Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 2
Föstudagur 2. april 1982 1ú> Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmidlanna 2 ?rHörku skvísur” í Glæsibæ um helgina ■ „Hörku skvisur, já það er óhætt að segja það. Þær hafa gert geysilega lukku viða um Evrópu, þar sem þeim er leyft að koma fram. En það eru nú eitthvað mismunandi lög sem gilda i hverju landi um hvað sýningar mega vera djarfar. T.d. held ég að i Danmörku sé bannaö að sýna nekt sina núna frá 1. april”, sagði Halldór JUliusson, framkvæmdastjóri Glæsibæjar en til hans kom i gær dansflokkurinn „Silver Rose”, sem samanstendur af 6 dansmeyjum,sem auk þess að dansa sýna glæsilegan nátt- og undirfatnað. — Og þegar Danir banna, tekur þú þú viö? — Þetta hefur staðið til i mörg ár. En þegar ég var á ferð i Danmörku nýlega að lita á „show” var mér boðið þetta m.a. En þær hafa aðeins lausa þessa fjóra daga, fimmtudag (i gær) föstudag, laugardag og sunnudag. Ég var að reyna að framlengja þessu um tvo daga, en það er alveg útilokað. Kannski möguleiki aftur einhverntima i sumar. — En ekki hyggst þú þó fara að versla með „djarfan” undirfatnað? — Það hittist nú svoleiðis á, að verslun hér í Glæsibæ hefur nýlega fengiö umboð fyrir þessar „Silver Rose” vörur. Við höfðum ekki nein samráð um þetta og ég vissi ekkert um þetta umboð fyrr en i fyrra- dag. — Þannig að það ætti að vera gráupplagt fyrir „elsk- huga” að koma á sýninguna hjá þér til að velja næstu gjaf- ir handa sinum heittelskuðu? — Já, og slá með þvi tvær flugur i einu höggi. Halldór sagði dansflokkinn koma hingað frá Danmörku en auk hinna 6 dansmeyja eru í1 i? ■ „Minnir á páskaegg, meö fallegum horða og slaufu” varð einum að orði sem sá þessa glæsipiu. Saumakon- unni á staðnum sýndist hönn- un f atnaðarins auðveld. Engar nálar eða tvinni, aðeins 5 metrar af silkiboröa frá Toft hnýttur svona huggulega. með hópnum kynnir og ljósa- maður. —HEI Kvikmyndir um helgina Regnboginn — Græna vitið — 0 ■ Spaghetti-Vietnammynd, sem fengiö hefur ýmsar hugmyndir aö láni Ur Apocalypse Now og Dear Hunter, en minnir um margt á Vietnammynd John Wayne, „Grænu alpahúfurnar”. Slöpp, klisjukennd og litt trUveröug. Regnboginn — Montenegro ★ ★ ★ ■ Þessi fyrsta kvikmynd Dusan Makavejevs siöan 1974 fjallar um samskipti júgóslavneskra innflytjenda i Sviþjóð og borgara- stéttarinnar þar. Söguþráðurinn er nokkuð brjálæðislegur, og svo er einnig myndin sjálf en á mjög fyndinn og stundum ósvif- inn hátt. Makavejev hæðist miskunnarlaust að „ffnu” borgur- unum en hefur samúð meö innflytjendunum, sem halda i eigin siðvenjur og lifsstil i gjöróliku umhverfi. Mörg atriði myndar- innar eru sérlega skemmtilega útfærð og leikur Susan Ansprach er frábær. Bióhöllin — Fram i sviðsljósið ★ ★ ★ ■ Hal Ashby, Jerzy Kosinski og Peter Sellers leggjast á eitt um aögera „Fram i sviðsljósið” að bráöskemmtilegri ádeilumvnd. þar sem algjör einfeldningur verður aö spekingi og eins konar frelsara i heimi f jármálamanna, stjórnmálamanna ogfjölmiðla i Washington. Peter Sellers leikur hér betur en nokkru sinni siðan i „Dr. Strange-love”. „Fram i sviösljósið” sameinar gott handrit og leikstjórn og áhrifamikinn leik. Tónabió — Aðeins fyrir þin augu ★ ★ ■ Tólfta kvikmyndin um söguhetjuna James Bond, 007. Bestu kaflar myndarinnar eru nokkur skemmtilega Utfærö atriði, þar sem glæfragosar kvikmyndanna fá að sýna getu sina á sjó og landi.svosem bráðskemmtilegur eltingarleikur i bifreiöum um skógivaxnar griskar fjallshliöar og þorp, átök i skiðaparadis við leigumorðingja á skiöum og mótorhjólum og fleira þess háttar. Söguþráðurinn á hins vegar litið skylt við Ian Flemming, og á- hugi Bonds á kvenfólki hefur sýnilega dofnaö meö árunum. Austurbæjarbió — Súperiöggan ★ ■ Terence Hill (þekktur úr Trinity-myndunum) leikur hér vit- grannan lögreglumann, sem lendir i geislun frá kjarnorkn- sprengingu og fær við það ýmsa yfirnáttúrulega hæfileika: getur t.d. fært hluti Ur stað með hugarorkunni og yfirleitt hagaö sér eins og Superman.Grinið tekst stundum vel, en þó er óneitanlega alltof langt á milli velheppnaöra atriða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.