Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 1
r> wwk og dagskrá ríkisfjölmidlanna 1/5 '82 til 7/5 '82 Hollenskir kynningardagar á Loftleidum: „Náttúrulega verður skálað ígenever," segir Thea Tómasson, sem sá um undirbúninginn ¦ Hollenskir kynningardagar standa nií yfir á Hótel Loftleið- um. Sá fyrsti vaj i gær, en kynn- ingunni lýkur á sunnudags- kvöld. Hollensk kona, Thea Tómasson, sem hefur verið bií- sett á tslandi i 14 ár var meðal þeirra sem áttu veg og vanda af skipulagningu kynningarinnar. Við spuröum hana hvao gestum yröi boðið uppá meöan á kynn- ingunni stendur: ,,Það er ansi margt," sagöiThea. „Þaö verð- ur náttúrlega hollenskur matur á boðstólum alla dagana og viö höfum kappkostað aö hafa úr- valiö sem fjölbreyttast. T.d. höfum við pantað sumt hráefnið sérstaklega frá Hollandi vegna þess aö það er ófáanlegt hér á landi." — Geturöu sagt okkur eitt- hvað af hollenskri matargerð? „Þaö er nii af mörgu að taka," svaraði Thea. „En það sem við verðum með á boðstól- um hérna i Bltímasalnum eru ýmsir þjóðlegir réttir. Eins og nautatunga með rúsinusósu, grænmetissúpur með vermicelli (sem er nokkurskonar spag- hetti). Reyktur áll er mjög mik- ið borðaður I Hollandi og við höfum orðið okkur liti um hann, Húsarasalat, gert úr kjöti, kartöflum, grænmeti, eplum og ýmsu fleiru, verður borið fram. í eftirrétt fá svo allir gestir „hollenskar púffur" sem eru einskonar pönnukökur sem eru látnar liggja I likjör." — Það verður fleiraen matur á kynningunni? „Já mikil ósköp. Hingað er kominn tuttugu manna hópur dansara og hljtíðfæraleikara, mjög skemmtilegur hópur sem flytur þjóðlög og dansar. Dansararnir eru náttúrlega all- ir klæddir skrautlegum þjóð- búningum sem Hollendingar eru frægir fyrir. Þau koma fram i Blómasalnum öll kvöldin." — TUlípanar hljóta aö vera með... „Já. Við fengum gefins 1000 túlipana frá blómaræktendum i Hollandi og hótelið verður skreytt með þeim hátt og lágt. Það er hann Aad Groenveg, blómaskreytingamaður i Alaska sem sér um að koma þeim smekklega fyrir." —Verða fleiri skemmtiatriði? „Já það verður bingtí, happ- drætti o.fl. o.fl. Auk þess verða allir gestir leystir út meB gjöf- um. Og svo veröur náttúrlega skálað i genever," sagði Thea. ¦ Tuttugu manna hópur kom sérstaklega frá Hollandi til aB skemmta landanum I tilefni hollensku daganna. Leíkhúsin um heígina Alþýðuleikhúsið ¦ NU fara aB verBa siBustu for- vöB aB sjá sýningu AlþýBuleik- hússins á Don Ki'kóti. Næsta sýning verBur á laugardag kl. 20.30. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. BUningar og leik- mynd: Messiana Tdmasdóttir. Lýsing: David Walter. Tónlist: Eggert Þorleifsson. ÞýBing Karl GuBmundsson. Leikarar eru Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson, Borgar GarBars- son,Guðmundur Olafsson, Egg- ert Þorleifsson, Helga Jónsdött- ir og Sif Ragnhildardtíttír. A laugardagskvöldið verður svo styrktardansleikur AlþýBu- leikhússins i Félagsstofnun stúdenta. Grýlurnar munu leika fyrir dansi og auk þess kemur fram Peysufatakór Kvenna- framboBsins. ,, Ef tirlits maðurinn" frumsýndur hjá L.A. t kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar gamanleikinn „Eftirlitsmanninn" eftir Gogol 1 nýrri leikgerB, sem leikstjórar sýningarinnar GuBrún As- mundsdtíttir og Asdis Skúladótt- ir hafa unniB ásamt Jóni Hjartarsyni. Ivan Török hann- aði leikmyndog búninga, Gunn- ar Reynir Sveinsson sér um leikhljóð og tónlist og David Walters lýsir sýninguna. Leikararnir sem koma fram I sýningunni eru: Gestur E. Jónasson, sem leikur titilhlut- verkið, Þráinn Karlsson, Guð- laug Hermannsdöttir, Guðbjörg Thoroddsen, Sunna Borg, Ingi- björg Björnsdtíttir, Andrés Sigurvinsson, Þröstur Guö- bjartsson, Jónsteinn Aöalsteins- son, Heimir Ingimarsson, Marintí Þorsteinsson og Theo- dór JUliusson. L.A. býöur eldri borgurum ásamt fylgdarmanni 50% afslátt á 2. sýningu sunnu- daginn 2. mai'. Góða skemmtun. Þjóðleikhúsið Meyjaskemman var frum- sýnd um síöustu helgi og hefur verið uppselt A syningar til þessa. Einnig er uppselt I kvöld og næsta sýning á söngleiknum verður á sunnudagskvbldið. Gosiverður tvisvar á ferBinni nú um helgina og er sýningum aB ljúka. Sýning er i dag kl. 14.00 og á sunnudaginn kl. 14.00. Sýn- ingin á sunnudag er næstsiBasta sýningin á verkinu, en rúmlega sextán þúsund áhorfendur hafa séð Gosa til þessa. Amadeuseftir Peter Shaffer verBur á fjölunum á laugar- dagskvöld og er fólki bent á aö sýningum á þessu leikriti fer nú fækkandi. Uppgjörið eftir Gunnar Gunnarsson veröur sýnt i allra siðasta skipti nU á sunnudags- kvöld. BUiðerað sýna verkið 70 sinnum á vinnustöBum og i' skól- um og nokkrum sinnum á Litla sviBinu. Sýningar geta ekki orð- iB fleiri vegna þess aB GuB- mundur MagnUsson er á förum til útlanda, en sem kunnugt er leika þau Edda Þórarinsdóttir og GuBmundur hlutverkin i sýn- ingunni. Sýningin hefst á Litla sviBinu kl. 20.30. ¦ Hér eru iðnaðarmenn að vinna viðbreytingar I Þórscafe. Breytingar í Þórscafe: „Skemmtistaðir þurfa andlits- lyftingu á 5 ára fresti," segir Kristinn Guðmundsson, veitingastjóri ¦ „í fyrsta lagi erum við að breyta diskótekinu, við létum setja nýja lýsingu, ný teppi og ný og betri hljómflutningstæki," sagði Kristinn Guðmundsson, veitingastjóri í Þdrscafe þegar blaðamaður hitti hann vegna breytinga sem nU er veriB aB framkvæma á skemmtistaBn- um. „Þegar breytingunum hérna niBri verBur lokiB þá ætl- um viB aö taka salinn uppi i gegn," hélt Kristinn áfram. — Eru þessar breytingar gerBar vegna harBnandi sam- keppni? „Já, þvl er ekki aB neita. ÞaB er ekki þar meB sagt aB viB höf- um orBiB undir I samkeppninni. SkemmtistaBir verBa einfald- lega að fá andlitslyftingu á 5 ára fresti. Tiska er alltaf aB breyt- ast. Nú eru t.d. diskótek á undanhaldi en fyrir örfáum ár- um vildi enginn annaB." Staðir eins og i kring- um 1930 „Old blikkljósanna er liBin. Fólk vill hafa staöina rdlega og huggulega eins og þeir voru i kringum 1930." „Þið hafið náttUrlega notið aðstoðar sérfrtíðra manna viB breytingarnar?" „Já. ÞaB er augiysingastofan Arko sem á stærstan heiBurinn af þeim. Svo var hérna breskur maBur, sem hefur getiB sér gott orB i heimalandi sinu fyrir hönnun skemmtistaBa. Hann var okkur til halds og trausts við breytingarnar." — Verða einhver jar breyting- ar á rekstrinum? „Já. Við stefhum aö því að hafa opið I miðri viku, og þá bara á annarri hæðinni i einu. Eins og húsiB var var þaB of stórt til aö hafa opið á virkum dögum. Pólk dreifðist á baðar hæðir þannig að staðurinn birt- ist tómur. Breytingarnar gefa okkur kost á að loka á milli hæBa." — VerBur Þórskabarett áfram? „Nei. ÞaB lfður senn að þvi að hann hætti, í bili. NUna leitum við ljósum logum að nýjum skemmtikröftum til að fylla I skarðið. Við viljum fá einhverja sem við getum veriö einir um, svo fólfe komi i Þórscafe "til aö sjá þá. Erlendir skemmtikraft- ar koma sterklega til greina." — Þið veröið meö mat fyrir gestina? „Já, já. Það verður engin breyting á þvl." — Fer ekki fólk sjaldnar Ut að borða á sumrin? „JU. Við fáum langflesta matargesti frá áramótum og framá vor. Þá eru árshátiðar. Það koma heilu fyrirtækin jafn- vel utan af landi og það kemur oft fyrir að við tínnum ekki eftir- spurn. A sumrin er þetta allt mikið rólegra," sagöi Kristinn. -Sjó. ¦ Kristinn GuBmundsson, veitingastjóri I Þórscafe, viB nýjar hljómflutningsgræjur, sem búið er að taka I notkun i Þórscafe.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.