Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 17

Tíminn - 23.10.1981, Qupperneq 17
 Föstudagur 23. október 1981 íþróttir Fimm stiga tap fyrir Hollandi — fslenska unglingalandslidið tapadi 61-66 í síöasta leiknum gegn Hollandi f körfuknattleik ■ Viöari Vignissyni hefur mistekist körfuskot og Hellendingarnir ná frákastinu. Tfmamynd Róbert Hólm- bert til KR? ■ „Við erum farnir að þreifa fyrir okkur með þjálfara fyrir komandi keppnistimabil en ekkert er af- ráðið í þvi sambandi,” sagði Guðjón Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar KR, er Tim- inn ræddi við hann i gær. Okkur hefur borist það til eyrna að KR-ingar hafi mikinn áhuga á að fá Hólmbert Friðjónsson til liðs við sig sem þjálfara, en hann hefurþjálfaðFram undanfarin ár og við spurðum Guðjón hvort eitt- hvað væri til i þvi. „Ég get hvorki svarað þvi ját- andi né neitandi” sagði Guðjón. ■ Islenska unglinga- landsliðinu i körfuknatt- leik tókst ekki að leggja hollenska liðið að velli i siðasta leiknum sem háður var i Laugardals- höllinni i gærkvöldi. Leikurinn endaði 66-61 fyrir Hollandi eftir að staðan i hálfleik hafði verið 32-28 einnig fyrir Hollendinga. Það var aðeins i upphafi leiks- ins sem islenska liðið hafði for- ystu 2:0 og aftur 4:2 en siðan kom afleitur kafli hjá liðinu og Hollendingar tóku forystuna sem þeir héldu út til enda leiksins. Það munaði miklu i leiknum að þeir Valur Ingimundarson og Axel Nikulásson sem verið hafa burðarásar i liðinu náðu sér aldrei á strik i leiknum. Þeir skoruðu aðeins 8 stig, Valur sex og Axel 2 og það i seinni hálfleik og rétt eftir að Axel hafði gert sin stig, þá þurfti hann að yfirgefa völlinn með 5 villur. Það mæddi þvi mikið á Pálmari Sigurðssyni i leiknum og stóð hann vel fyrir sinu. Hann var langbesti maður liðsins og skor- aði 22 stig eða nær helming stiga liðsins. Sóknarleikur islenska liðsins var framur lélegur, en strákarnir bættu það upp með stórgóðri vörn. Þrátt fyrir það Island er með svo til nýtt lið og reynslulitið. Þjóöirnar léku fjóra leiki. Hol- land sigraði i þremur, en fsland i einum og tapleikirnir töpuðust ekki með miklum mun. Þrátt fyrir allt er þetta mun betri árangur en margir bjuggust við. Eins og áður sagði skoraði Pálmar 22 stig en Leifur Gústafs- son kom næstur með 13 stig. Fyrirliðinn Peter van Noord var besti maöur Hollendinga skoraði einnig mest 16 stig en þessi kappi var valinn einn besti körfuknattleiksmaður Hollands i fyrra. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti og Sigurður Valur og gerðu vel. röp-. var aldrei stórmunur á þjóðunum hvað stigum viðkemur, oftast munaði ekki nema fjórum til sex stigum, en þeim brást bogalistinn er þeir höfðu tækifæri á að minnka muninn. Þrátt fyrir þetta þarf landsliðið ekki að skammast sin fyrir frammistöðu sina. Hollendingar hafa á að skipa einu besta unglingaliði i Evrópu, en „Árangurinn betri en ég bjóst við” Bollason landsliðsþjálfari ■ Einar Bollason, landsliösþjálfari og Jón Sigurösson, aöstoöarþjálf- ari gera athugasemdir viö timann. Timamynd Róbert. ■ „Það var margtgott i þessum leik, varnarleik- urinn hjá strákunum var frábær en sóknin ekki eins góð”, sagði Einar Bollason, þjálfari ungl- ingalandsliðsins er Tim- inn ræddi við hann eftir leikinn. „Þetta hefur verið erfitt fyrir strákana þeir hafa leikið fjóra leikiá jafnmörgum dögum og lið- ið er svo til nýtt og reynslulitið. Enda kom það vel fram i þess- um leik hvað strákarnir eru þreyttir.Sástþaðbestá Val Ingi-. mundarsyni, en það hefur mikið mættá honum i þessum leikjum. Þrátt fyrir að viö höfum tapað þremur leikjum og unnið einn, þá er þessi árangur miklu betri en ég bjóst við. Þetta hollenska liö er eitt hið besta i Evrópu og þeir hafa leikið lengi saman og þeir eru með stóra leikmenn. Við höf- um sýnt með þessum leikjum, að körfuknattleikurinn hérhjá okkur er i sókn. Þá var ég mjög ánægð- ur meö leik Pálmars i kvöld hann er leikmaður sem sækir sig með hverjum leik. Þetta iiö heldur eftir tvær vikur til Luxemborgar þar sem ieiknir verða tveir landsleikir og ég er bjartsýnn á þá leiki”. röp—.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.