Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 3

Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 3
Tillaga Steingríms Hermannssonar í gær: „ÚTDRATTUR dr skýrsl- UNNI GERÐUR OPINBER” | „Ég get ekki skýrt frá efni skýrslunnar, hins vegar hef ég iagt til aö útdráttur úr skýrslu Coopers & Lybrand verði gerður opinber”, sagði Steingrimur Her- mannsson samgönguráðherra i viðtali við Timann i gær, en ráð- herranefnd sú sem vinnur i þvi að kanna skýrslu endurskoðenda- fyrirtækisins kom saman til fyrsta fundar i gær. Auk Steingrims eiga sæti i nefndinni þeir Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra og Friðjón bórðarson dómsmála- ráðherra. Þeir Hjörleifur og Friðjón tóku vel i þessa tillögu Steingríms, og verður endanleg ákvörðun i þvi máli tekin á næsta rikisstjórnar- fundi á morgun. Steingrimur sagði að ráðherra- nefndin myndi á morgun leggja til á rikisstjórnarfundi hverjar kröfur yrðu gerðar á hendur Alusuisse, i ljósi niðurstaðna skýrslunnar. Sagði hann alla vera sammála um, að þetta mál ætti að leysa með samkomulagi, og fá fram viðræöur sem allra fyrst um hærra raforkuverð, en ekki þætti rétt að fara út i málaferli. Steingrimur sagðist persónu- lega hafa þá skoðun, aö auk hærra raforkuverðs, þá ættu Is- lendingar að stefna að þvi að eignast meirihlutann i álverinu smám saman. —AB ■ Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra viil opinberan útdrátt úr skýrslu Coopers & Lybrand. Timamynd —Tryggvi Er rafskautamálið jaf n umfangsmikið og hækkun f haf i? ■ Iljörleifur Guttormsson ■ Rannsókn sú, sem nú stendur yfir á vegum iönaöarráðuneytis- ins á verölagi á rafskautum, sem Islenska álfélagið <Isal) hefur keypt af Alusuisse, mun benda til þess, að ísal hafi þurft aö greiða verulegar fjárhæðirumfram það, sem taliö sé eðlilegt framleiðslu- verö á rafskautum. Samkvæmt heimildum, sem Timinn telur áreiðanlegar, er látið að þvi liggja i skýrslu um málefni islenska álfélagsins, sem nú er til meöferðar hjá þing- ■ „Mér þykja ummæli iðnaðar- ráðherra, þess efnis aö óvist sé að ég fái eintak af skýrslu Coopers & Lybrand, nokkuö furðuleg,” sagði Ragnar Halldórsson forstjóri ISAL I viðtali við Timann i gær, þegar hann var spurður um skoðun á þessum ummælum ráð- herra. Sagði Ragnar að það hefði i mönnum og ýmsum öðrum forystumönnum hér og hjá Alusu- isse, að hér kunni að vera um að ræða jafn háar f járhæöir og i súr- álsmálinu svonefnda. Upplýs- ingar i' þá veru komu einnig fram i viðtalivið Hjörleif Guttormsson, iönaðarráðherra, I fjölmiðlum. Eins og fram kom í Timanum i gær hefur rannsókn endurskoð- endafyrirtækisins Cooper & Lybrand leitt i ljós, að Isal hafi á siðustu fimm árum (1975 til miðs árs 1980) greitt um 16 milljónum sjálfu sér litla þýðingu að spyrja hann um efni skýrslunnar, þvi hann hefði ekki séð hana. Ragnar sagðist hafa farið fram á það við Inga R. Helgason aö hann fengi eintak af skýrslunni, en sagði að ef það fengist ekki þá myndi hann hafa einhverönnur ráö með að út- vega sér hana. Hjörleifur Guttormsson dollara of mikiðfyrirsúrálið, sem keypt var fýrir milligöngu Alusu- isse af dótturfyrirtæki þess i Astrali'u. Þessi tala mun vera til komin þegar geröur er saman- buröur við verðlag, sem stór- fyrirtækið Alcoa hefur notað i við- skiptum við óskylda aðila — en Alcoa selur mikið af súráli frá Astralíu. Hins vegar segja heimildir blaðsins, að endurskoöendafyrir- tækiö hafi einnig gert samanburð við ýmis önnur verö. Þannig hafi iönaöarráöherra sagði i viðtali við Timann í gær að hann gerði ráð fyrir þvi að forstjóri ISAL fengi eintak af skýrslunni innan tiðar. Sagði ráðherra að hann hefði ekkihaft eintök nemahanda þeim sem nær stæðu málinu en ISAL, sem ekki væri beinn aðili að þessu máli. samanburður viö meðaltal þeirra verða, sem greidd hafi verið fyrir súrál I Evrópu á árunum 1975 og 1976 sýnt mun lægri „hækkun I hafi”. Skýrslurnar um súrálsmáliö eru enn trúnaðarmál, en eins og fram kemur i annarri frétt I blað- inu I dag, hefur Steingrimur Her- mannsson, samgöngurábherra, lagt til I ráðherranefnd, sem f jall- ar um málið, að útdráttur úr skýrslunum verði gerður opinber, og mun rikisstjórnin fjalla um það mál á fundi sinum á morgun. Sjál fstæðisfl okksins teiur aö Alusuisse eigi að standa viö geröa samninga. Hjörleifur um endurskoðun á álsamningnum: „Margtannað en raforku verd sem þarf ad leidrétta” ■ „Ég ræddi við flokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna i morgun, afhenti þeim þessi gögn og við ræddum hugsanlega máls- meðferð,” sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra i viðtali við Tfmann i' gær. „Ég lýstiáhuga minum á þvi aö samstarf gæti tekist um framhald málsinsvið stjórnarandstöðuna. 1 þvi sambandi lagöi ég á það sér- staka áherslu að Alusuisse yrði gert að standa við gerða samninga,” sagði ráðherra jafn- framt. Hjörleifur sagðist leggja á- herslu á það, að það væru margir aðrir þættir en raforkuverð, sem þyrftu leiðréttingar við, þegar að endurskoðun samningsins kæmi, en ekki vildi ráöherrann að öðru leyti tjá sig um þá. —AB Viðbrögð stjórnarandstödunnar við skýrslu Coopers & Lybrand: „Alusuisse haldi samninga vid okkur” ■ „Við sjálfstæðismenn munum kynna okkur skýrslu Coopers & Lybrand, ásamt þeim grundvelli sem okkur verður hugsanlega boðið upp á, varöandi samstarf við stjórnarflokkana, I stefnu- mótun vegna hugsanlegrar endurskoðunar á samningum milli Islendinga og Alusuisse”, sagði Geir Hallgrimsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins i viðtali við Timann i gær, þegar hann var að þvi spuröur hvort stjórnarand- staðan væri reiðubúin til sam- starfs við stjórnarflokkana i þessu tilviki. Aðspurður um það hvort þing- flokkur Sjálfstæöisflokksins væri reiðubúinn til sliks samstarfs við rikisstjórnina, ef farið yrði fram á endurskoöun á raforkusölu- samningnum, eignaraðild Islands i álverinu og stækkun álversins svaraði Geir: ,,t fyrsta lagi er þaö stefna okkar sjálfstæðismanna i viðskiptum okkar Islendinga við Alusuisse að þeirhaldi alla samninga sem þeir hafa við okkur gert. Eins erum við þess mjög fýsandi að samn- ingar verði gerðir um aukna stór- iðju hér á landi, og eftir atvikum með aukinni þátttöku okkar, en það höfum við talið matsatriði á hverjum tima. í þriðja lagi erum við þess auðvitað fýsandi að leita, i tengslum við slika samninga, eftir endurskoðun á raforkuverði og hækkun þess samfara aukn- ingu á raforkusölu”. Geir sagði jafnframt aö á sin- um tima hefði stjórnarandstaðan boöið stjórnvöldum samvinnu til þess að komast að hinu sanna i ákærum iðnaðarráðherra, en þvi tilboði hefði ekki verið tekið. Sagði Geir sjálfstæðismenn vera þeirrar skoðunar að meðferð iðn- aðarráðherra hefði leitt til þess aðsamningsaðstaða okkarværi verri en ella. Kjartan Jóhannsson, formaöur Alþýðuflokksins tók mjög i sama streng og Geir Hallgrimsson. Sagöi hann að alþýöuflokksmenn þyrftu að kynna sér skýrslu Coopers & Lybrand vandlega, en afstaða þeirra væri og hefði veriö sú aö Alusuisse ætti að halda gerða samninga. Sagði hann að ef Alusuisse reyndist uppvist að þvi að hafa ekki haldiö gerða samn- inga, þá þyrfti að fylgja þvi eftir að fyllstu hörku. Sagði Kjartan að alþýöuflokksmenn væru reiðu- búnir til þess að athuga hvort ekki gæti verið samstaða um þessi mál, eins og önnur mál sem vöröuöu okkur Islendinga mjög miklu. — AB Forstjóri ISAL hefur ekki fengid skýrsluna Lokað í dag frá kl. 13.00 til 15.00 Vegna jarðarfarar Jóns Helga- sonar, ritstjóra, verða skrifstofur, afgreiðsla og ritstjórn Tímans lokaðar frá kl. 13.00 ti! kl. 15.00 í dag, miðvikudag W ^ —ab

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.