Tíminn - 30.07.1981, Side 5
Fimmtudagur 30. júll 1981
5
fréttirl
Astæðan fyrir skemmdu mjólkinni í byrjun júlí:
KÓLfGERLAR VEGNA BILUN-
AR í GERILSNEYÐINGARTÆKI
II í gær gaf „samstarfshópur um
mjólkurmál”, sem skipaöur var
um miðjan þennan mánuö, Svav-
ari Gestssyni, heilbrigöisráö-
herra, skýrslu um ástand mjólkur
á sölusvæði Mjólkursamsölunnar
i Reykjavik. 1 henni eru gefnar
hugsanlegar skýringar á astæö-
um fyrir hinni skemmdu mjólk
sem barst frá Samsölunni i byrj-
un þessa mánaðar.
Samstarfshópurinn kemst að
þeirri niðurstöðu að ýmsu sé
ábótavant i framleiðslu og
vinnslu mjólkur á Samsölusvæð-
inu. Hið sérstaka ástand sem
skapaðistf byrjun þessa mánaðar
og stóð fram i miðjan mánuðinn
telur hann hins vegar að stærst-
um hluta mega leiða til bilunar i
gerilsneyðingartæki Mjólkur-
samsölunnar, en „tækinu var
haldið i gangi megin hluta mán-
aðarins, þrátt fyrir að fyrir lægju
upplýsingar um bilun”, eins og
segir i skýrslunni.
Skýrsla samstarfshópsins er
itarleg og löng. Verður hér getið
helstu efnisatriða. 1 upphafi er
tekið fram að þótt ekki séu liðin
nema átta ár frá gildistöku reglu-
gerðarinnar um mjólk og mjólk-
urvörur, þá hafa á þeim tima orð-
ið verulegar breytingar á fram-
leiðslunni, og einnig dreifingu og
sölu mjólkur. „Er svo komið, að
illmögulegt virðist að framfylgja
vissum ákvæðum reglugerðar-
innar. Þær breytingar, sem hér
skipta höfuðmáli, eru breyttir
viðskiptahættir, t.d. lokanir
verslana á laugardögum og
sunnudögum á stórum hluta sölu-
svæðisins, sem hefur i för með
sér, að ekki er lengur unnið yfir
helgar i mjólkurstöðvum, að sögn
forráðamanna stöðvanna.”
Ástand og búnaður fjósa
slæmur
1 þeirri miklu umræðu sem átt
hefur sér stað undanfarið um
gæði mjólkur hefur litið verið
komið inn á sjálfa framleiðslu-
staðina, þ.e. fjósin. Segir i skýrsl-
unni að „misbrestur þar verði
ekki bættur i vinnslunni.”
Er bent á það að gæði mjólkur
eins og hún kemur frá bændum sé
miklu betri i Noregi en á íslandi,
þrátt fyrir að aðstæður séu mjög
svipaðar i báðum löndunum.
„Fer ekki milli mála að gæði
mjólkur við innviktun eru til
muna betri i Noregi en hér á
landi. Það er skoðun samstarfs-
hópsins að orsaka gæðarýrnunar
mjólkur sé að verulegu leyti að
finna i slæmu ástandi og búnaði
fjósa, skorti á þrifum og aðhalds-
leysi hjá litlum hluta framleið-
enda, sem þó hafa veruleg áhrif
vegna blöndunar mjólkur i mjólk-
urflutningum.”
...„Samstarfshópurinn er enn-
fremur þeirrar skoðunar að stór-
lega vanti á fræðslu um gildi og
nauðsyn góðs hreinlætis við
mjólkurframleiðslu en það er
frumskilyrði til þess að unnt sé að
tryggja góða og holla mjólk og
mjólkurvörur.”
Auk þess gagnrýnir samstarfs-
hópurinn mjólkurflutninga frá
framleiðendum til mjólkur-
stöðva. Aðalreglan i þvi sam-
bandi mun vera að mjólk sé sótt
þrisvar i viku. __
Hins vegar kom i ljós að i viss-
um tilvikum er mjólk eingöngu
sótt tvisvar i viku. „Með þessu
fyrirkomulagi verður mjólk
miklu eldri en reglur leyfa áður
en gerilsneyðing fer fram.”
Allar stöðvarnar forhita
mjólkina — sem er þó
bannað
Þá er minnst i skýrslunni á
þannháttsem mjólkurstöðvarnar
hafa allar tekið upp, sem er að
forhita mjólkina, sem samkvæmt
núgildandi reglugerð er ekki
leyft. Leggur samstarfshópurinn
til að framvegis verði framfylgt
banni við forhitun mjólkur, og
engar undanþágur gefnar, „nema
mjólkurstöðvar sanni gildi og
nauðsyn forhitunar.”
Næst er fjallað um dagstimplun
mjólkurinnar. Samkvæmt reglu-
gerð er heimilað að dagstimpla
mjólk þrjá daga fram i timann,
eftir að gerilsneyðing hefur átt
sér stað. Mjólkursamsalan hefur
þó i sumum tilfellum gengið
lengra og stimplað mjólkina
fimm daga fram i timann. Leggur
samstarfshópurinn til að allar
undanþágur verði felldar úr gildi,
og ákvæði reglugerðarinnar verði
haldin.
Kóligerlar og bilun i
gerilsneyðingartæki
Að svo búnu fjallar samstarfs-
„Adalskað-
valdurinn
er 3ja flokks
mjólk”
— segir Gudlaugur Björgvinsson,
forstjóri Mjólkursamsölunnar
■ ,,Ég legg mikla áherslu á, að
þaö sé ekkert sem bendi til aö
þetta eina atriöi skýri allt máliö.
En bilunin i gerilsneyöingartæk-
inu er aö einhverjum hluta
skýringin. Aöalskaövaldurinn er
3. flokks mjólk sem okkur berst”,
sagöi Guölaugur Björgvinsson,
forstjóri Mjólkursamsölunnar i
Reykjavik, i samtali viö Timann i
gær, þegar bornar voru undir
hann niöurstööur samstarfshóps
um mjólkurmál sem nú hefur
skilað áliti slnu.
„Miðað við það að við fáum gott
hráefni, þá getur slik bilun
skemmt gott hráefni. En hins
vegar er á það aö lita, að þó tækin
séu góð og engin bilun I þeim, þá
getur það ekki bætt lélegt hrá-
efni.”
Sagðist hann geta fallist á að
e.t.v. hefði veriö ástæða til að
taka hið bilaða gerilsnéyðingar-
tæki fyrr úr notkun. Hins vegar
hefði allt verið gert til að komast
fyrir bilunina. Tækið hefði verið
margrifið i sundur, en hið sanna
hefði ekki komið i ljós fyrr en um
siðustu helgi, þegar sérfræðingur
frá framleiðendum vélarinnar
hefði komið hingað til lands.
—Kás
hópurinn sérstaklega um
skemmdu mjólkina i júli. Telur
hann einkum þrjár megin ástæð-
ur fyrir henni. Aðalorsökin er þó
bilun i gerilsneyðingartæki Sam-
sölunnar, sem minnst var á hér
að framan.
Kemur fram að kóligerla varð
fyrst vart i Mjólkursamsölunni i
Reykjavik þegar i marsmánuði
s.l. „Endurteknar ræktanir i april
til og með júni úr gerilsneyðing-
artæki sýndu jákvæða ræktun á
kóligerlum, auk þess sem heild-
argerlafjöldi jókst. Verst var
ástandið á timabilinu 1.-14. júli
Lá ljóst fyrir, að viðkomandi ger-
ilsneyðingartæki var bilað og var
reynd viðgerð á þvi fyrri hluta
mánaðarins, sem ekki tókst.
Hefði verið nauðsynlegt að taka
tækið strax úr notkun þegar ljóst
var að um var að ræða eftirsmit,
en slikt var ekki gert fyrr en 19.
júli”, segir i skýrslunni.
Það var ekki fyrr en um siðustu
helgi að bilunin fannst eftir að er-
lendur sérfræðingur frá framleið-
endunum kom hingað til lands.
Aðrar ástæður sem nefndar
eru: „Minnkandi geymsluþol
vegna þess að á heitari árstimurp
verða öll vaxtarskilyrði gerla í
mjólk og mjaltabúnaði mun betri
og þá sérstaklega vaxtarskilyrði
hitaþolinna gerla, sem yfirleitt
lifa gerilsneyðingu.”
Einnig: „Mannleg mistök.” Er
upplýst að 2. júli hafi tveimur bil-
förmum frá Selfossi með 3. flokks
mjólk, sem fara hefðu átt i annað,
verið blandað saman við nýja
mjólk. Fleiri mistök af svipuðum
toga eru nefnd.
Eftirlit
verði hert
Að endingu leggur starfshópur-
inn til að eftirlit verði stórlega
hert með öllum þáttum mjólkur-
vinnslunnar. Bæði i sjálfum
mjólkurstöðvunum, og einnig i
fjósum bænda, mjólkurflutninga-
bilum og viðar. „Komið verði á
föstu samstarfi opinberra eftir-
lits- og rannsóknaraðila annars
vegar og mjólkurstöðvanna hins
vegar með það fyrir augum að
tryggja virkara mjólkureftirlit
bæði á vegum mjólkurstöðvanna
sjálfra og á vegum hins opin-
bera.”
1 lokaniðurstöðum segir:
„Framangreindar niðurstöður
má ekki túlka svo, að ástæðna
fyrir gallaðri mjólk sé eingöngu
að leita hjá framleiðendum og
vinnsluaðilum. Hér eiga opin-
berir eftirlitsaðilar lika hlut að
máli vegna aðhaldsskorts, sem
brýnt er að bæta úr.”
—Kás
Skoðið SNÆFELLSNES
sem erjrœgtfyrir stórbrotið
og fagurt landslag
a\\an
dagin*1- , har sem *P1
Þ*g»eg setusto P
vatp*
SJÓBÚÐIR H/F
Ólafsvík
Stmar (93)6300 og 6315