Tíminn - 03.10.1981, Qupperneq 4
stuttar fréttir
M
■ Frá Fáskrúðsfir&i: Mikil samstaöa um bygg ingar fyrir
aldraöa
Byggt af öll-
um fyrir alla
FASKROÐSFJÖRÐUR: „Þaö
má segja aö þetta sé það
fyrsta sem gert er fyrir aldr-
aða hér á staðnum i þá veru,
að fólk geti búið hér alla sina
ævi”, sagöi Gisli Jónatansson,
kaupfélagsstjóri á Fáskrúðs-
firði. En þar tók Einar Sig-
urðsson, heiðursborgari Fú-
skrúösfjarðar fyrstu skófhi-
stungu að ibúðum fyrir aldr-
aða sunnudaginn 27. septem-
ber s.l.
Við athöfn þessa fhitti sveit-
arstjórinn, Jón B. Sigurðsson
ávarp þar sem hann sagði
m.a. að sllk samstaða hafi
verið um þetta mál, að óhætt
væri að segja, „aö byggt væri
af öllum fyrir alla”.
Gislisagði húsið, sem stend-
ur skammt frá Heilsugæslu-
stöðinni, verða 366 fermetra
að grunnfleti, á tveim hæðum.
Aefri hæðségert ráð fyrir 6 i-
búðum en á neðri hæöinni 2 i-
búðum ásamt félagslegri aö-
stöðu. Þarna sé átt viö íbúðir
sem fólk búi i út af fyrir sig.
Reiknað sé með að húsiö verði
fokhelt I ágúst á næsta ári og
fullgert á árinu 1983.
Aðspurður sagði Gísli geysi-
lega þörf fyrir slikt húsnæði á
Fáskrúðsfirði. Til þessa hafi
aldrað fólk — sem ekki geti
orðið hugsað um sig sjálft —
þurft að fara burt af staðnum.
Sumir hafi farið á elliheimili
til Noröfjarðar enaðrirflutttil
Reykjavikur. „Þetta er þvi
mjög brýnt verkefni”, sagði
Gisli.
Hann tók fram að vonast sé
eftir frjálsum framlögum
fólks til þessa mikilsverða
málefnis. I þeim tilgangi hafi
verið opnaður sparisjóðs-
reikningur nr. 2151 i Lands-
bankanum á Fáskrúðsfirði,
þar sem fólk geti lagt inn þær
fjárhæðir sem það vill leggja
fram.
Fjármögnunina sagði hann
hvila á sveitarfélaginu og
Framkvæmdasjóði aldraðra.
— HEI
Skilvísustu
útsvarsgreið-
endur landsins
HÚSAVÍK: „Ég þekki ekki
annað en að HUsvikingar séu
mjög skilvisir, þannig að við
höfum í mörg ár verið alveg i
toppi hvað varðar innheimtu
gjalda til bæjarsjóðs. Þar
kemur eflaust einnig til að hjá
okkur hafa ekki veriö nein
umtalsverð vandræðafyrir-
tæki, sem viða hafa kannski
gert útsvarsinnheimtu erf-
iða”, sagði Bjarni Aöalgeirs-
son.bæjarstjóri á Húsavik. En
Timinn talaði við hann vegna
þess að fram hefur k'omið i
yfirliti hjá Sambandi sveitar-
féiaga að innheimta sveitar-
sjóðsgjalda var best á Húsa-
vik á s.l. ári eða 95,7% af
gjöldum greitt. fyrir áramót.
Bjarni sagöi atvirmulifið á
HUsavik að verulegu leyti
byggt upp á félagslegum
grundvelli, þar sem tiltölulega
stór fyrirtæki hafi margt fólk i
vinnu. Þau hafi staöið vel i
skilum með opinber gjöld bæði
fyrir sig og starfsfólk sitt.
Er þetta ekki „árans SIS-
valdið”?
„Það má kannski segja það.
Kaupfélagiö er hér veigamik-
ill þáttur í atvinnulifinu. Fisk-
iðjusamlag Húsavikur er t.d.
stærsti atvinnurekandinn —
með flest fólk I vinnu — og
kaupfélagið er yfir 50% eign-
araðili að þvi,” sagði Bjarni.
Enda hefðu Húsvikingar ekk-
ert á móti kaupfélögunum og
Sambandinu.
Þvf má bæta við að álögð Ut-
svör á einstaklinga á Húsavik
i ár nema 8.652.800 kr. íbúar
um siðustu áramót voru rúm-
lega 2.400 talsins.
— HEI
Um 6.000
fjár slátrað
í haust
FASKRCÐSF JÖRÐUR:
„Sláturffðin hófst hjá okkur
fyrir viku”, sagöi Gisli Jóna-
tansson, kaupfélagsstjóri i
samtali viö Timann hinn 28.
september. Hann sagði áætl-
að, að slátra um 6.000 fjár og
um 80 nautgripum á þessu
hausti, sem væri svipaður
fjöldi og undanfarin ár.
Spurður um vænleika fjár-
inssagði hann það ekki komið
svo vel i ljós ennþá, þar sem
svolitluhafi verið slátraö enn.
Menn byggjust þó við að dilk-
arnir voti almennt heldur
rýrir, forsem vorið var svo
seint á ferðinni þetta áriö.
— HEI
Björgunar-
sveitin
Garðar fær
hús að gjöf
HÚSAVIK: Það hljóp heldur
betur á snærið hjá Björgunar-
sveitinni Garðari á Húsavik
nýlega. Bærinn þurfti að f jar-
lægja áhaldahUs Kitaveitu og
Vatnsveitu af grunni sinum
vegna annarra byggingar-
framkvæmda og ákvað að
gefa Björgunarsveitinni húsiö.
Þetta er um 100 fermetra
bárujárnshús á trégrind,
þannig að ekkert vandamál er
með flutning þess. Þeir björg-
unarsveitarmenn ætla að
flytja þaö i heilu lagi út á
Höföa þar sem sveitin hefur
sina aðstöðu og nota það sem
áhalda- og tækjageymslu.
„UTUT FYRIR AD NÆG
HEY SÉU í LANDINU”
— segir Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri
■ „Það litur út fyrir að hey séu
næg i landinu, en aftur höfuðmál-
ið hvernig tekst að miðla þeim.
Það geta orðið viss svæði sem erf-
itt verður að koma heyjum til,
fyrst og fremst vegna fjarlægð-
ar”, sagði Jónas Jónsson, búnað-
armálastjóri er Timinn leitaði
frétta af þvihvernig bændur væru
búnir undir veturinn varðandi
heyfeng.
„1 stórum dráttum má segja að
á svæðinu frá Meðallandi, suður
og vestur um, allt til Skagafjarð-
arsýslu, sé ástandið mjög mis-
jafnt og jafnvel milli einstakra
bæja”,sagði Jónas. Erfiðast sé á-
standið á sunnanverðu Snæfells-
nesi og i Barðastrandarsýslum.
A þessu svæði séu sum sveitar-
félög þó vel stödd t.d. i Borgar-
firði sunnan Skarðsheiðar og yfir-
leitt I Kjósarsýslu. Jafnframt sé
þokkalegt ástand viðast hvar i
Mýrdal, undir Eyjafjöllum og i
Landeyjum, a.m.k. A-Landeyj-
um.
A erfiðleikasvæðum sagði Jón-
as ástandið einnig ákaflega mis-
jafnt milli bæja. Á þeim bæjum
sem kalið var mest og sprettan
þar af leiðandi lélegust framan af
sumri lentu menn verst út úr ó-
þurrkunum siðari hluta sumars.
Þetta sagði Jónas einnig eiga við
um stöku bæi i Skagafirði og jafn-
vel i Svarfaðardal og út með
Eyjafirði.
Þetta yfirlit er fengið sam-
kvæmt svörum 50 sveitarstjórna
við bréfum sérstakrar nefndar er
send voru öllum sveitarstjórnum
á landinu. Hún hefur i framhaldi
af þvi sent tillögur til landbúnað-
arráðherra og er nú beðið eftir á-
kvörðun um þær.
Ekki telur Jónas að koma þurfi
til niðurskurðar bústofns, nema
þá að menn velji þann kost frem-
ur, eða treysti sér ekki til hey-
kaupa.
Hann tók fram, að á kalsvæðun-
um hafi margir sýnt mikinn
dugnað við grænfóðurrækt i sum-
ar. „Hefðuþeirekkigert það væri
ástandið örugglega miklu verra”,
sagði Jónas. —HEI
■ Gisli Rúnar Jónsson hefur nú tekiö viö hlutverki því, sem Kjartan Ragnarsson fór meö f Skornum
skömmtum f vor. Hér er hann aö styöja Gisla Halldórsson, sem virðist eiga eitthvaö erfitt meö aö fóta
sig á lifsins refilstigum.
„Skornir skammtar”
á midnætursýningum
í Austurbæjarbíó
■ Nú eru að hefjast að nýju sýn-
ingar Leikfélgs Reykjavikur á
reviunni Skornir skammtar og
hefur hún tekið ýmsum breyting-
um yfir sumarið. Verður hún nú
sýnd i Austurbæjarbió um mið-
næturskeið, kl.23.30.
Höfundar reviunnar, Þórarinn
Eldjárn og Jón Hjartarson, hafa
endurskoðaö og endursamið ýms
atriði með tilliti til breyttra að-
stæðna og ýmissa þjóðlifsat-
burða, svo að segja má, að hér sé
að nokkru leyti um nýtt verk að
ræða. Jón hefur einnig annast
leikstjórn i haust i fjarveru Guð-
rúnar Asmundsdóttur sem dvelst
i Finnlandi um þessar mundir á-
samt manni sinum, Kjartani
Ragnarssyni vegna uppsetningar
þar i landi á leikriti Kjartans,
Blessað barnalán.
Kjartan fór með stórt hlutverk i
Skornum skömmtum i vor, en við
hlutverki hans nú hefur tekið
Gisli Rúnar Jónsson. Er hann ný-
kominn frá framhaldsnámi i Lon-
don og leikur nú sitt fyrsta hlut-
verk meö Leikfélagi Reykjavik-
ur —KL
Flugleidir bjóða
helgarferðir til
5 höfuðborga
■ Flugleiðir bjóða nú lands-
mönnum helgarferðir til fimm
höfuðborga i Evrójbu, innifalið i
verðinu er f lugfargjald, gisting og
morgunverður. Dvalið verður á
góðum hótelum og munu Flug-
leiðir annast pöntun á bilaleigu-
bilum og/eða skoðunarferöum sé
þess óskað.
Borgirnar sem helgarferðirnar
eru til eru: Kaupmannahöfn,
London, Luxemburg, Osló og
Stokkhólmur.
Verðið á helgarferðunum er
sem hér segir: Kaupmannahöfn
frá 3.374.00 til 3.968.00 kr. Til
Oslóar frá 2.133.00 til 2.846 kr. Til
Luxemburg 2.466.00 til 2.631.00 kr.
Til Stokkhólms 2.647.00 til 2.949.00
kr.
Flugvallarskattur er ekki inni-
falinn i uppgefnu verði.
Sjó