Tíminn - 31.12.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. desember 1981 fréttaannáll 1981 5 Mars ■ Langur þiðviöriskafli sem kom i marsbyrjun varð til þess að Landsvirkjun gat dregið úr skömmtun rafmagns. Var þvi hætt að framleiða rafmagn með dieselstöðvum, en sii rafmagns- framleiðsla kostaði 325.000.00 kr. á dag. Borgarskipulagið kynnti hug- myndir sinar um að helstu byggingarsvæöi Reykjavikur til aldamóta yrðu við Rauöavatn. Sakadömur Reykjavikur úr- skurðaði að blaðamenn Dag- blaðsins skyldu gefa upp heimildarmann sinn i svonefndu Kötlufellsmáli. En DB birti frétt þess efnis aö Björg Benjamins- dóttir hefði játað það fyrir for- stöðumanni sértrúarsafnaðar að hún hefði oröið manni sinum aö bana. Atli Steinarsson blaða- maður sagðist, „frekar þola refs- ingu en gefa upp heimildar- menn.” Hæstiréttur felldi Ur- skurð sakadóms Ur gildi. Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, óskaöi eftir þvi að aðalfundur Flugleiða yröi boðaður þegar í stað. Háskólaráð afgreiddi tillögu þessefnis að stofnað yrðisérstakt prófessorsembætti i nafni Kristjáns Eldjárn. Gert var ráö fyrir að Kristján gegndi embætt- inu sjálfur. Sigurbára VE strandaði á Skógasandi 10 sjómilur vestan Dyrhólaeyjar. Veður var hið versta á strandstaðnum, hvass- virði og varla stætt i verstu hryðj- unum. Ahöfninni 7 manns var bjargað. Blöndungar fjölmenntu á þing- palla i „meðmælaferð”, með Blönduvirkjun. Þeir afhentu Hjörleifi Guttormssyni, orkuráð- herra, bréf með á fjóröa þUsund undirskriftum úr Norðurlandi- Vestra, þar sem mælt er með virkjun Blöndu. Umbótasinnar byltu valdahlut- föllum i stúdentapólitikinni, fengu 4 menn kjörna og felldu þar með meirihluta vinstri manna sem verið hafði um margra ára skeið. Kvikmyndin Punktur, punktur, komma, strik var frumsýnd 13. mars. Jafnréttisráð átelur Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra, fyrir veitingu lyfsöluleyfis á Dal- vik. Var þvi haldið fram að gengið heföi verið framhjá hæfasta umsækjandanum, FreyjuV. M.Frisbæk Kristensen. Otvarpsráð samþykkti að stytta sjónvarpsdagskrá um hálf- tima fjóra daga vikunnar i sparnaðarskyni. Sjónvarpiö bannaði auglýsingu ákvikmyndinni „Punktur, punkt- ur,” vegna þess að yfirmenn stofnunarinnar álitu að viss atriði auglýsingarinnarbrytu íbága við velsæmisreglur. Skólastjóri hélt á órafknúnum gerfilim i hendinni og á löngu færi sást i beran botn á dreng sem kom uppúr sundlaug. „Nýjasta stöðutáknið”, Eins hreyfils flugvélum fjölgaði um helming á árinu 1980. Hlutkesti réði vali staðar fyrir heimsmeistaraeinvigið i skák og upp kom Merano á Italiu. Grænlenskur togari sökk á Patreksfjarðarflóa að morgni 23. mars. Skipstjóri togarans fórst en tiu manna áhöfn hans komst lifs af. Ronald Reagan, Bandarikja- forseti, varð fyrir árás þegar hann kom Ut úr Hilton hóteli i Washington DC laust eftir há- degið 30. mars. Forsetinn fékk byssukúlu i'vinstra brjóst og gekk hún inn i' vinstra lungað. Hann var fluttur á sjúkrahús i Washington og var hann fljótlega úr lifshættu. Tilræðismaðurinn náðist skömmu eftir tilræðiö, hann heitir John W. Hinkley og var 25 ára þegar hann framdi verknaðinn. Þrir menn aðrir urðu fyrirskotum Hinkleys, en enginn þeirra lést. Apríl ■ Starfsemi Háskóla Islands næstum lamaðist vegna verkfalls stundakennara sem stóð frá 1. til 7. april. ■ Frá Heklugosinu i aprflmánuöi. Myndin er tekin frá Skjólkvium. ■ Blaöamenn Dagblaðsins, þeir Atli Steinarsson og ómar Valdimars- son neituöu aö gefa upp heimildarmenn sfna I svokölluðu Kötlufells- máli. ■ Jóhann H. Jónsson, framkvæmdastjóri Timans, býöur nýjan rit- stjóra, Elías Snæland Jónsson, velkominn tii starfa viö blaðiö. Nýr ritstjóri kom til starfa á Timanum, Elias Snæland Jónsson og var það upphafið að þeim miklu breytingum sem siðarurðu á blaðinu. 1 frumlegheitakeppni, sem efnt var til i tilefni af 10 ára afmæli Bi'laleigu Loftleiöa, vann verð- launahafinn þaö einstæöa afrek aö ræna gestabók breska sendi- ráðsins og fyrir þaö hlaut hann einróma lof. Stórbruni varð i Bilamálun Einars Guðmundssonar Borgar- túni 3 aðfaranótt 2. april. Tjónið af völdum brunans nam hundruð- um þúsunda og grunur lék á að um ikveikju hafi verið að ræða. Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra skýröi frá þvf að vamarliðið á Keflavikurfhigvelli hefði óskað eftir að fá aö byggja 186 þús. rúmmetra eldsneytis- geyma I nágrenni vallarins. Náttúruverndarráð sendi frá sérumsögn um virkjunarkosti og i henni kom fram aö frá náttúru- verndarsjónarmiði væri Sultar- tangavirkjun besti virkjanakost- urinn af þeim sem voru til um- ræðu. Heklugos hófst mjög óvænt þann 9.aprll, enþá opnuöust tveir gigar i norðausturhliðum Heklu. Gosiö stóð i' viku og var það álit jarðfræöinga aö þaö hefði aöeins verið framhald gossins sem braust Ut 1980. Hraunffó&iS úr gosinu lagðist yf irminna svæði en oftast áður i Heklugosum, en hraunið var þykkt. Bortist var inn i „Rikiö” i Vest- mannaeyjum aðfaranótt skir- dags. Hurö verslunarinnar var tekin Ut i heilu lagi, grunur lék á aö nokkrir kraftakallar hefðu verið að verki, þvi huröin var rammgerö og þung. Talsvert hvarf af áfengi. Helgi ólafsson varö íslands- meistari i skák að kvöldi þriöju- dagsins 28. april. Um páskana borðuðu Islendingar 50 tonn af páskaeggj- um og gáfu þau rikinu 2.7 milljón- ir i' tekjur. 38 ára gamall maður lést eftir átök i heimahúsi, maðurinn hét Sigurður Sævar Jónsson. Viktor Korchnoi, skákmeistari, heimsótti tsiand i aprilmánuöi. Hann ræddi við forseta tslands Vigdísi Finnbogadóttur og ólaf Jóhannesson, utanrikisráðherra. Fjöltefii tefldi hann i sjónvarps- sal við átta kunna islenska skák- menn, og þar þótti hann sýna mikla skáksnilld. Miklar deilur risu vegna ný- listadeildar Myndlista og handiðaskólans og lét skóla- stjórinn, Einar Hákonarson, hafa eftir sérað deildin ætti ekki rétt á sér. E n lyktir urðu þær aö deildin hélt áfram við skólann. ■ Hópur manna úr Norðurlandskjördæmi vestra mætti I Alþingishúsiö meö undirskriftalista meö áskorun um virkjun Blöndu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.