Tíminn - 23.10.1981, Side 5
■ Forseti islands leggur blómsveig að minnisvarða um fallna Norðmenn I seinni heims styrjoldinni. Tímamynd: ESE
„Hefur verid mér
ógleymanleg siund”
— sagði Vigdís Finnbogadótiir, forseti íslands, eftir að hafa tekið á móii naerri
fimm hundruð íslendingum á Grand Hótel í gær
Frá FRI og ESE blaða-
mönnum Timans i Osló:
Fjölmörg skólabörn með is-
lenska fánann tóku á móti Vigdisi
I Finnbogadóttur, forseta tslands,
og ólafi Noregskonungi með
húrrahrópum þegar þau komu
ásamt fylgdarliði að Vikinga-
skipasafninu i Osló. Heimsóknin i
safnið var einn liðurinn i opin-
berri heimsókn forsetans til Nor-
egs, en þvi næst skoðuðu hinir
tignu gestir Heini-Onstad lista-
safnið.
Safnið er reist fyrir tilstuðlan
hinnar frægu norsku skutadrottn-
ingar Sonie Heine og eiginmanns
hennar. Svo skemmtilega vill til
að islenskir listamenn sýna i
kjallara þess um þessar mundir,
ogræddi forsetinn litillega við þá.
Erforsetinnhafði skoðað safnið
var snæddur hádegisverður i ráð-
húsinu i Osló i boði borgarstjórn-
ar Osló. Eftir málsverðinn stigu
börn Haralds krónprins norskan
þjóðdans iklædd þjóðbúningum,
og vakti þetta atriði mikla lukku
meðal viðstaddra.
Siðdegis i gær hafði forsetinn
móttöku á Hótel Grand fyrir þá
fjölmörgu íslendinga sem búsett-
ir eru i Osló og nágrenni. Mæting
var mjög góð og troðfylltust sal-
irnir tveir á hótelinu sem fengnir
höfðu verið að láni til móttökunn-
ar. Voru þar mættir á fimmta
hundruð landar.
Voru Vigdisi færðar nokkrar
gjafir við þetta tækifæri. Mats
Tennessen frá Norsk-islenska
vináttufélaginu færði henni fork-
unnafagra bronsstyttu af móður
með barn sitt, eftir norska lista-
manninn Odd Hylt. A eftir honum
tók til máls Else Mundal sem
færði forsetanum að gjöf Kon-
ungasögurnar á norsku. Þriðji i
röðinni var prófessor Hallvart
Mageöy sem færði Vigdisi hátið-
arútgáfu af Heimskringlu Snorra
Sturlusonar, i tilefni af 800 ára
ártiðar hans. Að lokum tók Sig-
urjón Jóhannsson, formaður Is-
lendingafélagsins i Osló, til máls
ogfærði forsetanum þrjú bindi af
norskri nútimasögu eftir Ingvar
Utstvelt.
Eftir að gestir höfðu lokið sér af
með ræður og gjafir tók Vigis
Finnbogadóttir til máls og sagði
m.a.: „Þetta hefur verið mér
ógleymanleg stund.” Kom hún
viða við i ávarpi sinu, en sagði svo
að lokum: „Min stærsta og dýr-
mætasta ósk fyrir okkur Islend-
inga er að við megum ganga i
spor Jóns Sigurðssonar á erlendri
grund.”
öðrum degi hinnar opinberu
heimsóknar til Noregs lauk siöan
með þvi að forsetinn og fylgdarlið
þáðu kvöldverð i boði norsku rik-
isstjórnarinnar i Akershús-kast-
ala.
Vigdis Finnbogadóttir hélt
stutta tölu yfir borðum við máls-
verðinn, og sagði m.a.:
„Norsku og islensku þjóðinni
má likja við eldri hjón sem svo
lengi hafa búið saman að hvort
um sig er fyrir löngu búið að
gleyma þvi hafi eitthvað einhvern
tima farið úrskeiðis á hjúskapar-
árunum. Eldrihjón verða iðulega
ástfangin hvort af öðru upp á
nýtt. Vér Norðmenn og Islend-
ingar búum nú við þennan kær-
leika hvorir til annarra. Um
stund var það „karlinn”, konung-
urinn á bænum, sem öllu réði i
sambúð vorri, en nú rikir jafn-
ræði.”
KAS
heimsmeistaraeinvígid í skák 8. skákin
Jafnteflisleg biðsiaða
Mikil spenna rikti er þeir
Karpov og Korsnoj tóku til við 8.
einvigisskákina i Meranó i gær.
Margir veltu þvi fyrir sér, hvort
sovéska sérfræðingaliðið hefði
fundið einhverja endurbót á tafl-
mennsku Karpovs i 6. skákinni.
En sennilega hafa Rússarnir ann-
aöhvort ekki verið komnir að
niðurstöðu, ellegar þeir hafa
hreinlega ekki talið sig þurfa
þess, nóg væri i vopnabúrinu. Og
heimsmeistarinn kom andstæö-
ingi sinum á óvart i byrjun, beitti
eldgömlu afbrigði italska leiks-
ins, sem að visu veldur svörtum
litlum erfiðleikum, en gefur hon-
um ekki heldur mikil tækifæri til
þess að flækja taflið. A margan
hátt var þetta hyggileg ráðstöfun
hjá Karpov. Hann hefur tvo vinn-
inga yfir og gæti sem best gert
jafntefli i 29 skákum til viöbótar
ef þvl væri að skipta.
Hvltt: A. Karpov
Svart: V. Kortsnoj
ltalski leikurinn
1. e4 - e5
2. Rf3 5 Rc6
3. Bc4
(Italski leikurinn. Karpov hefur
sjaldan teflt þessa byrjun, sem
þykir róleg og ekki gefa hvitum
mikið i aðra hönd. En hann tekur
ekki heldur mikla áhættu. Þetta
geta menn svo túlkað sem sál-
rænan sigur Kortsnoj eða hygg-
indi af hálfu Karpovs, hver eftir
sinni lund).
3. - - Bc5
4. R3 - Rf6
5. d3
(A undanförnum tveim árum
hafa sovéskir meistarar af yngri
kynslóðinni, þ.á.m. Beljavsky
beitt þessari uppbyggingu með
allgóðum árangri. Þessi leikmáti
er svo hægfara, að hann gengur
undir nafninu Giucco pianissimo.
Kortsnoj á i litlum erfiðleikum
með að tefla gegn þessu. Hvass-
ara var 5. d4.).
5. - - d6
6. Rbd2 - a6
7. 0-0 - 0-0
8. Bb3 - Ba7
9. h3 - Be6
10. Bc2.
(Karpov hugsar fyrst og fremst
um öryggið. Eftir 10; Bxe6 - fxe6
hefði svartur sterkt peöamiðborð
og réði hálfopinni f-linunni. Til
samans vægi þetta tvennt upp tvi-
peöið og vel það. Hvitur gat auð-
vitað ekki unniö peö með 10. Bxe6
-fxe6, 11. Db3 vegna 11. — Db7, og
ef nú 12. Dxb7?? þá 12. —Hfb8, 13.
Dxa6 — Bxf2 + og drottningin
fellur).
10. - - d5
(Nú hefur svart náð að jafna
taflið).
11. Hel
(Svörtum stóð engin ógn af 11.
exd5 - Rxd5,12. Hel-Rf4 o.sv.frv.)
11. - - dxe4
12. dxe4 -Dxdl
(Upphafiö að miklum uppskipt-
um. 13. — De7 kom einnig vel til
greina).
14. Hxdl - Had8
15. Be3 - f6
16. Bxa - Rxa7
17. Re3 - Rf4
18. h4 - Bf7
19. Rel - Rc8
20. f3 - Re6
21. Rd3 - Hd7
22. Bb3
(Þegar hér var komið sögu tók
Kortsnoj sér langan umhugs-
unartima og þegar hann loks lék
átti hann aöeins 18 minútur eftir á
18 leiki).
22. - Re7
23. Rd5 - Rc6
24. Ba4 - b5
25. Bc2 - llfd8
26. a4 - Kf8
27. g3 - Hd6
28. b4
(Hvitur reynir að ná frumkvæði á
drottningarvæng, en svarta stað-
an er traust).
28. - - Re7
29. Re3 - Hc6
30. Ha3 - Rc8
31. axb5 -axb5
(Og nú átti Kortsnoj einar eitt
nundrað sekúndur á 9 leiki!).
32. Kf2 - Rb6
33. Rb2 - Hxdl
34. Bxdl - Hd6
35. Be2 - Be8
36. Ha5 - Hd8
32- Kel - c6
38. Ha6 - Hb8
39. Bdl - Rc8
40. Rd3 - Rc7
41. Ha5
1 þessari stöðu fór skákin i bið
og lék Kortsnoj biðleik.
Jón Þ. Þór.