Nú er giraffinn orðinn það hár, að fósturmóðir hans verður að nota stiga til að gefa honum pelann. H Litla munaðarlausa kaninan fékk gott athvarf hjá hundinum Bamba, og þar villhún helst halda sig. Tvíburar með H Apamamman Primrose hugsar vel um Panco sinn. aðeins tvo fætur Litlu stúlkurnar, sem eru bandariskar, urðu óvenju illa úti. Þær hafa aðeins eina mjaðmagrind og 2 fætur. En þrátt fyrir þennan alvarlega sköp- unargalla, hafa foreldr- arnir ekki misst alla von. Þau elska glöðu dæturnar sinar, bláu augun og lifs- lyrsta forvitni þeirra. Þær eru orðnar 7 mánaða gamlar. Tviburarnir voru teknir með keisaraskurði, sem tók 30 minútur. Það var ekki vitað fyrir fæðing- una, að þær væru sam- vaxnar, en móðir þeirra lét ekki hugfallast. Hún tók litlu stúlkurnar i arma sina og sagði blátt áfram: — Guð mun hjálpa okkur. Nú leita foreldrarnir logandi ljósi að skurð- læknum, sem treysta sér til að skilja systurnar tvær að. ■ Þær eru kátar og bros- mildar, gripa i það, sem fyrir er, i kringum þær eru alltaf uppstoppuð dýr. En þessár litlu stúlkur gera sér heldur ekki enn- þá grein fyrir þvi, hvern- ig er ástatt með þær. Frá mjaðmagrind og niður eru þær samvaxnar, si- amskir tviburar. Náttúr- an á þessa hrekki til. H Foreldrarnir, Arlim og Kim Beaver, giftust, þegar hann var 19 ára og hún ekki nema 14. Að von- um varð það þeim mikið þegar i Ijós kom að Kim hafði alið siamska tvibura. En þau hafa yfir- unnið fyrsta höggið og gera sér vonir um að báð- ar stúlkurnar lifi af skurðaðgerð, sem skilji þær að. H „Mér finnst ég vera amma iitlu púmakettlinganna, þvi að ég hugsaði um móður þeirra, þegar hún var lftil, en mamma hennar vildi ekkert af henni vita”, sagði Rita Jones, sem er einn af eigendum dýragarðsins. „Peeples, móðir kettlinganna , sem frú Rita heldur á, cr hér að byrja að sleikja þá og vonandi verður sam- búðin góð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.