Tíminn - 15.09.1981, Page 23

Tíminn - 15.09.1981, Page 23
Þriöjudagur 15. september 1981 Námsflokkar Kópavogs Innritun i Verslunar- og skrifstofudeild fer fram i sima 44391 miðvikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. september kl. 16.00- 19.00. Innritun i almenn námskeið fer fram dag- ana 21.-25. sept. isima 44391 kl. 16.00-19.00. Kennslugreinar: enska, danska, norska, sænska, franska, þýska, spænska, leður- vinna, skrautskrift, bótasaumur, glermál- un, myndvefnaður, trésmiði, leirmótun, myndlist, hnýtingar, barnafata- og kjóla- saumur og vélritun. Forstöðumaður Styrkir til náms i Sviþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám i Sviþjóð námsárið 1982-83. Styrkir þessir eru boðnir fram i mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á i Sviþjóð. Styrkfjárhæðin er 2.600 — sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur i allt að þrjú ár. — Nánari upplýsingar um styrki þessa fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-10391 Stockholm, fyrir 1. desember 1981 og lætur sú stofnun i té tilskilin umsóknareyðublöð. Menntamálaráðuneytið 10. september 1981. Baðverðir óskast til starfa i íþróttahúsinu i Keflavik. Nánari upplýsingar veitir starfstjóri iþróttahússins i sima 92-1771. Bæjarritarinn i Keflavik. Rafmagnshitatúpa Til sölu er 1 árs gömul rafmagnshitatúba 3x6 kg wött með innbyggðum neysluvatns- spiral ásamt öllum aukabúnaði. Upplýsingar i sima 91-53824. Austurland Tómas Arnason, viöskiptaráöherra, og Halldor Asgrimsson, alþingisma eftir töldum stööum: Félagsheimilinu viö Kirkjuból. Fimmtudaginn 17. september kl. 20.30. Reyöarfiröi föstudaginn 18.september kl. 21.00 Húnvetningar Héraðsmót framsóknarmanna i Austur-Húnavatnssýslu verður haldið i félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 10. okt. n.k. og hefst kl. 21. Skemmtidagskrá auglýst siðar. Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur fyrir dansi frá kl. 23-3. Fjölmennið. Framsóknarfélögin. Launþegar Vesturlandskjördæmi Launþegaráð framsóknarmanna Vesturlandskjördæmi heldur fund i Snorrabúð Borgarnesi sunnudaginn 20. sept. og hefst hann kl. 14. Afundinum mætirSteingrimur Hermannsson ráðherra og formaður Framsóknarflokksins og mun hann ræða um efnahags- og atvinnumál. Allt stuöningsfólk Framsóknarflokksins i launþegahreyf- ingunni er velkomiö á fundinn. iþróttir 23 eftir helgina NewYork Cosmos til íslands .1 Þaö er nú frágengið að hið fræga lið New York Cosmos mun koma hingað til lands 11. október næstkomandi og leika við lið Vals á Laugar- dalsvellinum. New York Cosmos mun koma hingað með allar sinar frægustu stjörnur og má þar nefna menn eins og Neskes og Al- berto. Að öllum likindum mun kempan fræga, Pele, sem er eins konar ambassador félagsins verða i för með lið- inu. Valsmenn, sem nú eru staddir i Englandi róa nú að þvi öllum árum að fá hingað til lands irsku knattspyrnu- hetjuna George Best og fá hann til þess að leika með Valsliðinu gegn New York Cosmos. Best er nú staddur á Bretlandseyjum og nota Valsarar þvi tækifærið á meðan þeir eru erlendis til þess að leita eftir samning- um við hann. röp — Birmingham/AB Jón Páll Norður- landa- meistari ■ Jón Páll Sigmarsson, lyftingamaður varð Norður- landameistari i sinum þyngdarflokk á Norður- landamótinu i lyftingum sem haldið var i Stokkhólmi nú um helgina. Jón Páll keppir i 125 kilógramma flokki og þar fyrir ofan. Jón lyfti samtals 890 kg, en það er nýtt Islandsmet i samanlögðum árangri. Hann lyfti mestu þyngd sem lyft var á mótinu er hann lyfti 340 kg. i réttstöðulyftingum og tryggði sér þar með titilinn. Skúli Óskarsson varð að láta sér nægja silfriö i sinum flokki, 75 kg, og lyfti hann 705 kg. sem hann var siður en svo ánægður með. Fjórir aðrir Islendingar kepptu á mótinu, og höfnuðu þrir þeirra i 4. sæti, hver i sinum þyngdarflokki, en það voru þeir Kári Eliasson, Hörður Magnússon og Guð- mundur Eyjólfsson. Mótið þótti heppnast vel og veraspennandi. —AB Valur æfir á Villa Park nú í kvöld Frá Ragnari Erni Péturs- syni — Birmingham — Eng- land/AB ■ Knattspyrnulið Vals, sem mun leika við Aston Villa á Villa Park i Birmingham annað kvöld, var við létta æf- ingu i gærmorgun. 1 kvöld fær liðið að æfa á Villa Park i fljóðljósunum, og verður sú æfing eins konar lokaundir- búningur fyrir leikinn annað kvöld. Búist er við að á milli 30 og 40 þúsund manns komi til að horfa á leikinn og reiknað er með þvi að Bretarnir muni taka leikinn af fullri alvöru og tefla fram sinu sterkasta liði, enda eru flestir knatt- spyrnuunnendur i Bretlandi þess minnugir hvernig fór fyrir enska landsliöinu á móti Noregi nú i siðustu viku. ■ Við gengum hægt i sólar- bliðunni á Eyrarbakka. Kart- öflugrasið var fallið eins og krónan og gengið og saltið á rúðunum minnti okkur á storminn sem nýverið gekk yfir, sem einskonar forleikur að nýjum vetri, og i daufu brosi sólarinnar ókum við af stað i bæinn. Já það var komið haust og ekki unnið i frysti- húsinu, en i staðinn unnu menn i görðum sinum hér og hvar og tóku upp rauðar kart- öflur og gulrætur úr mjúkum sandinum, þvi á þessum stað eins og fleirum, fer lifsbarátt- an fram beggja megin við sjó- varnargarðinn, hvað sem menn annars hafa að segja um breytta tilhögun i þjóðfélag- inu. Þegar við ókum heim, sem leið liggur undir háspennulin- unum til Reykjavikur, fundum við að þetta var mikill dagur. Fyrir fáeinum dögum lagði forseti Islands hornstein að Hrauneyjarfossvirkjun og i dag vigði Halldór E. Sigurðs- son Borgarfjarðarbrúna. Mestu brú landsins i marga áratugi og fjöllin stóöu á önd- inni. Þetta var falleg athöfn i heiðrikjunni, þótt ekki viti ég upp á hár hvaða ritúall á við stórar brýr, en eftir einu tók maður i umfjöllun rikisfjöl- miðlanna, að ekki var minnst einu orði á þá sem unnu fyrir þessari brú, sumsé þjóðina, réft eins og brúin hefði verið smiðuð niðri þingi, sett þar saman og sett niður eins og sólstafur og gefinn::þjóðinni til eilifrar varðveislu. Þvi i dag er það meira virði að kunna að smiða brú, en að borga hana. Já, og það sama skeði raun- ar við Hrauneyjarfoss lika. Yfirmenn peninga héldu ræð- ur. Þingið hafði virkjað, en Reykvikingar hafa liklega tekið eftir þvi, að borgarstjóri þeirra fékk aðeins að sitja á öðrum bekk i vigslu Hrauneyj- arfossa og er þó virkjun þessi sameign rikis og Reykjavik- urborgar, allt eins vel þótt tengivirkin standi i Hvalfirði og virkjunin inn á miðhálend- inu, og borgarsjóri okkar fékk ekki að halda neina ræðu á þessari 210 megavatta náðar- stund miðstýringarinnar. Maður austan af fjörðum gerði það. En kannski má bæta úr þvi. Einnig getur borgarstjórn Reykjavikur minnst þessa á- fanga i rekstri borgarinnar sérstaklega. Þegar komið var niðrundir Gullbringur blasti nýlendan Reykjavik við, og það glamp- aði á spegilsléttan hafflötinn. Þarna varhöfuðborgin með öll sin vandræði, Esjan staröi fram blýgrá með lokuð augun i sólinni. Enn einn dagur var að liða, og mér komu i hug orð Lása kokks, þegar maöurinn spurði hvað þetta fjall héti nú, og benti á Esjuna. — Ég véit það ekki. Það hefur alltaf ver- iö þarna. Og maður fann að það sama gilti um þjóðina, sem enginn skilur. Hún hefur alltaf verið svona og við það situr, hversu oft sem nýr dagur opn- ar augun. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar Maður austan af fjörðum *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.