Tíminn - 16.04.1982, Síða 1

Tíminn - 16.04.1982, Síða 1
— Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 17/4 fS2 til 24/4 ’82 ■ Cr sýningu Leikfélags Reykjavikur á „Hassinu hennar mömmu” eftir Dario Fo. Kjartan Ragnars- son, Margrét ólafsdóttir, GuOmundur Pálsson, Aðalsteinn Bergdal, Gisli Halidórsson og Emil Gunnar Guðmundsson i hiutverkum sinum. Þjóðleikhúsið: ■ Amadeus eftir Peter Shaffer verður sýnt á föstudagskvöld og i 20. skiptið á laugardagskvöld. Sýning þessi nýtur mikilla vin- sælda hér sem erlendis. öfundarglæpur Salieris lætur engann ósnortinn og glæsileg tónlist Mozarts undirstrikar hina dramatisku atburði. Leik- stjórier Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson leikur Salieri, Sigurður Sigurjónsson leikur Mozart og Guðlaug Maria Bjarnadóttir leikur Konstönsu. Gosi barnaleikrit Brynju Benediktsdóttur eftir sögunni sivinsælu sem Collodi samdi um þroskaferil spýtustráks verður sýnt einu sinni nú um helgina, á sunnudag kl. 14.00. Arni Blan- don leikur Gosa, Arni Tryggva- son leikur Láka leikfangasmið og Sigurður Sigurjónsson leikur Flökkujóa, samvisku Gosa. Nú fer hver að verða siðastur að sjá þessa vinsælu barnasýningu. Hús skáidsins eftir Halldór Laxness, i leikgerð Sveins Einarssonar verður sýnt i næst siðasta skipti nú á sunnudags- kvöld. Sýning sem hlotið hefur lof og pris. Hér segir frá skáld- inu Ölafi Kárasyni Ljósvikingi og samkiptum þess og þjóð- félagsins eins og það kemur fyrir á Sviðinsvik undir Óþveginsenni. Hjalti Rögn- valdsson leikur skáldið en tuttugu leikarar koma fram i sýningunni. Leikstjóri er Ey- vindur Erlendsson, Sigurjón Jó- hnnsson gerði leikmynd og búninga en Jón Ásgeirsson samdi tónlistina. — Eins og áður sagði eru þetta næst siðustu for- vöð að sjá Hús skáldsins. Dario Fo, Kjartan Ragnarsson og Halidór Laxness á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavikur 1 kvöld (föstudagskvöld) sýn- ir Leikfélag Reykjavikur ærsla- leikinn Hassið hennar mömmu eftir þúsundþjalasmiðinn Dario Foi 6. sinn. Eins og nafnið ber með sér fjallar leikurinn um fikniefnaneyslu en eins og þess- um höfundi er einum lagið, fléttarhann saman gamni og al- vöru, þannig að hassreykingar og heróinneysla unglinga i dag, verða á leiksviðinu tilefni ótrú- legasta skops og skemmtunar misskilnings og hamagangs eins og sæmir i ærslaleik. Með stærstu hlutverkin i leiknum fara þau Margrét ólafsdóttir, Gisli Haiidórsson og Emil Gunnar Guðmundsson, auk Kjartans Ragnarssonar, Aðal- steins Bergdal, Ragnheiðar Steindórsdóttur og Guðmundar Pálssonar. Leikstjóri sýningar- innar er Jón Sigurbjörnsson en leikmynd gerði Jón Þórisson. Á laugardagskvöld verður Jói eftir Kjartan Ragnarssoná fjöl- unum i Iðnó en það leikrit hefur verið sýnt við metaðsókn i allan vetur. Jói, sem er þroskaheftur piltur verður fyrir þvi að missa móður sina og við það standa skyndilega aðrir fjölskyldumeð- limir frammi fyrir þeim vanda hvaðberi að gera og hver þeirra eigi að taka Jóa að sér. Með stærstu hlutverkin fara þau Jó- hann Sigurðarson, Hanna Maria Karlsdóttir og Sigurður Karls- son.auk Guðmundar Pálssonar, Þorsteins Gunnarssonar, Elfu Gisiadótturog Jóns Hjartarson- ar. A sunnudagskvöld er 23. sýn- ing á Sölku Völku eftir Haildór Laxness, sem frumsýnd var i janúar sl. i tilefni af 85 ára af- mælis Leikfélagsins og 80 ára afmælis skáldsins. Sýning Leik- félagsins hlaut mjög lofsamleg ummæli gagnrýnenda og upp- selt hefur verið á allar sýningarnar til þessa. Með stærstu hlutverkin fara þau Guðrún Gisiadóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðarson Þorsteinn Gunnarssonog Jón Sigurbjörns- sonen alls taka 16 leikarar þátt i sýningunni. Leikfélag Blönduóss Laugardaginn 10. april s.l. frumsýndi Leikfélag Blönduóss, Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Leikgerð er eftir Svein Einarsson þjóðleik- hússtjóra. Leikstjóri er Svan- hildur Jóhannsdóttir. Leik- myndina gerði Steinþór Sigurðsson, ljósameistari er Valur Snorrason. Leikfélag Blönduóss tók Kristnihaldið til meðferðar til heiðurs Halldóri Laxness i tilefni 80 ára afmælis skáldsins. Þetta mun vera i fyrsta sinn sem áhugamanna- félag setur Kristnihald undir Jökli á svið. Með aðalhlutverk fara Stefán Haraldsson sem leikur Umba og Sveinn Kjartansson sem.leikur séra Jón Primus. Kristnihaldiö verður næst sýnt laugardaginn 17. april einnig eru ákveðnar þrjár sýningar á Húnavöku þriðjudaginn 20. fimmtudaginn 22. og laugardaginn 24. april. Allar sýningar hefjast kl. 20 nema sýningin fimmtudaginn 22. april, sumardaginn fyrsta, þá hefst sýning kl. 19.30. Ekki verður hægt að heimsækja ná- grannabyggðir, með Kristni- haldið þar sem leikmyndin er sniðin fyrir sviðið i Félags- heimilinu á Blönduósi en þar fara allar sýningar fram. For- maður Leikfélags Blönduóss er Sveinn Kjartansson. Alþýðuleikhúsið „Don Kikóti” eða „Sitthvað má Sanki þola” Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 20.30 verða sýningar á hinum þekkta gleðileik „Don Kikóti” eftir James Saunders byggt á meistaraverki Cer- vantes. Sýningin er ákaflega mynd- ræn og falleg og full af kjána- skap, einfeldni og snilld, greind og heimsku. Hún hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda dagblaðanna og áhorfenda, enda sannkallaður gleðileikur barna sem fullorðinna... „leik- stjórinn Þórhildur Þorleifsdótt- ir er næstum þvi fullkomin og minnir stundum á fimleikasýn- ingu af bestu sort... vandvirknin skin úr hverju atriði...” (Tim- inn) ...tvimenningarnir (Don Ki- kóti og Sankó Pansa) draga upp stórkostlega mynd af þessu si- gilda andstæðupari sem reynd- ar er fyrirmynd flestra gaman- leikjapara sem uppi hafa verið á seinni árum, en leikhópurinn i kringum þá bregst hvergi i tækni og veitir þeim góðan stuðning...” (Þjóðv.) „...búningsgervin eru einnig mjögskemmtilegog vinna mjög vel með leikurunum við að skapa eftirminnilegar persónur og um leið vekur athygli og að- dáun hversu vel höfundur sviðs- myndar hefur leyst sitt verk af hendi...” (Helgarp.) „...af mörgu er að taka. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna fyrri hluta áttunda atriðis, Don Kikóti segir Sanka frá svarbréfi Dúlsineu fögru. Mörg atriði eru afar skemmti- leg og skopleg án þess að vera skripaleikur, þó er skammt milli skops og ærsla...” (Morgunbl.) Leikarar i sýningunni eru: Arnar Jónsson, Borgar Garðarsson, Bjarni Ingvarsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Helga Jónsdóttir og Sif Ragnhildardóttir. Þýðing- una gerði Karl Guðmundsson, tónlistin er samin af Eggerti Þorleifssyni, lýsingu gerði David Walters, leikmynd og búningar eru eftir Messiönu Tómasdóttur og leikstjórn er i höndum Þórhildar Þorleifsdótt- ur. — Sjó. ■ Sanko Pansa (Borgar Garöarsson) og Don Klkóti (Arnar Jónsson) I leikritinu um þá félaga sem sýnt ■ Frá sýningu Leikfélags Blönduóss á Kristnihaldi undir Jökli eftir er i Alþýöuleikhúsinu um þessar mundir. Halldór Laxnes.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.