Fréttablaðið - 29.10.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 29.10.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 29. október 2008 — 296. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG KRISTINN ÞORSTEINSSON Fékk fjallabakteríuna í ferðum um Austfirðina • ferðir • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef gengið á flest fjöllin hérna fyrir austan og á mörg þeirra oft,“ segir Kristinn Þorsteinsson, far- arstjóri hjá Ferðafélagi fjarða-manna. Kristinn er á ferðinni flestar helgar sumarsins og er leiðsögumaður meðal annars í svo-kölluðum fimm-fjallaferðum á Austfjörðum. Hann fékk fjalla-bakteríuna eins og hann kallar það árið 1986 þegar hann fó ðá upplifunarinnar í fjallgöngum stendur þó ein ferð upp úr þegar Kristinn rifjar upp sumarið. Sú ferð var gengin í svartaþoku. „Þá gengum við frá Eskifirði yfir fjöllin til Reyðarfjarðar, alls átta tíma ferðalag. Það er aðeins ein leið upp fjallið, mjög brött sem þarf að hitta á en ég hafðibetur f Kristinn hefur einnig gengið á fjöll erlendis og gekk meðal ann-ars um fjalllendi Mallorca í viku- ferðalagi fyrir nokkrum árum. Hann segir öðruvísi að ganga á fjöll í hlýrri löndum en þó gekk hann á snjóþrúgum á Spáni ísumar Við ge Upplifun að ganga í þoku Kristinn Þorsteinsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi fjarðamanna, gengur á fjöll hverja helgi. Eftir- minnilegustu ferð sumarsins gekk hann milli fjarða fyrir austan, í svartaþoku og súld. Kristinn Þorsteinsson hefur gengið á flest fjöll á Austfjörðum. Upplifunin togar hann upp á fjöllin, hvort sem það er svartaþoka eða sól. MYND/ÚR EINKASAFNI GPS-TÆKI frá fyrirtækinu Mio hafa vakið töluverða athygli þar sem úr þeim hljómar rödd K.I.T.T., ofurbílsins ráðagóða úr sjónvarpsþáttunum Knight Rider. Tækið býður góðan dag að hætti K.I.T.T. og vísar ökumönnum veginn, aðdáendum þátt- anna sjálfsagt til mikillar gleði. Menningararfur þjóðarinnar Bókbandsstofa Lands- bókasafns Íslands fagnar aldarafmæli sínu með fyrirlestradagskrá og sýningu í Þjóð- arbókhlöðunni. TÍMAMÓT 14 EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráherra var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september um hvernig afstýra mætti kerfis- falli íslenskra banka með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var á fundi hans með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni í stjórnarráðinu. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni. Fram kemur í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum að Landsbankamenn lögðu til samruna Glitnis, Landsbanka og Straums. Til þess þyrfti ríkið að leggja 100 milljarða til viðbótar við þá ríflega níutíu sem ríkið hafði áður lofað í Glitnishlutinn. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent. Landsbankamenn fóru einnig yfir hag- stærðir með forsætisráðherra. Ekkert var undan dregið með að 200 milljarða framlag ríkisins næmi 65 prósentum gjaldeyrisforðans, tæpum þriðjungi af opinberum tekjum seinasta árs eða fimmtán prósentum af landsfram- leiðslu. Svo segir í gögnum Landsbankamanna: „Þessi hlutföll blikna hins vegar í samanburði við það tjón sem verður á Íslandi komi til kerfisfalls íslensku bankanna.“ Greint var frá fundi Geirs með Landsbanka- mönnum á forsíðu Fréttablaðsins og að þar hefði verið rætt um sameiningu Landsbankans og Glitnis til að styrkja eiginfjárstöðu nýs banka. Geir H. Haarde var spurður út í þennan fund daginn eftir. Þar sagði hann að „ekkert sérstakt“ hefði verið til umræðu á fundinum. „Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu,“ sagði Geir og bætti við að það væri ekkert óeðlilegt við það miðað við breytingar á markaði. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Geir: „Ég kæri mig ekki um að tjá mig um þetta einstaka atriði. Tel það ekki tímabært.“ Hann segir af og frá að ríkisstjórn og Seðlabanki hafi ekki verið tilbúin til þess að leysa vanda bankanna eftir því sem frekast var kostur. - ikh, bih/ Sjá Markaðinn Stjórnvöld voru vöruð við algjöru hruni bankanna Forsætisráðherra var í lok september varaður við hruni bankakerfisins vegna yfirtöku á Glitni. Landsbanka- menn fóru yfir málið með honum og lögðu til að ríkið tæki þátt í því með þeim að afstýra því, sem svo varð. MAGNÚS SCHEVING Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Magnús afhendir BAFTA-grímu FÓLK 22 Langar í hundrað bíla Norski bílasalinn Trond Sandven er kominn til landsins. FÓLK 22 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Dýpkum ekki kreppuna „Vaxtahækkanir eru til þess fallnar að dýpka kreppuna í stað þess að greiða úr henni,“ skrifar Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. UMRÆÐAN 12 BJART NORÐAUSTAN TIL Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt. Bjart lengst af norðaustan til en hætt við snjómuggu eða slyddu á landinu sunnan- og vestanverðu. VEÐUR 4 1 2 -2 -3 0 FÓLK Bretinn Daniel Craig, sem leikur James Bond, hvetur Íslend- inga og Breta til að sættast í deilu sinni sem hefur staðið yfir undan- farið. Vonast hann til að þjóð- irnar nái samkomulagi sem allra fyrst. „Við virðumst alltaf lenda í ein- hvers konar rifrildi á nokkurra ára fresti og ég hef ekki hugmynd um af hverju,“ segir Craig í við- tali við Fréttablaðið. „Við verðum að passa betur upp á hvert annað í staðinn fyrir að fara þessa leið. Íslendingar og Bretar virðast allt- af þurfa að deila eitthvað en ég vona að þetta leysist því þetta snýst allt um peninga og það síð- asta sem við ættum að rífast út af eru peningar,“ segir hann. Spurður hvort Bond væri ekki kjörinn til að leysa deilu Íslend- inga og Breta segir Craig: „Ég veit ekki hvort bókhaldshæfi- leikar hans eru nógu góðir.“ Íslendingar hafa haft horn í síðu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, síðan hann nefndi Ísendinga í sömu andrá og hryðjuverkamenn og Craig kannast vel við málið. „Ég veit ekki hvað ég get sagt. Þetta snýst allt um hvar fólk geymdi peningana sína og fjár- festi. Allur heimurinn er í sárum þessa dagana vegna þess að fólkið sem sá um peningana gerði mis- tök. Ég á ekki von á því að þið og Gordon Brown sættist í bráð en ... ég veit ekki hvað skal segja. Þetta snýst bara allt um peninga.“ - fb / sjá síðu 22 Daniel Craig tjáir sig um samskipti Íslands og Breta í viðtali við Fréttablaðið: James Bond hvetur til sátta SÁTTASEMJARI Daniel Craig leikur James Bond í myndinni Quantum of Solace sem verður frumsýnd hérlendis sjöunda nóvember. Hann hvetur til sátta í deilu Íslendinga og Breta. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands mun hafa slæm áhrif á heimilin í landinu, einkum þau sem eru með yfirdráttarheimildir hjá bönkun- um. Yfirdráttur íslenskra heimila nam alls 75,2 milljörðum króna í lok ágúst og fyrirtækja um 114,4 milljörðum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir hækkunina skelfilega fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Hann óttast að aðgerðin geti haft þau áhrif að eignir heimila og fyrirtækja brenni upp. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra segir hækkunina tímabundna aðgerð sem ætluð sé til að róa gjaldeyrismarkaðinn. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, kallar hækkunina „útfararsálm í fyrirhugaðri jarðarför íslensku krónunnar.“ - shá / sjá síðu 6 Vaxtahækkun Seðlabankans: Sligar fyrirtæki og mörg heimiliEkkert vanmat í kvöld Strákarnir okkar spila fyrsta leikinn eftir silfrið í Peking þegar þeir mæta Belgum í Höllinnni. ÍÞRÓTTIR 17

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.