Tíminn - 23.10.1981, Síða 15

Tíminn - 23.10.1981, Síða 15
Föstudagur 23. október 1981 menriingarmál Að leysa sfn mál með Freud Þjóðleikhúsið DANS Á RÓSUM, eftir Steinunni Jó- hannesdóttur Frumsýning. Tónlist: Manuela Wiesler Lýsing: Ingvar Björns- son. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrims- dóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. N>t leikjahöfundur ■ Þjóðleikhúsið frumsýndi siðastliðinn föstudag, 16. október, nýtt leikrit, Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, leik- ara við húsið. Steinunn Jtíhannesdóttir hefur ekki áður skrifað leikrit, þótt nokkuð hafi hiin skrifað f blöðin, aðallega um þann sálarháska að vera manneskja á góðum aldri, á timum, þegar takmörk eru viða ógreinileg. A hinn bóginn er það ávalltáhugavertaðfá að sjá nýtt islenskt leikrit, og þá sér i lagi, þegarsviðsvantfólk fer að skrifa. Þótt ýmsir telji að það þurfi tiu vond leikrit fyrir flesta, að koma á fjalimar einu góðu, þá standa leikarar sumpart betur að vigi en viðvaningar úti á götu. Þekking leikarans á leikhúsinu er nefni- lega partur af þeirri kúnst aö skrifa áhugaverð leikrit. Hinu má heldur ekki gleyma, að leikari hættir i rauninni meiru, er hann ritar verk fyrir eigið hús. Ef illa fer.ber hann sorg i húsið, peningavandræði og veldur því sérstökum óróa á vinnustaðnum. Það skal játað hér og nú, að undirritaður var fremur tor- trygginn á þetta verk, þvi flogið hafði fyrir að leikritið hefði verið samþykkt tilsýningar meöan það var enn i drögum. Að visu eru ó- skrifuöu leikritin alltaf þau bestu, segja sumir, en þaö er talsverð á- hætta fólgin i þvi, að taka órituð leikrit á verkefnaskrá, þvi þau verður þá að skrifa, hvað sem tautar og raular. Leikrit Steinunnar Jóhannes- dóttur fjallar um unga konu Ur Reykjavi'k, sem á barn fyrir norðan og fer þangað til að júbil- era, en svo nefna lærðir menn stúdentsafmæli sin. Hún gistir hjá foreldrum sinum, er ala upp dtítt- ur hennar. Móðir hennar er með tvær vinnur, en faöir hennar vinnur i Slippstöðinni og drekkur, sem er litlu minna starf. Unga konan er komin norður til að skemmta sér, en smám saman breytist ferö hennar i annað, sem tekur öllu meira á taugarnar en söngur með fólki, sem hefur ekki sést lengi. Að leysa sin mál með Freud 1 þessu leikriti eiga i rauninni allir við vandamál að striða. Móðirin að vinna fyrir heimilinu og annast þaö. Hún gerir naumast aðrar kröf- ur, en að maður hennar fari i meðferð við drykkjuskap si'num. Maður hennar litur á hinn bóginn smáum augum á drykkju sina, og svoer það dóttur-dóttirin, sem er milli tveggja heima. Og svo er það söguhetjan, sem á við sjálfa hamingjuna aö etja. Móðirin reyniraðleysa sin mál með húshaldi, faðirinn með á- fengi, unga stúlkan meö vinnu i frystihiísi, en unga konan með kynlifi og heimspeki tauga- fræðingsins Sigmundar Freud (1856-1936),en hansfræði voruöil ein allsherjar brókarsótt, að kyn- lifið væri undirrót alls og að i reynslu bemskunnar væri að finna upphaf allrar taugaveikl- unar siðar. Ekki veit ég hvort rit Sigmundar Freuds eru enn talin til grundvallarrita I sálarfræði, en sem heimspeki hefur þeim vegnað heldur vel, einkum eftir að velmegun fór vaxandi og það komst i ti'sku að laust samband væri betra, en hjónaband, og betra væri að skrá börn eins og traktora, en að láta prest skira. Að þessu er ekki vikið, vegna þess aö Steinunn Jtíhnnesdóttir reynir að standa við kenningu Freuds i verki sinu. en viðmiðun- iner á hinn bóginn hreinn Freud- ismi. Umleikritið er það að segja, að það er furðu gott. Vel samið, miðað við litla reynslu höfundar. Það fer held ég langt fram Ur þeim vonum sem flestir gerðu sér. Fyrir hlé gengur skáldkonan mestan part á heldum is, og það er raunar ekki fyrr en i siðustu atrffium leiksins, er segja má að textinn láti undan. Þetta siðasta má þó ekkiskoða,semsvo, að það hafi nein afgerandi áhrif, en ég hygg þó að þar mætti dáli'tið Ur bæta. Það form erhöfundur velur sér, smáir þættir, henta vel. Mér sýnist að veikleikinn liggi m.a. i Jónas ^jjj Guðmundsson skrifar um leik- list. atriöinu erunga konan heimsækir lækninn á stofu hans, og svo er síðasti þátturinn, eða atriðið lik- lega óþarft, þvi leikurinn er gáta allt þar til að honum kemur, en þá verður hann tískiljanlegur. En hvað um það, ÞjóðleikhUsiö hefur sýnt þarna visst áræði, og við kunnum að meta það, og fögn- um þessari byrjun. Leikur, leikstiórn og búningar Um ldkendur er það að segja, að þetta er einkar vel leikið verk. Uppfærslan laus við þá þjáningu er fylgja vill byrjendum, eða reynslulitlum leikstjórum, þótt menntaðir séu, að þjarma um of að verki sinu, til að halda fram sérstökum stefnumiðum i leik- stjórn, eða lofsyngja þau. Þarna er fagmannlega að verki staðið, og hin fátæklega leikmynd Þór- unnar S. Þorgrimsdóttur, mun ekki aðeins gleðja gjaldkera hússins, heldur er hún prýðileg umgjörð um þennan leik, sem gerist á vori. Ég hirði ekki um að nefna ein- staka leikendur, allir stóöu sig vel, en höfundur hefði ef til vill ekki átt að leika þarna, það veld- ur svo litlu stilrofi, a.m.k. fyrir fasta gesti hússins. Fer hún þó vel með sitt verk. Flautuleikur Manuelu Wiesler telst á köflum meira til tónleika, en leikhljtíða, en þegar hún heldur aftur af sér, gripa menn þennan draum um vorið, þegar sktílum er slitið og lifið brúsar. Það er sjálfsagt enginn dans á rósum aö rita samtimaleikrit um kynslóðasamskiptin, samskipti karla og kvenna. I verkinu er viss þjóðlifsmynd, fólk sem heldur fast I gamla veröld, og annað, sem leitar stöðugt að nýjum mun- aöi. ■ Steinunn Jóhannesdóttir. Fáir áratugir eru siðan bændur á blandi ráöstöfuöu dætrum sin- um, eins og jarðarpörtum, eða búpeningi. Þá gerðust ástarsög- ur, og þótt ma$ur aðhyllist ekki þá meginkenningu.aö mannkyniö sé eitt allsherjar kynfæri, hafa nii margir átt öröugt með sinn kropp og ekki skilið hann tilfulls, hvað sem öllum kenningum liður. Dans á rósum er ekki ástar- saga, heldur fremur saga um notkun likamans. Jónas Guðmundsson. NR. 1 BOSC LOFTVERKFÆRI í fyrsta sinn á íslandi 1. flokks verkfæri á góðu verði BOSCH þjónustan er í sér flokki BOSCH Kraftur — gæði — öryggi Gunnar Asgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.