Tíminn - 27.05.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 27.05.1981, Qupperneq 8
8 utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skri fstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Jón Helgason. Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Frettastjóri: Páll Magnússon. Umsónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökuls- son. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghildur Stefáns- dóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason. Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn). Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guð- mundsson, Kjartan Jónasson. Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00 . Áskriftargjaldá mánuði: kr. 70.00— Prentun: Blaðaprent h.f. • 11^11)101111111$. Miövikudagur 27. maí, 1981 á vettvangi dagsins' ZZZI Hver er munurinn á innflutningi togara og sófasetta? eftir Heiði Helgadóttur, blaðamann Árangur stjórnarstefnunnar ■ Nýlokið þing einkenndist af miklu málþófi og pappirsflóði. Það verður ekki haft af stjórnar- andstöðunni, að hún sýndi mikinn dugnað á sviði málæðis og skriffinnsku. En þá er lika hlutur hennar allur tiundaður. En hver voru þá afrek rikisstjórnarinnar? Það er eðlilegt að spurt verði á þá leið. Fyrst ber þá að nefna efnahagsmálin. Þau eru nú mál málanna. Nokkur lög voru sett á nýloknu Alþingi, sem fjölluðu um efnahagsaðgerðir. Flest bendir nú til, að það markmið rikisstjórnarinnar muni nást að koma verðbólgunni niður i 40% á þessu ári. Miðað við allar aðstæður væri það góð- ur árangur niðurtalningarstefnunnar. í öðru lagi ber að nefna afgreiðslu fjárlaganna, sem mótaðist af þeirri stefnumörkun, sem sett var i fjármálaráðherratið Tómasar Árnasonar, að þau væru tekjuhallalaus og ekki safnað skuld- um hjá Seðlabankanum. Þetta tókst að mestu á árunum 1979 og 1980. 1 þriðja lagi má telja það, að stjórn peninga- mála hefur verið hagað á þann veg undir forustu Tómasar Árnasonar, að sparifjársöfnun hefur haldið áfram að aukast og að hægt mun verða að lækka vexti innan tiðar i trausti þess að niður- talning beri árangur. í fjórða lagi er þess að geta, að niðurtalning- unni hefur verið hagað með þeim hætti, að ekki hefur dregið úr atvinnu, en viða annars staðar hafa ráðstafanir til að draga úr verðbólgu leitt til verulegs atvinnuleysis. Island er nú eitt fárra landa i heiminum, þar sem atvinna er næg. í fimmta lagi ber að nefna, að við allar aðgerðir i efnahagsmálum hefur verið höfð hliðsjón af þvi, að kaupmáttur launa héldist sem stöðugastur, en viðast um heiminn hefur dregið úr kaupmætti launa að undanförnu. 1 sjötta lagi má telja þann árangur, sem hefur náðst á sviði atvinnumála. Landbúnaðarstefnan, sem Steingrimur Hermannsson mótaði, meðan hann fór með landbúnaðarmálin, hefur borið þann árangur, að offramleiðsla landbúnaðarvara er úr sögunni og skapar það landbúnaðinum traustari grundvöll en áður, jafnframt eflingu nýrra búgreina. Þá hefur skipulag fiskveiða verið bætt á ýmsan hátt undir forustu Steingrims Her- mannssonar sem sjávarútvegsráðherra og eru góðar horfur á, að friðunaraðgerðir beri þann árangur, að fiskveiðar geti verulega aukist á komandi árum. 1 sjöunda lagi má telja, að haldið hafi verið uppi miklum orkuframkvæmdum og að samþykkt var á nýloknu þingi löggjöf um meiri orkufram- kvæmdir en áður er dæmi um. Með þvi er lagður grundvöllur að stórauknum iðnaði. Þannig mætti halda þessari upptalningu áfram, t.d. miklar framkvæmdir i samgöngu- málum. Þá má ekki gleyma utanrikismálunum, þar sem fylgt hefur verið óbreyttri stefnu i varnarmálum og samkomulag hefur náðst við Norðmenn um Jan Mayen-málið á þann hátt, að það mun siðar verða öðrum þjóðum til fyrir- myndar. Þ.Þ. ■ Sjálfsagt finnst mörg- um fyrirsögnin fáran- leg, en þó er það nú svo, að ýmsar hliðar eru á herju máli. Samkvæmt innflutn- ingsskýrslum voru á ár- inu 1980 flutt til landsins húsgögn og innréttingar fyrir um 7.5 milljarða gkr. cif. verð miðað við þáverandi meðalgengi. IYliðað við núverandi gengi þýddi sami inn- flutningur um 10 milljarða gkr. Fáum virðist hafa fundist nokkuð athugavert við þetta, nema þá hús- gaganasmiðum þeim sem misst hafa vinnuna eða óttast að missa hana. Aftur á móti kæmi liklega ann- að hljóð i strokkinn ef einhver vogaði sér að fara að ræða um að kaupa i ár togara erlendis fyrir þessa sömu upphæð, sem lætur þó nærri að duga fyrir svo sem þrem „Þórshafnartogurum ”. Togarakaup hneyksli Vegna kaupa á einum slikum hafa þingmenn og ráðherrar skammast og verið skammaðir mánuðum saman. Ótal fundir verið haldnir i helstu stofnunum þjóðarinnar. Hvað eftir annað verið gripið til striðsleturs i blöð- um, þar sem hundruð dálksenti- metra hafa verið skrifaðir af vandlætingu, vegna kaupanna og efnt til sjónvarpsþátta og út- varpsviðtala. Jafnvel hefur legið við brestum i rikisstjórnum. Ótal stjórnir stofnana og félaga hafa komið saman og samþykkt harð- oröar ályktanir þar sem m.a. er lögð áhersla á að allir okkar tog- arar verði smiðaðir innanlands vegna atvinnusjónarmiða og það jafnvel talið hagkvæmt þótt þeir verði kannski allt að 30—50% dýr- ari en erlend skip. Allt á það að borga sig vegna atvinnusjónar- miðanna og ekki má gleyma að islenskir smiðir borga skatta til rikis og bæjarfélaga. En af hverju hefur þá enginn skammað neinn og litið verið skrifað um atvinnusjónarmiðin — nema smávegis af smiðunum sjálfum — þegar fluttir eru til landsins stólar og sófasett fyrir u.þ.b. eitt togaraverð á ári, hillur og skápar fyrir um hálft togara- verð og hjónarúm fyrir um hálfan milljarö gkr. svo nokkuð sé nefnt. Eru islensk húsgögn svona léleg eða ljót? Eru þau svo miklu dýr- ari? Eða er það kannski gamla sagan um að sjá flisina i auga bróöurins en ekki bjálkann i eig- in auga. Húsgögn kaupum við nefnilega flest og látum okkur þá hafa það að gleyma atvinnusjón- armiðum og blessuðum þjóðar- hagnum vegna unaðarins sem það veitir að sitja i sænskum sófa og svifa inn i draumalandið i dönsku rúmi. En togarakaupend- ur og þeir sem um þau mál fjalla eru svo fáir og þvi auðvelt að ná til þeirra til að skamma þá. 500 erlendir húsgagna- smiðir í vinnu hjá okkur Starfandi húsgagnasmiðir hér- lendis eru nú um 500 talsins og hefur að sjálfsögðu sifellt verið að fækka i kjölfar aukins húsgagna- innflutnings. Nærri lætur að inn- fluttu húsgögnin séu um helming- ur af seldum húsgögnum hér á landi. Þvi litur út fyrir aö við i góðsemi okkar, hégómaleika eða einhverju ennþá háleitara mark- miði höfum i vinnu um 500 er- lenda húsgagnasmiði — flesta á hinum Norðurlöndunum — við að mennSngarmál ■ Fra sýningu Katrinar H. Agústsdóttur aö Kjarvalsstöðum. Kjarvalsstaðir Katrin H. Ágústsdóttir Batik/myndlist 16.-31. mai 1980 Einkasýning Batik — aðflutt myndlist ■ Það er dálitið sérkennileg upp- lifun að koma á Kjarvalsstaði þessa dagana, þvi þar sýna, auk annars, tvær listakonur er hafa upp á að bjóða list, sem ekki er til i fornmenningu okkar og upp- runavitund, en það er leirlista- sýning Steinunnar Marteinsdótt- ur og batiksýning Katrinar H. Ágústsdóttur. Fornmenn höfðu glutrað niður allri kunnáttu i leirmunagerð, áð- ur en þeir fluttust i sósialinn, eða stjórnleysið á Islandi, höfðu týnt kunnáttu sinni i heimalöndunum, Noröurlöndum, áður en þeir undu upp segl til Islandsferðar. Um batik gegnir öðru máli. Þar er hreinlega verið að móta i is- lenskt, eða evrópskt form litunar- aðferö, er fundin var upp á Jövu Batik fyrir um þaö bil 3000 árum. Koma henni i sauðájiti, i islenskt um- hverfi og gera hana hluta af vit- und okkar og munaði. Orðið batik, þýðir á slæmri is- iensku „vaxprent”. Blanda af parafinoliu og býfluguvaxi er borin á fleti er mynda „bak- grunn”, en siöan er myndin lituð. Vaxið er siðan afmáð með bensini.eða meö hita. Efnafræöin meinar sem sé aðgang að einum fleti en ekki öðrum. Og það sem gerir batikmyndir oft svo heill- andi, er að vaxið brotnar og brot- mynstrin birtast i „auðum” grunni. Aherslum og nýrri teikningu er siöan náð, ásamt með litbrigðum, og með siendurteknum böðum og vaxáburöi. Hin þjóðiega batik Katrinar Katrln H. AgúStsdóttir reynir að gjöra batik sina þjóölega, a.m.k. i minjagripalegu sam- hengi. Hennar batik er i sauða- litunum og sérislensk mótif eru notuð. Þetta fellur ekki ávallt að angurværð Indlandshafsins og Jövu, þvi aðferðin aðlagast svo misjafnlega. Sami Tekst Katrinu þetta býsna vel á stundum, og sterkt formskyn hennar veldur þar mestu. Þó hygg ég aö aðrar leiðir yröu henni greiðfærari i þessari grein, að leyfa efninu eða tækninni njóta sin betur i frjálsu spili lita og forma. Þessa möguleika greinum við i einstöku mynd. Um dugnað frúarinnar efast enginn, en háspennuvirar njóta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.