Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 3. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G E itt er víst. Við getum ekki búið við óbreytt ástand,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna. Óða- verðbólga brenni upp kaupmátt launa. „Hann var nú svo sem ekki beysinn fyrir hjá ýmsum. Núna situr almenningur í landinu við eldhúsborðið með heimilisbók- haldið og og hugsar væntanlega sem svo. Bíddu, þetta er svo það sem ég er að fá út úr þessu, allri þessari snilld; stóriðju, skatta- lækkana- og útrásarveislunni?“ VERÐUM AÐ RJÚFA VÍTAHRINGINN „Og ég spyr þá,“ segir Steingrím- ur. „Hvað segja nýfrjálshyggju- og stóriðjupostularnir við við al- menning? Er lausnin meira af því sama? Að fara nýjan hring? Ég segi nei. Við verðum að snúa okkur að því viðfangsefni að rjúfa þennan vítahring.“ Valgerður Sverrisdóttir, vara- formaður Framsóknarflokksins, segir að nú séu menn hættir að tala um mjúka lendingu. Hún minnir á aðdraganda síðustu al- þingiskosninga. „Við framsókn- armenn vildum halda áfram að nýta okkar orkuauðlindir okkar til uppbyggingar atvinnulífs og til að skapa verðmæti.“ Síðan hafi sjálfstæðismenn ekkert lagt á sig til að tryggja að Samfylk- ingin væri tilbúin til að halda uppbyggingunni áfram í ríkis- stjórnarsamstarfi. „Það er ekki minnst á iðnað í stjórnarsáttmál- anum. Miðað við hvernig Sam- fylkingin talaði í kosningabarátt- unni hefði forsætisráðherra vita- skuld átt að tryggja þetta við myndun ríkisstjórnar,“ segir Val- gerður. ORÐ ÚT Í LOFTIÐ Valgerður heldur áfram. „For- maður Samfylkingarinnar sagði fyrir kosningar að það væri hægt að stoppa þessar framkvæmdir, „stóriðjustopp“. En það voru þá bara orð út í loftið.“ Nú liggi fyrir að ekki sé hægt að stöðva framkvæmdir við Helguvík og á Bakka við Húsavík ef öll skilyrði og leyfisveitingar eru uppfylltar. „Þá virðist lögð sú lína að reyna að tefja fyrir fram- kvæmdunum. Og skilaboðin, sér- staklega frá þingmönnum Sam- fylkingarinnar, hafa verið mis- vísandi. Það skapar mikla óvissu og minnkar tiltrú, bæði á því sem ríkisstjórnin er að gera og á Ís- landi út á við.“ Valgerður bætir því við að hálft ár sé liðið frá ummælum forsæt- isráðherra um að styrkja þurfi gjaldeyrisforðann. Svo hafi Al- þingi samþykkt slíka lánsheim- ild í vor. „Og ekkert gerist. Þannig að þetta er auðvitað þáttur sem rýrir mjög traust á Íslandi, og Seðla- bankanum og peningastjórninni.“ Valgerður minnist einnig orða forsætisráðherra um að endur- skoða peningastefnu Seðlabank- ans. „Nú virðist hann hins vegar stefna frá þessu, eða sinnir því að minnsta kosti í engu. Svo það er ýmislegt sem setur okkur í þá stöðu sem við erum í dag. Við hrekjumst lengra og lengra út í kviksyndið, ekki síst vegna að- gerðaleysis ríkisstjórnarinnar.“ EITT VERKEFNI ÖÐRUM BRÝNNA Steingrímur gagnrýnir einn- ig ríkisstjórnina og nefnir sem dæmi samráðsfundi við verka- lýðshreyfinguna um efnahags- málin. „Tveir fundir með löngu millibili. Svo er upplýst að það er ekkert á þessum fundum nema kaffi.“ Steingrímur segir eitt verkefni brýnna en önnur. „Ég held að það sé mikilvægast af öllu að breyta andrúmsloftinu í samfélaginu. Að skapa á nýjan leik þá stemningu og endurreisa þá trú og tilfinn- ingu manna að við ætlum að sigr- ast á þessu. Því andlegi þátturinn er alltaf stór í svona löguðu.“ Steingrímur leggur einnig til aðgerðaáætlun í tíu liðum. Það verði að styrkja gjaldeyrisforð- ann. Endurskoða eigi lög um Seðlabankann. Fara verði yfir leiðir til sveiflujöfnunar í þjóðar- búskapnum, og til dæmis mætti í því skyni draga lærdóma af ríkj- unum sem lentu í Asíukreppunni á sínum tíma. Endurskoða þurfi verkaskiptingu stjórnarráðs- ins frekar. Skoða eigi kosti öfl- ugs efnahags-, viðskipta og ríkis- fjármálaráðuneytis. Þetta gangi ekki nógu vel við núverandi fyr- irkomulag. „En auðvitað má ekki kenna árunum ef það eru ræðar- arnir sem eru að bregðast.“ ÞJÓÐHAGSSTOFNUN STRAX Steingrímur segir að endurreisa eigi Þjóðhagsstofnun strax. Þá verði að auka skilyrði til að efla sparnað. Það megi til dæmis gera með frítekjumarki á fjármagns- tekjur. Enn fremur þurfi að kort- leggja og fylgjast með þróun er- lendra skulda þjóðarbúsins og ná þeim niður. „Besta sveiflujöfnunin er fólg- in í traustum innviðum og styrk- um stoðum undir þjóðarbúskapn- um og samfélaginu,“ segir Stein- grímur og á þar meðal annars við opinbera fjárfestingu í sam- göngum, fjarskiptum, heilbrigð- is- og menntakerfi. „Nú er tím- inn til að byggja hjúkrunarheim- ilin, búa betur að geðfötluðum, halda við opinberu húsnæði og svo framvegis.“ Einnig þurfi að styrkja stöðu sveitarfélaganna og veita til þeirra auknu fé. „Þá þarf nýja, þverpólitíska og þverfaglega þjóðarsátt. Ég er annars ekki viss um að við eigum að nota hugtakið þjóðarsátt. Hún var gerð við aðrar aðstæður á öðrum tíma og það snerist fyrst og fremst um eitt; að ná niður verðbólgu. Þá höfðu menn meiri tök á verðlagsmálum og það var meira af þeim bundið í miðstýrð- um ákvörðunum. Ég held við ættum kannski frekar núna að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að stóriðjuframkvæmdir fari í gang. Til lengri tíma verði að ræða aðild að Evrópusambandinu í alvöru. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill að menn læri af fyrri stóriðjumistökum og býður krafta sína til víðtæks samstarfs um lausn aðsteðjandi vanda. Ingimar Karl Helgason settist niður með hvoru um sig og spurði um lausnir. Ríkisstjórnin horfist ekki í augu við aðsteðjandi vanda Menn að vera menn til að líta til baka og viður- kenna mistök, en síðan látum við þau liggja milli hluta. Gullfiskar gleyma öllu eftir 3 sekúndur Þeir geta ekki spáð í fortíðina, hvað þá framtíðina. En það getur þú. Með þrautreyndum rekstrarupplýsingahugbúnaði frá SAS. Vertu vakandi og skráðu þig á Tour de Platform-fyrirlestrana miðvikudaginn 24. september 2008 á Hilton Reykjavík Nordica. www.sas.com/is/tourdeplatform www.sas.com/is SAS and all other SAS Institute Inc. product or service names are registered trademarks or trademarks of SAS Institute Inc. in the USA and other countries. ® indicates USA registration. Other brand and product names are trademarks of their respective companies. © 2008 SAS Institute Inc. All rights reserved. 00949/DK/0808

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.