Tíminn - 27.05.1981, Side 18

Tíminn - 27.05.1981, Side 18
22 íML ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Nemanda- sýning List- dansskóla Þjóðleikhúss- ins Frumsýning i kvöld kl. 20 2. og siöari sýning uppstigningardag kl. 15. Ath. Sér- stakt barnaverð á siðari sýninguna. Gustur 5. sýning upp- stigningardag kl. 20 6. sýning föstudag kl. 20 7. sýning sunnudag kl. 20 Sölumaður deyr laugardag kl. 20 Þrjár sýningar eftir. La Boheme þriðjudag kl. 20. Miðasala 13.15 — 20. Simi 1-1200. Fame Ný bandarisk MGM-kvikmynd um unglinga i leit að frægð og frama á listabrautinni. Leikstjóri: Alan Parker: (Bugsy Malone) Myndin hlaut i vor 2 ,,Oscar”-verð- laun fyrir bestu tónlistina. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. Hækkað verð. eHASKDUBIDi 2S“ 2-21-40 Konan sem hvarf Had she vantshed LA nthinaii OrwasslK' neverreallythwv' , < ' /v il&> harla spaugi- á köflum og n d u m æ r i ð nnandi” SKJ ir. menn geta haft a skemmtan AÞ Helgar- turinn. d kl. 5, 7 og 9. Vitnið L\f Ll Splunkuný, (mars ’81) dularfull og æsispennandi mynd frá Century Fox, gerð af leik- stjóranum Peter Yates. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver (úr Alien) Wiliiam Hurt (úr Altered States) ásamt Christopher Plummer og Jam- es Woods. Mynd með gifur- legri spennu i Hitchock stil. — Rex Reed, N.Y. Daily News. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slmsvari sími 32075. Táningur í ei nkatímum Svefnherbergið er skemmtileg skóla- stofa... þegar st jarnan úr Emm- anuelle myndunum er kennarinn. Ný bráðskemmti- leg hæfilega djörf bandarisk gaman- mynd, mynd fyrir fólk á öllum aldri, þvi hver man ekki fyrstu „reynsl- una”. Aðalhlutverk: Syl- via Kristel, How- ard Hesseman og Eric Brown. íslenskur texti. Sýnd kl.5 - 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Eyjan Sýnd kl.ll Bönnuð innan 16 ára. lonabíó S 3-1 1 82 Lestarránið mikla Ekki siðan „THE Sting” hefur verið gerð kvikmynd, sem sameinar svo skemmtilega af- brot, hina djöful- legu og hrifandi þorpara, sem framkvæma það, hressilega tónlist og stilhreinan kar- akterleik. NBCT.V. Unun fyrir augu og eyru. B.T. Leikstjóri: Michael Crichton. Aðalhlutverk: Sean Connery Donald Sutherland Lesley-AnneDown Islenskur texti. Sýnd kl.5, 7.10 og 9.15. Myndin er tekin upp i Dolby sýnd i EPRAT sterió. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.20 Síðustu sýningar. a* 1-13-84 Vændiskvenna morðinginn (M urder by Decree) Hörkuspennandi og vel leikin, ný ensk-bandarisk stórmynd I litum. | Aðalhlutverk: Christopher | Plummer JamesMason Donald Sutherland Íslenskur texti Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl.5, 7, 9 og 11 SMtOJUVEGI I. KOI> SIMI AUðO Lokað vegna breytinga S 1 89 36 Kramer Kramer vs. tslenskur texti Heimsfræg ný ameri'sk verð- launakvikmynd sem hlaut fimm öscarsverðlaun 1980 Besta mynd ársins Besti leikari Dust- in Hoffman Besta aukahlutverk Meryl Streep Sýnd kl.5, 7 og 9 Hækkað verð. | Siðustu sýningar Við skulum kála stelpunni | Bráðskemmtileg bandarisk gaman- | mynd með Jack Nicholson. Sýnd kl.ll. íGNBOGII Cf 19 OOO Salur A Convoy S' >01111 M SHfBMAH All KRISIDFÍERSON MacGRAW Hin afar vinsæla, spennandi og bráð- skemmtilega gam- anmynd, mynd sem allir hafa gaman af. KRIS KRISTOF- FERSON - ALI MacGRAW lslenskur texti Sýnd kl.3 - 5 - 7 - 9 og 11,10 SalurB Punktur, punktur, komma strik. PUNKTUR PUNKTUR K0MMA STRIK kl. 3,05-5,05-7,05- 9,05-11,05 Salur C THC ELEPHAMT MAM Fflamaðurinn Hin frábæra, hug- ljúfa mynd, 10. sýningarvika Sýnd kl. 3.10 6.10 og 9.10 Salur D IDI AMIN RlSEAíJDFALLOI Sdiami Hörkuspennandi litmynd, um hinn blóði drifna valda- feril svarta ein- ræðisherrans. Islenskur texti Bönnuð 16 ára Sýnd kl.3,15 - 5,15 - 7,15 - 9,15 - 11,15 (• i ' - - -t » > \ i i’ \ ( V Miðvikudagur 27. mai, 1981 kvikmyndir ■ Félagarnir dr. Watson (James Mason) og Sherlock Holmes (Christopher Plummer) ræða um morðin i Whitechapel. Sherlock Holmes sviptir hulunni af „Jack the Ripper”1 Vændiskvennamorðinginn (Murder by degree) Sýningarstaður: Austurbæjarbió Leikstjóri: Bob Ciark. Aðalhlutverk: Christopher Plummer (Sherlock Holmes), Jaines Mason (Dr. Watson), David Hemmings (Foxborough lögreglu- foringi), Anthony Qualy (Sir Charles Warren), Genevieve Bujoid (Annie Crook), Susan Clark (Mary Kelly), Donald Sutherland (Robert Lees). Handrit: John Hopkins. Framleiðendur: Réne Dupond og Bob Clark. ■ Söguþráður: — Hryllileg morð eru framin i Whitechapel- hverfinu i London um aldamótin. Vændiskonur eru myrtar og limlestar. Lögreglan er ráðþrota. Fulltrúar kaupmanna I hverf- inu leita hjálpar hjá einkaspæjaranum Sherlock Holmes, sem kannar málið ásamt félaga sinum, dr. Watson. Þrátt fyrir and- stöðu Scotland Yard. Hann kemst brátt á rétta slóð, afhjúpar morðingjana og þá, sem að baki þeim standa, og er þá komið inn á æðstu staði i Bretaveldi. Holmes lofar breskum ráðamönnum i lokin þögn sinni i málinu gegn vissum skilyrðum. Margir hafa velt fyrir sér Whitechapel-morðunum i London sem framin voru um siðustu aldamót. Þau voru kennd við „Jack the Ripper” en hver eða hverjir voru þar að verki hefur aldrei verið upplýst. Þó vantar ekki kenn- ingar, og ritaðar hafa verið bækur, þar sem nafngreindir menn jafnvel breskur prins, hafa verið sakaðir um morðin. Þar sem engar sannanir liggja fyrirhlýtur allt slikt að kallast tilgátur. Þessi kvikmynd byggir augsýnilega að verulegu leyti á bók eftir Stephen Knight er nefnist „Jack the Ripper: The Final Solution”. Þessi bók kom út árið 1976 og var mjög umtöluð. Þar er þvi haldið fram, að orsaka morðanna sé að leita i spillingu á æðstu stöðum, og samsæri, þar sem við sögu koma æðstu stjórn- málamenn landsins, aðilar i bresku konungsfjölskyldunni og svo frimúrarar sem eru mjög áberandi i kvikmyndinni „Vændiskvennamorðinginn” og reyndar potturinn og pannan i þvi samsæri, sem Sherlock Holmes er látinn af- hjúpa. Ekki er ástæða til að lýsa þeim söguþræði nánar hér til þess að draga ekki úr ánægju þeirra, sem eftir eiga að sjá myndina, en að sjálfsögðu verður stundum harla litið úr spennu myndarinnar fyrir þá, sem lesið hafa þessar samsærisbókmenntir og vita þvi nokkurn veginn söguþráð- inn fyrirfram. Kostir myndarinnar eru fyrst og fremst þeir hversu sviðsmyndin er vel heppnuð, og hvað Reginald Morris, sem annaðist kvikmyndatökuna tekst að nýta þessa mögnuðu sviðsmynd til hins itrasta. Hann skapar oft verulega spennu á þröngum illa upp- lýstum og þokufylltum öng- strætum Whitechapel-hverfis- ins. Hinsvegar er það misráðið að minu áliti að flækja Sher- lock Holmes inn i þessi vændiskvennamorð með þeim hætti sem gert er. Og ekki bætir úr skák hvernig Christopher Plummer fer með hlutverk spæjarans snjalla. Sá Holmes, sem birtist I þessari mynd, er nefnilega ekki einu sinni fjarskyldur ættingi hins eina og sanna Sherlocks, sem Conan Doyle gerði ódauðlegan og sem Basil Rathbone lék svo vel á hvita tjaldinu á sinum tima. 1 meðförum Plummers verður Holmes oft að sjálf- birgingslegum kjána, sem lit- ið þarf að aðhafast, og enn minna að hugsa, til þess að leysa málin. Og svo eyðir hann löngum tima i lokin i að út- skýra það, sem áhorfendur vita þegar að mestu leyti. En þótt illa sé farið með þessa gömlu kempu, þá verð- ur það sama ekki sagt um dr. Watson, þvi James Mason gerir honum frábærlega góð skil. , Þótt mér sem aðdáanda Sherlock Holmes þyki hlutur hans ekki góður i „Vændis- kvennamorðingjanum”, þá er myndin engu að siður ýmsum kostum búin, sem áður segir, og vel einnar kvöldstundar virði. Elias Snæland Jónsson. Vændiskvennamorðinginn ★ ★ Eyjan * Konan sem hvarf ★ ★ Kramer gegn Kramer ★ ★ ★ ★ Lestarránið mikla ★ ★ ★ Filamaðurinn ★ ★ ★ STJÖRNUGJÖF TIMANS ★ ★ ★ ★: frábær, ★ ★ ★ mjög góð,’■* góð, ★ sæmileg, 0 léleg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.