Tíminn - 15.07.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1981, Blaðsíða 6
Hiti um frostmark um nætur í júlí A-HÚNAVATNSSÝSLA: „Tiðarfarið hefur verið með eindæmum kalt hjá okkur niina, hitinn jafnvel komist niður undir frostmark á nótt- unni að undanförnu”, sagöi Sigurjdn Lárusson, oddviti á Tindum f Svínavatnshreppi i samtali við Timann. Spretta öll hefur þvi veriö afar hæg á þessum slóðum og séð fyrir að sláttur muni hef j- ast með allra siðasta móti. Hlýni ekki þvi meira eru ekki horfur á öðru en að gras- spretta verði i lágmarki I sumar. —HEI Saga Húsa- víkur að koma út HÚSAVtK: 1 ágóst n.k. kemur tit fyrra bindið af nýrri Sögu HUsavikur. Er prentun og bókbandi rétt ólokiö. Verður I bindinu fjallaö um nokkra þætti i sögu bæ jarins, s.s. ein- stakra atvinnugreina. Einnig verður birt yfirlit yfir efni beggja bindanna, en ædunin er aö seinna bindiö komi Ut á næsta ári. Það var Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri og alþingis- maöur, sem var aðalhvata- maður að Utgáfu Sögu HUsa- vikur. Hann vann verkiö að miklu leyti, á meðan honum entist aldur til. Þá tók sonur Karls, Kristján Karlsson, bók- menntafræðingur, við verk- inu, og hefur hann aöalumsjón með Utgáfu sögunnar. Ein- staka kaflar hennar skrifa ýmsir aðrir. —JSG. Gífurlegur arfi auk kalbletta A-HÚNAVATNSSÝSLA: „Þdtt kal sé hér misjafnlega mikið sýnist mér ljóst aö hey- fengur verður ákaflega rýr i sumar. Þar Sem kal er ekki viröist gróðurinn þó viða vera gisnari en veriö hefur og siðan er viöa gifurlega mikill arfi, m.a.s. I gömlum tUnum”, sagði Torfi bóndi á Torfalæk i samtali. Suma kalblettina sagðihann algerlega gróðurlausa en I aöra koma arfabeðjurnar, sem ákaflega slæmt er aö fá I túnin, þar sem nánast Utilokað er aö þurrka hey sem arfi er i. Torfi sagöi i lagi að setja arf- ann i vothey, en hjá þeim bændum sem ekki verka vot- hey sagði hann vart annaö að gera en henda honum. Torfi býst ekki við að hey- skapur geti byrjað fyrr en um miöjan ágUst og að heyfengur- inn geti oröið þriðjungi minni en á s.l. ári. Það bjargi þó mörgum aö margir eigi nokkrar fyrningar frá þvi I fyrra. Þó sé lfklegt aö edn- hverjir veröi að fækka bUfén- aði f haust. —HEI ■ Frá Húsavik: Mismunandi launakjör bæjarstarfsmanna skapa mikil vandamál hjá bæjarféiaginu Réttindamunur bæjarstarfsmanna: Mikið vandamál ■ „Þetta hefur verið mjög mikiö vandamál hjá okkur”, sagði Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á HUsavik um vandamál sem skapast viða vegna mismunandi launa- kjara bæjarstarfsmanna eftir þvi hvort þeir fá inngöngu i starfsmannafélag bæjarins eöa ekki. Auk þess að um launamun séaö ræöa sagði Bjarni starfs- mannafélag bæjarins komiö lengra i ýmsum réttindamál- um. Það væri t.d. með verö- tryggðan lifeyrissjóð og ekki meö laugardaga inni i orlofi. Þetta valdi sérstaklega vand- ræðum yfir sumarið þegar bætt sé við starfsfólki er ynni þá viö hliöina á föstum starfs- mönnum — sömu störf — en á breytilegum kjörum. Nú sagði hann t.d. liggja fyrir uppsögn frá einum sem orðinn sé fastur starfsmaður, en hafði ekki fengið þessi rétt- indi. Þetta væri mjög góð- ur starfsmaður, sem bærinn mætti i sjálfu sér ekki missa. En vandamáliö væri hvað ætti aö gera. Þetta væri allt á samningssviöi verkalýðsfé- lagsins á staðnum, sem þar réði málum. Bjarni sagði slfk mál hafa valdiö vandræöum frá þvi áö- ur en hann kom til starfa fyrir 3 árum og allar götur siöan. Engin glögg ákvæöi séu um hvaða stéttarfélögum þessir menn eigi að tilheyra. Sagöist hann m.a. hafa rætt þetta við launafulltrúa Reykjavikur- borgar, þar sem markvisst væri unniö aö þvi aö ná öllu svona fólki út úr Starfsmanna- félagi Reykjavikur. —HEI Félag íslenskra stórkaupmanna kærir fjóra útlenda „töskuheildsala”: „MEÐ FULUN BIL AF SÝNISHORNUM” ■ Félag islenskra stórkaup- manna hefur beðið iögregluyfir- völd aO hafa afskipti af 4 erlend- um töskuheiidsölum sem hér hafa starfaO aO undanförnu en auk þess hefur féiagiO sent bréf til fleiri slikra heildsala þar sem is- lensk iög um þetta efni eru skýrö fyrir þeim. „Þessir menn hafa verið á ferð hérlendis og hafa starfað án þess að hafa réttindi til þess” sagði Orn Guðmundsson skrifstofu- stjóri hjá Féiagi islenskra stór- kaupmanna fsamtali við Timann. „Okkur finnst sem þessi starf- semisé alltaf að færast i aukana og að of mikið sé af henni hér- lendis, en þessir menn eru með talsvert magn sýnishorna á ferð- um sinum. Algengast er að þessir menn komihingað til lands fljúgandi og búi á hótelum i Reykjavik og jafnvel er von á sömu aðilunum ár eftir ár. Einnig eru dæmi um að menn komi með Smyrli hingað og þá með fullan bil af sýnishorn- um. Heildsalan hefur smám saman verið að minnka og það eru bara stærri og grónari fyrirtæki sem geta haldið birgðir en I staðinn hefur þetta færst mikið Ut I um- boðssölu sem er ekki nógu gott.” Aðspuröur sagði örn að þessir töskuheildsalar gætu fengið leyfi hjá íslenskum yfirvöldum til starfsemi sinnar, en yfirleitt þá þyrftu þeir að hafa umboðsmann hér á fslandi. —FRI ■ Þessum heiðurskonum var greinilega ekkert um þaö aö vera truflaöar af ljósmyndara, þar sem þær sátu undir veggog ræddu iandsins gagn og nauösynjar. Timamynd: Ella Aukafundur í borgarstjórn í gærdag: Bædi ágreinings- atriðin samþykkt ■ Aukafundur var haldinn i borgarstjórn RQíkjavikur i gær- dag, að kröfu sjálfstæðismanna. Bæði ágreiningsatriðin sem lágu fyrir fundinum úr fundargerðum törgarráðs voru samþykkt. E ins og kunnugt er hafði Albert Guömundsson greitt atkvæði i borgarráði gegn þvi aö lægsta til- boði yrði tekiö I gatna- og hol- ræsaframkvæmdir i Suöurhliö- um, nýju ibúðarhverfi I öskju- hliö. A fundi borgarstjórnar i gær greiddu fulltrúar Sjálfstæöis- flokksins atkvæöi meö þvi aö taka lægsta tilboði eins og aörir borgarfulltrúar. Er það mál þvi úr sögunni. Siðara ágreiningsmálið var til- laga uni byrjun á framkvæmdum viö smábátahöfn I Elliðavogi, en Sigurjón Pétursson hafði verið á móti þeirri framkvæmd I borear- ráði. „Það er alveg ljóst af hverju Sigurjón Pétursson greiddi at- kvæöi gegn tillögunni, en lét sér ekki nægja að sitja hjá eins og venja er í málum, sem þessum á suma rley fistima borgar- stjórnar”, sagði Sjöfn Sigur- björnsdóttir. „Sigurjón var að búa til ágreining i borgarráði til þess eins aö geta siðan boðaö aukafund f borgarstjórn og þar með sannaö kenningu sina um aukakostnað, sem væri þvl sam- fara að leggja stund á lýöræöisleg vinnubrögö við stjórn borgarmál- efna. Sjálfstæöisflokkurinn stal aö vi'su glæpnum frá Sigurjóni og kraföist þessa fundar”, sagði Sjöfn. Sigurjón vakti athygliá þvi að hann og Alþýðubandalagið heföu frá upphafi, og það i mörg ár, verið á móti staðsetningu smá- bátahafnar I Elliöavogi, og þvi væri ekki um breytta afstöðu af hans hálfu að ræða. Sagðist hann telja margar aðrar staðsetningar heppilegri.en þessa, og taldi að sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu ættu að sameinast um byggingu einnar smábátahafnar. —Kás Nær 2000 manns á mótmæla- fundi á Bernhöftstorfu: Grasbrekkan verði sett aft- ur á sinn stað ■ „Viö undirrituö mótmælum eindregið þeim skemmdarverk- um sem nú er veriö aö vinna á Bernhöftstorfu, meö þvi að út- rýma þar grasi og gróöurmold, en setja I staðinn taflborö. úr stein- steypu. Við krefjumst þess að á- sýnd Bernhöftstorfunnar, gras- brekkan framan viö húsin veröi sett aftur á sinn stað og öllu grjóti veröi útrýmt þaðan nú þegar” Ofangreint stendur á undir- skriftalista sem dreift var á mót- mælafundi á Bernhöftstorfu á laugardaginn, sem haldinn var til að mótmæla framkvæmdum þeim sem nú er unniö að á Bern- höftstorfunni. Aö sögn Þorsteins 0. Stephen- sen leiklistarstjóra, sem var einn af þeim sem stóðu fyrir fundin- um, þá var hann fjölmennur en nær 2000 manns sóttu hann og voru þeir sem stóðu að honum á- nægðir meö þann fjölda miöaö viö að um helgi var að ræða og stuttur fyrirvari hafður á fundar- boðun. Avörp á fundinum fluttu auk Þorsteins þau Sigurður A. Magnússon og Edda Þórarins- dóttir. Undirskriftasöfnunin hélt áfram i gær og 1 dag en slöan er ætlunin að afhenda borgarstjóra listana. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.