Tíminn - 30.07.1981, Page 7

Tíminn - 30.07.1981, Page 7
Fimmtudagur 30. júli 1981 7 erlent ytirlft ■ FÁTT gerðist eftirminnilegra tiðinda á fundi æðstu manna sex rlkustu vestrænu rikjanna og Japans,sem haldinn var f Ottawa i fyrri viku. Sum blöðin höfðu að fyrirsögn eftir fundinn: Tiðinda- laust á vesturveldafundinum. Sennilega hafa fyrirsagnahöfund- arnir þá haft i huganum bókar- heitið alkunna: Tiðindalaust á vestur vigstöðvunum. Aðalumræðuefni fundarins voru efnahagsmál og sameigin- legar aðgerðir þessara rikja til að hamla gegn efnahagskreppunni, sem m.a. veldur þvi, að saman- lögðtala atvinnuleysingja i þeim er nú talin milli 20-25 milljónir. Tilkynning frá fundinum ber þess merki, að ekkert samkomulag var um sameiginlegar aðgerðir. Kanslari Vestur-Þýskalands, forseti Frakklands og forsætis- ráðherra Italiu og Kanada lögðu Schmidt og Reagan á Ottawafundinum. Schmidt fékk langþráð bréf Reagan lofaði bréflega að hefja viðrædur fast að Bandarikjaforseta að lækka vextina, þvi að þeir ættu verulegan þátt i óhagstæðri efna- hagsþróun i' löndum þeirra. Reagan sat hins vegar fast við sinn keip og sagði háu vextina nauðsynlega enn um sinn, en þeir yrðu lækkaðir strax og fært þætti, ef til vill fyrir næstu árslok. Hann gaf þó ekkert ákveðið loforð um * það. 1 yfirlýsingu, sem birt var eftir fundinn, kemur fram þessi af- staða Bandarikjanna og jafn- framt gagnrýni Vestur-Þjóðverja og Frakka á henni. Samkvæmt þvi, sem hefur hler- ast frá fundinum, hófu Helmut Schmidt og Mitterrand umræður um þetta mál, en Reagan svaraði með ræðu,sem sérfræðingar hans höfðu undirbúið og vandað sig við. Reagan fluttiræðu sina vel að vanda og var i senn mjúkmáll og ákveðinn. Haft er eftir Regan fjármálaráðherra, að þrátt fyrir snjallan málflutning hafi Reagan bersýnilega talað fyrir daufum eyrum. Einn stuðningsmann átti Reag- an á fundinum i efnahagsmálum, Margaret Thatcher. Hún er sögð hafa komið honum hvað eftir ann- að til hjálpar, þegar þjóðarleið- togarnir ræddust við, án þess að sérfræðingar þeirra væru við- staddir.Reaganbarlika mikið lof á Thatcher eftir fundinn. 1 stuttu máli sagt, breytti fund- urinn engu i éfnahagsmálum. Þau haldast áfram í sama fari og áður. Sérfræðingar spá auknu at- vinnuleysi i hinum vestræna heimi. Næsti fundur, sem er hinn átt- undi i röðinni slikra funda verður haldinn að ári i Paris. Margir vænta þess, að þá hafi Mitterrand eitthvað nýtt að segja. ANNAÐ aðalmál fundarins var að ræðaumaðstoörikra þjdða við þróunarlöndin svonefndu. Trud- eau forsætisráðherra hafði unnið kappsamlega að undirbúningi þessa máls og lagt áherslu á, að frá fundinum kæmi fyrirheit um aukna aðstoð. Mitterrand hafði snúist eindregiðá sveif með hon- um. Helmut Schmidt og forsætis- ráðherra Italiu og Japans voru einnig jákvæðir, en létu Trudeau og Mitterrand hafa forustuna. Reagan var mjög tregur til að gefa nokkurt fyrirheit um þessi mál, enda fyrirætlun rfkisstjdrn- ar hans að draga frekar úr um- ræddri efnahagsaðstoð Banda- rikjanna enað auka hana.Eins og áður fékk hann stuöning frá Margaret Thatcher. Niðurstaðan varð sú, að í yfir- lýsingunni frá fundinum segir, að þjóðarleiðtogarnir væru þvi fylgj- andi aö viðræður færu fram um þessi mál milli fulltrúa rikra þjtíða og fátækra.en ekkert fyrir- heit var gefið um aukna aðstoð. Þeir Trudeau og Mitterrand munu hafa talið þetta hálfan sig- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ur og vonast til, að þetta haii heldur jákvæð áhrif á fund þróun- arrfkjanna, sem haldinn verður i Mexikó i' haust. Reagan hefur lrfað að ávarpa þann fund, en hliðstættloforð hef- ur enn ekki fengist frá Brésnjef. Þótt niðurstaðan af Ottawa- fundinum yrði i stórum dráttum, eins og hér hefur verið rakið, er hann talinn hafa haft heppileg áhrif að þvi leyti, að þjóðarleið- togarnir kynntustog yfirleittmun hafa farið vel á með þeim. Þetta getur átteftir að hafa talsvert að segja. MARGIR þekktir fréttaskýr- endur,einsog Henry Brandon hjá Sunday Times, telja aö merkasti atburðurinn i' sambandi við fund- inn, hafi gerst utan hans. Fyrir fundinn fékk Helmut Schmidt sérstakt bréf frá Reagan, en það var ekki birt fyrr en eftir fundinn. Aðalefni þessa bréfs var á þá leið, að hann hefði ákveðið að hafa alit tilbúið af hendi Banda- rikjanna til að hefja viðræður við Sovétrikin um takmörkum með- aidrægra eldflauga i Evrópu á timabilinu frá 15. ndvember til 15. desember. Eftir það myndi ekki standa á Bandarikjamönnum að hefja viðræður. Af hálfu Bandarikjastjörnar hefur ekki verið gefið áður ná- kvæmlega timasett loforð um að hefja þessar viðræður. Það hefur valdið mikilli d- ánægju i Vestur-Evrtípu hversu mjög þessar viðræður hafa dreg- ist á langinn og Bandarikjastjórn verið kennt um, þvi að Rússar hafa sagst vera tilbúnir. Þessi dráttur hefur reynst góð- ur reki á fjörur svonefndra frið- arhreyfinga i Vestur-Evrópu. Það er mat ýmissa fréttaskýr- enda,að þetta bréf Reagans muni heldur styrkja erfiða stöðu Schm- idts I þessum málum. Það sýni , að Reagan haf i látáð undan þrýst- ingi frá honum. ■ . Leiðtogarnir á Ottawafundinum sátu boð kanadiska landstjór- ans. Hér sést Schmidt vera að sýna honum, Reagan og Thatcher likamsæfingar. Bani-Sadr flú- inn til Parísar I Frakkar höfnuðu i gær þeirri kröfu iranskra stjórn- valda, að Bani-Sadr, fyrrver- andi forseti tran, yrði fram- seldur til heimalands si'ns. Bani-Sadr kom i gærmorgun tilherfhigvallar skammtfyrir utan Paris, i iranskri herflug- vél, og baðst hann hælis, sem pólitiskur flóttamaður, i Frakklandi. Frönsk stjórnvöld hafa veitt honum landvistarleyfi, meö þvi skilyrði, að hann blandi sér ekki i stjórnmál. Bani-Sadr tókst að flýja frá tran i gær, með aðstoð stuðn- ingsmanns sins úr íranska flughernum, sem tók herflug- vél traustataki, til þess að flytja forsetann fyrrverandi. Viðkomandi flugmaður fór á loft undir þvi yfirskyni, að hann væri að fara i reglu- bundið æfingarflug. t viðtali, sem fréttamaöur átti við Bani-Sadr, í ibúðhans i einu af úthverfum Parisar, sagði hann að flottinn hefði reynst mögulegur vegna að- stoöar vinstri-manna I tran. Bani-Sadr hefur verið i fel- um i tran, allt frá þvi honum var steypt af stdli fyrir meir en mánuði Hann sagði i gær, að óeirð- irnar i tran undanfarið, sýndu að iranska þjóðin væri ákveðin i að koma Khomeini og stuðn- ingsmönnum hansfrá völdum. Sagðist forsetinn fyrrverandi ákveðinn i að dvelja i Frakk- landi, þar til lýðræði heföi verið endurreist i heimalandi hans. Loftbardagar yfir Líbanon I gær kom til loftbardaga milli israelskra og sýrlenskra orrustuþota yfir norðanveröu Libanon og báðir aðilar segj- ast hafa skotið niður eina af flugvélum andstæðingsins. Báðir aðilar halda þvi hins vegar fram, að allar þeirra vélar hafi komiðtilbaka, heilu og höldnu. Sýrlendingar viðurkenndu i gær, að ein flugvéla þeirra hefði orðið fyrir skoti. Israelar halda þvi fram, að vélar þeirra hafi verið á könn- unarflugi yfir Lfbanon, þegar sýrlenskar herþotur hafi ráð- ist á þær. Á þriðjudag gáfu Sýrlend- ingar út þá yfirlýsingu, aö ef tsraelar ekki hættu könnunar- flugi sinu yfir Libanon, væru þeir reiðubúnir til þess að skjóta flugvélar þeirra niöur. tsraelar segja þessi könn- unarflug si'n ekki vera bönnuð i þvi vopnahléssamkomulagi, sem komst á milli tsraela og Palestinumanna i Libanon i siðustu viku. Begin, forsætisráðherra tsrael, sagði i gær, að það sem gerðist hefði verið sjálfsvöm af hálfu tsraela og hann bætti við, að hann hefði gert Banda- rikjamönnum það ljóst, að þessi könnunarflug myndu halda áfram. Jarðskjálfti í íran tranir sendu i gær frá sér hjálparbeiðni, þar sem sér- staklega er farið fram á send- ingar á björgunarliðum, lyfja- vörum og tjöldum til landsins, eftir að miklir jarðskjálftar gengu yfir suð-austurhluta landsins og ollu miklu tjóni. Fregnir af jarðskjálfta- svæöinu eru enn óljósar, en talið er aö um sjö hundruð manns, að minnsta kosti, hafi týnt lifi i skjálftanum. útvarp- ið i Teheran hafði i gær eftir háttsettum embættismanni, að liklega væri tala látinna á milli fjögur og fimm þúsund. Franska fréttastofan sagði i gær, að björgunaraðgerðir gengju treglega á jarð- skjálftasvæðinu, þar sem það væri bæði fjöllótt og að auki eyðimerkursvæði. Birgðir væri hins vegar unnt að flytja þangað meö þyrlum. PÓLLAND: Stutt verkföll áttu sér stað I Varsjá og viðar i Pól- landi, en þau eru liður I mótmælum launþega I Póllandi gegn hertri skömmtun á matvælum. BRETLAND: Prinsinn af Wales, rikisarfi Bretlands, gekk I gær að eiga lafði Diönu Spencer, I dómkirkju heilags Páls I London. Um þrjú þúsund manns voru viðstödd athöfnina i kirkjunni sjálfri, en talið er að hálf milljón manna hafi staðiö meöfram leið brúðhjónanna milli Buckingham-hallar og kirkjunnar og að um milljarður manna hafi fylgst meö i útvarpi og sjónvarpi. AFGANISTAN: Fregnir frá Kabúl, höfuðborg Afganistan, segja að nemar i þjálfunarsveitum stjórnarhersins I Afganistan hafi efnt til mótmæla I borginni, vegna þess að þeir hafi verið notaðir i bardögum við skæruliða stjórnarandstöðu landsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.