Tíminn - 03.10.1981, Qupperneq 5

Tíminn - 03.10.1981, Qupperneq 5
Laugardagur 3. október 1981 5 erlent yfirlit bridge ■ EITT riki virðist að mestu sleppa við þá efnahagskreppu, sem er ríkjandi i heiminum og þrengir jafnt að þjóðum, sem búa við kommúmskt kerfi og kapital- iskt. Þetta riki er Japan. Þar er ekki nema 5% verðbólga og 2% at- vinnuleysi og hagvöxturinn verður um 5% á þessu ári. Ot- flutningurinn vex jafnt og þétt. Iðnaðarveldin vestrænu standa ráðalitil i samkeppni við Japan á sviði rafeindatækni og sjálf- virkni, því að framfarimar á þessu sviði eru svo miklu hraðari hjá þeim. Japanskar stofnanir, sem fást við spádóma um efnahagsmál, telja að ekkert lát verði á þessari framsókn Japana. Ein þeirra, sem nefnist á ensku Research Institute of National Ecmiomy, hefur nýlega spáð, að árið 1990 verði Japan komið fram Ur Bandarikjunum, þegar miðað er við þjóðartekjur á mann. Samkvæmt tölum stofnunar- innar voru þjóðartekjur á mann árið 1980 10.577 dollarar i Banda- rikjunum, en 8.990 dollarar i Japan. Arið 1990 verða þær orðn- ar 27.730 dollarar i Bandaríkj- unum en 29.100 dollarar i Japan. Stofnun þessi reiknar með þvi, að árlegur hagvöxtur verði til jafnaðar 4.5% i Japan, 2% i Bandarikjunum og 1% i Bret- landi. Vestur-Þýzkaland þykir liklegast til að hafa mestan hag- Japan að verða mesta iðnríkið Fer fram úr Bandaríkjunum 1990 vöxt af vestrænu iðnaðarveld- unum eða 2.1%. 1 þessum útreikningum er m.a. byggt á þvi, að ekki verði óeðli- lega miklar hækkanir á oliuverði og oliunotkun aukist ekki að ráði frá þvi, sem hún er nú. Stofnunin reiknar með þvi', að Japanir hafi áfram tök á verð- bólgunni, en hins vegar kunni að verða varið meira fjármagni til varnarmála og það geti veikt fjárhagsstöðuna. FRAMAR öllu öðru virðist þessi spá byggð á þvi, að Japan hafi si'fellt meiri forustu á sviði tæknilegra framfara, einkum þó á rafeindasviðinu. Japönsk fyrirtæki leggja fram gifurlega mikla fjármuni til margvfslegra rannsókna á þessu sviði. Mest munar þó um þátt MITI, en þannig skammstafast á ensku nafn utanrikis-, verslunar- og iðnaðarráðuneytis, Ministry of International Trade and Industry. Þetta ráðuneyti, sem er risavaxið, greiðir ekki aðeins fyrir utanrikisviðskiptum Jap- ana, jafnt á sviði innflutnings og útfhitnings, heldur annast sjálft eða styrkir margvislegar rann- sóknir i þágu iðnaðarins. Sem dæmi um þetta má nefna það, að nýlega hefur MITI lagt fram 150 milljónir dollara til sér- stakrar tölvurannsóknar, sem hefur það markmið að framleiða nýja tölvu,sem á að vera 66 sinn- um fljótvirkari en sú tölva, sem rní þykir fljótvirkust, svonefnd Gray-One. í mörgum tilfellum, þegar einkafyrirtæki hafa gefizt upp við tilraun sem vafasamt þótti að myndi svara kostnaði, hefur MITI gripið inn i og lagt fram fjármagn til að ljúka tilrauninni til fullnustu. Fyrirtækin hafa að sjálfsögðu verið fús til að halda tilraununum áfram, þegar þau gátu gert það þeim að kostnaðar- lausu. Undir handleiðslu MITI er um þessar mundir verið að fram- kvæma margar rannsóknir og til- raunir á hinum margvislegustu sviðum. í vissum tilfellum efnir MITI til alþjóðlegra funda vis- indamanna i viökomandi grein og fær þá til að bera saman bækur sinar. Japanir telja sig þannig fúsa til að miðla öðrum af tækniþekkingu ■ Hirohito Japanskeisari sinni. Aðrir gizka á, að hér liggi oft sá fiskur undir steini, að þeir telji sig ekki vita nógu mikið og vilji þvi fræðast af öðrum. JAPANIR gera sér ljóst, að margt þarf til, ef þaö takmark á að nást, að þeir fari framúr Bandarikjunum hvað snertir þjóðtekjur á mann, þar sem Bandarfkin eru miklu auðugra land en Japan og Bandarikja- menn hafa ekki staðið öðrum að baki i tækniþekkingu. Það skiptir ekki minna máli i þessu sambandi, að tryggja nógan markað fyrir framleiðsl- una. Þrengt getur að þeim mark- aði,sem Japanirhafa núIEvrópu og Bandarfkjunum. Þess vegna er Japönum nauðsynlegt að leita markaðar á nýjum stööum. Þessar slóðir eru þróunarlöndin svonefndu. Japanir hafa undanfarið stór- aukið efnahagsaðstoð sina við þróunarlöndin, einkum þó i Asiu. Að verulegu leyti hefur hér verið um óendurkræf framlög aðræða. Þá hafa þeir unnið markvisst að þvi aö auka viðskipti við þessi lönd. Bersýnilegt er, að Japanir stefna að þvi að vinna markað fyrirvörur sinar iþessum löndum og verða þar fyrri til en keppi- nautarnir i Vestur-Evrópu, Bandarikin og kommúnistarikin. Vissulega bendir margttil þess, að Japan verðiorðið 1990 það riki i heiminum, þar sem þjóöartekj- urnar eru mestar á mann. Hvað verður þá um aldamótin? Hvað gerist svo þegar hinn guli risinn, sem er margfalt stærri, Kina, hefur tD fulls risið úr ösku- stónni? Þá fyrst fara Evrópumenn og Amerikumenn að finna fyrir samkeppninni. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Bikarkeppnin: Undanúrslitin í dag — Haustkeppnir í fullum gangi ■ I dag kl. 13.00 hefst spila- mennska i undanúrslitum bikarkeppni B.S.I. og verður spilað i kjallarasal Hótels Heklu við Rauðarárstig. Tveir hörkuleikir verða i boði fyrir áhorfendur, enda eru i sveit- unum f jórum, margir af bestu bridgespilurum landsins. Annars vegar eigast við sveit Guðmundar Hermanns- sonar, þ.e. kjarni unglinga- landsliðsins þeir Guðmundur, Sævar Þorbjörnsson og Þor- lákur Jónsson auk Islands- meistaranna i tvimenning Jóns Baldurssonar og Vals Sigurðssonar og sveit Egils Guðjohnsens (núverandi Is- landsmeistarar i sveita- keppni), en i henni eru þeir feðgar. Egill og Stefán svo og Þórarinn Sigþórsson, Óli Már Guðmundsson, Sigtryggur Sigurðsson og Guðmundur Pétursson. Hins vegar glimir sveit Tryggva Bjarnasonar (Jakob Möller, Hrólfur Hjaltason, Runólfur Pálsson ogSteinberg Rikharðsson) við hina margreyndu kappa i sveit Arnars Arnþórssonar (Guðlaugur Jóhannsson, Jón Asbjörnsson, Simon Simonar- son, Höröur Amþórsson og Jón Hjaltason). Spilaðir verða 48 leikir i f jórum lotum og eins og fyrr segir verður spilað i Hótel Heklu,en úrslitakeppnin mDlisigurvegaranna i dag fer fram að Hótel Loftleiðum n.k. laugardag. önnur meiri háttar keppni fer einnig fram i' dag, en það er úrslitakeppnin um Reykja- nesmeistaratitilinn. Sam- kvæmt áætlun eiga 20 pör að spila um titilinn i dag, en undanúrslit fóru fram um sið- ustu helgi. Spilað verður i Þinghóli i Kópavogi og er ætlunin að ljúka keppninni i dag. Haustmótin hafin Flest bridgefélög og deildir á höfuðborgarsvæðinu eru nú komin i gang með hausttvi- menningskeppnir sinar. A.m.k. 10 félög starfa reglu- lega á svæðinu, þannig að fjöldi spUara skiptir fleiri hundruðum. T.B.K. 28 pör taka þátt i hausttvi- menningskeppni félagsins og verður spilað i tveimur riðl- um, fimm umferðir alls. 1. umferð var spiluð i Domus Medica i fyrrakvöld og uröu úrslit i A-riðli þessi: 1. Sigtryggur Sigurðsson — Sverrir Kristinsson 183 2. Sigfús Sigurhjartarson — Geirarður Geirarðsson 181 3. Steingrimur Sigurðsson — Gisli Sigurðsson 172 4. Gisli Hafliðason — Sigurður Þorsteinsson 170 I B-riðli var meira um sveiflur, en þar urðu úrslit: 1. Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 207 2. Guðmundur Eiriksson — Þórhallur Þorsteinsson 204 3. Sólveig Kristjánsdóttir — Óskar Karlsson 188 4. Kristján Jónasson — Guðjón Jóhannsson 172 Meöalskor i báðum riðlum var 156. Næstu tvö fimmtu- dagskvöld verður slöngurað- að, en sfðustu tvö kvöldin verður raðað eftir árangri. Bridgedeild Breiðf irðinga Tveimur kvöldum af fimm er nú lokið i tvimennings- keppni félagsins. Staðan að þeim loknum er þannig: 1. Oskar Ingimarsson — Sverrir Jónsson 395 2. Magnús Halldórsson — Þor- steinn Laufdal 394 3. Kristján Ólafsson— Runólf- ur Sigurðsson 381 4. Jón Guðmar Jónsson - Magnús Oddsson 380 5. Ólafur Valgeirsson — Ragna ólafsdóttir 375 6. Gisli Viglundsson — Þórar- inn Arnason 362 7. Óskar Þór Þráinsson — Sveinn Helgason 361 8. Benedikt Björnsson — Magnús Björnsson 358 9. Albert Þorsteinsson — Sig- urður Emilsson 356 10. Jón Pálsson — Kristin Þórðardóttir 350 Miðlungurinn er 330. Spilaö er i' þremur 12 para riðlum, alls 33 spil á kvöldiog er spilað i Hreyfilshúsinu við Grensás- veg. B.R. Aðaltvimenningur Bridge- félags Reykjavikur hófst s.l. miðvikudag i Domus Medica og spila 42 pör i þremur riðlum. Helstu úrslit i 1. um- ferð urðu: A-riöilI 1. Jónas P. Erlingsson — Þórir Sigursteinsson 188 2. Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 184 3. Einar Guðjohnsen — Gylfi Baldursson 182 4. Guðmundur Pétursson — Hörður Blöndal 174 B-riðill 1. Sævar Þorbjörnsson — Þor- lákur Jónsson 192 2. Agúst Helgason — Hannes Jónsson 182 3. Guölaugur R. Jóhannsson — örn Amþórsson 172 4. Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 168 C-riðill 1. Asmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 192 2. Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 179 3. Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 171 4. Gylfi Sigurðsson — Sigur- berg Elentinusson 167 önnur umferð verður spiluð n.k. miðvikudag 7. okt i Domus Medica kl. 19.30 stund- vislega. Næstu tvö kvöld verður slönguraðað i riðlana, en fjórða og siðasta kvöldið verður raðað eftir árangri. Bridgefélag kvenna Tveimur kvöldum af þrem- ur I yfirstandandi keppni fé- lagsins er nú lokið. Siðasta umferðin verður spiluð n.k. mánudag, en staðan fyrir hana er: 1. Alda Hansen — Nanna Agústsdóttir 541 2. -3. Guðrún Einarsdóttir — Guðriður Halldórsdóttir 500 2.-3. Ester Jakobsdóttir — Erla Sigurjónsdóttir 500 4. Júlianna Isebarn—Margrét Margeirsdóttir 485 5. Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 476 Meðalskor er 420, en spilað er I tveimur 16 para riðlum. Stórmót á Selfossi Að lokum viljum við minna bridgespilara á stórmótið, sem verður haldið á Selfossi laugardaginn 17. október n.k. Höföingleg peningaverðlaun eru i boði (fyrir þá sem sigra) og nema þau a.m.k. 10.000 kr. Skrásetning fer fram um þess- ar mundir hjá keppnisstjórum bridgefélaganna. Magnús Ólafsson skrifar um bridge

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.