Tíminn - 30.07.1981, Page 3
Fimmtudagur 30. júll 1981 . -
fréttir
FJðGllR 250 BRÚTTÓLESTA
TOGSKIP KEYPT FRÁ HULL
■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur
rnælt með þvi við viðsliiptaráðu-
neytiö að fjdrir útgerðaraðilar
hér á landi fái að kaupa þau fjög-
ur bresku togskip frá Hull, sem
hafa nokkuð verið til umræðu að
undanförnu. Er hér um að ræða 5-
' ára gömul skip, um 250 brúttó-
lestir að stærð, og er verð þeirra
hvers um sig nálægt 5 milljónum
króna.
Þeir aðilar sem lagt er til að fáí
að kaupa skipin eru: Söltunarfé-
lag Dalvikur, Garðskagi Garð-
inum, Heimaskagi Akranesi og
Sjólaxastöðin Hafnarfirði. Lang-
lánanefnd mun f jalla um kaupin á
þessum skipum, en þau munu
fjármögnuð nær eingöngu með
erlendum lánum og ekki koma
nálægt Fiskveiðasjóði. Sam-
kvæmt heimildum Timans rnun
rikisstjórnin búin að leggja bless-
un sina yfir þessi kaup.
Kaupin a þessum bresku tog-
skipum og sú endurnýjun sem
felst i þeim fellur innan þess
ramma sem sjávarútvegsráðu-
neytið hefur sett, sem miðar aö
þvi að fiskiskipafloti landsmanna
standi í stað þegar litið er á
fjögurra ára timabil. Arið 1981 er
fyrsta árið á þvi timabili.
I rökstuðningi sjávarútvegs-
ráðuneytisins fyrir kaupum tog-
skipanna er vfsað til samþykktar
rikisstjórnarinnar frá fyrra ári
hvað skip Dalvikur varðar. í
þeirri samþykkt var þeim heimil-
aö að kaupa nýtt skip gegn þvi
loforði að Arnarborgin EA 316
veröi tekin úr notkun. Skip Dal-
vikinga verður aðallega notað til
rækjuveiða.
Hvað skip Garðsbúa og Akur-
nesinga varðar er visað til niður-
stöðu nefndar sem kannaði hrá-
efnisþörf og atvinnuvandamál.
Telur hún brýna þörf á skipum til
þessara staða.
1 umsögn um skip Sjólaxa-
stöðvarinnar i Hafnarfirði kemur
fram að ráðuneytið hafi ekkert
við þau kaup aö athuga, enda hafi
fyrirtækið tekið tvö fiskiskip úr
notkun sem samtals eru 225
brúttólestir.sem vegiuppá móti.
Þau skip sem hér um ræöir eru:
Glen Moreston, Glen Coe, Glen
Carron og Glen Urquhart. —Kás
Landsmót skáta á Akureyri:
Matareitrunin reynd-
ist vera
kveisa
■ A timabili var haldið að
matareitrun hefði stungið sér nið-
ur á Landsmóti skáta sem haldíð
er þessa vikuna i Kjarnaskógi
fyrir utan Akureyri, eftir að þrá-
látur niðurgangur hafði herjað á
u.þ.b. 20 mótsgesti. Þeir sem
verst urðu úti voru lagðir inn á
„heiisuhæli”sem komið var upp i
svokölluðum Hvömmum. Viö
nánari athugun, eftir að héraðs-
læknirinn komst i spilið, kom i
Ijós að aðeins var um að ræöa
venjulega magakveisu.
„Þetta var aðallega bundið við
eitt félag, en krakkarnir úr þvi
komu einum sólarhring of
snemma á mótsstað, og höfðu þvi
ekki nógu staðgóða fæöu til að lifa
á. Læknirinn hefur úrskurðað að
þetta hafi einungis verið maga-
kveisa sem stafaði af lélegu
mataræði áður en þau komu á
mótið, og eins þreytu og stressi”,
sagði Tryggvi Marinósson, tjald-
búðastjóri mótsins. Aður en þetta
kom upp hafði heilbrigðiseftirlitið
litið á aðstæður á mótsstað, og
ekkert haft við þær að athuga.
Mikiö er að gera hjá þátttak-
endum á mótinu og góð þátttaka i
dagskrá. Er m.a. boðið upp á 30
klukkustunda „hæk”. Hins vegar
er dagskráin erfið fyrir þá sem
leggja sig alla fram. „Þess vegna
ætlum við að leyfa öílum að sofa
út i fyrramálið, svo allir móts-
gestir geti hvilt sig reglulega
vel”, sagði Tryggvi i samtali við
Timann i gær.
—Kás
veiðihornið ~ --'zb " , s
ABC sjónvarpsstöðin gerir
þátt um íslenskar laxveiðar:
Þekktur veiðimað-
ur með í förinni
— þátturinn tekinn upp við
Miðfjarðará
■ Fjölmennt lið tæknimanna og
leikara dvaldi við Miöfjarðará
fyrir skömmu er þar var tekinn
upp þáttur um islenskar laxveið-
ar fyrir vinsælan sjónvarps-
myndaflokk ABC sjónvarps-
stöðvarinnar i Bandarikjunum.
Með i förinni var Erine Schwie-
berg en hann er einn af þekktustu
stangveiðimönnum Bandarikj-
anna.
Aðspurður sagði Jón Gunnars-
son i Laxahvammi að þetta lið
hefði ekki veitt mjög mikið af lax,
mestur hluti timans sem þau voru
hér hafi farið i sviðsetningar.
Leikarar þéir sem með voru i för-
inni eru ekki kunnir Islendingum
en þeir leika aðallega fyrir sjón-
varp i Bandarlkjunum.
Jón sagði okkur að veiðin i ánni
hefði verið að glæðast að undan-
■ Þaðerbúiðað vera lif og fjör á skátamótinu á Akureyri, þrátt *yr>r aft magakveisa hafi hrjáft
nokkra þátttakendur. Timamynd: Hansi.
förnu, en nú væru komnir á land
440laxar og sá stærsti 19 pund að
þyngd en hann hefði erlendur
veiðimaður fengið.
600 laxar
úr Grimsá
Nú hafa veiðst i Grimsá um 600
laxarenþað er mun betri veiði en
var á sama tima i fyrra. 10 stang-
ir eru i ánni en laxinn er þetta 8-10
pund að stærð að meðaltali.
Stærstu laxana úr ánni, tvo 18
punda, hafa tveir nafnar fengið
Gunnar G. og Gunnar Árnason.
Er við höfðum samband við
veiðihúsið i gær var þar sól og
blíða, eða lélegt laxveiðiveður, en
samt höfðu fengist þar tveir 14 og
15 punda laxar um morguninn.
—FRI
BÆNDUR
RZ. SLÁTTUÞYRLURNAR
KOMNAR
2 STÆRÐIR Kr. 11.159 - kr.12.789
VINNSLUBREIDD
135og165sm
Margra ára reynsla tryggir gæðin,
Mestsetda sláttuþyrlan íáraraðir.
Fullkomin varahlutaþjónusta.
Kaupfélögin
um allt land
gsVEIADEILD
? SAMBANDSINS
Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900
f HALLARMÍI/LAMEGIN)