Tíminn - 27.05.1981, Page 10
Miðvikudagur 27. mai, 1981
10
heimilistíminn
Breska eldvarnareftirlitid spyr:
Situr þú á
eldsprengju?
■ Hér á landi hefur verið bann-
að að nota einangrunarplast i
hús, hvort sem er í þök eða ann-
ars staðar, þar sem eldur getur
náð til þess. Sé piastið notað,
verðurað vera þannig um hnút-
ana búið, að eldur komist ekki
að þvi, að sögn Þóris Ililmars-
sonar brunamálastjóra. Hann
tjáði Heimilis-TImanum, að
senn yrði hafizt handa um und-
irbúningu lagasetningar varð-
andi fram leiðsluhætti hús-
gagna, þar sem nt.a. er notaður
svampur. Slik lög hafa verið
sett I Englandi og tóku þau gildi
i janúar s.l. að hluta til en eiga
að hafa tekið gildi til fullnustu
árið 1982.
Bretareru mjög áhyggjufullir
út af þvi, að þar i landi láta stöð-
ugt fleiri lifið af völdum elds-
voða, og þá ekki vegna bruna-
sára heldur frekar vegna gas-
tegunda, sem leysast úr læðingi,
þegar t.d. húsgögn sem bólstruð
eru með svampi úr ákveðnum
gerviefnum, brenna. Blaða-
grein, sem nýlega birtist i ensku
blaði hófst á þessum orðum:
Situr þú á eldsprengju? Var þar
átt við stólinn eða sófann á
heimilinu, sem ef til vill er
bólstraður með þessum hættu-
legu efnum.
1 brunanum mikla i Dublin á
trlandi i febrúar siðastliðinn
létu 47 ungmenni lifið i diskótek-
inu, eftir aðeldur hafði læst sig i
svamphúsgögn og loftklæðning-
ar.
Fyrir tveimur árum fórust 10
manns i bruna i Manchester,
þegar kviknaði i svamp-
bólstruðum húsgögnum i Wool-
worths-verzlun þar.
Það voru ekki eldtungurnar,
sem ollu dauða þessa fólks held-
ur eiturgufurnar, sem stigu upp
af húsgögnunum.
Vilja banna notkun
svamps i húsgögn
Nú er svo komið, að Ron
Brown þingmaður Verka-
mannaflokksins i Hackney og
Shoreditch í Englandi hefur
krafizt þess, að bönnuð verði
notkun svamps i húsgögnum.
Hann segir i blaðagreininni, að
á 30 sekúndum myndist 650 stiga
hiti á Celcius, þegar kviknar i
húsgögnunum, sem hér um ræð-
ir. Þá myndast blásýrugufa
(hydrogen cyanide) og þykkur
svartur reykur. Svampurinn
springur, að sögn Browns og
eldurinn breiðist út á örskots-
stund. Þar með lokast allar út-
gönguleiðir. Fórnarlömbin anda
að sér eiturgufunum og ofsa-
heitu gasi og lungun brenna.
Polystyrene-loftklæðning hef-
ur þegar verið bönnuð á al-
mennum skemmtistöðum,
nema þvi aðeins hún sé undir
múrhúðun, eða hafi verið úðuð
með eldvarnarefnum.
A stöku einkaheimilum er enn
hægt að finna þessa tegund loft-
klæðningar. HUn er mjög eld-
fim, og það sem verra er hún
bráðnar og lekur niður á hús-
gögn, sem eru undir henni, og
eldur kviknar um leið. Einnig
veldur þessi bráðnun hættuleg-
um brunasárum.
t skýrslum brezka innanrikis-
ráðuneytisins kemur fram, að
gas eða gufur og reykur, frá
brennandi húsgögnum hafa
valdið fleiri dauðsföllum undan-
farin ár en áður.
Arið 1969 lést 861 i eldi i Bret-
landi. Þar af dóu 343 af bruna en
468 vegna eiturgufanna og
reyksins.
Dauðsföllunum fjölgar
Arið 1979 dóu 1096 manns i eldi
— 293 af brunasárum, en 503 af
völdum eiturgufa og reyks.
Mest af þeim svampi, sem
notaður er i húsgögn er búinn til
úr oliuuppistöðu, sem geysileg-
ur hiti stafar af við bruna. Einn-
ig myndast banvænar gufur á
örfáum minútum.
Yfirvöld halda þvi fram, að
fólk ætti að gera sér ljóst, að
svampurinn getur verið jafn
eldfimur og þá um leið hættu-
legur og sprengiefni og oliur. —
Það þýðir að ílestir sitja hrein-
lega á eldsprengju heima hjá
sér, segir talsmaður öryggiseft-
irlits i Bretlandi.
Eftir eldsvoðann i Manchest-
er hafa verið settar strangar
reglur um, að öll húsgögn, sem i
er polyurethanesvampur, verði
að merkja sérstaklega fólki til
viðvörunar, og þar á að standa
að gáleysileg meðferð sigaretta
og eldspýtna geti valdið i
kveikju.
1 blaðinu segir, að i Skandi-
naviu og I Bandarikjunum sé
bannað að nota þetta efni i hús-
gögn nema það hafi verið sér-
staklega meðhöndlað svo það
verði ekki eins eldfimt. 1 Eng-
landi er talið of kostnaðarsamt
að banna notkun þess i hús-
gagnaframleiðslu. Húsgögn
yrðu þá allt of dýr, að þvi er sagt
er.
ÍEnglandi er hægt að fá Uðað
yfir svamphúsgögn ákveðnu
efni, sem kemur i veg fyrir
skyndiikveikju. Er talið að ein-
mitt það hafi komið i veg fyrir
fjöldadauða á barnaheimili i
Kingstrandin i Birmingham ár-
ið 1979. Þar hafði efninu verið
úðað yfir svamphúsgögn, og i
langan tima hafði eldur verið að
búa um sig i sófa, þar sem siga-
retta hafði verið skilin eftir, áð-
ur en eldurinn náði sér verulega
á strik.
1 London varar eldvarnareft-
irlitið fólk við notkun svamp-
fylltra húsgagna og teppa með
svampundirleggi.
Gætið vel að sigarettum.
Ef kviknar i skuluð þið ekki
reyna að ráða niðurlögum elds-
ins.
Flýtið ykkur út, vegna þess
að þið hafið aðeins fáar sekúnd-
ur til umráöa.
Farið aldrei inn i logandi hús
til þess að ná i eitthvað sem
gleymdist. Þið eigið ekki þaðan
afturkvæmt.
Þfb
ORSAKI R DAUÐA I ELDI I BRETLANDI , 196? TlL 1979
600-v ___
BB Bruniog brunasár
500-
200-
DauSi af völdum gas og reyks
o!
>-
¥
ui
o
o
u.
o
o
h*
~I
75
Hátidasalat og
súkkulaðiterta
■ Aleggspylsur er hægt að fá á kynningarverði alltaf af og til að
minnsta kosti, og kaupi maður pylsurnar i stykkjum en ekki niður-
skornar i lofttæmdum umbúðum, eru þær seldar með 10% afslætti eins
og við sögðum frá hér á siðunni. Nú ætlum við að birta uppskrift að há-
tiðasalati, sem ekki er borið fram með mat heldur eitt sér, og i þvi eru
smábitar af alls konar pylsum. Hvernig væri að notfæra sér kynningar-
verðið, eða bitaafsláttinn og fá sér lettan hádegisverð sem aðallega er
úr grænmeti, en auk þess úr pylsum og osti.
Hátiðasalat
handa sex
250 grömm af skinku eða tungu,
300 grömm af einhverri annarri
reyktri pylsu, til dæmis spægi-
pylsu, 300 grömm af osti. (Nú er
alltaf að fjölga osttegundunum,
bæði Búri og Króksostur eru nýir
og afbragðsgóðir.) Hálf agúrka, 1
avocado-ávöxtur, cf hann er
fáanlegur, hálft isbergshöfuð, 1
pakki af djúpfrystu blönduðu
grænmeti, t.d. baunum og mais.
Allt eins vel má fá sér smádós af
baunum og aðra af maiskorni og
hella bara soðinu af áður en þessu
er hlandað saman við salatið. 600
grömm af papriku 1/2 til ein nið-
urskorin púrra.
Með salatinu er gott að bera
fram sósur og hér eru tvær hug-
myndir.
Rjómasósa
3 dl rjómi, þreyttur, 1/2 dl
chillisósa, koniak, ef vill.
Edikssósa
3 msk eplaedik, 1 dl matarolia,
2 tsk italskt salatkrydd, 1 rif úr
hvitlauk, smátt skorið.
Nú er komið að þvi að búa til
salatið sjálft. Skerið skinkuna og
það annað, sem i það á að fara
niður i teninga. Skerið isbergs-
salatið niður i strimla. Látið
djúpfrysta grænmetið, eí þið not-
ið það, þiðna. Blandið nú öllu
saman i stóra skál.
Búið til sósurnar. Bezt er að láta
bæði salatið og sósurnar standa á
köldum stað i nokkra stund, áður
en þið berið það fram. Berið það
fram með volgu snittubrauði,
sem skorið hefur verið niður i
hæfilega stóra bita. Gott er að
drekka öl með þessum rétti, og
krakkarnir geta fengið gosflösku,
ef mikið á að hafa við.
Súkkulaðiterta
á eftir
Ef einhver er svangur, þegar
hann er búinn að borða þetta
fyrirmyndarsalat getið þið gefið
honum smá súkkulaðitertubita á
eftir.
í tertuna þarf 3 egg, 1 1/2 dl
sykur, 1 dl kartöflumjöl, 1 tsk
lyftiduft, 2 msk kakó.
Fylling
og skreyting
250 grömm af dökku súkkulaði,
2 msk kaffiduft (frystiþurrkað), 1
msk vatn, 3 eggjarauður, 4 dl
rjómi, 1 dl saxaðar hnetur.
Stillið ofninn á 250 stig, áður en
þiðbyrjiðaðhræra tertuna. Setjið
smjörpappir innan i aflangt form,
30x40 cm að stærð.
Þeytið nú eggin og sykurinn.
Setjið kartöflumjölið út i og einn-
ig lyftiduftið og kakóið. Hrærið
vel saman. Bakið kökuna i miðj-
um ofninum i ca. 5 minutur.
Stráið nú sykri yfir kökuna og
takið hana úr forminu, en látið
hana standa og kólna á smjör-
pappirnum.
Bræðið súkkulaðið yfir vatni,
leysið kaffið upp i vatni og þeytið
það saman við eggjarauðurnar.
Hrærið eggjablöndunni út i bráðið
súkkulaðið. Þeytið rjómann.
Blandið rjómanum saman við
súkkulaðiblönduna og hrærið vel
saman.
Kakan ætti að vera orðin köld,
svo þið megið taka hana og skera
hana i þrjá jafna parta.
Leggið þá saman með súkku-
laði á milli og einnig er súkkulaði
látið ofan á kökuna. Stráið hnet-
unum yfir. Bezt er kakan, ef hún
hefur fengið að standa á köldum
stað næturlangt, áður en hún er
borðuð.