Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 20

Tíminn - 15.07.1981, Qupperneq 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7-75-51, HEDD HF. <91) 7-80-30. Skemmuvegi 20. Kópavogf Mikiö úrval Opið virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag 3ö mvmM Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 og 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti , BELARUS Guöbjörn Guðjónsson heildverslun Miðvikudagur 15. júli 1981 B Forseti tslands, Vigdis Finn- bogadóttir, er meðal þeirra þjóö- höföingja, sem verða viö brúö- kaups Karls Bretaprins og Lady Diönu Spencer þann 29. júli i Lon- don. Þjóöhöföingjar viös vegar aö úr heiminum fjölmenna til brúö- kaupsins, og fram hefur komiö af fréttum, aö þar veröa fjórir konungar, fimm drottningar, fimm prinsar, þrjár prinsessur , stórhertogi og stórhertogafrú. Nánar tiltekiö veröa meðal brúðkaupsgesta konungur og drottning Belgiu, konungur Noregs og krónprins og krón- prinsessa Noregs, drottning Dan- merkur og krónprins, konungur og drottning Sviþjööar, konungur og drottning Spánar, drottning Hollands og Claus prins, prins og prinsessa af Liechtenstein, stór- hertogi og stórhertogafrú Luxem- borgar og Grace, prinsessa i Monakó og sonur hennar erföa- prinsinn af Monakó. Veisla og flugelda- sýning kvöldið fyrir brúðkaupið Kvöldið fyrir brúðkaupið munu þjóhöfðingar og annað stórmenni koma til kvöldverðarboðs i Buckingham-höll i boði foreldra brúðgumans. Að veislunni lokinni verður heill floti af vögnum, sem flytur hina tignu gesti til Hyde H Krónprinsinn og Diana unnusta hans Fjórir kóngar og fimm drottningar við brúðkaup Bretaprins: FORSETI fSLANDS MEÐflL BOÐSGESTANNA Park, en þar á að fara fram stór- kostleg flugeldasýning. Búist er við miklu fjölmenni á götum Lundúnaborgar og i Hyde Park garðinum, jafnvel allt að hálfri milljón manns. 1 flugelda- sýningunni á að vera skraut- sýning, sem sýnir merki þeirra herdeilda sem Karl krónprins er foringi i, en prinsinn er yfirmaður i öllum þremur deildum breska hersins. Þarna verða yfir 500 hljóm- listarmenn og söngvarar, sem leika og syngja fyrir áhorfendur flugeldasýningarinnar. Hljóð- færaleikararnir eru aðallega hljómsveitir hinna ýmsu her- fylkja. M.a. veröur leikin „Flugeldasvita” Hándels sem tónskáldið skrifaði fyrir Georg II Bretakonung. Við hátiðarhöldin i Hyde Park kveikir Bretaprins i fyrsta bál- kestinum af eitt hundrað, sem sem tendra á viðs vegar um landið. Margir bálkestir verða á þeim sömu stöðum og kveikt voru bál til viðvörunar, þegar spænski sjóherinn kom til að ráðast á England 1588. Brúðurinn tilvonandi mun ekki verða viðstödd þessi hátiðarhöld kvöldið fyrir brúðkaupið. Brúðkaupsdagurinn A brúðkaupsdaginn, munu þjóðhöföingar frá öðrum löndum en Englandi aka til St. Pauls kirkju á undan skrúðgöngu drottningar og brúðhjónanna og annarra breskra fyrirmanna. Siðust kemur Lady Diana i kirkjuna ásamt föður sinum Spencer lávarði. Þá hefst at- höfnin kl. 11.00. allar götur i nágrenni kirkjunnar, sem hin konunglega skrúðfylking fer um, verða skreyttar fjölda blóma og verður eitt blómahaf við minnismerki Victoriu drottningar fyrir framan höllina, og alla leið til dómkirkjunnar. Brúðguminn er verndari „árs fatlaöra” i Bretlandi, og hefur hann beðið um að sérstakt svæði sé tekið frá, þar sem a.m.k. þrjú hundruð fatlaðir áhorfendur geta komist fyrir i hjólastólum, eða á stólum, þar sem þeir geta séð brúðhjónin og skrúðfylkinguna. —BSt fréttir Nokkur þúsund skrifuöu undir ■ Undirskriftasöfnun gegn framkvæmdum vegna útitafls við Bernhöftstorfu i Reykjavik, lauk seint I gærkvöldi. Þorsteinn ö. Stephensen sem hafði forgöngu fyrir undirskriftasöfnun- inni, sagði i samtali við Tímann i gær- kvöldi, að söfnunin heföi gengið mjög vel. Hann vildi þó ekki láta uppi hversu margir heföu skrifað undir, en sagði það vera nokkur þúsund manns. Þorsteinn sagöi að hann myndi i dag, á- samt nokkrum öörum sem staðið hafa að mótmælum gegn framkvæmdunum, af- henda settum borgar- stjóra undirskrifta- listana —JSG Lfk unga manns- ins fannst í Norð- ursjó ■Lik Þorsteins Ingólfssonar, sem hvarf frá borði á Ms. Lagarfossi þann 30. júni sl. fannst i Norðursjó i fyrradag af frönsku skipi og var lik hans flutt til Bret- lands, þar sem þar- lend yfirvöld rann- saka málið nú. Þorsteinn heitinn var I björgunarbelti þegar hann fannst. —AB útitaflinu frestað i borgarráði ■ A fundi borgarráðs I gær var m.a. svo- kallað útitafl á Bern- höftstorfu á dagskrá. Að beiðni sjálfstæðis- manna var afgreiðslu þess frestað, og veröur það þvi tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. —Kás dropar Margir vilja til Gæslunnar ■ t fyrradag rann út um- sóknarfrestur um stöðu forstjóra hjá Landhelgis- gæslunni, en Pétur Sig- urðsson, núverandi for- stjóri, mun láta af störf- um I haust. Niu menn sóttu um stöðuna og eru það þess- ir: Guðjón Armann Eyj- ólfsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimanna- skólans i Vestmannaeyj- um, Guðjón Pedersen hjá Alm annavörnum, Gunn- ar Bergsteinsson, for- stjóri Sjómælinga rikis- ins, Hannes Hafstein, framkvæ mdastjóri Slysa- varnafélagsins, Haraldur Henriksson, sakadómari, Helgi Hallvarðsson, skip- herra, Jön Magnússon, lögfræðingur Landhelgis- gæslunnar, Siguröur Giz- urarson, sýslumaður, og Þorsteinn Þorsteinsson, flugvélaverkfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Eins og sjá má af þess- ari upptalningu mun Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, hafa úr vöndu að ráða þegar hann innan skamms tek- ur ákvörðun um hver hreppir hnossið. Davfd og Ragnar í laxveiði ■ Sjálfstæðismenn I borgarstjórn hafa Itrekað haldið því fram að þeim sé ekkert aö vanbúnaöi að mæta á fundi i sumarleyfi borgarstjórnar, og reynd- ar gefið í skyn að þeir séu boðnir og búnir að mæta hvenærsem er, hvort sem er að nóttu eöa degi. Einhverra hluta vegna háttaði þvi samt svo, að siöasta fundi fræösluráðs varö aö fresta, þar sem aðeins einn sjálfstæðis- maður af öllum aöal- og varafulltrúum gat mættá hann. Á nylegum aukafundi borgarstjórnar var frammistaðan þó snöggt- um skárri. Þar voru mættír sjö fulltrúar fyrir sjálfstæðismenn, en að visu var meira en helm- ingur þeirra varaborgar- fulltrúar. Davið Oddsson, oddviti sjálfstæöismanna i borg- arstjórn, var einn af þeim aöalfulltrúum I fræðslu- ráði og borgarstjórn sem var fjarri góðu gamni. Samkvæmt heimildum Dropa ganga laxveiðar hans I ónefndri laxveiðiá norður i landi fyrir borg- armálefnum að sinni, en hann er sagður dvelja þar I góðu yfirlæti ásamt Ragnari Júliussyni, vara- borgarfulltrúa. Krummi... ....heyrði nýtt orðatil- tæki í gær, sem sé: „Nú er þaö súrt, maður”!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.