Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 5
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 F R É T T A S K Ý R I N G tala um einhvers konar nýsköp- unar- og endurreisnaráætlun sem við eigum að leggja niður fyrir okkur. Við eigum að setja okkur markmið og leggja niður í áætlun áfangaskiptar aðgerðir sem við ætlum að fara í næstu mánuði og misseri og skapa þannig stemn- ingu í samfélaginu og trú á fram- tíðina. Ég segi náttúrlega, hvað er þetta? Ætlum við, núverandi kynslóð í landinu, með alla okkar möguleika og burði til að takast á við hlutina, að láta það um okkur spyrjast að við glutrum þessu niður? Að við klúðrum þessu? Að við glötum ávinningum af þrot- lausri uppbyggingu íslensks vel- ferðarsamfélags alla 20. öld? Nei, það bara getur ekki verið.“ SEÐLABANKINN LÆKKI VEXTI Valgerður segir að nú þegar stefni í mikla erfiðleika á vinnu- markaði. Þegar hafi vel á annað þúsund manns misst vinnuna í hópuppsögnum og margir fleiri í öðrum uppsögnum. „Það getur ekki verið að Seðlabankinn eigi að gera það eitt að einblína á verð- bólgutölur, en taka ekkert mark á öðru sem er að gerast jafnhliða í þjóðfélaginu,“ segir Valgerð- ur og vísar til stöðu fjölmargra heimila. „Ég tel að Seðlabankinn verði að hefja þetta vaxtalækk- unarferli. Ég er ekki endilega að meina í stórum stíl. En hann þarf að sýna að það sé verið að horfa á heildarmyndina.“ Valgerður segir hins vegar að stærsta verkefnið sé að ná upp hagvexti. Spár geri ráð fyrir því, segir Valgerður, að meðal OECD- ríkja verði hagvöxtur minnstur hér á landi á þessu ári og hinu næsta. Spárnar geri ráð fyrir mun meiri hagvexti í löndum eins og Lúxemborg og Sviss, svo minnkandi hagvöxtur verði aug- ljóslega ekki rakinn til fjármála- markaðarins eingöngu. NÝTA ÞARF ORKUAUÐLINDIRNAR „Það er atvinnustefna eða réttara sagt atvinnuleysisstefna Sam- fylkingarinnar sem ræður för, og Sjálfstæðisflokkurinn eltir. Ég er auðvitað sérstaklega að tala um nýtingu orkuauðlinda, til upp- byggingar atvinnulífs. Og þessar framkvæmdir, bæði fyrir norðan og í Helguvík eru settar í óvissu með stjórnvaldsaðgerðum. Sér- staklega fyrir norðan með þessu heildstæða umhverfismati, með úrskurði umhverfisráðherra, sem er á skjön við þá fagstofnun sem hefur með þetta mál að gera. Það er augljóst að þetta þýðir frestun.“ Valgerður nefnir einnig lofts- lagsmálin og gagnrýnir að ekki sé reynt að fá sérstöðu landsins viðurkennda. „Það er ekki hægt að halda því fram að við séum að auka vandann ef við lítum á þetta hnattrænt, því við notum endur- nýjanlega orku til þessarar upp- byggingar. Og ég held að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið sem við getum bent á við þessar að- stæður.“ EVRAN TIL LENGRI TÍMA Valgerður segir að til lengri tíma verði að líta á gjaldmiðilsmálin. „Eigum við framtíð með þessa sjálfstæðu mynt og utan Evrópu- sambandsins, þegar horft er til lengri tíma? Það er spurning sem allir ábyrgir stjórnmálaflokkar þurfa að ígrunda en því miður virðast sumir flokkanna reyna að tefja fyrir því að þessi grasrótar- umræða fari fram og þvæla hana út og suður.“ Valgerður rifjar upp að fyrir um tveimur og hálfu ári setti hún fram hugmyndir um að lagalega væri ekkert sem kæmi í veg fyrir upptöku evrunnar án aðildar að Evrópusambandinu. „Mér finnst að aðrir hafi farið illa með þenn- an tíma, því menn hefðu getað unnið í málinu. Og ef menn telja að það sé ekki komið endanlegt svar, þá hefði það getað legið fyrir miklu miklu fyrr. Því er það bara broslegt að dómsmálaráð- herra skuli koma fram með þessa skoðun núna og telja þetta órann- sakað. Nú eigi svo eftir að fá úr því skorið hvort þetta sé hægt,“ segir Valgerður. SVARIÐ ER LÖNGU KOMIÐ Hún segist þó hafa glaðst þegar Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra setti hugmyndina fram að nýju. „Því mér finnst í því fel- ast viðurkenning hjá honum, sem er nú áhrifamaður í Sjálfstæðis- flokknum, að vafi leiki á því að ís- lenska krónan geti þjónað okkur til framtíðar.“ Slíkt beri vott um raunsæi og því hafi hún tekið vel í málið og talið að nú myndi for- sætisráðherra bera það upp við framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Nú standi hins vegar til að nefnd, sem virðist hafa lítið hlutverk, eigi eftir að ræða þetta við lægra setta í Brussel. „Ég efast nú um að sú nefnd fái viðtöl við æðstu menn. Að því leyti til þá er þetta bara tómur vandræðagangur. Maður bara hálfskammast sín fyrir að Ísland ætli að koma fram með þeim hætti gagnvart Evrópusamband- inu. Svo er þetta þversögn í mál- flutningi Björns [Bjarnasonar] og sjálfstæðismanna þegar þeir halda því stöðugt fram að það sé ekki hægt að semja við Evrópu- sambandið um sjávarútvegsmál- in. Það er bara ákveðið fyrirfram að það sé ekki hægt. En í öðrum tilvikum, eins og með upptöku evrunnar, láta þeir eins og það sé bara hægt að semja um það sem sagt var þegar fyrir tveimur og hálfu ári að væri ekki hægt.“ Nú virðist eiga að þvæla málið í nefndinni til að koma í veg fyrir opinbera umræðu. „Ég tel að það sé verið að eyða kröftun- um, vinna tíma og dreifa umræð- unni,“ segir Valgerður, sem telur að svarið við spurningunni um einhliða upptöku evru hafi þegar verið svarað neitandi. VERKEFNIÐ FRAM UNDAN Steingrímur á síðasta orðið. „Það er auðvitað ekki hægt að tak- ast á við þennan vanda öðruvísi en að greina hann og skilja or- sakir hans. Að því leytinu verða menn að vera menn til að líta til baka og viðurkenna mistök, en síðan látum við þau liggja milli hluta. Sökudólgar frá liðn- um tíma breyta engu um verk- efnið sem fram undan er, sem er að sameina kraftana og snúa sér að því að sigrast á erfiðleikunum. Þar bjóðum við okkur fram. Við erum tilbúin til að axla ábyrgð. Vinstri græn eru tilbúin til þess að taka þá pólitíska áhættu að leggja tillögur okkar í púkk og koma með í verkefnið, og mér sýnist, satt best að segja, ekki veita af.“ Allt sem þú þarft... ...alla daga 46,25% 31,16% 66,13% – Fréttablaðið er grunnurinn að dagblaðalestri þjóðarinnar Óslitin sigurganga Fréttablaðið er með 43% meiri lestur en 24 stundir og 112% meiri lestur en Morgunblaðið Það er engum blöðum um það að fletta að yfirburðir Fréttablaðsins eru ótvíræðir. Í stærsta neysluhópnum, 18–49 ára er Fréttablaðið sem fyrr, langmest lesna dagblað landsins, samkvæmt könnun Capacent Gallup maí–júlí 2008. Kannanir síðustu fjögurra ára hafa skotið samkeppnisaðilunum lengra og lengra afturfyrir Fréttablaðið. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. 20 M eð al le st ur 18 –4 9 ár a – al lt la nd ið 30 40 50 60 70 75 65 55 45 35 2 5 Ma r ‘ 02 Ok t ‘0 2 Feb ‘0 3 Ma r ‘ 03 Ág ‘0 3 Ok t ‘0 3 De s ‘0 3 Feb ‘0 4 Ma í ‘0 4 Ág ‘0 4 Ok t ‘0 4 Nó v ‘ 04 Feb ‘0 5 Ap r ‘ 05 Jún í ‘0 5 Sep ‘0 5 Ok t ‘0 5 Jan ‘0 6 Ma í ‘0 6 Sep ‘0 6 Nó v ‘ 06 Ma rs ‘07 Ap r ‘ 07 Júl í ‘0 7 Nó v ‘ 07 Feb ‘0 8 Ap r ‘ 08 Júl í ‘0 8 % Óslitin sigurganga Fréttablaðsins undanfarin sex ár er staðfest með nýrri lestrarkönnun Capacent 24stundir * Meðallestur 18–49 ára – allt landið Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir (blaðið) 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.