Tíminn - 03.10.1981, Síða 6
6
Laugardagur 3. október 1981
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gistason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig,
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon.
Umsjónarmaöur Helqar-Timans: llluoi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason,
'Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Hálldór Valdimarsson, Heiöur Helga-
dóttir, Jónas Guömundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson,
Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlits-
teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guö-
jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu
5.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 85.00-Prentun: Blaöaprent h.f.
á vettvangi dagsins
Hundamat
fyrir köttinn!
eftir Einar Frey
Ummæli Einars
Ágústssonar
■ Vorið 1973 þegar Einar Ágústsson þáv. utan-
rikisráðherra, flutti á Alþingi skýrslu um utan-
rikismál, vék hann m.a. að hinni nýbyrjuðu
Vinarráðstefnu, sem átti að fjalla um samdrátt
herafla i Mið-Evrópu. Ráðstefnan hafði þá hafizt
fyrir tveimur mánuðum.
Eftir að hafa rætt um þá hættu, sem stafaði af
stöðugri aukningu og fullkomnun vigbúnaðarins,
sagði Einar Ágústsson orðrétt:
,,Ber þvi að vona, að tilætlaður árangur verði
af þessum viðræðum og að ekki verði látið þar við
sitja. Hef ég þá einkum i huga hinn sivaxandi vig-
búnað stórveldanna á höfunum, ekki hvað sizt við
bæjardyrnar hjá okkur á Norður-Atlantshafi,
sem að minu áliti ber að stemma stigu við.”
Einar Ágústsson vék aftur að þessu máli, þegar
hann flutti ræðu á öryggismálaráðstefnunni i
Helsinki i júli 1973. Hann sagðist vona, að viðræð-
urnar i Vinarborg leiddu til þess, að hafnar yrðu
viðræður um samdrátt vigbúnaðar á öðrum
hættusvæðum.
Enn vék Einar Ágústsson að þessu málefni á
ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, sem
haldinn var 12. desember 1974. Orð hans þar féllu
á þá leið, að íslendingar fylgdust vel með við-
ræðunum i Vinarborg um samdrátt herafla i Mið-
Evrópu. Von þeirra væri sú, að viðræðurnar bæru
jákvæðan árangur og samdráttur herafla i Mið-
Evrópu yrði ekki til þess að auka öryggisleysi á
hinum hernaðarlega þýðingarmikla norðurhluta
varnarsvæðisins (Norður-Atlantshafi) heldur
styddi einnig að samdrætti herafla þar.
Þannig var það strax 1973 augljóst framsýnum
mönnum eins og Einari Ágústssyni að ekki væri
siður aðkallandi að vinna að samdrætti vigbún-
aðar á Norður-Atlantshafi en i Mið-Evrópu.
Vid bæjardyrnar
■ Siðan ráðstefnan i Vinarborg hófst fyrir átta
árum, hefur aðstaðan á margan hátt breytzt til
hins verra. Ekkert samkomulag hefur náðst um
samdrátt vigbúnaðar, heldur hefur hann haldið
áfram að aukast.
Sennilega hefur þó aukningin orðið mest við
bæjardyrnar hjá okkur, svo að notuð séu orð
Einars Ágústssonar, þ.e. á Norður-Atlantshafi.
Fyrir átta árum var ekki óeðlilegt, að Islend-
ingar biðu eftir árangri af Vinarfundinum og
gerðu sér vonir um, að hann gæti einnig leitt til
samdráttar vigbúnaðar á Norður-Atlantshafi.
Þvi miður hefur þessi ekki orðið raunin. Fyrir
íslendinga er þvi ekki öllu lengur hægt að biða,
þegar þeir sjá vigbúnaðinn vera að aukast við
bæjardyrnar. Þeir hafa að visu ekki bolmagn til
að sporna gegn þvi, en þeir geta samt hafið við-
nám, sem kynni að geta borið einhvern árangur.
Einn áfanginn i þessa átt væri að beita sér fyrir
viðræðum rikjanna við Norður-Atlantshaf um
samdrátt vigbúnaðar þar. Ýmsir möguleikar eru
fyrir hendi til slikra viðræðna. Þá ber að hagnýta.
Þ.Þ.
1.
■ 1 hinum frjálsu og viröulegu
Bandarfkjunum fer þa6 i vöxt
þessa dagana, að litil börn komi i
gamaldags matvælabUÖ og biðji
um „matfyrirköttinn”. „Viðeig-
um að kaupa mat fyrir köttinn”,
segja þau. Og þegar ein litil
stúlka komnýlega i eina af þess-
um búöum og baðum „hundamat
fyrir köttinn” varð afgreiöslu-
stúlkunni á að spyrja: Hefur
verið stofnað kattabú heima hjá
þér?
Það sanna var, aö foreldrar
þessara barna höfðu blátt áfram
ekki ráð á þvi að kaupa venjuleg-
an mat eins og kjöt og fisk fyrir
alla fjölskylduna og urðu þvi að
Iáta sér nægja að drýgja matinn
með hundamat til að koma i veg
íyrir vannæringu.
Matvæli fólksins hafa hækkað
mikið siðustu mánuði og atvinnu-
leysið erenn I örum vexti. Iíiö al-
menna atvinnuleysi i Bandarikj-
unum er milli 7 og 8%. Atvinnu-
leysi hjá ungu fólki er 50% hjá
hinum svörtu en 20% meöal
hvitra unglinga.
Jafnvel meðalmenn i hagfræði
kalla slika þróun „frjálshyggju”.
2.
Þá almennu skoðun að vöru-
verð lúti framboði og eftirspum
þarf nú á dögum aö taka með var-
úö. Þessi klassiska kenning um
hækkaniroglækkanirer iraun og
veru alveg rétt og hefur verið
réttiaöaiatriðum.En nú er þetta
að breytast að minnsta kosti á
sumum vörum. En hvað kemur i
staöinn fyrir framboö og eftir-
spum?
Nokkrum árum eftir siðari
heimstyrjöldina sagöi fram-
kvæmdarstjórinn William A. Ir-
vin, að stórfyrirtækiö U.S. Steel
stjómaði markaðsverðinu á stáli.
Núviröist röðin vera komin að
matvælunum. Hin stóru mat-
vælafyrirtæki reyna aö einoka
, söluá matvælum og I gegnum þá
aðstööu sina stjórna markaös-
verðinu. Reynslan sýnir aö slik
fyrirtæki reyna einnig að skipu-
leggja atvinnuleysiog siðan berja
niöur verkalýðsféiög. Stórfyrir-
tækin reyna að velta ábyrgöinni á
hinu hækkaöa verði á matvælum
yfir á starfsemi verkalýösfélag-
anna þótt sannað sé aö vöruhækk-
animar stafi af einokun stórfyrir-
tækja og rentukröfum stórbank-
anna.
Verksmiðjur sem framleiða
hundamat reyna einnig að skipu-
leggja vöruverð á framleiöslu
sinni, þóekki eins grimmt og þau
fyrirtæki sem framleiöa matvæli
til manneldis.
Samkvæmt nýjum skýrslum
hefur hunda- og kattamatarát
fólks f Bandarikjunum aukist I
kringum 13% á 10 mánuðum.
Eins og á kreppuáíunum má nú
sjá fátækt og soltið fólk viða i
Bandarikjunum ganga á sorp-
hauga og keppa við rotturnar um
matarleifarnar.
Þar sem hunda og kattalff er á-
ætlaö frá 5 til 15 ár, hafa fram-
leiðendur tilbúins dýramatar séð
sér fært að nota meira af lifs-
hættulegum rotvarnarefnum I þá
fæöu en i matvæli til manneldis.
En þrátt fyrir þaö, að meöalaldur
fólks i Bandarikjunum er i kring-
um 65 ár, er látiö meira af eitur-
efnum f matvæli til manneldis en
nauðsynlegt er. Þetta er gert
vegna þess að matvæli eru fram-
leidd til að geymast á lager I
lengri eða skemmri tlma. Það er
nefnilega um meiri gróða að
vænta að framleiöa mikiö magn
af matvælum á einu bretti.
Það væri synd aö segja það, að
hin stóru alþjóðlegu matvæla-
fyrirtæki starfi eftir hinum góöu
og gömlu grisku spakmælum:
Halbrigð sál I hraustum likama.
3.
NU eru öll lönd sem framleiða
hráefni til matvælaiðnaðar i mik-
illi hættu fyrir hinni nýju stefnu
hinna stóru, alþjóðlegu matvæla-
fyrirtækja. Þótt þessi stóru mat-
vælafyrirtæki séu enn upptekin á
sviði landbúnaðarvörufram-
leiðshi og leggi undir sig lönd sem
framleiða korn, ávexti, kjöt og
aðrar landbúnaðarvörur, eru þau
samt sem áður farin að renna
augunum til þeirra landa sem
liggja vel við framleiðslu á
sjávarútvegsmatvælum.
Sjávarútvegsland eins og ísland
gætikomist ihættuzóninn á næstu
árum.
Ef taka ætti dæmi um lönd þar
sem þessi stórfyrirtæki eru nU
upptekinaf þ.e. landbúnaðarlönd,
mætti benda á Haiti og Filipps-
eyjarnar.
Þaö er ekki hægt aö fara ná-
kvæmlega út i allar aðfarir sem
notaðar eru. Fátækum bónda á
Haiti var ráðlagt að kaupa ýmsar
ódýrar landbúnaðarvörur frá
■ „iTimanum frá i vor mátti
lesa eftirfarandi: á hverriminútu
á degi hverjum deyja 28 manns úr
hungri og vannæringu”.
Bandarfkjunum. Það myndi
launa sig fyrir hann að vinna dá-
lltið með landbúnaðinum og
kaupa svo mjög ódýrar vörur.
Hann átti að geta til dæmis fengið
30egg fyrireirm dollara. Bóndinn
beit á agn áróöursins. Hann
keypti tómata, korn og svo þessi
egg, fyrir einn dollara 30 stykki.
Þetta leitvel út i fyrstu. En þegar
þessi bóndi hafði minnkað eigin
framleiðslu og fdr að vinna dálitiö
márafyrirutan sina fátæku jörð,
fara vörurnar að hækka. Hann
þarf að fá lán sem leiðir til þess
aö hann tapar jöröinni. Hann
flosnar upp og fer til fátækra-
hverfisins i höfuðborginni. Hann
fær ekki lengur 30 egg fyrir einn
dollara. Aðeins 10 egg. Auðhring-
arnir höfðu notfært sér ólæsi
þessa bónda og rænt hann öllu
sem hann átti. I höfúðborginni
Port-au Prince eru verkalýðs-
félög bönnuö. Sérfræöingar frá
auðhringunum hafa skipulagt
kringum 200nýja trúarsöfnuði til
að draga athyglina frá hinum
raunverulegu kringumstæðum á
Haiti. Þaö þykja mjög góö laun i
verksmiðjum að fá 18 dollara i
mánaðarlaun fyrir fullvaxna
manneskju. Einn priöji ibúa Haiti
menningarmál
Lóf ót og
kjarnorkuumræðan
The Satellite State in the
17 th and 18th Centuries.
Edited by Stale Dyrvik,
Knut Mykland, Jan Old-
ervoll.
Universitetsforlaget
1979.
199 bls.
■ Þetta er fjölritað rit og fjallar
um riki, sem áttu það sameigin-
legt á 17. ogl8. öld aö vera i rikja-
sambandi viö önnur og voldugri
riki. Löndin, sem fjallað er um
eru: Island, Noregur, Finnland,
Skotland, Irland og Wales. Sagn-
fræðingar frá öllum þessum lönd-
um rita I bókina ritgerðir um
efnahagsstööu landa sinna á
þessum öldum, þjóðfélagsgerö og
menningu. Ein greiner um lsland
I bókinni, Helgi Þorláksson ritar
um einokunarverslun.Dana hér á
landi.
Ritgeröirnari bókinni eru allar
aögengilegar og vel samdar og
bókin fróðleg fyrir þá, sem vilja
bera saman kjör fólks, sem varð
að lúta stjórn voldugra nágranna.
Grethe Værno: ATOM-
VAPENFRI SONE.
Blindgate eller vej til
varigfred?
Universitetsforlaget
1981.
90 bls.
A undanförnum vikum og
mánuöum hefur mikið veriö um
það rætt hvort Norðurlöidin eigi
að veröa kjarnorkulaust svæði og
sýnist þar sjtthverjum. 1 þessari