Tíminn - 31.12.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.12.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. desember 1981 11 ■ Hátíbir um Verslunarmannahelgina fóru vlbast fribsamlega fram þrátt fyrir mikla ölvun. Myndin er frá þjóbhátibinni i Vestmannaeyj- um. ■ Forseti tslands Vigdis Finnbogadóttir vib komuna úr annarri opin- beru heimsókn inni um landib i sumar, ab þessu sinni til Norburlands ■ Talning i biskupskjöri fór fram i fundarsal fjármálarábuneytisins. Lengsta sjúkraflug i'slenskrar flugvélar var 15. júli er skrúfu- þota frá Arnarflugi sótti slasaöa konu til Mallorca. Vigdis Finnbogadóttir kom úr annari heimsóknarferö sinni um landiö þann 16. júli en aö þessu sinni haföi hún ferðast um Norðurland. M/s Berglind sökk viö Ny- fundnaland eftir ásiglingu þann 20. júlí. Skipiö lenti i árekstri viö danskt flutningaskip. Allir is- lendingarnir á skipinu björguöust i land. Mikil ólga var i starfsmönnum á skrifstofu OLIS i kjölfar þess aö önundur lét þar af störfum. Þann 21. júli haföi allt starfsfólkiö þar sagt upp störfúm af þessum sök- um. Júlf ■ Júlimánuöur hófst með þeim óvæntu tiöindum að önundur As- geirsson forstjóri OLIS lét af störfum eftir rúmlega þrjátiu og fjögurra ára samfellt starfstima- bil hjá fyrirtækinu. Borgarstjóm tók þá ákvöröun 2. júli að starfsemi Kleifarvegs- heimilisins yrði haldið áfram og féllu allar tillögur sem fram komu og lutu að breytingum. Jón Helgason ritstjóri Ti'mans varð bráðkvaddur laugardaginn 4. júlí er hann var við veiöar i Svartá. Jón var þjóökunnur sem einn ritfærasti blaöamaöur þjóöarinnar fyrr og siöar. Atkvæöi voru talin i fyrri um- ferö biskupskjörs þann 10. júli og varð Ólafur Skúlason hlut- skarpastur. Vantaði hann aöeins 13 atkvæði til þess að ná kjöri þ.e.a.s. fá hreinan meirihluta i fyrri umferðinni. Tvö stór frystihús lokuðu á Suðurnesjunum meö þeim af- leiöingum að 200-300 manns misstu vinnu sina. Endurskoöendaskýrsla frá breska endurskoðunarfyrirtæk- inu Coopers og Lybrand staöfesti „hækkun ihafi” hjá Alusuisse og taldi hún aö viö heföum greittfyr- irtækinu 16 millj. dollara of mikið fyrir súrál. Jón Helgason ritstjóri Timans varð brábkvaddur I byrjun júli er hann var við veiðar i Svartá. Norræna skáksambandiö lýsti yfir stuðningi viö Friörik Ólafs- son og aögeröir hans i málefnum heimsmeistaraeinvigisins helg- ina 25.-26. júli. Þaö vakti athygli að Danir og Finnar voru ekki með i samþykktinni. 1 lok júli'mánaöar haföi ungur islendingur setið tvær vikur i fangelsi i Marokkó en þá haföi árangurslaust veriö reynt aö ná sambandi við hann. Ágúst ■ Straumur fólksins um verslunarmannahelgina lá til Vestmannaeyja en hátiðarhöldin gengu viöast stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mikla ölvun. íslendingurinn sem sat i fangelsi i Marokkó hlaut átta mánaöa fangelsisdóm þar fyrir fikniefnamisferli. Hæstiréttur ómerkti úrskurö um gæsluvaröhald 5. ágúst og sleppti lausum manni sem Saka- dómur hafði dæmt i varöhald til 12. ágúst. Maðurinn hafði veriö dæmdur i Sakadómi i varöhald vegna meintra fjársvika. Stór sölusamningur var gerður viö Sovétmenn i byrjun ágúst og hljóðaði hann upp á kaup á 100 þúsund tunnum af saltsild. Fjölskylda i Garöabæ missti óvátryggt innbú sitt i eldsvoða 9. ágúst. Eldsvoðinn varömeð þeim hætti aö þriggja ára drengur i kveikti i' fataskáp. Tap Flugleiöa komst i fréttirn- ar i ágústmánuði. 13. ágúst kom þaö fram að fyrirtækið mundi tapa meiri f jármunum en ella ef Atlantshafsfhigiö yröi lagt niöur. Flugleiöir fóru fram á 3 millj. dollara rikisstyrk en 15. ágúst sagöi Ragnar Arnalds fjármála- ráöherra aö slik fjárhæö kæmi ekki til greina. Hópur bresks rannsóknarfólks var stöðvaður 17. ágúst af sýslu- manninum á Seyöisfiröier hópur- inn hugöisthalda i gönguferö yfir Vatna jökul. Þyría varnarliðsins fór i 350 milna sjúkraflug 19. ágúst er hún sótti sjúkan rússneskan sjómann á haf út. Pétur Sigurgeirsson var kjör- inn biskup tslands i atkvæöa- greiöslu 25. ágúst. Pétur vann kjöriö með eins atkvæöis mun fram yfir séra Ólaf Skúlason, fékk 72 atkvæöi á móti 71 atkvæöi Ólafs. Erkomiö var fram i lok ágúst- mánaöarhaföi fikniefnalögreglan lagt hald á meira magn af kanna- bisefnum en á öllu siöasta ári. ■ Þyrla varnarlibsins kemur meösjúkan rússneskan sjómann eftir 350 mflna sjúkraflug. ■ Séra Pétur Sigurgeirsson nýkjörinn biskup Islands á heimili sinu ab loknu kjörinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.