Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 14
Erfitt að kyngja? Sagt frá nýjum rannsóknum á sjúkdómum ■ A myndunum sést, hvernig maður kyngir á eölilegan hátt. Hjá þeim, sem þjást af erfiðleikum viö að kyngja, er eitthvað að liffærum i hálsi eða heilastöð, er stjórnar þvi, er maður kyngir. A hverju ári deyja margir vegna köfnunar. f Bandarikjun- um nánar tiltekið i Johns Hopkins háskólanum vinna visindamenn að þvi að rannsaka „kyngingar” sjúkdóma. Þeir telja að mikill hluti þeirra 8.000-10.000 manna, sem árlega deyja i Bandarikjun- um vegna köfnunar, er matur stendur i þeim, hafi þjáðst af tauga- og vöðvasjúkdómum, sem hafi árum saman herjaö á liffæri þau, sem likaminn notar við kyngingu. Visindamennirnir telja að sjúkdómar þessir seu svo hæg- fara að læknar veiti þeim ekki al- mennt athygli, þó að sjúklingar kvarti um máttleysi viö kyng- ingu, og telji aö um sé að ræöa aðrar likamlegar orsakir eða ein- hvers konar taugatruflanir. Visindamennirnir segja að þó aö tiltölulega litiö sé vitað um ,,kyngingar”-sjúkdóma þá hafi þeirfundið upp nýja greiningar- tækni og noti geislamyndavélar til að taka kvikmyndir af kyng- ingunni og einnig eru þeir með nýja meðferð og er þar i nýtt form á mat. Martin V. Donner, prófessor, sem stjórnar þessum rannsókn- um, segir að kynging sé flókið samspil vööva og tauga og þar geti hlutimir fariö úr skorðum eins og annars staöar i líkaman- um. Einnig hafi þessum rann- sóknum hingaö til h'tið verið sinnt, þar sem erfitt sé að finna sinkenni kyngingarsjúkdóma. Maður með kyngingarsjúkdóm likist á margan hátt manni, sem þjáðst hefur af hjartasjúkdómi árum saman, hefur fengið verk fyrir brjóst, öndunarerfiðleika en látið sem ekkert væri og siðan skyndilega fengið hjartaáfall. A likan hátt hefur sjúklingur, sem kafnar, nokkrum árum áöur byrjað að borða hægar vegna þreytu, hefur hóstað og hóstað eftir aö hafa kyngt og ósjálfrátt hallað höfðinu áfram til að eiga hægara meöaðkyngja. Hann hef- ur lfka heldur valið að borða súp- ur og m júka fæðu en kjöt og aðra fasta fæðu.Svo skyndilega kafnar hann er biti stendur i honum. Þetta gerist oftar á veitingahús um en heima. Ef viðkomandi hef- ur drukkiö vin með matnum eru likur á þvi, að taugar i minni og hálsi hafi deyfst af vininu. Um 300 sjúklingar, sem hafa lifaö af eftir að maturhefur staöið fastur i hálsi þeirra, hafa verið rannsakaðir. Rannsóknirnar sýndu, að allir sjúklingarnir nema 12 höfðu vööva- eða tauga- sjúkdóm i' tungunni, gómnum, kokinu, raddböndunum, vélinda eða öörum liffærum sem tengjast kyngingunni. En erfiðleikar við kyngingu geta lika komiðfram hjá börnum, t.d. vegna fæöingargalla. Barn getur fæðst með lömun i radd- böndum og þvi lokast raddböndin ekki, þegar fæöa fer i gegnum hálsinn. En náttúran getur lækn- að slikt en stundum þarf að gera aðgerö. Hjá fullorðnum geta erfiðleik- arnir byrjað meö þvi að viðkom- andi meiðirsig i hcáfði eöa hálsi og þá skaddast heilamiðstöðin, sem stjórnar kyngingu. Æxli, hrörnun tauga og vöðva og ýmislegt annað afbrigðilegt getur einnig haft sin áhrif. 1 samband við kyngingar- erfiðleika getur einnig verið um að ræða að sjúklingurinn eigi i öndunarerfiöleikum, er hann sef- ur, og eigi erfitt með aö tala. Hjá öldruðu fólki og fólki sem hefur fengið hjartaslag getur ver- ið um að ræða að tilfinningataug- arséu skaddaðar. Þetta fólk finn- ur því ekki, þegar fæðan fer niður og getur kafnaö af bita eða fengið lungnabólgu af þvi aö vökvi fer niður i lungun. Læknarnir, sem vinna að þess- um rannsóknum, halda þvi fram að kyngingarsjúkdómar séu oft flokkaðir undir imyndunarveiki og sjúklingar, sem þjást af þeim séu oft sendir til sálfræðinga. En í hálsi slikt er ekki til, segja þeir, og segjast aldrei hafa fyrirhitt manneskju með þessi einkenni, sem þjáðist af imyndunarveiki, allan þann tima, sem þeir hafa unnið að þessum rannsóknum. Venjulega á þetta fólk við sjúk- dóm að striöa sem einkennist t.d. af krampa í kokinu eða sepum i hálsinum. Læknar horfa oft fram hjá kyngingarsjúkdómum vegna þess að erfitt er að greina þá. 1 heilbrigöum manni vinna lif- færin saman eftir að hafa tekið á móti skilaboðum frá heilastöð við að koma fæðunni úr munninum og i magann. Vöðvar og taugar vinna ^man að koma fæðunni rétta leið og hindra að hún fari i öndunarfærin. Nú eru teknar mjög nákvæmar myndir af hverj- um sjúklingi við þessar rann- sóknir. Sumir sjúklinganna þarfnast ef til vill skuröaðgerðar, en mörgum er hægt aö hjálpa með leiðbeiningum. Til dæmis getur það komiö sjúklingi til góða að tyggja matinn mjög vel og halla hálsinum fram.meðan hann borðar. 1 framtiöinni verða sennilega framleiddar sérstakar matvörur fyrir sjúklinga með kyningar- sjúkdóma. Sumir sjúklingar geta alls ekkidrukkið án þess að vökvi fari i lungun og verða þvi að fá alla vökvun i gegnum pipur i gegnum nefið eða beint ofan i maga i gegnum munninn. Verið er að vinna að rannsóknum til aö útbua vökvun i aðgengilegu formi fyrir þessa sjúklinga en rann- sóknir á kyngingarsjúkdómum eru ekki ekki nærri þvi á enda komnar, en þess verður vonandi ekki langt að biða að þeim verði almennt gaumur gefinn. 4 BLÓMIN OKKAR Þríburablóm, Hawai- rós og Gloxinía Kálfalifur með eplum og lauk 4 sneiðar kálfalifur 2 laukar 2 epli hveiti smjör til að steikja úr, papr- ika, salt. ■ Takið utan af laukunum og eplunum. Skerið laukana i þunnar sneiðar og eplin I skif- ur. Veltið eplunum upp úr hveiti. Hitið pönrpi við meðal- hita og bræðiö smjörið og brúnið siöan laukinn og eplin. Takið það siöan upp og haldið heitu. Stráið papriku yfir lifr- ina, veltið henni upp úr hveiti og steikið um 3 min. á hvorri hlið. Saltið siöan og berið fram með lauknum, eplunum, grænmeti og kartöflustöppu. Ostakaka með osti og spægipylsu cgg örlítið salt sitrónusafi 2 matsk. hveiti 1 mat.sk. smjör I laukur 200 g spægipysla 200 g ostur niðursoðin paprika (rauð) | Eggjahvíturnar eru stif þeyttar með saltinu og ö'rlitl- um sitrónusafa. Eggjarauð- urnar og hveitiðer hrært var- lega saman við. Feitin er hituð á pönnu við meðalhita, smátl skorinn laukurinn er hitaður gulbrúnn og siðan er eggja- blöndunni hellt yfir. Þetta er bakaö viö hægan hita og siðan sett yfir eggjakökuna ostur og spægipylsa i bitum og einnig paprikan. Lokið sett á pönn- una og hitað viö vægan hita. Borið fram með grænmetis- salati og brauöi. Eldhúskrókurinn ■ Það er gaman að koma heim með fallega stofujurtog viðvilj- um gjarnan að jurtin stækki og dafni, en þvi miöur er það ekki alltaf þannig. Það fyrsta sem við verðum aö muna eftir, er að jurtin er lif- andi og þó að hún fari vel i dimmasta horni stofunnar, þá getur hún ekki veriö þar til lengdar, þar sem hún fyrst og fremst þarfnast ljóss og lofts. Það eru ljós, hitiog raki, sem eru mikilvæg fyrir vöxt jurt- anna. Ef að litil birta er i stof- unni yfir veturinn, megablómin ekki standa á of hlýjum stað og þaö má ekki vökva þau mjög m ik ið. Y fir sumarið er nóg birta og þá þola blómin meiri hita og meiri vökvun. Þá þurfa þau lika að fá áburð, þvi að þá vaxa þau mikið. Þaö er oft spurt um það, hvort að viss blóm eiga að fá mikla eða litla vökvun. Þetta er mest undir þvi komið, hvar blómineru staðsettistofunniog hvert hitastigið er i stofunni. Jurtimar þurfa misjafnlega mikið vatn og yfirleitt þurfa jurtir meö þunnum blöðum til- tölulega mikið vatn, en plöntur með þykkum blööum, t. d. gúmmitré.þurfa töluvert minna vatn. Jurtir með mjög þykkum blöðum, t.d. tannhvöss tengda- mamma og kaktusar þurfa mjög litla vökvun. Þegar vökvað er á að vikva vel, svo moldin sé blaut i gegn. Ef blómin standa nálægt mið- stöðvarofni er þurra heita loftið ekki gott fyrir þau. Blómin vilja helst vera i rakamettuðu lofti. Notiö ekki of stóra blómapotta undir litil bóm, þar sem þá er hætta á að blómin verði ofvökv- uö. Þaö eru mun fleiri stofu- blóm.sem drukkna af ofvökvun heldur en þau, sem deyja úr þorsta. Moldin i blómapottunum veröur að vera góð og flestir nota nú gróðurmoid sem fæst i morgum verslunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.