Tíminn - 15.07.1981, Síða 4

Tíminn - 15.07.1981, Síða 4
Miövikudagur 15. júli 1981 4 fréttafrásögn . ■ Viö Dettifoss FYRSTA HEIMSOKN ÞJOD- HÖFÐINGJA TIL GRÍMSEYJAR ■ Mánudagurinn 13. jiili 1981 var merkisdagur I sögu Grimseyjar, því þá sté þar á iand I fyrsta sinn þjóöhöföingi tsiands, þegar Vig- dís Finnbogadóttir, forseti, kom þangaö i opinbera heimsókn. Aö sögn heimildarmanns Timans voru allir ibúar Grimseyjar saman komnir til aö taka á móti forsetanum, þegar hún sté á land úr varöskipi þvi sem flutti hana til eyjarinnar. Annar merkisatburöur átti sér jafnframt stað, i tengslum viö heimsókn Vigdfsar. Meö henni I förinni til Grfmseyjar var sjíslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu, eins og hún lagði sig, og er þaö einnig i fyrsta sinn í sögunni sem nefndin er öll samankomin i eynni. Forsetinn skoðaöi meöal ann- ars kirkjuna í Grímsey. Færöu Grimseyingar henni aö gjöf ann- ála Grfmseyjar, sem eru fágætar bækur. í gær hélt opinber heimsókn forsetans um Þingeyjar-og Eyja- fjarðarsyslur áfram, og hófst dagurinn með þvi aö Vigdis kom að Möðruvöllum i Hörgárdal, þar sem prestshjónin tóku á móti henni, ásamt stórum hópi ibúa sveitarinnar. Gengið var til kirkju á Mööruvöllum, þar sem presturinn rakti sögu staöar og kirkju og afhenti siðan Vigdisi þjóösögur Ólafs Daviössonar frá Hofi aö gjöf, frá söfnuöi Mööru- vallakirkju. Aö athöfn f kirkju lokinni gekk forsetinn um kirkjugarö staöar- ins og kom að leiöum margra landskunnra manna, sem þar hvila. Þaöan hélt hún að Fagra- skógi, þar sem hUn kom aö minnisvarða Davlðs Stefánssonar og þáði siðan veitingar á heimili hreppstjórahjónanna. Forsetinn hélt siöan um Svarfaöardal I skoöunarferð og fór þaðan til Dalvikur, þar sem hUn snæddi hádegisverð, ásamt fylgdarliði sinu, i boði bæjar- stjórnar. Aö loknum hádegisveröi heim- sótti forsetinn Dalbæ, dvalar- heimili aldraðra á Dalvík, þar sem hUn skoðaði heimiliö og heilsaöi upp á dvalargesti þess. Aö heimsókninni aflokinni var at- höfn við heimiliö, þar sem forseti bæjarstjórnar ávarpaði forset- ann, henni var flutt frumsamið kvæöi og fært að gjöf likan af spunarokk. Eftirhádegi i gær héltforsetinn siðan til Ólafsfjaröar, þar sem ibúar staðarins héldu henni kaffi- samsæti i félagsheimilinu Tjarn- arborg. Um kvöldið snæddi for- setinn kvöldverö i boöi bæjar- stjórnar og hélt að þvi loknu til Akureyrar. ■ Forseti tslands, sýslumaftur Eyjafjaröarsýslu og sýslunefnd, ÖII samankomin I Grimsey. ■ Hvarvetna er forsetanum vel fagnaft á ferð sinni um Norðausturland, en alls staftar þó sérstaklega af börnum og unglingum, sem flykkjast aft henni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.