Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 27. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Ingimar Karl Helgason skrifar „Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal ann- ars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með ör- flögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum ís- lenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu marg- ir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næst- unni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru not- aðar til rannsókna í erfðafræði, læknis- fræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækis- ins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mik- ilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíð- inni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum geng- ið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Mark- aðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í sam- ræmi við það.“ NimbleGen eykur umsvif hér á landi Svissneski lyfjarisinn Roche hefur fjárfest sem svarar 24 milljörðum króna í líftæknifyrirtækinu NimbleGen. GERT MAAS, FORSTJÓRI ROCHE NIMBLEGEN MARKAÐURINN/ANTON G E N G I S Þ R Ó U N Fjárfestingarfélagið Atorka Group tapaði rétt rúmum tveim- ur milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við þriggja milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir afkomuna lítillega undir vænt- ingum. Það litist af lækkun á skráðu eignasafni félagsins. At- orka hafi greitt niður skuldir og dregið úr framleiðslukostnaði, sem hafi gert fyrirtækinu kleift að halda uppi framlegð í erfiðu árferði. - jab Atorka við væntingar VBS fjárfestingabanki tapaði rúmlega 870 milljónum króna eftir skatt á fyrri helmingi árs- ins, samanborið við 1,1 milljarðs hagnað á sama tíma í fyrra. Eigið fé er um 7,1 milljarður og eigin- fjárhlutfall 16,9 prósent. Bankinn færði varúðarfærslu sem nemur 765 milljónum vegna mögulegrar virðisrýrnunar útlána. Jón Þórisson, forstjóri VBS, bendir á að afrakstur af grunn- starfsemi bankans sé góður. „Ánægjulegt er að sjá að þekk- ing og reynsla starfsmanna VBS, hefur tryggt tekjustraum bankans þrátt fyrir öflugan mótvind, ekki síst á fasteignamarkaði. Við gerð uppgjörsins var lögð rík áhersla á að vanmeta ekki það tjón sem að- stæðurnar geta valdið bankanum, svo sem við mat á virðisrýrnun útlána og mat á virði hlutabréfa,“ segir hann. - ghh Afkoma VBS versnar Níunda bankagjaldþrot ársins varð í Bandaríkjunum á föstu- dag þegar Columbian Bank and Trust Company var lokað. Bank- inn, sem er með höfuðstöðv- ar í Kansas, er tiltölulega lít- ill á bandarískan mælikvarða, en eignir hans námu rúmlega 62 milljörðum króna. Bankinn hafði tapað miklu á fasteignalán- um og í vikunni brast flótti í við- skiptavinahóp hans. Samkvæmt Tryggingasjóði innstæðueigenda (FDIC) hafa stjórnvöld nánar gætur á um níutíu bönkum. - msh Bankagjaldþrot í Kansas Vika Frá ára mót um Alfesca -1,5% -3,5% Atorka -5,9% -48,1% Bakkavör -5,8% -53,9% Exista -12,0% -60,8% Glitnir -1,3% -30,1% Eimskipafélagið 0,0% -59,2% Icelandair 5,9% -28,5% Kaupþing -1,0% -19,8% Landsbankinn -0,8% -32,8% Marel -1,6% -15,5% SPRON 1,4% -61,1% Straumur -1,6% -37,9% Teymi 39,6% -61,4% Össur 0,0% -7,6% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.