Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 28
2.500 4milljarðar króna, eða ríflega 21 millj-arður dollara, er hlutur þýskra banka í erlendum skuldum íslenskra banka og annarra fyrirtækja hér um mitt þetta ár. milljarðar dollara, er sú upphæð sem íslenska ríkisstjórnin hefur sóst eftir að fá að láni frá Norðurlöndunum. prósent er stýrivaxtastigið í Tyrklandi, sem hingað til hefur verið með hæstu vexti þróaðra hagkerfa. Ísland er nú í efsta sæti með 18 prósent. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vanda- málin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita söku- dólgsins, líkt og íslenskir stjórn- málamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóða- útgáfu vikurits- ins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Hann er sökudólgurinn! Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor skrifar um krón- una í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðs úthell- inga. Almenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en inn- fluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greið lega um hag kerfið, hefðu Íslend- ing ar notað evru í stað krónu.“ Laun lækkuð án blóðsúthellinga Lýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjald- eyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparn- að og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945. Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til bygging- arinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnað- inn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum. Óguðleg afleiðing haftaáranna 16,75 Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-, snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl. Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður. Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi. Sími 510 4100 www.danfoss.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.