Tíminn - 30.07.1981, Síða 20
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
VARAHLUTIR
Sendum um land allt.
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30.
Skemmuvegi 20.
____Kópav og i_
HEDH
Mikiö úrval
Opið virka daga
9-19 • Laugar-
daga 10-16
HEDD Jí,
3t \iimaM
Fjórhjóladrifnar dráttarvélar
70 og 90 ha.
Kynnið ykkur verð og kosti
BELARUS
Guðbjörn Guðjónsson
heildverslun
Fimmtudagur 30. júli 1981
B Norræn menningarkynning,
undir heitinu Scandinavia Today,
mun hefjast iseptembermánuöi á
næsta ári, í fjórum stórborgum
Bandaríkjanna. Veröur þetta
allsherjar menningarkynning,
þar sem kynnt veröur þaö sem
Noröurlönd hafa upp á aö bjóöa i
þeim efnum. Mun kynningin
samanstanda af myndlistarsýn-
ingum.bæöi nýlistarsýningum og
sýningum á verkum eldri lista-
manna, ijósmyndasýningu, graf-
iksýningum, hönnunarsýningu og
textil-sýningu. Auk þess veröur
mikil kynning á tónlist á Noröur-
löndum, svo og þvi sem þar er aö
gerast i leikhúsi.
Undanfarin ár hafa menningar-
kynningar af þessu tagi veriö
haldnar í Bandarikjunum, og
hefur á þann hátt veriö kynnt
menning Belgiu, svo dæmi’ sé’
nefnt.
Hér á fandi er nú staddur
prófessor Kurt Varnedoe, sem
kennir listasögu viö listasöguhá-
skólann i New York. Hann veröur
umsjónarmaöur sýningar á verk-
um norrænna listmálara frá
timabilinu fyrir og eftir siðustu
aldamót, en sýning þessi veröur
þáttur i Scandinavia Today.
Að ná samtengdri sýn-
ingu.
„Ég get litiö sagt um það enn,
hvernig sýningin veröur saman-
sett”,sagöi prófessor Varnedoe, i
viðtali viö Timanni gær, „enda er
ég nú aö byrja kynnisför mina um
Norðurlöndin. A næstunni mun ég
skoöa verk þeirra listamanna,
sem taldir eru koma til greina, og
að þvi loknu mun ég hafa skýrari
hugmyndir um uppbyggingu
sýningarinnar.
■ Prófessor Varnedoe skoöaöi i gær Asgrimssafn, en hann kom til landsins á þriöjudag og veröur hér
fram að hclgi. Timamynd: Róbert.
ISLENSKT LANDSLAG
Á MENNINGARKYNNINGU
rætt við prófessor Varnedoe, sem nú velur myndverk á sýningu
í Bandaríkjunum
Mér er þó ljóst, að eitt helsta
vandamálið verður að ná saman
sýningu, sem er samtengd og
verkar heilsteypt. Þetta verða
verk listamanna frá fimm lönd-
um og verður þvi iiklega ekki
auðvelt að velja þá saman.
Ég hef hug á þvi að sýningin
ger: nokkuð góð skil þeim hrær-
ingum, sem áttu sér stað bæði i
valiviðfangsefna og stil, á siðustu
áratugunum fyrir aldamót og
fyrstu áratugum eftir þau. Til
dæmis þróuninni frá þeim real-
isma, sem var rikjandi skömmu
fyrir aldamót.
íslenskt landslag
f fljótu bragði sýnist mér að
verk íslenskra listamanna verði
að mestu landslagsverk. Þróun
mynlistar varö svolitið önnur hér
hjá ykkur, heldur en á öðrum
NorCwrlöndum. Ýmsar hræringar
bárust hingað svolitið si'ðar, enda
upphófst málaralist hér siðar.
Það verður þessi sérkennilega
lýsing í i'slensku landslagi, sem
verður meginatriðið, að því mér
sýnist.
Að sumu leyti er það timabil,
sem valið var, ekki heppilegt,
með tilliti til þess að sýna hið
besta i islenskri málaralist. Það
var ekki fyrr en eftir fyrri heims-
styrjöld, að islenskir málarar
unnu þau verk, sem ef til vill eru
áhugaverðust fyrir aörar þjóðir.
Annars er þetta ekki bundið þvi
að listamaðurinn sé metinn hátt
heima fyrir. Ekki endilega. Það
er ýmislegt, sem heimamenn
hafa ef til vill metiö sem stað-
bundið, talið að hefði ekki gildi til
sýningar utan iandsteina, sem
einmitt á erindi i menningar-
kynningar af þessu tagi”.
Byrjar i Washington DC
Sýningin.sem prófessor Varne-
doe veitir forstöðu mun verða
opnuð i september á næsta ári, i
Corcoran i Washington DC. Siðar
verður sýningin svo flutt i
Brookljy listasafniö i New York.
Menningarkynningin Scandi-
navia Today fer annars fram i
fjórum stórborgum Bandarikj-
anna. Auk Washington og New
York verða þaö Chicago og
Minneapolis.
fréttir
óeirðir á
Al þýðublaði
■ Blaóstjórn Alþýðu-
blaðsins stöðvaði útgáfu
þess i gær og á fundi
hennar með fram-
kvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins i gærkvöld,
mun hafa verið ákveðið
að blaðið kæmi ekki
heldur út i dag.
Astæða þessarar
stöðvunarmun vera sú,
aö efni blaðsins hafi, að
mati blaðstjórnar, ekki
verið birtingarhæft.
Ekkert af þessu „ó-
birtingarhæfa” efni
hefur verið gert opin-
bert, utan leiðari blaðs-
ins, sem hafði verið
sendur rikisútvarpi til
upplestrar áður en
blaðið var stöðvað og
gleymdist að afturkalla.
Var þvi útdráttur úr
honum lesinn i morgun-
útvarpi i gær.
Upphaf leiðarans
hljómaði svo, efnislega:
Innan Alþýðuflokksins
fara um þessar mundir
fram flóknar umræður
um það, hvort rétt sé að
taka afstöðu með eða
móti fátæka fólkinu sem
er i Verslunarmanna-
félagi Reykjavikur og
öðrum álika verkalýðs-
félögum.
Af þessum sökum
gefst ekki tóm til að rita
leiðara i dag og er þvi
endurbirtur leiðari
dagsins i gær.
Siðan var leiðari
þriðjudags endur-
prentaður.
Málamiðlunarsam-
komulag mun hafa
náðst milli ritstjórnar
blaðsins og blaðstjórnar
i gær, þannig að Al-
þýðublaðið mun að lik-
indum koma út á
laugardag.
Vilmundur Gylfason,
sem nú leysir af Jón
Baldvin Hannibalsson,
ritstjóra Alþýðublaðs-
ins, og fylgismenn hans
munu i gær hafa átalið
blaðstjórn harðlega
fyrir stöðvun út-
gáfunnar, þar sem hún
hafi enga heimild til að
gripa á þann hátt fram
fyrirhendur ritstjórnar.
dropar
Kubbur Dag-
blaðsins
® Dagblaöið skýrði frá
þvi i gær, aö ungum piiti
heföi tekist á rúmum
þremur minútum aö raöa
svokölluöum „töfraten-
ingi” þanuig saman aö
hinar „fjórar hliöar
kubbsins væru hver meö
sinum litnum.”
Dropum þykir þetta vel
aö verki verið hjá pilt-
inum, en stórum meira
afrek veröur það þó aö
teljast hjá Dágblaöinu, aö
verða fyrst allra til þess
aö koma sex hiiöum
kubbs niður i fjórar.
Vinsælar
konur
■ Akureyrarblaöiö gerir
þvi skóna, aö ef gengiö
yröi til bæjarstjórnar-
kosninga núna, þá myndi
kvennalistinn margum-
talaöi þar í bæ fá þvi sem
næst hreinan meirihluta!
Ekki þora Dropar aö
leggja mikiö aö veöi fyrir
þvi aö umrædd könnun sé
marktæk, en niðurstaöa
hennar var sú að Alþýöu-
flokkur fengi 4% at-
kvæða, Framsóknar-
flokkur 15%, Sjálfstæöis-
flokkur (hver þeirra?
—innsk. l’ropar) 23%,
Samtö in i.?% (???), Al-
þýöubandalag 11.5% og
loks kvennalistinn hvorki .
meira né minna en 46%!
Eins og fyrr segir er
ekki vitaö hversu mark-
tæk könnunin er, en hitt
er þó vist að hún veröur
ekki til þess aö draga
kjarkinn úr vaikyrjunum
á Akureyri.
Sælir eru
hógværir...
■ Dr. Ingimar Jónsson,
forseti Skáksambands ts-
lands, fékk sem kunnugt
er ekki vegabréfsáritun
til Bandarikjanna til aö
sitja þar þing Alþjóða
skáksambandsins.
Blaðamaður spuröi dr.
Ingimar, hvort honum
þætti þetta ekki súrt f
brotið og svaraöihann þvl
til, aö svo væri ekki:
„Ég hef mikiö aö gera
hér heima i sambandi viö
skákmótið, og svo sýnist
manni Kortsnoj-deilu-
málið leyst þannig aö þaö
er ekki brýn þörf á mér
vestur”.!!!
Krummi ...
...telur óvenjulegt raun-
sæi i þvi fólgið aö Eim-
skip og Hafskip hyggjast
sameinast uin rekstur
farþegaskips. Kannski
þaö gerist næst, aö Flug-
leiöir og tscargo samein-
ist um Hollandsflug!